Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.4.2009 | 16:45
Vaskleg framganga ríkisstjórnarflokkanna
Á borgarafundi í gær lýsti Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, því yfir að lækka ætti laun og þá einkum laun ríkisstarfsmanna, þar sem ríkisstarfsmenn væru vel til þess fallnir að taka á sig launalækkun. Það hefur sýnt sig að það er ekkert mál að lækka laun þeirra, það er þegar búið að sanna sig, þá sé ekki úr vegi að hækka skatta á þetta sama fólk.
Almenningur hefur ekki gott af því að hafa of mikið fé milli handana, það myndi bara eyða því hvort eð er. Ef fólk hefur of mikið fé til að spila úr og færi að eyða þeim fjármunum sem það hefur, hefði það skelfilegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið. Að dæla fjármunum í efnahagskerfið þýddi það að ríkisvaldið missti tök á ástandinu og allt færi úr böndunum og efnahagslífið færi að snúast. Þá væri nú illa komið fyrir ríkisstjórninni sem vill hafa allt undir "kontról".
Það er skammarlegt af ríkisstarfsmönnum að ætlast til þess að þeir geti lifað af launum sínum, þetta fólk á að vita betur. Við verðum að læra að beygja okkur og bugta fyrir ríkisvaldinu, ég tala nú ekki um þegar vinstri flokkarnir ráða þar ríkjum.
Elskurnar mínar, munið að kjósa þessa flokka á kjördag, svo þeir geti haldið áfram á sömu braut með endurnýjað umboð okkar. Þá geta þeir haldið áfram að níðast á okkur fram í rauðan dauðan
![]() |
Kjaraskerðing þegar hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 13:18
Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hjálpa okkur ?
Hvað er AGS að gera fyrir Ísland ? eða er hann að gera nokkuð til að styrkja stöðu okkar ? Þetta eru spurningar sem ég velti fyrir mér.
Er það af illkvittni eða er það vegna stjórnmálaástandsins í landinu að AGS tefur greiðslu láns til okkar upp á $ 155.000.000 ? Er hugsanlegt að þeir óttist það að ríkisstjórnin sem nú er við völd haldi áfram eftir kosningar ? eru þeir uggandi um efnahag þjóðarinnar undir stjórn Sandfylkingar og Vinstri grænna ? eða er þeim bara alveg sama um okkur ?
Aðkoma AGS víða um heim hefur valdið miklum erfiðleikum í þeim löndum sem þeir hafa komið að. Íbúar þeirra þjóða hafa verið hnepptir í fjötra fátæktar og skuldaklafa til margra ára.
Það væri skelfilegt ef íslensk þjóð, ófæddar kynslóðir, lendu í því að verða hlekkjuð við skuldir útrásarvíkinga um langa framtíð. Ef það er krafa AGS þá eigum við að afþakka aðkomu þeirra að okkar málum, senda þá heim og loka skrifstofu þeirra hér á landi.
Það er kominn tími til að við tökum ákvarðanir er varðar okkur sjálf og þjóðarhag, hag heimilanna og fyrirtækja. Ef það þýðir að við getum ekki farið til sólarlanda næstu árin þá verður svo að vera. Betra er að hafa lítið og geta ekki veitt sér mikið um tíma, en að hafa ekki neitt og geta ekkert gert um langa ókomna framtíð.
![]() |
Ekkert bólar á IMF láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 01:10
Helgi Hjörvar telur það slæman kost að viðhafa tvennar kosningar um ESB
Það kemur mér ekki á óvart að Helgi Hjörvar skildi lýsa því yfir á borgarafundi að það væri slæmur kostur að viðhafa tvennar kosningar um ESB þ.e.a.s. í fyrsta lagi hvort við eigum að fara í aðildarviðræður við ESB og síðan ef farið verður í slíkar viðræður, hvort við síðan samþykkjum niðurstöður þeirra viðræðna. Jóhanna Sigurðardóttir var búin að leggja línurnar, "þjóðin er of vitlaus til að taka sjálfstæða ákvörðun, við verðum að gera það fyrir hana", sú er niðurstaða Sandfylkingarinnar. Lýðræði er orð sem Sandfylkingin notar á tyllidögum, en þess á milli er Sandfylkingin á móti lýðræði, vegna þess að þegnarnir kunna ekki með lýðræðið að fara að þeirra dómi.
Það er ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá í gegn um þessa fylkingu. Stjórnartilburðir Sandfylkingarinnar minnir einna helst á upphafstíma Hitlers og kommúnismann austur í Rússjá. Þeir tveir flokkar sem nú fara með völd í landinu, minnihlutastjórn á ábyrgð Framsóknarflokksins, leggja sig alla fram við að grafa undan fyrirtækjunum og heimilunum í landinu og ætla síðan að skattpína fólkið og fyrirtækin í þeim tilgangi að allir verði nú örugglega upp á náð og miskunn stjórnvalda komnir. En að bjarga heimilunum eins og lofað var er gleymdur frasi, þó það séu nú bara 70 dagar síðan Jóhanna lofaði því hátíðlega með alvöruþunga í röddu og augabrúnir niður á kinnar.
Nei, ég held ég vilji ekki viðhalda þessum ósköpum, ég er búinn að fá nóg. Burt með þessa stjórn, hún er vanhæf, getulaus og viljalaus.
![]() |
Tvöföld atkvæðagreiðsla slæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 15:43
Ríkisstjórnin leggur sig alla fram !
Það er óhægt að segja það að ríkisstjórn Sandfylkingar og Vinstri grænna hefur lagt sig alla fram. Það verður ekki af þeim skafið og sá heiður ekki frá þeim tekinn. Ríkisstjórnin hefur lagt allt sitt í að grafa undan atvinnuvegum og fjölskyldum landsins. Peningastefnan og hagstjórnin með hagfræðinginn úr Háskóla Íslands, Gylfa Magnússon og alla álitsgjafa sem hægt var að finna úr þeirra röðum, hagfræðinga og stjórnmálafræðinga, ekki svo fáir, sér til halds og trausts, samt er allt í rúst hjá þessum blessuðu flokkum og engin lausn í sjónmáli.
Eina lausn Sandfylkingarinnar er ESB, en þeir vita ekki og sjá ekki að þar er enga lausn að finna. "Við þurfum að komast í skjól Seðlabanka Evru-landa" segja þeir, en af hverju eigum við að fá skjól þar meðan Evru-lönd sem þar eru fyrir finna ekkert skjól hjá þeim banka ?
Ríkisstjórnarflokkarnir verða að fara að gera sér grein fyrir því að þeir ráða ekki við vandann og láta kjósendur vita. Þeir hafa engar hugmyndir fram að færa, engar lausnir, engin úrræði.
Það væri heiðarlegast af þessum flokkum að viðurkenna úrræðaleysið og frýja landsmenn við því að hafa þá við stjórnvölin eftir kosningar.
![]() |
Krónan veikst með nýrri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 13:49
Skortur á dómgreindarleysi ?!!??!
Nei það var sko ekki skortur á dómgreindarleysi, þvert á móti var gómgreindarleysið algert. Að fara fram á og eða að taka á móti tug milljóna króna styrkjum er algert dómgreindarleysi. Það þarf enginn að segja mér að Geir Härde hafi einn komið þar að málum.
Nú reynir á að hlutaðeigandi sýns fulla dómgreind og axli ábyrgð. Það dylst engum að ef enginn stígur fram og axlar ábyrgð, á dómgreindarleysinu, þá verði allur Sjálfstæðisflokkurinn látinn axla þá ábyrgð laugardaginn 25.apríl. Hvort ætli sá/þeir sem ábyrgð bera í þessu máli, beri eigin hag í brjósti fram yfir hag flokksheildarinnar og hag þjóðarinnar. Það er alveg ljóst að ef enginn stígur fram og lýsir ábyrgðinni á hendur sér (þá á ég ekki bara við einhvern, heldur þann sem sannanlega ber ábyrgð) þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þá mestu útreið út úr þessum kosningum sem hann hefur nokkru sinni fengið og það jafnvel verri útreið en Framsóknarflokkurinn fékk við síðustu kosningar.
Það yrði ekki aðeins reiðarslag fyrir flokkinn heldur fyrir alla þjóðina, því þá sitjum við uppi með handónýta ríkisstjórn sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara, ríkisstjórn sem getur ekkert, veit ekkert og kann ekkert. Ríkisstjórn sem hefur sýnt á aðeins 70 dögum dugleysi og algert getuleysi. Ríkisstjórn sem hefur aðeins þau úrræði að leggja meiri byrgðar á almenning í landinu.
Ég vil því skora á hvern þann sem ábyrgur er fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk óhóflega styrki frá FL Group og Landsbankanum að gefa sig fram og axla ábyrgð gerða sinna. Þjóðin á skilið að menn séu ærlegir og viðurkenni mistök sín.
Sá yrði meiri maður, eða þeir meiri menn.!!.
8.4.2009 | 23:53
Kosningastefna Sandfylkingarinnar
Sandfylkingin kynnti klisjaða moðsuðu sem hún kallar kosningastefnu sína. Þvílíkt og annað eins. Bráðaaðgerðir í atvinnumálum, hljómar eitthvað svipað og það sem forsætisráðherra lét út úr sér þegar ríkisstjórnin tók við í febrúar byrjun, en hvað hefur verið gert ? ekki neitt. Vandi atvinnuveganna hefur stóraukist á þeim tíma og í stað þess að sjá vexti lækka hratt hafa verið tekin hænufet í þeim efnum.
Velferðarbrú fyrir heimilin, hvað er nú það ? einhverjir draumórar úr fornum ævintýrasögum ? Allar aðgerðir sem ríkisstjórn Sandfylkingarinnar hefur boðið þjóðinni upp á er fálm út í loftið, aðgerðir sem í besta falli koma fáum að litlum notum.
Forsendur fyrir afnám gjaldeyrishafta væri að reka seðlabankastjóra og fá hæfan mann í starfið og peningamálanefndina alla.
Upptaka Evru og innganga í ESB væri nú að kasta olíu á eldinn. Blinda Sandfylkingarinnar í Evrópumálum er alger. Þráhyggja þeirra á eftir að kosta þjóð okkar mikið ef fylkingin fær að ráða.
Aðhald og ábyrgð í fjármálum hefur ekki verið aðalsmerki Sandfylkingarinnar það væri hreint glapræði að leggja efnahagsmálin í hendur þess flokks næstu fjögur árin.
Endurreisn fjármálakerfisins. Ekki hafa Sandfylkingin og Vinstri grænir farið hönduglega um fjármálakerfið og jafnvel þótt þeim hafi hlotnast "utanaðkomandi" aðstoð til að takast á við þau mál. Reyndar hafa ráðherrar og þingmenn Sandfylkingarinnar með Gylfa Magnússon í broddi fylkingar verið ötul við að tala krónuna niður í von um að sjá færi til að snúa Evruna upp á þjóðina.
Sandfylkingunni er tamt þessa dagana að tala um brúarsmíði. Sú eina brúarsmíði sem ég hef séð af hálfu þess flokks er Jóhanna Sigurðardóttir. Hefði Jóhanna ekki tekið að sér, eftir "mikinn þrýsting", að leiða þann flokk, hefði allt farið á bál og brand og fylkingin væri sennilega í dauðateygjunum núna. Hvað gerist síðan þegar Jóhönnu nýtur ekki við verður fróðlegt að sjá, hættan er sú að þá hrynji fylkingin til grunna.
Ég held að Sandfylkingin ætti ekki að hafa hátt um þessa kosningastefnu sína því hún á eftir að koma þeim sjálfum í koll þótt síðar verði.
![]() |
Samfylkingin kynnir kosningastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 13:42
Hvað fékk Sandfylkingin margar milljónir ?
Í hádegisfréttum Bylgjunnar segir:
Ég mun ekki gefa upp framlög frá einstökum lögaðilum eða einstaklingum fyrir árið 2006," sagði Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar í samtali við Fréttastofu í morgun. Hún vísar til þess að þá hafi önnur lög gilt um fjármál stjórnmálaflokkanna og Samfylkingunni beri ekki lagaskylda til að upplýsa um þetta. Samfylkingin sýni þeim sem styrkja flokkinn trúnað í þessum efnum.
Athygli vekur að Sandfylkingin sem barðist fyrir því að bókhald stjórnmálaflokkanna yrði gert opinbert og vildu ganga á undan með "góðu fordæmi" eins og það var kallað, neitar nú að gefa upplýsingar sem þeim þótti eðlilegt að aðrir gæfu upp og það einmitt á þeim tíma sem um er rætt, eða árið 2006.
Er þá ekki eðlilegt að spurt sé: Hversu margar milljónir fékk Sandfylkingin frá FL Group eða Baugi eða Bakkavör eða Exista eða ... eða ... eða ... ????
En, nei takk, nú á það ekki við ! Skrítið !?!?
8.4.2009 | 12:52
Veruleikafirrtur Seðlabanki
Seðlabankastjóri og peningamálastefnunefnd eru ekki í sambandi við raunveruleikann. Þessir aðilar hafa greinilega engan skilning á stöðu heimila og atvinnulífs. Það dugar ekki eitt og sér að horfa á tölur á blaði, menn verða að líta upp og í kring um sig, þá sæju þeir vandann sem þjóðfélagið er að sigla inn í vegna vaxtastefnu þeirra.
Er norskur seðlabankastjóri tilbúinn að bera ábyrgð á því hruni sem við blasir, vegna stefnu þeirrar sem rekin er af Seðlabankanum ?
Að þurfa að bíða í heilan mánuð eftir næstu ákvörðun bankans, með óvissu um það hvort frekari lækkunar er að vænta eður ei og þá hversu mikil sú lækkun verður, á eftir að ríða mörgum að fullu.
![]() |
Ekki tímabært að draga úr höftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona eiga menn ekki að gera !!! Menn verða að hafa einhverja sómatilfinningu fyrir sjálfum sér og þeim sem verið er að vinna fyrir.
Að þiggja fé frá stórglæframönnum, mönnum sem eru búnir að knésetja fyrirtæki, fyrirtæki sem menn höfðu verið að byggja upp í áratugi, og ryksuga síðan alla fjármuni út úr því, ég á ekki til orð. Þetta er smánarblettur á Sjálfstæðisflokknum.
![]() |
30 milljóna styrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 09:43
Gjaldþrota peningamálastefna
Peningamálastefna Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar veldur því að æ fleiri fyrirtæki og einstaklingar munu lenda í gjaldþroti. Nú ætti að skipta út seðlabankastjóra og peningastefnunefndinni þar sem þessir aðilar eru ófærir um að taka ákvarðanir sem er þjóðfélaginu til heilla.
Stýrivexti hefði átta að lækka niður í 7% hið minnsta, svo ætla menn að bíða til 25.júní til að tilkynna næstu skref. Nú er hætta á að við munum sjá enn meiri verðbólguþrýsting og verðlag fara upp á við, þannig að 25.júní í stað þess að sjá enn meiri lækkun verði vextir óbreyttir eða hækkaðir.
Stefnan sem rekin er er ekki að virka, henni verður að breyta eigi ekki allt að fara í kalda kol og við lenda í þjóðargjaldþroti.
Þessi vaxta "lækkun" veldur mér miklum vonbrigðum !!!
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 15,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 169278
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar