Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rök Össurar fyrir því að sótt sé um aðil að ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var ekki í vandræðum með að færa rök fyrir því af hverju við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu.  Rökin eru þessi "...það er eftir svo miklu að slægjast".  Blaðamaður mbl.is virtist vera sáttur við svör Össurar, eins og allir ESB-sinnar, fleiri rök þarf ekki til.  Það er nefnilega það. 

Við eigum bara að sækja um ESB af því bara, vegna þess að Össur og Jóhanna segja það.

Hvílíkar rökfærslur, maður verður bara kjaftstopp, beygir sig í duftið og játar sig sigraðan.

Staðreyndin er að Sandfylkingin hefur aldrei verið þekkt fyrir rökfestu, en fylkingarfólkið dásamar innantómt orðaflaum og froðusnakk forystu fylkingarinnar.  Fylkingin hefur aldrei, frekar en aðrir ESB-sinnar getað útskýrt af hverju við ættum að sækja um aðild að ESB. 

Af hverju hefur enginn getað sagt af hverju við eigum að ganga í ESB annað en að segja "af því bara" ?  Hvar eru rökin ?

Ríkisstjórnin, með Steingrími Vinstri græna innanborðs, leggur fram "þingsályktunartillögu" um að sótt skuli um aðild að ESB, án þess að færa rök fyrir því af hverju sækja beri um aðild.  Nú er Steingrímur kominn í vond mál í eigin flokki, flokkinum sem hann stofnaði, vegna þess að flokksmenn eru ósáttir við að sótt sé um aðild að ESB, en Steingrímur er tilbúinn að beygja sig í duftið fyrir Jóhönnu, eða er það fyrir ráðherrastólinn ?

Er að furða að álit útlendinga á íslendingum sé lítið ?  Þeir hlægja að okkur.

 


mbl.is Rökstuðninginn skortir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS stefnir að því að ganga endanlega frá íslensku þjóðinni

Sendifulltrúi AGS á Íslandi sagði á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja að ekki væru aðstæður til frekari lækkunar stýrivexta umfram það sem þegar er orðin.  Sem sagt vextir eiga að vera áfram háir.  Íslenska þjóðin á að halda áfram að greiða langsamlegasta hæstu vexti sem fyrirfinnast í vestrænum "siðuðum" þjóðfélögum.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið þá ákvörðun, trúlega að undirlægi Gordons Brúna og ESB-ríkja, að kúga íslendinga út í hið óendanlega.

Ég held að það sé kominn tími til að senda manninn úr landi með sitt hafurtask, slíkt hefur áður verið gert þegar um óæskilegar boðflennur hefur verið að ræða á Íslandi.

Það er ekki nóg með það að AGS vilji viðhalda háum vöxtum heldur á að viðhalda gjaldeyrishöftum enn um langa hríð, jafnvel einhver ár.  Þetta, með dyggum stuðningi norska Sandfylkingar Seðlabankastjórans og ríkisstjórnar Íslands með tvíeykinu Jóhönnu og Steingrím, virðist AGS ætla að takast.

Frekari vaxtalækkunar og afnámi gjaldeyrishafta er ekki að vænta fyrr en búið verður að gera út af við íslensku þjóðina, endanlega.  Þá munu lágir vextir eða frjáls gjaldeyrisviðskipti ekki skipta okkur neinu máli lengur, þjóðin mun ekki hafa úr neinu að spila hvort eð er.  Búið verður að koma öllum auðlindum þjóðarinnar yfir til ESB og við fáum ekki að hafa áhrif á eigin framtíð eða okkar eigin málum yfirleitt.  Þá fyrst verður Jóhanna ánægð og mun væntanlega brosa sínu breiðasta brosi, sem fáir muna eftir að hafa séð.

 


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið Jóhanna ? ? ?

Nú þegar ríkisstjórnin undirbýr sig við að leggja fram "þingsályktunartillögu" um aðildarumsókn að ESB er allt leyndó, almenningur má ekki vita hvað ríkisstjórnin er að bauka.

Hvað hefur orðið af gagnsæinu sem Jóhönnu hefur svo oft talað um eða að hafa allt uppi á borðinu.  Af hverju sýna þau ekki á spilin sem þau eru með á hendi ?  er það vegna þess að þau hafa engin tromp ?

Ég held að Jóhanna ætti að hætta öllu froðusnakki, hún er margbúin að sýna fram á, alveg frá því í byrjun febrúar, að það er ekkert að marka hana.  Hún notar frasa sem engin meining er í.

Hvernig væri nú að leggja af ESB-þráhyggjuna og fara að snúa sér að alvöru málum, málum er snúa að fyrirtækjum og heimilum, þeim til bjargar og þar með þjóðinni allri.

Svona leynimakk, eins og ríkisstjórnin hefur viðhaft síðustu mánuði er ekki til að auka trúverðugleika þeirra sem í stjórninni sitja, þvert á móti veldur það óróleika og spennu í þjóðfélaginu sem að lokum gæti breyst í uppreisn.  Fólk er ekki tilbúið að láta bjóða sér hvað sem er, margir eru nú þegar búnir að fá nóg. 

Það eina sem stendur í vegi fyrir annarri búsáhaldabyltingu er sú staðreynd að vinstri öflin sem stóðu að búsáhaldabyltingunni í vetur voru/eru öfgafullir óróaseggir, en almenningur í landinu er friðelskandi fólk sem vill gefa aumum stjórnmálamönnum endalaus tækifæri til að bæta sig, en sú þolinmæði gæti, fyrr en síðar, tekið enda.

 


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu

Á Alþingi íslendinga að fjalla um þingsályktunartillögu um ESB-aðild í trúnaði fjarri augum og eyrum almennings ? 

Á þjóðin ekkert að fá að vita ? 

Á þjóðin ekki að fá að koma að málinu ?

Er málið of viðkvæmt og hætta á að þjóðin rísi upp gegn tillögunum ?

Hvað er málið ?

Þetta er það sem Jóhanna og Sandfylkingin kalla gagnsæi og opið lýðræði.  Hvílík og önnur ein öfugmæli.  Þannig hefur Jóhanna starfað síðan hún settist í stól forsætisráðherra, hún setur sjálfa sig á háan hest of finnst hún yfir almenning hafin.  Allt þetta í boði jafnaðarmennskunnar ! ! ! ! !

 


mbl.is Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olli Rehn and his big mouth

Ég held að þessi Olli Rehn ætti að fara að halda sér saman.  Þó hann sé stækkunarstjóri ESB þá kemur honum hreint ekki við hvort við, Íslendingar, eða norðmenn sækjum um aðild að ESB eða ekki.  Hann ætti að hafa vit á því að halda sig til hlés og bíða þess sem verða vill.

Hann talar um "...afar sterka lýðræðishefð..." á Íslandi.  Það er rétt hjá honum, en nú vill hann að við leggjum þá dýrmætu hefð okkar á altari ESB-guðsins í Brussel og fórnum henni þar.  Blóði íslensku þjóðarinnar verði síðan helt yfir altarið um leið og lýðræðið brennur upp til agna.

Ég sé ekki að hægt sé að líkja aðildarviðræðum við maraþonhlaup eins og hann gerir, heldur má líkja því við þrælasölu, þar sem þrælarnir, íslenska þjóðin, fær engu ráðið um framtíð sína, heldur verður að lúta eigandanum, harðstjóranum í ESB.

Afskipti Olli Rehn af íslenskum og norskum innanríkismálum er óþolandi.  Að við skulum þurfa að þola slíka afskiptasemi embættismanns sambandsins meðan við erum utan ESB, hvernig haldið þið að það verði þegar búið verður að troða okkur inn í skrímslið ?  Það sem þessir fantar leyfa sér gagnvart þjóðum sem ekki eru í sambandinu getum við rétt ímyndað okkur að það verður síður en svo skárra þegar við höfum verið innlimuð í apparatið.

ESB, NEI TAKK


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þykist ætla að "auka" lýðræðið með því að koma á persónukjöri við kosningar til sveitastjórna og þingkosninga.  Einnig ætlar hún að "auka" lýðræðið með því að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslur.  En þegar kemur að því að þjóðin vill fá að kjósa um hvort sækja eig um aðild að ESB, einhverju ólýðræðislegasta sambandi sem til er, þá er eins og þjóðinni komi það ekki við, þá er tónninn í Jóhönnu allt annar. 

Hvað síðan með lýðræðið í ESB ? þar er því ekki að heilsa að fólk fái að kjósa um eitt eða neitt.  Ef einhverri þjóðstjórninni innan sambandsins dettur í hug að fara eftir lögum og stjórnarskrá síns lands og viðhefur kosningar og útkoman er ESB ekki að skapi þá er kosið aftur og aftur þangað til "rétt" niðurstaða fæst.  Lýðræði er ekki til í ESB nema að nafninu til og er það í takt við lýðræði Jóhönnu, eða öfugt.

Jóhönnu virðist það ekki tiltökumál lýðræðishallinn í ESB, inn skulum við samt og á sama tíma talar hún um "aukið" lýðræði hér á landi.  Hvað gengur henni og Sandfylkingunni til með þeim yfirgangi sem þau sína íslensku þjóðinni ? 

Það er ekki hægt að taka þessa konu alvarlega, hún er einhver mesti lýðskrumari sem uppi hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað.

 


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar taka djarfar ákvarðanir í efnahagsmálum

Sænsk stjórnvöld hafa tekið djarfar ákvarðanir til að efla atvinnulífið í Svíþjóð.  Tímabundið verður kostnaður við viðhald á húsnæði frádráttarbær frá skatti.  Eins ætlar Sænski Handelsbankinn að veita viðskiptavinum sínum vaxtalaus lán til eins árs, eftir það geta viðskiptavinir annaðhvort greitt upp lánin eða breytt þeim á þann veg að þau beri markaðsvexti.  Fólk getur þannig fengið lán upp á 100 þúsund sænskar krónur, eða sem svarar til um 1,6 milljónir íslenskra króna.

Þarna er norræn velferðarstjórn í verki.

 


mbl.is Svíum bjóðast vaxtalaus lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburðarspeki Eiríks Bergmann

Heldur Eiríkur Bergmann virkilega að ESB sé sama og EFTA ?  Að maðurinn skuli leyfa sér að leggja að jöfnu ESB og EFTA er alveg ótrúlegt.  Þetta sýnir enn og aftur hvílíkan blekkingarleik Sandfylkingin er tilbúin að leggja út í til að ná sínu fram.

Fríverslunarsamband þar sem sjálfstæðar þjóðir gera með sér samkomulag um að viðskipti skuli vera með tilteknum hætti, annarsvegar og hinsvegar samband þjóða þar sem allir verða að lúta lögum og reglum æðstu stofnunar sambandsins, er tvennt ólíkt.

Blekkingarleik Sandfylkingarinnar varðist engin takmörk sett.  Við getum verið viss um það að eftir "umsóknar og samnings ferlið" mun Sandfylkingin leggjast á eitt að dásama "samninginn" og telja þjóðinni trú um að við höfum ekki efni á að hafna honum. 

Sandfylkingin ætlar að koma okkur inn í skrímslið sama hvað það kostar. 

Þeim er ekki treystandi !!!!!

 


mbl.is Svipuð aðferð og við inngönguna í EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn með fleiri ráðherra

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um að fækka ráðuneytum og ráðherrum hefur nýja ríkisstjórnin fjölgað ráðherrum um tvo.  Það tók stjórnarflokkana tvær vikur að komast að þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir skildu vera tólf í staðin fyrir átta eða sex.

Ef ríkisstjórnin þarf svona langan tíma til að komast að niðurstöðu um hvert mál endist henni ekki kjörtímabilið til að klára sumarþingið sem nú ætti að hefjast innan fárra daga.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Sandfylkingin mun knésetja VG, Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna í ESB-málinu.  VG eru nú þegar farnir að gefa eftir, Sigmundur Davíð bíður spenntur eftir að fá að vera memm og Borgarahreyfingin er tilbúin að svíkja kjósendur um opið lýðræði.

Já, nú er gaman í pólitíkinni og það á kostnað heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þeim má blæða út meðan stjórnmálaflokkarnir eru í sínum sandkassaleik.

AGS hefur tögl og hagldir á stjórnmálaflokkunum, enginn þeirra þorir að andmæla AGS, Ögmundur hefur reyndar verið að reyna að sperra sig en má sín lítið.  Norski Seðlabankastjórinn hefur hreðjatak á íslensku þjóðinni og allt fer fjandans til og það í boði Jóhönnu og Steingríms J.

 


mbl.is Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráðsríkisstjórnin

Ekki byrjar það vel hjá nýbakaðri ríkisstjórn, hún getur ekki komið sér saman um fjöregg þjóðarinnar.  Sandfylkingin vill með öllum brögðum sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji leggja inn slíka umsókn.  Þetta brölt Sandfylkingarinnar er ekkert annað en brot á stjórnarskránni, en Sandfylkingin er víst ekki óvön slíku og hefur komist upp með það. 

Með því að leggja inn umsókn um aðild að ESB er Sandfylkingin og þingið ef það samþykkir brambolt fylkingarinnar, að fremja landráð.  Þá er verið að taka valdið úr höndum þjóðarinnar og færa það erlendum ríkjum í hendur. 

Sandfylkingin má ekki og skal ekki komast upp með það, yfirgangi Sandfylkingarinnar verður að ljúka. 

Þjóðin mun ekki leyfa þeim að komast upp með það óáreitt.

Alþingismenn, munið það að þið eruð fulltrúar þjóðarinnar á þingi, það verður fylgst með ykkur og því hvernig þið farið með það umboð sem ykkur var falið af þjóðinni. 

Í s.l. kosningum var ekki verið að kjósa um það hvort ganga ætti í ESB eða ekki, þjóðin var að kjósa um efnahagsklúður og efnahagslausnir, þó lítið fari fyrir þeim lausnum.

Gerið rétt, þjóðin vill ekki inn í ESB.

Látið Jóhönnu og Sandfylkinguna ekki plata ykkur.  Þetta má ekki snúast um greiða á móti greiða.  Þetta snýst um fullveldi, sjálfstæði og reisn Íslensku þjóðarinnar.  Íslensk þjóð er ekki til sölu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 169277

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband