Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Velferðarbrú ?

Jóhanna vill byggja "velferðar"hengibrú, yfir hyldýpi atvinnuleysis og gjldþrota efnahagskerfisins, sem mun sveiflast til og frá þegar farið verður yfir hana og ef of margir reyna að fikra sig yfir brúna á sama tíma er hætta á að hún bresti og allur almenningur fellur niður í svartnætti Sandfylkingar og Vinstri grænna.

 


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Jóhanna verið of lengi á þing, ...

...svo lengi að hún man ekki hvernig hún, samflokksmenn hennar og aðrir vinstrimenn hafa viðhaft málþóf og talað út í eitt um ekki neitt, málefnalaus og allslaus ?

 


mbl.is Koma til móts við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir heimilanna og efnahagsmál ekki aðkallandi að mati ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin kýs frekar að þvargað sé um umdeildar breytingar á stjórnarskránni fremur en að ræða um hagsmuni heimilanna og efnahagsmálin. 

Það liggur í augum uppi að ríkisstjórnarflokkarnir þora ekki í þær umræður þar sem þessir flokkar hafa ekkert til málanna að leggja og fari þeir í þær umræður kæmi berlega í ljós hversu vanmegnugir þeir eru til að takast á við þau brýnu úrlausnarefni.

Sandfylkingin heldur að hún geti slegið ryki í augu fólks með því að þykjast vera að reyna að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni, en þegar fólk áttar sig á hversu vanmegnug þessi ríkisstjórn er mun fylgið hrynja af þeim og þau verða berskjölduð.

 


mbl.is Enn rætt um fundarstjórn forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan hríðfellur

Ljóst er að ríkisstjórnin og Seðlabankinn ráða ekki við gengisþróun krónunnar.  Herðing gjaldeyrishafta sem Alþingi samþykkti um daginn styrkti krónuna í einn dag, síðan þá hefur hún enn veikst.  Í gær veiktist krónan um 2,15% og stóð gengisvísitalan í 214 stigum.

  • USD stóð í 122,66
  • EUR stóð í 164,06
  • GBP stóð í 180,57

Í morgun hefur krónan haldið áfram að veikjast, veiking hennar nemur nú, kl.10:20, 1,86% og stendur gengisvísitalan í 218,03 stigum.

  • USD er í 125,76 og hefur styrkst um 2,49% gagnvart krónunni
  • EUR er í 166,86 og hefur styrkst um 1,69% gagnvart krónunni
  • GBP er í 183,80 og hefur styrkst um 1,73% gagnvart krónunni

Háir vextir og gjaldeyrishöft eru að gera illt verra.  Ráðleggingar AGS eru greinilega ekki að hjálpa og norskur Seðlabankastjóri er ekki að ráða við vandann fremur en Jóhanna og Steingrímur.

Það er líka sárt til þess að vita að útflytjendur eru að fara á bak við reglurnar og koma ekki með gjaldeyrir inn í landið, en það er forsenda þess að krónan styrkist.  Allir verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að snúa hlutunum til betri vegar, þ.m.t. útflytjendur og aðrir þeir sem hafa kost á að flytja gjaldeyri inn í landið.


Það er rétt hjá Össuri

Orkulindir okkar verða ekki teknar upp í skuld, hann verður nefnilega búinn að afhenda þær ESB, fái hann og Sandfylkingin einhverju ráðið eftir kosningar.

 


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru samskipti Íslands við umheiminn í hættu ?

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að samskiptum Íslendinga við umheiminn yrði stofnað í hættu ef við neitum að greiða fyrir sukk útrásarvíkinganna, að það sé þess virði að borga.

Hvað ætli Gylfi telji sanngjarnt verð til að halda samskiptum okkar við umheiminn opinn ?

Hvort ætli sé betra fyrir okkur að hafa samskipti við aðrar þjóðir í lágmarki í tíu ár eða að verða einangruð vegna fátæktar og eymdar í hundrað ár ?

Hvort viljum við, sem nú erum fullorðin, vera óvinsæl meðal nágrannaþjóða okkar eða setja ókomnar kynslóðir í skuldaklafa ?

Ég velti jafnvel fyrir mér hvort Sandfylkingin sé að reyna að nota ástandið til að heilaþvo þjóðina og telja henni í trú um að okkur sé borgið í ESB.  Því væri trúandi upp á fylkinguna, þeir svífast einskis þegar kemur að ESB.  Þá getum við bara flutt, öll sem eitt, á heiðarnar á Jótlandi og það strax.


Krónan heldur áfram að veikjast...

...þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar.  Það er ljóst að við þurfum að fá annað fólk til að takast á við efnahagsmálin, Jóhanna og Steingrímur eru bara ekki fær um það.  Þau vilja heldur ekkert gera heimilum og fyrirtækjum til hjálpar.

 


mbl.is Gengi krónunnar veiktist um 2,15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn tími til að lækka stýrivexti

Nú er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka á miðvikudag.  Það er kominn tími til að taka á honum stóra sínum og lækka vexti verulega, þá er ég að tala um að vextir verði lækkaðir um 10 prósentustig og fari niður í 7% fyrst ekki var tekið stærra skref við síðustu vaxtaákvörðun.

Stýrivextirnir hafa haft öfug áhrif miðað við það sem ætlast var til af þeim.  Háu stýrivextirnir hafa haldið verðbólgunni uppi og gengi krónunnar niðri, öfugt við það sem ætlað var.

Ef Seðlabankinn þráast við að lækka vextina, nema kannski um 1 prósentustig eins og síðast, þá spái ég því að hrina gjaldþrota muni fara um fyrirtækin í landinu og við munum sjá atvinnuleysið aukast um tvö til fjögur þúsund manns.

Það er eins og Seðlabankinn sé alltaf að reyna að bjarga hagtölum dagsins í dag, en sjái ekki að hagtölur morgundagsins verða skelfilegar fari fyrirtækin og heimilin hvert af öðru í þrot.  Þá verður ekkert eftir í okkar góða landi nema eymd.  Ríkissjóður og sveitafélög verða tekjulaus, unga fólkið kemur sér úr landi og eftir verða Sandfylkingin, Vinstri grænir og gamalmenni hjálparvana og bíða þess eins að hverfa til forfeðra sinna.

Yrði það ekki glæsileg framtíð fyrir land og þjóð ???  og þá getur ESB komið hingað og hirt allt hið góða sem hér er að finna.

 


Allsherjar klúður

Yfirtaka og yfirfærsla SPRON yfir í Nýja Kaupþing virðist vera eitt allsherjar, "big time" klúður.

Spurningin er, hver ber ábyrgð á klúðrinu ?  er það Seðlabankinn með norska Seðlabankastjórann ?  er það yfirmannslaust FME ?  eða er það umboðslaus viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon ?

Hvernig á svo að leiðrétta klúðrið ?  verður það gert með því að klúðra málum enn frekar ?  Það er alla vega það eina sem, mönnum og konum í stjórnsýslunni, virðist takast vel að gera !!!


Hryðjuverkamaðurinn...

...Össur Skarphéðinsson beytti Gordon Brown hryðjuverkum og neitaði að vera með honum á mynd.

Gott hjá þér Össur, neitaðu honum einnig um greiðslur lánin sem við tókum ekki !!!!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 169278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband