Samfylkingin undirbýr kosningar

Flokksþing Samfylkingarinnar um s.l. helgi og málaflokkarnir sem þar voru til umræðu var greinilega sett fram í þeim tilgangi að undirbúa flokksmenn undir komandi kosningar.

Í lok kjördags í vor sagði ég við starfsfólk kjördeildar minnar: "sjáumst í kosningunum í haust".

Ríkisstjórnin er búin að vera, hún ræður ekki við vandann og hefur aldrei gert.

Í tillögum Árna Páls til "bjargar" heimilunum er enga lausn að finna, heldur enn einn fresturinn.  Með þessum tillögum er hann að ætla seinni tíma stjórnmálamönnum að takast á við vandann.  Ég óttast að við séum runnin út á tíma til að ganga í þær aðgerðir sem þarf til til að leiðrétta höfuðstól lána, þá á ég við bæði verðtryggðra- og gengistryggðra lána, vegna þess að ríkisstjórnin hefur hvorki haft kjark né dug til að takast á við þau brýnu mál er varðar þjóðarheill.

Hugur Samfylkingarinnar hefur verið allt annarsstaðar en hjá íslensku þjóðinni, hann hefur verið í Brussel og með Bresku og Hollensku þjóðunum.  Gordon Brown, formaður flokks margra Samfylkingarmanna á Breskri grund, ætlar Íslendingum að taka á sig ábyrgð sem honum dettur ekki í hug að láta Breska þegna axla. 

Þess má geta að margir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa stært sig af því að vera einnig skráðir í Bresku Samfylkinguna (lesist Verkamannaflokkinn).  Þeir hljóta að vera stoltir af sínum manni þessa dagana.  Nú nýtur hann þess að sparka í Íslendinga þar sem þeir liggja sárir eftir hryðjuverkaárás Bresku ríkisstjórnarinnar á Íslenskt efnahagslíf og væntir þess að auka fylgi sitt við það, þeim veiti víst ekki af, Breska þjóðin er að missa trúna á Brown og co. eins og Íslendingar eru að missa trúna á Jóhönnu og co.

Ætlar Samfylkingin að taka upp sömu aðferðir og Brown gagnvart eigin þjóð.  Hvorki hefur núverandi ríkisstjórn né sú sem var við völd fyrir ári síðan reynt að koma þjóð okkar til varnar, þvert á móti hafa þessar stjórnir verið eins og lúpa frammi fyrir Breskum og Hollenskum ráðamönnum, sjálfum sér og þjóð okkar til vansa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband