Færsluflokkur: Ferðalög

Tenging við ástvini, samband okkar við þá sem okkur eru kær.

Eitt það dýrmætasta í heimi hér eru ástvinir mans. Brad Ryan komst að því er hann gaf ömmu sinni, Joy, tíma og fór með hana að sjá fjöll og hafið, nokkuð sem hún hafði aldrei barið augum þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.

Tími er lánuð stund, tíminn kemur ekki aftur, við eigum hann núna en þegar hann er liðinn getum við ekki endurheimt hann. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta tímann vel og best er að nota hann með ástvinum og rækta tengsl okkar við þá, maka okkar, ömmur okkar og afa, foreldra og systkini og aðra þá sem okkur eru kær.

Tengsl eru fjármunum dýrmætari, peningar koma ekki í stað þess að eiga gott samband við ástvini. Gott og náið samband við börnin okkar getur varnað þeim óþarfa erfiðleikum er fram líða stundir, komið í veg fyrir vandamál sem svo margir eiga við að glíma nú til dags.

Hugsum um það.

Ferðin til Great Smoky gekk svo vel að Brad ákvað ...


mbl.is Með ömmu í alla þjóðgarða Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brostnar vonir ???

Ég tel að mörgum hafi verið það ljóst strax í upphafi uppsveiflu ferðaiðnaðarins að fyrr eða síðar myndi botninn detta úr og margir standa eftir stór skuldugir eða gjaldþrota.

Við þurfum ekki vera hissa þótt verulega dragi úr komu ferðamanna til landsins, græðgisvæðingin hefur séð til þess. Ísland er eitt dýrasta land í heimi til að ferðast til. Þó svo að WOW hafi skilað okkur mörgum ferðamanninum á ódýrum fargjöldum er það ekki síst græðgisvæðingin innanlands sem situr í fólki sem hingað hefur komið.

Hótel, airbnb og veitingastaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur út um allt og allir ætluðu að græða stórt. Minnir helst á loðdýraræktina og laxeldið sem allir ætluðu að græða á en margir fóru illa út úr.

Hvað ætla menn svo að gera við öll glæsihótelin sem sprottið hafa upp og flest þeirra nánast á sama blettinum í Reykjavík??? hýsa flóttamenn??? nota það sem heimili fyrir eldri borgara???? eða hýsa þá sem hafa lent á götunni einhverra hluta vegna??????

Vilji menn standa vörð um ferðamannaiðnaðinn þarf breytt hugarfar okkar á meðal. Sýnum sanngirni í verðlagningu í garð ferðamanna, hættum að horfa á þá sem féþúfu sem hægt er að græða á um stundarsakir.

Við getum sjálfsagt ekki selt þjónustu okkar jafn ódýrt og þeir sem ódýrastir eru, en haf og himinn er á milli þess sem hinir ódýru bjóða þjónustu sína á og græðginnar sem hér ríkir.

 


mbl.is Vonir sem virðast bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg og hlý viðbrögð Flugleiða á ögurstundu

Flugleiðir bregst við af fagmennsku. Sýna strandaglópum skilning með hjartahlýju. Flugleiðir eiga heiður skilinn. Viðbrögð þeirra geta mildað þann álitsskaða sem þjóðfélag okkar verður augljóslega fyrir.

Þá er að sjá hvernig ríkisstjórnin bregst við, mun það verða af sömu fagmennsku og Flugleiðir sýna???


mbl.is Öll laus sæti til strandaðra farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband