Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.5.2009 | 21:44
Hvrerjir eru veruleikafirrtir ?
Ríkisstjórnarflokkunum virðist vera fyrirmunað að sjá vandann sem blasir í þjóðinni. Það er sama hvert litið er í málflutningi ríkisstjórnarinnar, allsstaðar á öllum vígstöðvum er veruleikafirring ríkisstjórnarinnar alger. Forsætir- og fjármálaráðherra standa í fjarska og horfa á Róm (Ísland) brenna. Fyrirtækin, eitt af öðru yfirtekið af bönkunum sem eru í eigu ríkisins, þau fyrirtæki sem bankarnir eru ekki að yfirtaka verður gert ókleift að starfa, heimilin lögð í rúst og fólk á bara að leita til Ráðgjafaþjónustu heimilanna. Á Ráðgjafaþjónusta heimilanna að útvega heimilunum fé til að lifa af ? ætlar ríkisstjórnin að opna súpueldhús þar sem heilu fjölskyldurnar geta komið og fengið máltíð, einu sinni á dag ?
Sjávarútvegsráðherra er tilbúinn að leggja sjávarútveginn í rúst, forsætis- og utanríkisráðherra ætla að selja fullveldi þjóðarinnar í hendur erlendra aðila, heilbrigðisráðherra sér til þess að sjúklingar fái ekki lyf sem eru þeim nauðsynleg, menntamálaráðherra leggur áherslu á að klára tónlistarhús sem enginn kemur til með að geta notið og leggur til tugi milljarða til verksins, iðnaðarráðherra heldur aftur af því að hægt sé að hefjast handa við atvinnuuppbyggingu í Helguvík og á Bakka, með hjálp umhverfisráðherra reyndar. Viðskiptaráðherra er svo upptekinn við að vera faglegur að raunveruleg vandamál skipta hann ekki máli. Félagsmálaráðherra er svo upptekinn af því að vera orðinn ráðherra að hann veit ekki hvað hann á af sér að gera.
Svona má lengi telja, hvar er þá veruleikafirringin ef ekki hjá ríkisstjórninni ?
![]() |
Veruleikafirrtur grátkór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 22:07
Stefnir í meirihlutaslit í Kópavogi ?
Útlit er fyrir því að trúverðugleiki Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs hafi beðið hnekki. Það lítur út fyrir að Kópavogsbær undir hans stjórn hafi átt óeðlileg viðskipti við fyrirtæki dóttur hans og hafi fyrirtæki hennar þegið tugi milljóna úr hendi bæjarins, jafnvel án þess að hafa lokið þeim verkefnum sem því var falið.
Hvort sem menn eru í stjórnmálum á landsvísu eða í sveitastjórnum verða menn að gæta að því hverjum þeir eru að þjóna. Þeir verða að gæta hagsmuna almennings, en ekki eigin sérhagsmuna eða hagsmuna vina, kunningja eða ættingja, annað er óásættanlegt.
Það skiptir ekki máli í hvaða stjórnmálaflokki menn eru, þeir verða að vera trúverðugir þjónar almennings.
Ég hvet Gunnar til að skoða sinn gang alvarlega og stíga sjálfviljugur niður frekar enn að verða þvingaður til þess, það yrði sársaukafyllra.
![]() |
Ræddu hugsanleg meirihlutaslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 14:40
Aðildarumsókn að ESB
Mér finnst stundum eins og stjórnmálamenn tali til þjóðarinnar eins og þeir haldi að hún sé heimsk. Sandfylkingarþingmenn og fleiri hafa ítrekað talað um að við þurfum að fá að vita hvað sé í boði. Það er eins og menn haldi að við fáum eitthvað allt annað en aðrar þjóðir hafa fengið, við séum svo sérstök að allt aðrar reglur hljóti að gilda um okkur en aðrar þjóðir í Evrópu. Það er ekki um neina tilboðspakka að ræða í ESB, svo er víst.
Mbl.is vitnar í Jóhönnu Sigurðardóttur: Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann, segir forsætisráðherra.
Maður er gapandi hissa á því að forsætisráðherra landsins skuli láta svona vitleysu út úr sér. Ætti ekki allt vera farið að snúast á betri veg hjá okkur eftir allar yfirlýsingar ráðherrans ? ættum við ekki vera farin að sjá árangur eftir yfirlýsingu um að sótt verði um aðild að ESB ? Samkvæmt kenningu Jóhönnu ætti svo að vera. Hvar er svo stöðugleikinn í ESB-ríkjunum ? hvar er stöðugleikinn á Írlandi, Grikklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Eystrasaltsríkjunum og enn má telja upp fleiri lönd í ESB sem eru í tómu tjóni. Ef við erum í vandræðum þá eru þessar þjóðir það líka, nema að þær viti ekki að þær eru í ESB.
Oft er talað um að trúverðugleiki okkar muni aukast ef við göngum í ESB. Halda ESB-sinnar virkilega að trúverðugleiki okkar í augum annarra þjóða aukist við það að ganga í ESB ? þurfum við ekki að auka trúverðugleika okkur með eigin verðleikum ? Menn munu ekki bera meira traust til okkar við það eitt að við göngum í ESB, það þarf annað að koma til til þess að svo megi verða. Eitt af því er að þeir sem settu allt á annan endann hér á landi verði dregnir til saka, fyrr munu þjóðir heims ekki treysta okkur, hvort sem við erum í ESB eða ekki. Á sama hátt mun ekki verða friður í landinu fyrr en það hefur verið gert. Annað er að tekið sé á málum innanlands á trúverðugan hátt til að bjarga þjóðinni frá enn frekara hruni, þannig að þjóðin geti lifað lífvænlegu lífi í landinu. Að hér ríki réttlæti fyrir alla, en ekki bara suma, að fyrirtækin fái að lifa án afskipta ríkisvaldsins og það sama á við um heimilin.
ESB mun ekki koma á móti okkur með opnum örmum og fullar hendur af gjöfum sem við gætum lifað á næstu árhundruðin. Það virðist nefnilega gleymast í umræðunni að innganga í ESB er ekki tímabundin ráðstöfun, heldur er um framtíðar ráðstöfun að ræða, til árhundruða eða meir. Við skulum ekki láta okkur dreyma að við, börnin okkar, barnabörn og afkomendur til framtíðar fái að ráða og/eða ráðstafa því sem íslenskt er þegar við verðum einu sinni komin í ESB. Ég segi eins og Steingrímur J.: Við munum ekki fá neitt gefins, ekki einu sinni fullveldi okkar.
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 23:21
Jóhanna Sig. og ESB
Enn og aftur heldur Jóhanna Sigurðardóttir því fram að ESB muni bjarga öllu á Íslandi. Eitt af því sem ESB-aðild á að hafa áhrif á eru vextir. Ja hérna, er Jóhanna búin að gleyma því að hún rak Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að Seðlabankinn átti að starfa óháður ríkisvaldinu, að hennar eigin áliti, réði síðan samflokksmann sinn frá Noregi til starfa og áttu vextir nú að lækka hratt og örugglega. Hvað gerðist síðan ? vextir hafa mjakast niður á hraða snigilsins. Staðreyndin er sú að vextir á Íslandi eru ákveðnir á Íslandi, hvort sem við erum í ESB eða ekki, þannig er það í ESB-ríkjunum, sumstaðar eru vextir lágir, en annarsstaðar háir.
Getur verið að AGS hafi vald á Seðlabankanum og noti þvingunaraðgerðir til að halda vöxtum háum. Rétt er að minnast þess að AGS er hér að kröfu Sandfylkingarinnar og þrátt fyrir samninga við AGS hefur sjóðurinn ekki staðið við sinn hluta samningsins þ.e. að greiða út lán sem átti að koma fyrir þó nokkrum vikum síðan, eða skildi það ver að ríkisstjórn Sandfylkingarinnar sem krafðist aðkomu AGS hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins.
Hverjar eru kröfur AGS ? við höfum aldrei fengið að sjá þær, þrátt fyrir gagnsæi og að allt sé uppi á borðum þá sýnir Jóhanna aldrei hvaða spil eru á hendi.
Talað er um að allir eigi að taka höndum saman til að leysa málin, allir að leggjast á árarnar. Hvernig er það hægt þegar forustan gefur ekki taktinn ? hvernig á fólk að taka þátt þegar það veit ekki hver staðan er eða til hvers er ætlast ? Það er eins og að segja flugfreyjunni að fara og moka flórinn og hún veit ekki hvar fjósið er.
Ef ríkisstjórnin ætlast til að tekið sé mark á henni verða ráðherrarnir að fara að tala skýrt og umbúðalaust. Fólk er búið að fá nóg af hálfkveðnum vísum, yfirklóri og leynimakki.
![]() |
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 16:50
Siðferði á hraðri niðurleið
Það er ekki bara á Íslandi sem siðferði stjórnmálanna og viðskiptalífsins hefur orðið fyrir áföllum. Breska þingið hefur sett verulega niður og álit Breta á þingmönnum sínum hefur hrunið. Breskir þingmenn hafa gengið í sjóði landsmanna til að hygla sjálfum sér.
Í hinum vestræna heimi hefur hvert hneykslið á fætur öðru komið í dagsljósið. Víða hafa þingmenn verið uppvísir að því að ljúga, svíkja og pretta þjóð sína, stjórnendur stórfyrirtækja í eigu fjölda hluthafa hafa dælt fé í eigin þágu út úr fyrirtækjunum, sem þeim hefur verið treyst fyrir og sett þau á hliðina án þess að skammast sín ekki fyrir það.
Vestrænt siðferði er komið á lægsta plan. Þeir sem mest svíkja og pretta finnast þeir ekki hafa gert neitt rangt, þeir sjá ekki þann siðferðislega glæp sem þeir hafa viðhaft. Fólk er búið að fá nóg og ef ekkert er gert til að láta þessa höfðingja bera ábyrgð gjörða sinna er hætt við að illa fari. Fólk lætur ekki bjóða sér svona lagað endalaust.
Hér á landi er deginum ljósara að ákveðinn hópur manna hefur farið ránshöndum um eigur almennings. Bankar, sparisjóðir, tryggingafélög, flugfélag, skipafélag o.fl. o.fl. hafa orðið fyrir barðinu á þessum fjárglæframönnum. En íslenskt réttarkerfi er svo svifaseint og getulaust að fjárglæframennirnir hafa allan þann tíma sem þeir þurfa til að koma eigum undan og fela slóðina. Íslenskt réttarkerfi er glæpavænt, þ.e. þeir sem eru hinir raunverulegu glæpamenn komast undan, "enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð", en sá sem fremur "smá" glæp (hvað svo sem það þýðir) kemst ekki undan.
![]() |
Hróp gerð að þingforseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 15:51
Ólíkar Jóhönnur
Þær Jóhönnur sem mest hafa verið í sviðsljósinu síðustu daga er um margt mjög ólíkar.
Önnur er hugguleg ung stúlka sem hefur komið fram fyrir hönd þjóðarinnar af miklum sóma, er lífleg og björt yfirlitum, hún syngur eins og engill og allir geta verið stoltir af henni.
Hin er gömul kona sem ætti að vera sest í helgan stein, fer með stjórn landsins eins og sitt eigið einkafyrirtæki, stjórnar með harðri hendi. Sú Jóhanna syngur falska tóna og er með afbrigðum lélega sviðsframkomu. Hún neitar að tala við erlenda valdhafa, sennilega vegna þess að hún veit að hún verður ekki aðeins þjóðinni til skammar heldur sjálfri sér einnig. Þeir eru fáir sem stoltir eru af þessari Jóhönnu.
18.5.2009 | 13:59
Útlitið bjart næstu daga
Það er að segja veðurfarslega, en efnahags- og stjórnmálalega er útlitið heldur dökkt, eða öllu heldur kolsvart.
Á meðan að ríkið þarf að skera útgjöldin niður um 75 milljarða, ætlar ríkið í samvinnu við Reykjavíkurborg að leggja 14 milljarða í tónlistarhús, en sú upphæð er vægast sagt vanáætluð.
Þessa dagana er ríkið, í gegnum bankana, að yfirtaka hvert fyrirtækið á fætur öðru og þar með að fara í bullandi samkeppni við fyrirtæki sem enn eru í eigu einkaaðila. Á sama tíma eru fyrirtæki, sem afla þjóðinni gjaldeyris, fyrirtæki sem eru í framleiðslu til útflutnings og eru með fjölda manns í vinnu, svelt fjárhagslega, fá enga aðstoð og ekki er hægt að sjá að stjórnvöldum sé nokkuð í mun að þau lifi kreppuna af.
Það eina sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hugsar um er að troða íslensku þjóðinni inn í ESB og kasta þar með fullveldi þjóðarinnar á glæ. Meiri lítilsvirðingu er ekki hægt að sýna þjóðinni eða þeim sem börðust af harðfylgi áður fyrr við að losa okkur undan erlendum yfirráðum.
Farið gæti svo að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar verði minnst sem þeirra er seldu Ísland fyrir ráðherrastóla, um stundarsakir.
![]() |
Útlitið bjart næstu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 11:41
Enn hækkar verðmiðinn á tónlistarhúsinu
Ef ég man rétt þá var upphaflega gert ráð fyrir að bygging tónlistarhússins myndi kosta 12 milljarða króna. Vegna lækkunar krónunnar síðustu daga er gert ráð fyrir hækkun á kostnaði upp á litlar 650 milljónir. Eftir allar þær hækkanir á verðmiða tónlistarhússins frá því að hafist var handa við byggingu þess er áætlað heildarverð komið í 25 milljarða. Ríkið og Reykjavíkurborg eru búin að skuldbinda sig til að leggja fram litlar 14 milljarða króna, plús ófyrirsíð, ætli það þýði ekki ca. 20 milljarða þegar upp er staðið, sem mun þýða að heildarverð tónlistarhússins fari í cs. 30 milljarða. Síðan á eftir að gera ráð fyrir árlegum rekstrarkostnaði við húsið sem fellur á skattgreiðendur, ég leyfi mér að skjóta á 1 milljarð á ári á núvirði.
Hvar var verið að tala um að þurfi að spara ? ? ?
![]() |
Tónlistarhús 650 millj dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 14:33
Sandfylkingin búin að beygja Steingrím J.
Svo virðist sem Sandfylkingunni hafi tekist að beygja Steingrím J. í ESB-málinu. Í viðtali við DV.is má skilja orð Steingríms á þann veg að hann muni allavega ekki greiða atkvæði gegn umsóknaraðild og jafnvel muni atkvæði hans falla með aðildarumsókn. Sýnist mér Steingrímur fara í þveröfuga átt við það sem hann hefur áður látið út úr sér í þeim efnum.
Steingrímur eins og margir aðrir sem ekki eru hlynntir aðild að ESB, en vilja samt leggja inn umsókn til að "sjá hvað við fáum út úr aðildarviðræðum", hvað það svo sem þýðir, virðast falla í þá gryfju að halda að lagt verði upp í kosningar um útkomu aðildarumsóknar með því að greiða atkvæði með einföldu jái eða neii. Ég er hræddur um að menn eigi eftir að rekast á blekkingarvef Sandfylkingarinnar þar sem spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina hljóðar þannig að ekki verði um einfalt já eða nei að ræða, heldur verður blekkingum beitt til að plata þjóðina inn í ESB. Þetta segi ég minnugur þess hvernig Lúðvík Geirsson Sandfylkingarbæjarstjóri í Hafnarfirði ætlaði að reyna að plata kjósendur í Hafnarfirði með "íbúalýðræðinu" þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík, en honum mistókst ætlunarverk sitt.
Með þetta í huga og þátt Steingríms J. velti ég því fyrir mér hver viðbrögð hins almenna félagsmanns Vinstri grænna verða. Ætli Steingrími takist að beygja flokksmenn sína eins og hann hefur verið beygður, eða munu flokksmennirnir rísa upp og lýsa vantrausti á hann ????
Já það verður fróðlegt að fylgjast með Vinstri grænum næstu dagana ! ! !
15.5.2009 | 13:21
Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóra finnska fjármálaeftirlitsins...
...segir í frétt á mbl.is:
"Alþingiskosningarnar í vor töfðu töluvert vinnu við enduruppbyggingu íslenska hagkerfisins...".
Nú er það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tefur enduruppbyggingu íslenska hagkerfisins.
![]() |
Þingkosningar töfðu endurreisn en voru nauðsynlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar