Enn er skrið á verðbólgunni

Hvað skildi valda því að vísitala neysluverðs hækkaði nú um 1,13% milli mánaða, apríl til maí ? 

  • Í fyrsta lagi er ljóst að eldsneytisverð ræður þar mestu, en verð á bensíni og díselolíu hækkuðu um 4,9%.  Hækkun heimsmarkaðsverðs á hráolíu, veiking krónunnar og aukin álagning olíufélaganna skírir þá hækkun (vísitöluáhrif 0,22%). 
  • Í öðru lagi hefur verð á bílum hækkað um 4,9% (vísitöluáhrif 0,17%).  Ég spyr: eru menn að kaupa nýja bíla þessa dagana ?
  • Í þriðja lagi er hækkun á kostnaði vegna eigin húsnæðis um 1% (vísitöluáhrif 0,14%).  Áhrif af hækkun markaðsverðs voru 0,18% en á móti komu áhrif af lækkun raunvaxta um -0,04%.  Ég átta mig ekki á þessari hækkun.
  • Í fjórða lagi hækkun á matar og drykkjarvörum um 0,8% (vísitöluáhrif 0,11%).  Hér er trúlega um hækkun á álagningu að ræða.
  • Í fimmta lagi hækkun á verði flugfargjalda til útlanda um 22,6% (vísitöluáhrif 0,17%).  Ekki virðist skipta mála að verulega hefur dregið úr utanlandsferðum.

Þessar upplýsingar sem fengnar eru af vef Hagstofu Íslands eru merkilegar fyrir þær sakir að meðan verðhjöðnun er í löndunum í kring um okkur erum við enn að berjast við verðbólgu.  Þessar tölur veita manni ekki mikla von um að vextir verði lækkaðir að neinu ráði núna í júní byrjun.  Tel ég háa vexti vera einn orsakavalda verðbólgunnar.

Ljóst er að ríkisstjórnin er ekki að ráða við vandann.  Erlendir ráðgjafar eru að gefast upp á ráðaleysi og hægagangi við endurreisn bankanna og efnahagslífsins.  Jóhanna og Steingrímur ásamt restinni af ríkisstjórninni verða að játa vanmátt sinn við lausn efnahagsvandans og hafa vit á að stíga til hliðar og hleypa að mönnum sem kunna til verka og hafa áræðni og þor til að gera það sem gera þarf.

Ég verð að viðurkenna að ég óttast það sem verða vill í haust, ef sama lágkúran og sinnuleysið verður við völd í allt sumar.  Sandfylkingin verður að fara að sjá að ESB kemur ekki til með að bjarga neinu hér á landi, frekar mun þráhyggja þeirra auka á vandann.

 


mbl.is Verðbólgan mælist 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 162154

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband