Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.4.2009 | 16:27
Takmarkað gagn greiðsluaðlögunar
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið koma heimilum og fyrirtækjum að mjög svo takmörkuðum notum, gildir þá einu hvort aðgerðin heitir greiðsluaðlögun eða eitthvað annað. Það er eins og Jóhanna hafi snúist frá því að vera talsmaður og vörn almennings upp í það að vera óvinur þeirra.
Að hafna niðurfærslum lána til heimila og fyrirtækja á aðeins eftir að þýða það að fyrirtæki og einstaklingar eiga eftir að fara í þrot svo um munar og hverjir tapa þá ?? Hverjir munu þá þurfa að afskrifa ekki bara 20% af skuldum þeirra heldur mun hærri prósentur og hverjir eiga þá að borga brúsann ???
Ef engu verður skeytt um tillögur Tryggva Þórs, Haraldar Líndal, Lilju Mósesdóttur eða Framsóknarflokksins mun vandinn aðeins aukast og þörf til niðurfærslu breytast úr 20% í 30 til 40 prósent. Með því að draga slíkar aðgerðir á langinn verður hættan sú að vandinn verði óyfirstíganlegur.
Ég mæli eindregið með grein Michael Hudson (mig minnir að það sé nafn hans) sem birtist í Fréttablaðinu í dag, hann kom einnig fram í Silfri Egils í dag.
Sandfylkingin og Vinstri grænir sem hafa barið sér á brjóst og sagst berjast fyrir haga hins almenna borgara hafa snúist upp í andhverfu sína og skeyta nú engu um hag almennings.
Er þetta fólkið sem við viljum að stjórni landinu eftir kosningar ????
Ég bara spyr !!!
![]() |
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 13:18
Hin harkalegu hryðjuverkalög
Athygli vekur, nú sex mánuðum síðar, að fjárlaganefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að breski fjármálaráðherrann hafi ekki skilið íslenska fjármálaráðherrann, þó svo að samtal þeirra hafi farið fram á enskri tungu og breska Sandfylkingin í kjölfarið beitt Íslendinga hryðjuverkalögum að ástæðulausu. Hvernig ætlar íslenska Sandfylkingin nú að bregðast við því ?
Ljóst er að heilög Jóhanna er alls ófær um að bregðast við í þessu máli sem og öðrum, jafnvel innanlands málum. Ekki er Steingrímur fær um að bregðast við, hvað þá Ögmundur eða Össur. Ríkisstjórnin sem situr er vita gagnslaus hún getur ekki sinnt innanlands málum að neinu gagni hvað þá málum er varðar samskipti við erlend ríki, þó um systurflokkinn, Sandfylkinguna, í Bretlandi sé um að ræða.
Þetta er vanhæf ríkisstjórn !!!!
![]() |
Hryðjuverkalög of harkaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 16:58
Greiðsluerfiðleikaúrræði ríkisstjórnarinnar
Úrræði ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum er að lengja örlítið í hengingar ólinni. Fólk sem ekki hefur getað greitt skuldir sínar t.d. vegna atvinnuleysis, getur nú sótt um greiðsluerfiðleikaúrræði. Það sem gerist er að vanskil sem hafa safnast upp er hægt að dreifa með jöfnum afborgunum á 18 mánaða tímabil. Gera má ráð fyrir að þessar greiðslur bætist við þær sem falla á viðkomandi á þeim tíma. Jafnvel þó svo að lánið verði lengt eitthvað verður greiðslubirgði svipuð og áður. Það næsta í stöðunni gæti verið eitthvað á þá leið að láta atvinnuleysisbætur ganga beint upp í lánin.
Nú getur fólk farið í lánastofnanirnar þúsundum ef ekki tugþúsundum saman, staðið þar í biðröð og beðið eftir því að fá afgreiðslu hjá þjónustufulltrúa. Það verður ekkert mál því flestur eru og verða atvinnulausir hvort eð er.
Ljóst er að ríkisstjórnin ætlar ekki á nokkurn hátt að leiðrétta þær verðbætur sem lagst hafa á lán til einstaklinga og fyrirtækja, bankarnir eiga nefnilega að fá sitt, þeir eru jú ríkisbankar.
Hugmynd sú sem Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur kom með í Silfri Egils um daginn og reyndar fleiri hafa bryddað uppá, að færa verðtrygginguna aftur eins og hún var 1.janúar 2008. Þannig leiðréttast lánin og eins verðtryggð innlán. Það er nefnilega óréttlátt að láta lántakendur alltaf blæði að þeir þurfi alltaf að borga brúsann, en fjármagnseigendur fá alltaf sitt og vel það. En það er svo merkilegt að stjórnarflokkarnir sem alltaf þykjast vera að hugsa um hag almennings eru gjörsamlega blindir fyrir þessum hugmyndum, þeir ætla nefnilega að skattleggja þessa peninga alveg sérstaklega og þess vegna má ekki rýra þá.
Minnihlutastjórnin ætlar að vera upptekin af því fram yfir kosningar að gera ekki neitt sem vit er í og það í boði Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur lýst megnri óánægju með ríkisstjórnina, en samt getur hann ekki hugsað sér annað en að starfa með þeim eftir kosningar. Þeir vilja nefnilega taka fullann þátt í aðgerðarleysinu og fálminu út í bláinn. Framsóknarflokkurinn ber fulla ábyrgð á ríkisstjórninni og sýna tölur úr skoðanakönnunum hversu fólk er þeim þakklátt.
Skjaldborgin sem ríkisstjórnin hefur slegið upp heimilunum til varnar er atvinnuleysi, fátækt og vonleysi.
Er þetta virkilega það sem þjóðin vill eftir kosningar ?
Ég bara spyr.
![]() |
Skrifað undir samkomulag um fasteignalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 14:47
Loksins fann þingheimur lausnina við vanda heimilanna

![]() |
Hættið þessu helvítis væli" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 13:28
Stjórnarskráin
Nú leggja menn nótt við dag í karpi um breytingar á Stjórnarskránni. Ríkisstjórnin með fulltingi guðföður síns, Framsóknarflokksins, leggur ofurkapp á að ná fram breytingum með góðu eða illu. Á meðan brenna heimilin og rótgróin fyrirtæki hrynja eitt af öðru.
Ef til vill er meiningin að úthluta stjórnarskránni í mörgum eintökum inn á hvert heimili svo fólk geti étið hana, eða þá til þess að nota sem gjaldmiðil svo fólk geti greitt skuldir sínar. Ekki er að sjá að stjórnmálaflokkarnir hafi nein önnur úrræði til að slá skjaldborg um heimilin eða koma fyrirtækjum til bjargar, gildir einu hvaða nafn stjórnmálaflokkurinn ber.
Ég held að það besta sem gæti gerst núna er að senda þingið heim og leggja niður ríkisstjórnina, það myndi ekkert versna við það. Það er ekkert að gerast og það gerist ekkert þó að ríkisstjórn og Alþingismenn fari heim og gefi okkur þjóðfélagsþegnunum frí frá röflinu í þeim fram yfir kosningar, hið minnsta.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 16:44
Ákvörðun um hækkun skatta verður tekin um mitt ár
Ef núverandi stjórnarflokkar verða við völd eftir kosningar ætla þeir að hækka skatta og verður það tilkynnt með pompi og prakt um mitt ár, eftir því sem fjármálaráðherra hélt fram á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Þetta er loforð sem ég efast ekki um að hann muni standa við fái hann tækifæri til. Spurningin er bara þessi, hverjir eiga að borga þessa skatta, þegar fyrirtæki hverfa af sjónarsviðinu hvert á fætur öðru og fjöldi atvinnulausra fjölgar óðum ? Á að hækka skatta þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum til að bjarga ríkissjóði ? Á að hækka skatta á fyrirtæki sem eru orðin eignalaus og komin í þrot ?
Þau eru björguleg úrræði ríkisstjórnarinnar, eða hitt þó heldur
![]() |
Skattaákvarðanir um mitt árið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 15:46
Hrina gjaldþrota að hefjast
Á meðan ríkisstjórnin klórar sér í skallanum og karpar um stjórnarskrána fer hvert fyrirtækið af öðru í gjaldþrot og í kjölfarið koma heimilin. Ég veit ekki úr hverju skjaldborg heimilanna er gerð, en hún hjálpar engum, það er víst.
Ríkisstjórnin boðar skattahækkanir, en hverjir eiga að borga þá skatta ? fyrirtæki sem eru komin á hausinn ? atvinnulausar fyrirvinnur heimilanna ?
Í hvaða draumaheimi eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar ? hvar eru hinir "ábyrgu" þingmenn stjórnarflokkanna ? algjörlega úti á þekju ?
Vaknið !!!!!! þetta gengur ekki lengur, nú þarf að taka til bragðs og bjarga málum !!!!
Guð hjálpi okkur ef þetta lið ætlar að sitja við völd eftir kosningar.
![]() |
Ævistarfið farið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 14:27
Greiðsluaðlögunar skjaldborgin
Samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær tillögur ríkisstjórnarinnar um "skjaldborg um heimilin". Lögin fjölluðu um greiðsluaðlögun þeirra sem ættu í vandræðum. Um er að ræða skuldara sem eiga við verulegan greiðsluvanda að stríða og eru ófærir um að standa í skilum. Greiðsluaðlögun tekur til skulda sem ekki eru tryggðar með veðum í eignum skuldara. Samkvæmt nefndaráliti er talið að á bilinu 100 til 200 manns þurfi á slíkri hjálp að halda. Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna er ætlað að aðstoða þess aðila.
Sem sagt, þeir sem ekki eru með veð sem hægt er að ganga að, það þarf að hjálpa þeim svo hægt verði að kreista út úr þeim enn meira fé.
100 til 200 manns sem á að hjálpa. Hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna gætu þeir þurft að bíða í nokkrar vikur ef ekki mánuði áður en þeir fá úrbætur mála sinna. Ég veit að starfsfólk þeirrar stofnunnar er allt að vilja gert til að leysa úr málum fólksins, en verkefnin eru ærin fyrir.
Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir að fleiri þurfi hjálp !!! Þeir sem eru með veð þurfa ekki að hafa áhyggjur því að hægt verður að ganga að veði þeirra !!! Útkoman úr þessu öllu saman er, að hjálpa þeim sem eru í vonlausri stöðu svo að þeir geti haldið áfram að borga, en gera ekki neitt fyrir hina þar sem veðin verða innleyst og fólk gert eignarlaust.
Það var mikið að "hjálpin" barst !!!!!!!
Þetta kallar maður "velferðar stjórn"að hætti SF og VG, flokkana sem kenna sig við verkalýðinn og hinn almenna þjóðfélags þegn.
Síðan þegar búið er að bjarga öllum á að stórhækka skattana !!!
Verði okkur öllum að góðu.
31.3.2009 | 13:44
Gengi krónunnar
Það vekur athygli að síðustu daga hefur krónan verið að veikjast. Minnir veiking krónunnar nú óþyrmilega á það sem gerðist ársfjórðungslega á síðustu tveim árum þegar bankarnir tóku stöðu gegn krónunni og hún féll, en bankarnir gátu þess í stað sýnt betri afkomu í ársfjórðungs uppgjörum sínum.
Nú spyr maður, hverjir eru að taka stöðu gegn krónunni í dag ? er hugsanlegt að ríkisstjórnin með Sandfylkinguna í broddi fylkingar með fulltingi Seðlabankastjórans (flokksbróður Jóhönnu) séu þar að verki ? Sandfylkingunni er í mun þessa dagana að sýna þjóðinni fram á nauðsyn þess að taka upp Mattador afsakið Evru og ganga inn í Bandaríki Evrópu. Sandfylkingunni er í mun að ganga endanlega frá krónunni, helst á þann veg að hún eigi sér enga uppreisnar von.
Eftir því sem maður heyrir hefur Seðlabankinn ekkert gert til að koma krónunni til varnar. Sú staðreynd ýtir undir þann grun að sjálf ríkisstjórnin stuðli frekar að veikingu krónunnar frekar en að koma henni til varnar. Sandfylkingin virðist vera tilbúin að fórna þjóðinni, með góðu eða illu skulum við inn í ESB, það er þeirra mottó. Allt hjal Sandfylkingarinnar um lýðræði eru orðin tóm, eins og heyra mátti í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á landsfundi Sandfylkingarinnar s.l. sunnudag, en þar fannst henni fráleitt að þjóðin fengi að koma að þeirri ákvörðun hvort sækja ætti um aðild að ESB eða ekki. Hvar er Hörður Torfason núna og "Raddir fólksins" ?
Ótrúverðugleiki Sandfylkingarinnar er algjör.
30.3.2009 | 16:48
Ráðherrar án ábyrgðar
Það ætti öllum að vera ljóst að ráðherrar Sandfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde voru þar bara upp á punt, allavega Jóhanna Sigurðardóttir puntudúkka. Framangreindir ráðherrar voru viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins, beygðu sig og bugtuðu til að þóknast þeim. Þannig má skilja ræðu Ingibjargar Gísladóttur sem nú hefur látið Jóhönnu eftir sviðið. ISG hefur trúlega verið orðin svo þreytt á að hanga í jakkafaldi Geirs og elt hann á röndum eins og rakki á eftir húsbónda sínum.
Ég sem hélt að forystusveit fylkingarinnar hefði bein í nefinu og færi sínu fram, en léti ekki aðra ráðskast með sig
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 169279
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar