Skortur á dómgreindarleysi ?!!??!

Nei það var sko ekki skortur á dómgreindarleysi, þvert á móti var gómgreindarleysið algert.  Að fara fram á og eða að taka á móti tug milljóna króna styrkjum er algert dómgreindarleysi.  Það þarf enginn að segja mér að Geir Härde hafi einn komið þar að málum.

Nú reynir á að hlutaðeigandi sýns fulla dómgreind og axli ábyrgð.  Það dylst engum að ef enginn stígur fram og axlar ábyrgð, á dómgreindarleysinu, þá verði allur Sjálfstæðisflokkurinn látinn axla þá ábyrgð laugardaginn 25.apríl.  Hvort ætli sá/þeir sem ábyrgð bera í þessu máli, beri eigin hag í brjósti fram yfir hag flokksheildarinnar og hag þjóðarinnar.  Það er alveg ljóst að ef enginn stígur fram og lýsir ábyrgðinni á hendur sér (þá á ég ekki bara við einhvern, heldur þann sem sannanlega ber ábyrgð) þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þá mestu útreið út úr þessum kosningum sem hann hefur nokkru sinni fengið og það jafnvel verri útreið en Framsóknarflokkurinn fékk við síðustu kosningar.

Það yrði ekki aðeins reiðarslag fyrir flokkinn heldur fyrir alla þjóðina, því þá sitjum við uppi með handónýta ríkisstjórn sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara, ríkisstjórn sem getur ekkert, veit ekkert og kann ekkert.  Ríkisstjórn sem hefur sýnt á aðeins 70 dögum dugleysi og algert getuleysi.  Ríkisstjórn sem hefur aðeins þau úrræði að leggja meiri byrgðar á almenning í landinu.

Ég vil því skora á hvern þann sem ábyrgur er fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk óhóflega styrki frá FL Group og Landsbankanum að gefa sig fram og axla ábyrgð gerða sinna.  Þjóðin á skilið að menn séu ærlegir og viðurkenni mistök sín. 

Sá yrði meiri maður, eða þeir meiri menn.!!.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 356
  • Frá upphafi: 162098

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband