Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.9.2009 | 13:50
Kosningabaráttan byrjuð á fullu
Kosningabaráttan er byrjuð á fullu hjá Samfylkingunni. Samfylkingin ætlar að reyna að ná forskoti á aðra flokka, en það gleymist hjá þeim að þjóðin er búin að vera að fylgjast með vinnubrögðum, eða öllu heldur aðgerðarleysi, þeirra síðan þau tóku við völdum.
![]() |
Forsætisráðherra á opnum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 13:15
Ég tek ofan fyrir Ögmundi
Það er virðingarverð af Ögmundi Jónassyni að segja af sér og standa þar með á sannfæringu sinni í þessu mjög svo umdeilda máli. Ekki þætti mér ólíklegt að það spili einnig inní sársauka-fullur niðurskurður heilbrigðiskerfisins sem hann hefur þurft að takast á við.
Nú þarf Jóhanna bara að ganga á fund ORG og segja af sér líka, ásamt öllu sínu ráðuneyti.
Ef ekki verður gengi til kosninga nú í haust, væri best að mynda ríkisstjórn allra flokka að frátalinni Samfylkingunni. Slík stjórn myndi koma miklu meira í verk, en sú sem nú riðar til falls.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 11:24
Samfylkingin undirbýr kosningar
Flokksþing Samfylkingarinnar um s.l. helgi og málaflokkarnir sem þar voru til umræðu var greinilega sett fram í þeim tilgangi að undirbúa flokksmenn undir komandi kosningar.
Í lok kjördags í vor sagði ég við starfsfólk kjördeildar minnar: "sjáumst í kosningunum í haust".
Ríkisstjórnin er búin að vera, hún ræður ekki við vandann og hefur aldrei gert.
Í tillögum Árna Páls til "bjargar" heimilunum er enga lausn að finna, heldur enn einn fresturinn. Með þessum tillögum er hann að ætla seinni tíma stjórnmálamönnum að takast á við vandann. Ég óttast að við séum runnin út á tíma til að ganga í þær aðgerðir sem þarf til til að leiðrétta höfuðstól lána, þá á ég við bæði verðtryggðra- og gengistryggðra lána, vegna þess að ríkisstjórnin hefur hvorki haft kjark né dug til að takast á við þau brýnu mál er varðar þjóðarheill.
Hugur Samfylkingarinnar hefur verið allt annarsstaðar en hjá íslensku þjóðinni, hann hefur verið í Brussel og með Bresku og Hollensku þjóðunum. Gordon Brown, formaður flokks margra Samfylkingarmanna á Breskri grund, ætlar Íslendingum að taka á sig ábyrgð sem honum dettur ekki í hug að láta Breska þegna axla.
Þess má geta að margir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa stært sig af því að vera einnig skráðir í Bresku Samfylkinguna (lesist Verkamannaflokkinn). Þeir hljóta að vera stoltir af sínum manni þessa dagana. Nú nýtur hann þess að sparka í Íslendinga þar sem þeir liggja sárir eftir hryðjuverkaárás Bresku ríkisstjórnarinnar á Íslenskt efnahagslíf og væntir þess að auka fylgi sitt við það, þeim veiti víst ekki af, Breska þjóðin er að missa trúna á Brown og co. eins og Íslendingar eru að missa trúna á Jóhönnu og co.
Ætlar Samfylkingin að taka upp sömu aðferðir og Brown gagnvart eigin þjóð. Hvorki hefur núverandi ríkisstjórn né sú sem var við völd fyrir ári síðan reynt að koma þjóð okkar til varnar, þvert á móti hafa þessar stjórnir verið eins og lúpa frammi fyrir Breskum og Hollenskum ráðamönnum, sjálfum sér og þjóð okkar til vansa.
30.9.2009 | 10:13
Fellur ríkisstjórnin ef stjórnarandstaðan bjargar henni ekki ?
Enn á ný er Jóhanna Sigurðardóttir, leynt og ljóst, að ákalla stjórnarandstöðuna og biðja um hjálp til að koma Icesave-ruglinu í gegn um þingið. Á sama tíma beitir hún samstarfsflokknum hótunum um stjórnarslit ætli þeir ekki að bjarga erindisgjörðum hennar í þágu Breta og Hollendinga.
Fróðlegt verður að sjá viðbrögð stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins sem stóð ekki í lappirnar þegar málið var fyrst afgreitt frá þingi fyrir mánuði síðan. Ég er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst marga fylgismenn þá.
Athyglisvert var að fylgjast með fréttum af landsfundi Bresku Samfylkingarinnar (lesist Verkamannaflokksins). Þar segir Brown að Breskur almenningur eigi ekki að greiða fyrir bankahrunið. Þessi yfirlýsing hans er merkileg fyrir þær sakir að hann ætlast til þess að Íslenskur almenningur greiði fyrir bankahrunið og taki á sig alla ábyrgð vegna bankahrunsins hér á landi. Þvílíkur tvískinnungur.
ÁFRAM ÍSLAND - ENGA ICESAVE-NAUÐASAMNINGA
![]() |
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2009 | 20:13
Ísland betur statt en Írland
Það sem mér finnst merkilegast í viðtengdri frétt, þar sem samanburður er gerður á stöðu efnahagsmála á Írlandi og Íslandi, er að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með myntsamstarfi Evrópu geti gert Íslendingum kleift að komast út úr kreppunni nokkuð hratt á næstu 1-2 árum og þar af leiðandi stöndum við betur að vígi en Írar.
Ég ráðlegg hér með Írum að sækja um aðild að ESB og taka upp Evru.
![]() |
Ísland betur statt en Írland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 11:58
Ísland eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims
Það er eins og margoft hefur komið fram: samræðustjórnmál koma ekki til með að skila okkur neinu. Hægt er að hafa háleitar og fagrar hugmyndir um draumaríkið, en þá verða athafnir að fylgja sem skila okkur í þann farveg er að lokum mun leiða okkur þangað.
Til þess að Ísland mætti verða eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims þá þarf í fyrsta, öðru og þriðja lagi að skipta um stjórnvöld og fá nýtt fólk í Stjórnarráðið, fólk sem framkvæmir í takt við hugmyndir og kemur hlutum í verk sem skila okkur áleiðis að því marki. Í dag höfum við því miður fólk við stjórnvölin sem ekki kemur neinu í verk, fólk sem er dofið og úrræðalaust, fólk sem talar um fagrar stefnur á tyllidögum en lætur þar við sitja. Þetta sama fólk viðhafði hávaða þegar aðrir voru við stjórnvölin, lét öllum illum látum og þóttist vita betur, fékk loks tækifæri og hefur orðið sér til skammar og landi og þjóð til tjóns.
Ef eitthvað er þá hefur samkeppnishæfni Íslands fjarlægst hið háleita markmið og það allverulega. Sennilega hefur markmiðið aldrei verið jafn fjarlægt síðustu sjötíu árin.
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 10:22
Sókn til betra samfélags
Fyrirsögnin hér að ofan er yfirskrift flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun, laugardaginn 26.september.
Á flokksstjórnarfundinum mun Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálamálaráðherra tala um efnið "Staða heimilanna- aðgerðir ríkisstjórnarinnar".
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra mun tala um efnið "Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi".
Þá verða eftirtalin umræðuefni ennfremur á dagskrá:
Ný tækifæri í sókn til betra samfélags. Aukinn jöfnuður með breyttri skattastefnu
Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði Háskóla Íslands
Mikilvæg samfélagsleg áhrif jöfnuðar
Jón Gunnar Bernburg, dósent í félagsfræði Háskóla Íslands
Hvernig stöndum við vörð um og styrkjum börnin á erfiðum tímum sem þessum?
Hrefna Ólafsdóttir yfirfélagsráðgjafi BUGL og aðjúnkt við Háskóla Íslands
Nýjar áskoranir og tækifæri í íslensku atvinnulífi
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
Mér er spurn, hvað hefur komið fyrir Samfylkinguna eiginlega ? Hvar hefur þetta fólk verið undanfarna mánuði ? Hvað hafa þau verið að hugsa ? Hvað hafa þau verið að gera ?
Er Samfylkingin að undirbúa kosningar ?
Samfylkingin hefur hvorki haft dug eða kjark til að takast á við neitt af því sem fjalla á um á umræddum flokksstjórnarfundi, þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til þess í nærri átta mánuði og þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir aðgerðum á flestum þessum sviðum allan þann tíma sem Fylkingin er búin að vera við stjórn, þau hafa haft öll ráð í hendi sér.
En, já, ég var nærri búinn að gleyma, Samfylkingin stundar bara umræðu-stjórnmál og auðvitað er það það sem gera á á morgun, en framkvæmda-stjórnmál hefur Samfylkingin ekki verið þekkt fyrir og á ég ekki von á neinni breytingu þar á.
Sennilega er Samfylkingin bara að undirbúa kosningar, aðra daga skipta þessi mál Fylkinguna ekki máli.
24.9.2009 | 14:15
Háir stýrivextir og gjaldeyrishöft
Háir stýrivextir, gjaldeyrishöft, háir skattar og enn hærri skattar í vændum = handjárn, hlekkir, spennitreyja og bundinn við rúmið. Þú getur þig hvergi hreift, fastur, niðurnjörvaður.
Glæsileg útkoma hjá "Norrænni velferðarstjórn" ekki satt ?
24.9.2009 | 12:32
Væntingar um að verðbólgan hjaðni ört ?
Þetta hefur heyrst áður, "verðbólgan mun hjaðna ört", en hvað hefur gerst ? Með háu vaxtastigi hefur verðbólgan ekki hjaðnað, þvert á móti hefur hún aukist.
Það er eins og ég sagði í fyrri færslu minni í morgun, "vaxtastefna Seðlabankans er ekki að virka".
Ég er farinn að halda að það sé með ráðum gert að drepa allt líf í landinu. Seðlabankinn og ríkisstjórnin í sameiningu stuðla beint og, ég vona ekki, viljandi að því að leggja allt í rúst í okkar góða landi. Hver er tilgangurinn með þessu ? er það til þess að við komum öll skríðandi til Brussel ?
Nei takk, ekkert Brussel, ekkert ESB, enga "Norræna velferðarstjórn", það er komið nóg.
Nú þarf nýja ríkisstjórn og nýja stjórn í Seðlabankann.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB
ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ ICESAVE
ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ AGS
![]() |
Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 09:26
Seðlabankinn rústar stöðugleikasáttmálanum
Það virðist ekki vera neinn vilji, hvorki af hálfu Seðlabankans eða ríkisstjórnarinnar, að virða eða viðhalda stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var snemma sumars með pompi og prakt. Í sjónvarpsfréttum í gærkveldi mátti sjá greinilegan meiningarmun á milli ríkisstjórnar-innar og formanns ASÍ hvað umræddan sáttmála varðar. Forsætisráðherra lýsti mikilli ánægju með hvað þau eru að gera góða hluti, á meðan Gylfi Arnbjörnsson var mjög varfærinn í yfirlýsingum sínum, en greina mátti mikil vonbrigði hjá honum með gang mála hjá ríkisstjórninni, stjórninni sem þó var honum að skapi er hún var mynduð.
Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt, alla vega ekki neitt af viti. Vonbrigði fólks verður æ meiri með hverjum deginum og blasir uppgjöf við víða.
Svo kemur Seðlabankinn og stráir salti í sárin með því að gera ekki neitt í vaxtamálum. Stýrivaxtastefna Seðlabankans er úrelt og úr sér gengin, hún gerir ekkert gagn en mikið ógagn. Ekki kæmi mér á óvart ef mörg fyrirtæki gefist hreinlega upp nú um mánaðamótin og fjöldi uppsagna líti dagsins ljós. Ábyrgðin skrifist á ríkisstjórnina og Seðlabankann.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB
ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ ICESAVE
ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ AGS
![]() |
Stýrivextir áfram 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 167816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar