Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.4.2009 | 22:25
Merkileg kona Kolbrún Halldórsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók sér stunguskóflu í hönd fór austur á land og stækkaði Vatnajökulsþjóðgarðinn.
17.4.2009 | 20:50
Stýrivextir verða áfram háir
Á ársfundi Seðlabankans í dag lofaði seðlabankastjóri heilagrar Jóhönnu því að halda stýrivöxtum áfram háum, íslenskum heimilum og fyrirtækjum til mikils ama. Það er ávísun á endanlegt hrun íslensku þjóðarinnar, ekki bara krónunnar.
![]() |
Verðbólga í 2,5 prósent 2010 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 16:09
Flóknara að ganga í ESB ???
Ekki græt ég það, það er bara hið besta mál. Það á ekki að vara auðvelt fyrir Sandfylkinguna að teyma okkur inn í ESB, þeim ætti hinsvegar að vera það ófært.
![]() |
Flóknara að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 15:18
Afstaða Gylfa Arnbjörnssonar eða ASÍ til ESB ?
Fyrir hvern og í hvers nafni lætur Gylfi Arnbjörnsson í ljós skoðanir á ESB aðild ? Talar hann í eigin nafni sem Sandfylkingarmaður eða er hann með heimild og umboð frá öllum aðilum Alþýðusambands Íslands til að tala í þeirra nafni ?
Það væri fróðlegt að fá vitneskju um ofangreindar spurningar
![]() |
5 sérálit nefndar um Evrópumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir verið forsætisráðherra í vel á þriðja mánuð. Á þeim tíma ætlaði hún sér að gera stórvirki. Enginn átti von á að það tækist, en allir áttu von á að hún tæki til hendinni og reyndi að koma góðum málum í gegn. En hvað gerðist ? Stóru orðin um skjaldborg um heimilin, voru ekkert annað en stór innantóm orð. Stóru orðin um að koma atvinnulífinu til hjálpar, voru ekkert annað en stór innantóm orð.
Jóhanna átti þess kost að hitta helstu ráðamenn hins vestræna heims á fundi leiðtoga NATO ríkjanna í Strassburg og tala máli íslensku þjóðarinnar við forseta Bandaríkjanna, forsætisráðherra Bretlands og aðra leiðtoga í hinu himneska ESB ríkis. Jóhanna var hins vegar svo upptekin við að gera ekki neitt hér heimafyrir að hún lét það ógert að fara og tala máli okkar við þá ágætu menn.
Hver skildi nú vera ástæða þess að hún fór hvergi ?? Er hugsanlegt að hún sé þess ekki bær að tala máli okkar ? telur hún sig hafa vondan málstað að verja ? eða getur verið að flugfreyjan geti ekki talað á erlendri tungu ?
Hver svo sem ástæðan er þá hefur hún sýnt og sannað að hún er ekki fær um að sinna því starfi sem hún nú er í og er það með hreint ólíkindum að þjóðin skuli ekki sjá það, ef marka má skoðunarkannanir. Ætla íslenskir kjósendur virkilega að kjósa yfir sig manneskju sem getur ekki talað máli okkar ? eða verið málsvari heimilanna ? né komið atvinnulífinu til hjálpar ?
Er ekki kominn tími til að sýna fram á vanhæfi Jóhönnu Sigurðardóttur, hún hefur ekkert á þing að gera.
17.4.2009 | 12:26
"Ofbeldi og skemmdarverk" hrópa þeir sem mest hafa beitt aðferðinni sem þeir nú gagnrýna aðra fyrir að nota
Það átti aldrei að fara út í umræður um stjórnarskrárbreytingar nú á þessum tíma. Það er ekki heillvænlegt að fjalla um stjórnarskrárbreytingar í því andrúmi sem nú ríkir í þjóðfélaginu.
Stjórnarskráin er ekki bara eitthvað plagg sem menn geta bara breytt sí svona ef þeim dettur það í hug, þá væri alltaf verið að breyta stjórnarskránni eftir geðþótta þeirra sem fara með völd hverju sinni. Það má ekki gerast.
Það á að vera erfitt að breyta stjórnarskránni og alltaf aukinn meirihluti atkvæða hvort sem það er á höndum Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Að forsætisráðherra skuli láta það út úr sér að Sjálfstæðismenn hafi framið skemmdarverk er forsætisráðherra til háborinnar skammar. Nú er hún við völd og vill bara valta yfir allt og alla. Talandi um að gefa lýðræðinu langt nef kemur úr hörðustu átt. Lýðræði í huga Jóhönnu á bara við þegar hún fær ráðið öllu. Lýðræðishjal Jóhönnu er lýðskrum og merkingarlaust, hún veit ekki hvað lýðræði er.
![]() |
Ofbeldi og skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 10:15
Árni Páll Árnason þingmaður Sandfylkingarinnar
Í frétt á visi.is í gær segir "Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær". Þetta er það sem menn gera þegar þeir hafa engan málstað til að verja. Það er ekki nóg með það að hann kalli andstæðinga sína fífl, heldur ræðst hann að fólki sem er á barmi þess að gefast upp við að greiða af lánum sem er að sliga það og segir því að það eigi bara að borga, ríkisstjórnin sé búin að vera nógu góð við það. Í þessum dúr talaði hann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld.
Skilningsleysi Árna Páls og annarra úr ríkisstjórnarflokkunum, á stöðu heimilanna og atvinnuveganna er slíkt að það nær engri átt.
Annað hvort er maðurinn svona blindur, heilaþveginn eða að hann lokar augunum fyrir raunveruleikanum. Slíkan mann höfum við ekkert með að gera á Alþingi Íslendinga. En það versta er að hann er ekki einn um að vera ónytjungur af þeim þingmönnum sem eru á þingi og sækjast eftir endurnýjuðu umboði.
16.4.2009 | 12:57
Enn einu sinni sýnir ríkisstjórnin ótrúlega tilburði
Hvað gengur þessu liði til ? meðan að heimilin brenna og fyrirtækjum fækkar hraðar með degi hverjum, þá ætlar menntamálaráðherra að umbuna vinum sínum með því að setja þá á launaskrá hjá ríkinu.
Vitleysunni sem kemur frá ríkisstjórninni virðast engin takmörk sett.
![]() |
Lög um listamannalaun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 12:04
Ótrúleg afstaða Sandfylkingarinnar til vandans sem við er að glíma
Sandfylkingin er við sama heiðgarðs hornið, telur að nóg sé að sækja um aðild að ESB. Fylkingin vill blindandi teyma þjóðina inn í þá ófreskju sem ESB er. Blindandi sér Sandfylkingin ekki að ESB er ekki að hjálpa þeim sem nú þegar eru aðilar að apparatinu. Fylkingin sankar að sér "háskóla menntuðu" fólki eins og Stefán Ólafsson prófessor til að halda fyrir augun á sér meðan ESB trúboðið fer fram svo vandamálin í ESB beri ekki fyrir augun meðan á ruglinu stendur.
Er Sandfylkingin búin að gera áætlun um hvernig við kæmumst út úr ESB ef vera okkar þar færi á versta veg fyrir okkur ????? Ætli það. Fylkingin veit sem er að við verðum fjötruð þar til eilífðar nóns þegar við verðum einu sinni kominn þar inn. Það verður jafn byggilegt á Íslandi og á norður pólnum ef Fylkingin fær sínu framgengt.
Sandfylkingin er stórhættulegasta stjórnmálaafl sem uppi er á Íslandi í dag og þótt víðar væri leitað.
Sandfylkingunni hefði verið nær að snúa sér að raunverulegum vandamálum sem við er að glíma í okkar annars góða landi, fremur en að halda heilaþvottinum gangandi. Fylkingin skilur ekki og er reyndar alveg sama þó að meirihluti þjóðarinnar vilji alls ekki inn í ESB, inn skulum við samt að þeirra mati. Öll lýðræðis "ást" Sandfylkingarinnar er ekkert annað en blaður og lýðskrum. Sandfylkingin hefur aldrei meint neitt með því þegar þau hafa blaðrað um "íbúa lýðræði", en það hafa þau iðulega notað til að slá ryki í augu fólks.
Blinduð af valdahroka sér Sandfylkingin ekki að vandi heimilanna er gríðarlegur. Fylkingin telur nóg að gert, að festa fólk í enn meiri fjötra skulda með svo kallaðri Greiðsluaðlögun, þvílíkt bull. Greiðsluaðlögun er ekkert annað en frestun á vandanum. Atli Gíslason var þó maður til að játa það á Bylgjunni í dag [Í bítið á Bylgjunni], en þess ber einnig að geta að hann er ekki í Sandfylkingunni [bara næstum því]. Hækkun vaxtabóta gerir minna en lítið til að hjálpa fólki sem er komið á bjargbrúnina. Úttektarheimild af séreignasjóðum er fáránleg í því formi sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Og svo má lengi telja.
Ríkisstjórnin er engum að bjarga, allavega ekki heimilunum, það vita þeir sem komnir eru í vandræði og þeir sem sigla hraðbyri sömu leið.
Því segi ég, burt með þessa ríkisstjórn og aldrei aftur Sandfylkinguna í stjórn.
![]() |
ESB aðild samofin endurreisninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 22:39
Þinglokum frestað fram á haust
Útlit er fyrir því að þinglokum verði frestað fram á haust, hið minnsta, vegna þess að Jóhanna er ekki búin að ákveða hvaða mál hún vill leggja áherslu á og verður tíminn notaður til að ræða stjórnarskrána á meðan.
![]() |
Enn ósamið um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 169278
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar