Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2009 | 13:16
Hvað er stjórnarandstaðan að leggja til ?
Forystu Sjálfstæðisflokksins er hollast að minnast þess að samkvæmt ályktun landsfundar flokksins, fyrir aðeins nokkrum vikum síðan, var áhersla lögð á að ekki yrði farið í viðræður við Evrópusambandið um aðild nema að fengnu samþykki þjóðarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vildi að tvennar kosningar þyrfti til áður en gengið yrði í ESB, þ.e. fyrst yrði kosið um það hvort sækja eigi um aðild eða ekki.
Krafa okkar fullveldissinna er sú að ekki verði rætt við ESB um aðild að þjóðinni forspurðri. Aðra kröfu vil ég setja fram, en hún er sú að enginn úr Sandfylkingunni komi nálagt viðræðum við Evrópusambandið, ég trúi því að aðrir fullveldissinnar séu mér sammála í þeim efnum. Ég lít svo á að Sandfylkingunni sé ekki treystandi til að fara með umboð þjóðarinnar í aðildarviðræðum, þeir hafa sýnt af sér tilburði, í ESB-umræðunni, sem sönnum Íslendingum er ekki sæmandi.
![]() |
Verða að sýna lipurleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 11:38
Hverju er verið að leyna fyrir þingi og þjóð ?
Það er með ólíkindum að embættismenn, sem eru í vinnu hjá þjóðinni, skuli geta sagt þingmönnum, sem eiga sæti í þingnefnd sem fjallar um þau mál er embættismennirnir eru að sinna, að þeir megi ekki fá nema mjög svo takmarkaðar upplýsingar um það sem þeir hafa verið að vinna við. Hverju er verið að leyna fyrir þingmönnum og ég tala nú ekki um þjóðinni ?
Eftir alla þá umræðu og kröfu þjóðarinnar um að fá upplýsingar, að fá að vita um stöðu mála og hvað er að gerast og tal Jóhönnu, Steingríms og flokka þeirra um "gagnsæi" er ótrúlegt að sjá þöggunina sem á sér stað. Nú heldur Jóhanna sér saman sem mest hún má og opnar helst ekki munninn, nema til að stinga einhverju upp í hann og gefur þjóðinni svo langt nef.
Stjórnarhættir Jóhönnu eru verri en þeir stjórnarhættir sem hún hefur gagnrýnt hvað mest í gegnum tíðina. Hún hagar sér eins og einræðisherra og notar jafnvel embættismenn í þeim tilburðum sínum.
Með þessu áframhaldi getur ríkisstjórnin ekki átt von á góðu. Þjóðin lætur ekki bjóða sér svona lítilsvirðingu. Það er með þetta eins og ESB-málið, lýðræðið er fótum troðið og það af þeim sem helst ættu að standa vörð um það.
Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn.
![]() |
Ekkert upplýst um Wyman-skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 09:40
Þeim einum er það lagið
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur á sig mynd kommúnisma austantjalds landa. Hverjum öðrum dettur í hug að draga úr tekjum landsmanna, en á sama tíma að auka skattbyrðina á þá. Ríkisstjórnin ætlar að skera niður kostnað ríkisins, sem flestir eru sammála um að gera þurfi. Einnig ætlar stjórnin að auka tekjurnar og það á að gera með því að hækka vörugjöld og veltuskatta. Með því að hækka gjöld á vörur er verið að leggja enn frekari grunn að hárri verðbólgu, hækkun verðtryggingar sem þýðir enn frekari hækkun lána þeirra sem skulda og þar með háa vexti einnig.
Hvar gat þjóðin grafið upp slíka snillinga nema í Sandfylkingunni og hjá Vinstri grænum ? ?
![]() |
Auka tekjur og skera niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 11:07
Aukið lýðræði ?
Sumum stjórnmálaflokkum hefur verið tíðrætt um aukið lýðræði, íbúa lýðræði og hvað það nú allt heitir. Eitt af því sem var í umræðunni fyrr í vor var að leggja átti áherslu á, við breytingu á stjórnarskránni, að tiltekinn fjöldi manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.
Nú bregður svo við að ákveðinn stjórnmálaflokkur sem telur sig "mjög" lýðræðissinnaðan fer með offorsi í tilteknu mjög svo umdeildu máli, en í því máli hentar ekki að viðhafa lýðræði. Hjá þessum tiltekna stjórnmálaflokki er talað um lýðræði á tyllidögum og er þá ekki verið að tala um almennt lýðræði, heldur lýðræði þeirra sem ráða í þeim tiltekna stjórnmálaflokki. Það er nefnilega þannig að lýðræðið er ekki allra að þeirra mati. Þetta minnir óþægilega á tíma þrælahaldsins vestur í Ameríku. Hvítu mennirnir litu ekki á þá svörtu sem mennska. Svörtu mennirnir höfðu engan rétt, þeir áttu bara að hlíða eigendum sínum, því að þeir, þ.e. hvítu mennirnir, höfðu meira vit á hlutunum en þeir svörtu.
Stjórnmálaleiðtogar í hinum ofangreindi tiltekna stjórnmálaflokki virðist líta á sig yfir aðra þjóðfélagsþegna hafna, en það versta, fyrir þá, er að það sést ekki á litarhætti þeirra að þeir eru æðri okkur hinum, menn verða að fara í flokksskrárnar til að sjá hverjir það eru sem eru æðri okkur hinum.
Við hinir umkomulausu aumingjar erum hinsvegar svo óforskammaðir að krefjast þess að lýðræðið tilheyri okkur líka og við krefjumst þess að fá að kjósa um það hvort sækja eigi um aðild að hinu ólýðræðislega apparati, skrímsli nútímasamfélagsins, Evrópusambandinu.
26.5.2009 | 16:54
Gylfi veldur vonbrigðum
Hann var fenginn inn í ríkisstjórnina til að hjálpa vonlausum stjórnmálamönnum við að takast á við efnahagsvandann. Hvernig hefur til tekist ? Ekki er að sjá að það gangi nokkuð betur með manninn innanborðs. Vonleysi þjóðarinnar hefur ekki minnkað og efnahagsástandið ekki skánað, bankarnir enn í rúst og það eina sem Sandfylkingarríkisstjórnin sér sem lausn er að afhenda útlendingum alla ábyrgð á Íslandi og öllu því sem íslenskt er.
Gylfi ætti kannski að dusta rykið af ræðunni sem hann hélt í vetur úti á Austurvelli og flytja hana aftur við samskonar tækifæri, eða lána hana einhverjum öðrum í té, sem myndi vilja flytja hana að nýju í hans stað.
![]() |
Krónan veldur vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 13:45
Eru þau að grínast ?
Er þetta virkilega staðreyndin að allur tíminn hjá þessari vesælu ríkisstjórn sé búinn að fara í að vinna að skiptingu ráðuneyta, finna ný nöfn á þau og finna þeim ný hlutverk ? Hvað er að þessu fólki ? veit það ekki að þjóðin er á vonarvöl ? að allt er að fara fjandans til ? Ég hélt þeim veitti ekki af öllum þeim tíma sem þau hafa haft til að einbeita sér að lausn á vanda þjóðarinnar.
Þetta lið er gersamlega veruleikafirrt, vægt til orða tekið
![]() |
Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 10:24
Enn er skrið á verðbólgunni
Hvað skildi valda því að vísitala neysluverðs hækkaði nú um 1,13% milli mánaða, apríl til maí ?
- Í fyrsta lagi er ljóst að eldsneytisverð ræður þar mestu, en verð á bensíni og díselolíu hækkuðu um 4,9%. Hækkun heimsmarkaðsverðs á hráolíu, veiking krónunnar og aukin álagning olíufélaganna skírir þá hækkun (vísitöluáhrif 0,22%).
- Í öðru lagi hefur verð á bílum hækkað um 4,9% (vísitöluáhrif 0,17%). Ég spyr: eru menn að kaupa nýja bíla þessa dagana ?
- Í þriðja lagi er hækkun á kostnaði vegna eigin húsnæðis um 1% (vísitöluáhrif 0,14%). Áhrif af hækkun markaðsverðs voru 0,18% en á móti komu áhrif af lækkun raunvaxta um -0,04%. Ég átta mig ekki á þessari hækkun.
- Í fjórða lagi hækkun á matar og drykkjarvörum um 0,8% (vísitöluáhrif 0,11%). Hér er trúlega um hækkun á álagningu að ræða.
- Í fimmta lagi hækkun á verði flugfargjalda til útlanda um 22,6% (vísitöluáhrif 0,17%). Ekki virðist skipta mála að verulega hefur dregið úr utanlandsferðum.
Þessar upplýsingar sem fengnar eru af vef Hagstofu Íslands eru merkilegar fyrir þær sakir að meðan verðhjöðnun er í löndunum í kring um okkur erum við enn að berjast við verðbólgu. Þessar tölur veita manni ekki mikla von um að vextir verði lækkaðir að neinu ráði núna í júní byrjun. Tel ég háa vexti vera einn orsakavalda verðbólgunnar.
Ljóst er að ríkisstjórnin er ekki að ráða við vandann. Erlendir ráðgjafar eru að gefast upp á ráðaleysi og hægagangi við endurreisn bankanna og efnahagslífsins. Jóhanna og Steingrímur ásamt restinni af ríkisstjórninni verða að játa vanmátt sinn við lausn efnahagsvandans og hafa vit á að stíga til hliðar og hleypa að mönnum sem kunna til verka og hafa áræðni og þor til að gera það sem gera þarf.
Ég verð að viðurkenna að ég óttast það sem verða vill í haust, ef sama lágkúran og sinnuleysið verður við völd í allt sumar. Sandfylkingin verður að fara að sjá að ESB kemur ekki til með að bjarga neinu hér á landi, frekar mun þráhyggja þeirra auka á vandann.
![]() |
Verðbólgan mælist 11,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2009 | 14:46
BYR og Karen Millen
Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að viðhafa húsleit, þá er það akkúrat núna. Í tengslum við BYR-ævintýrið er full ástæða til að hefja allsherjar rannsókn á stjórn og helstu skráðu eigendum sparisjóðsins. Ljóst er að ekki er allt með felldu. Upplýsa þarf hvaða 10 félög eru með 80% lána hjá BYR, allt annað er óásættanlegt. Þessir hlutir verðaað komast á hreint, stofnfjáreigendur og almenningur í landinu eiga heimtingu á að fá svör.
Það gengur allt of hægt að upplýsa þjóðina um hin ýmsu spillingarmál í tengslum við hrunið í haust og alltaf eru að koma upp fleiri alvarleg mál sem þarf að fá botn í.
Íslenska þjóðin sættir sig ekki við þennan endalausa drátt á málum hún vill fá svör og það strax. Ef stjórnvöld vilja viðhalda friði í þjóðfélaginu er þeim hollast að fara að hlusta og upplýsa þjóðina, hún á heitingu á því.
![]() |
Karen Millen og Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef svo líklega vildi til að Sandfylkingarutanríkisráðherranum takist að koma á samningaviðræðum við ESB-elítuna í Brussel þarf ráðherrann að hafa markmiðin á hreinu. Íslendingar munu ekki sætta sig við að ganga í ESB og húka þar sem einhverskonar annarsflokks aðilar. Íslendingar krefjast þess að fá yfirráð yfir öllum sjávarútvegi í sambandinu, eins viljum við hafa yfirstjórn með landbúnaði, iðnaði, viðskipta- og tollamálum. Það sem efst er á listanum og er ófrávíkjanlegt, eru yfirráð yfir efnahagas- og peningamálum, eins viljum við að öll yfirstjórn í Brussel verði færð til Íslands, tilvalin staðsetning væri t.d. á Grímsey, Þórshöfn, Neskaupstað, Bíldudal eða Djúpavogi. Fyrsti forseti Evrópusambandsins verður Jóhanna Sigurðardóttir og yrði henni tryggð sú staða þar til hún verður 97 ára gömul, hið minnsta.
Ef þessum kröfum verður ekki fullnægt getur Össur bara kallað samningsnefndina heim strax og farið að snúa sér að því sem skiptir máli innanlands. Við förum ekki að láta einhverja gúba í útlöndum fara að ráðskast með okkur hér uppi á hjara veraldar, einhverjir gaurar sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Þeir hafa greinilega ekki vit á hlutunum og ættu bara að vera þakklátir fyrir það að við skulum vilja koma að málunum. Þeir eru að missa allt niðrum sig og er íslendingum einum lagið að hysja upp um þá og bjarga þeim út úr klípunni sem þeir hafa komið sér í, við myndum nota bæði belti og axlabönd, við kunnum að nota þau hér á landi.
Ef Össur er ekki tilbúinn að fara eftir þessum kröfum íslensku þjóðarinnar ætti hann að segja af sér. Hann gæti keypt sér trillu og farið að ráa út frá Kolbeinsey.
23.5.2009 | 22:25
Látum almenning borga
Þau segja það kannski ekki með þessum orðum beint, en þetta er það sem lesa má úr orðum þeirra.
"Látum almenning borga, þau voru hvort sem er svo gráðug, vildu kaupa þak yfir höfuðið, eignast nýjan bíl, fara til útlanda og njóta þess að vera til. Þau skulu bara blæða fyrir græðgina sem stjórnuðu þeim." Þetta er það sem ríkisstjórnin er að segja leynt og ljóst.
En hverjir voru það sem voru að fitla við gengi krónunnar og vísitöluna sem ræður verðtryggingu lánanna sem tekin hafa verið í gegnum árin af fólki sem hefur verið að reyna að koma þaki yfir höfuðið. En þeir sem sleppa og hafa fengið drjúgan tíma til að koma gögnum undan áður en leit var gerð á heimilum þeirra og vinnustöðum eru þeir sem keyptu sér grið hjá stjórnmálamönnunum. Hverjir skildu það hafa verið sem héldu hlífðarskyldi yfir þessum höfðingjum, þessar heilögu kýr gátu gert nánast hvað sem þeim datt í hug þeir voru ósnertanlegir. Ef reynt var að koma böndum á þá var gert lítið úr þeim sem voru að sinna starfi sínu og verk þeirra gerð tortryggileg.
Kýrnar heilögu hafa kostað þjóðina óhemju fjár og svo segja stjórnvöld bara: "Látum skrílinn borga", skilaboðin frá Jóhönnu og Steingrími, vinum litla mannsins.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar