Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.6.2009 | 20:43
Skilningsleysi ríkisstjórnarinnar algert
Aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er á góðri leið við að koma þjóðfélaginu í aðra kollsteypu. Aðgerðirnar sem farið hefur verið í auka á vandann en leysa hann ekki. Aðgerðarleysið, á ég þar við þann skort á raunhæfum aðgerðum, er á góðri leið við að koma þjóðfélaginu í aðra kollsteypu.
Það liggur nokkuð ljóst fyrir að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun strax í upphafi, þ.e. í febrúar byrjun, að hlusta ekki á neinar tillögur sem ekki koma frá ríkisstjórninni sjálfri. Allar raunhæfar tillögur sem menn hafa lagt fram af góðum hug og með góðum vilja er ítt til hliðar og afgreiddar sem vanhugsaðar og vitlausar. Svo eftir að fólk hefur beðið og beðið og vænst og vonað að eitthvað gott kæmi frá blessaðri ríkisstjórninni, kemur loks einhver óskapnaður sem gerir bara illt verra.
Það er ekki skrítið að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna reyni að láta fara lítið fyrir sér. Þeir þegja þunnu hljóði og láta ekkert eftir sér hafa. Kannski er það vegna þess að þeir átta sig ekki á því hvert ríkisstjórnin stefnir, eða að þeir hreinlega skammast sín fyrir ríkisstjórnina sem þeir bera ábyrgð á.
Lilja Mósesdóttir virtist ætla að byrja vel á þingi er hún var ekki tilbúin að kyngja hverju því sem frá ríkisstjórninni kemur, en hún var sennilega töluð til af forystu flokks síns og ekki þorað annað en að hlíða.
Í dag segja þau skötuhjú, Jóhanna og Steingrímur, að staðan sé mun verri en þau hafi haldið í upphafi. Þau tala í hálfkveðnum vísum þau segja okkur ekkert um það hver staðan í raun og veru sé, bara að hún sé slæm. Hvernig væri nú að tala til þjóðarinnar og segja okkur hver staða sé ? ekki bara að hún sé slæm, heldur hver er staðan. Hvað er slæmt ? er það veðrið ? er það ráðherrabíllinn ? Nákvæmlega hvað er slæmt og hvernig er það slæmt ? Hver er staðan í IceSave málinu ? Hvað þurfum við að taka á okkur ? Hver er staða bankanna ? Hver er staða ríkissjóðs ? Hvað er það sem AGS leggur svona hart að Íslenska ríkinu ? Hverjar eru kröfur ESB-"vina" okkar ? Hverjar eru kröfur Breta ?
Við vitum svo lítið um hvað ráðherrarnir eru að tala vegna þess að þeir uppýsa okkur ekki um neitt, þrátt fyrir að hafa talað um að allt ætti að vera uppi á borðum. Það er bara ekkert að marka þetta fólk, akkúrat ekki neitt.
Jóhanna og Steingrímur hafa haldið vikulega blaðamannafundi til að "upplýsa" þjóðina, en það kemur ekkert út úr þessum fundum. Þjóðin er jafn nær, upplýsingarnar eru engar.
Það á eftir að fara fyrir þessari ríkisstjórn eins og er að fara fyrir þeirri Bresku. Það verður flótti og þingmenn munu yfirgefa flokkana. Lítilsvirðing ríkisstjórnarinnar verður alger.
![]() |
Niðurfelling þýðir kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2009 | 15:58
Skuldavandinn minni segir Jóhanna Sigurðardóttir
og því er hægt að halda áfram að þjarma að heimilunum. Jóhanna er með þessum orðum að undirbúa enn frekari aðför að heimilum landsins, það er ljóst.
Velferðarríkisstjórn, velferðarbrú, skjaldborg um heimilin og björgun fyrirtækjanna er farið út í veður og vind, ekkert stendur eftir af þessum hugtökum, nema í gömlum fréttum og gömlum loforðum sem eru löngu gleymd, sérstaklega Sandfylkingarfólki, en almenningur er ekki búinn að gleyma og gleymir ekki svo glatt, ekki núna, því að aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar kemur við alla.
Það finna allir fyrir síðustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fólk á enn um langa hríð eftir að finna fyrir afleiðingum þeirra.
![]() |
Skuldavandinn minni en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2009 | 00:45
Davíð lét AGS heyra það
Hefði ekki verið nær að hlusta á Davíð og þiggja ráð hans fremur en að flæma hann úr Seðlabankanum. Við fengum allavega ekkert betra í staðin, nema síður sé.
Og hvað uppsker ríkisstjórnin hennar Jóhönnu sem hataðist svo út í Davíð að engu tali tekur ? Nú uppsker Jóhanna meiri óvild fólksins í landinu en Davíð nokkurn tímann.
Jóhanna grefur sína eigin gröf og öll ríkisstjórnin með henni.
![]() |
Davíð lét AGS heyra það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2009 | 00:28
Þyngri róður Jóhönnu og Steingríms
Velferðarríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur með velferðarbrú, skjaldborg um heimilin, björgun fyrirtækjanna og allt gagnsæið, umræðustjórnmál og ég veit ekki hvað, er gersamlega búin að klúðra öllu sem hægt er að klúðra. Nú kvartar Jóhanna yfir því að róðurinn sé þyngri en áætlað hafði verið. Hvernig skildi nú standa á því ?
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa neinn vanda heldur að dýpka kreppuna svo um munar. Í stað þess að slá skjaldborg um heimilin er verið að gera heimilunum enn erfiðara fyrir en nokkur ríkisstjórn hefur nokkru sinni gert hér á landi fyrr og síðar. Velferðin er ekki handa fjölskyldum landsins eða fyrirtækjunum, hún virðist helst vera fyrir sjálfa útrásarvíkingana sem spóka sig í útlandinu með dýran gjaldeyrir sem þeir komu undan frá Íslandi og almenningur á nú að borga fyrir.
Fyrirtækjum heldur áfram að fækka þrátt fyrir björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hvergi er til nema á pappírssnepli einhversstaðar undir pappírshrúgu á skrifborði Jóhönnu, hún er sennilega búin að gleyma honum.
Gagnsæi er svo algert að það sést í gegnum það, þannig að enginn sér neitt fyrir gagnsæinu. Umræðustjórnmál sem Ingibjörg Gísladóttir hafði í hávegum við hátíðleg tækifæri er eitthvað sem Sandfylkingin er búin að gleyma og man ekki lengur eftir. Sandfylkingarfólk talar ekki um vandann, eina úrræði þeirra er ESB. ESB-trúin á að bjarga heiminum og ég tala nú ekki um Íslensku þjóðinni sem er upp á náð og miskunn ESB-trúarinnar komin.
Sandfylkingin hrópar á götum úti: ESB mun bjarga ykkur frá illu, trúið á ESB-guðinn.
Jóhanna tók þann óvænta pól í hæðina í dag og talaði við örfáa fréttamenn, hún gaf til kynna að næsta útspil ríkisstjórnarinnar yrði alvarlegra en það sem tilkynnt var og komið í gegnum þingið fyrir helgi.
Þá vitum við það, það er ekki von á góðu.
Ætli ríkisstjórnin eigi von á góðu frá fólkinu í landinu ? ég á ekki von á því.
![]() |
Þyngri róður en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 00:22
Hvað er þetta fólk að hugsa ?
Nú eru þau Jóhanna og Steingrímur búin að sýna það og sanna, svo ekki verði um villst, að þau eru vanhæfir ráðherrar. Þau hefðu aldrei átt að taka þátt í stjórnmálum. Þau halda að þau séu að bjarga ríkissjóði, en gera sér ekki grein fyrir þeim vanda sem þau eru að skapa, ekki bara heimilum og fyrirtækjum landsins heldur einnig ríkissjóði. Hver skyldi vera afstaða Gylfa Magnússonar til þessara aðgerða ?
Þessar álögur eiga ekki eftir að skila ríkissjóði þeim tekjum sem þau ætla, en álögurnar eiga bara eftir að auka útgjöld ríkissjóðs. Draga mun úr notkun bifreiða, heimilin geta ekki endalaust tekið á sig hækkun eldsneytisverðs. Vonandi mun fólk hætta að reykja og draga verulega úr drykkju áfengis, það mun draga úr tekjum ríkissjóðs. Vandi ríkissjóðs verður ekki hvað minnstur þegar heimilin og fyrirtækin hætta í enn ríkara mæli að geta staðið undir álögum vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Hækkun á vísitölu neysluverðs vegna þessara aðgerða mun kalla á hærri stýrivexti, þar af leiðandi munu margar fjölskyldur lenda í þrot og það mun kalla á aðgerðir almennings álíka eða verri en þær sem áttu sér stað í vetur.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 23:01
Í Bretlandi er aukin andstaða við ESB
Bretar eru búnir að fá nóg á Evrópusambandinu. Segir það ekki sína sögu ? En þeir eru fastir inni í kerfinu sem þeir eru andsnúnir, þeir eiga ekki auðvelda undankomuleið.
Við höfum enn val um að lenda ekki inni í kerfinu sem við myndum vilja vera laus við eftir 10 ár, ef við tækjum það óheilla skref að ganga þar inn.
Verum skynsöm og segjum því nei núna svo við þurfum ekki að lenda í sömu stöðu og Bretar, Írar o.fl. þjóðir sem sambandið er að gera út af við.
![]() |
Aukin andstaða við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 16:20
Þorgerður Katrín vill sækja um aðild að Evrópusambandinu ! ? !
Steingrímur J. sagði að svo virðist sem ríkulegur þingmeirihluti væri fyrir að fara í viðræður (leggja inn umsókn) við Evrópusambandið. En hver er vilji þjóðarinnar, eða kemur þjóðinni þetta mál ekkert við.
Hvar er lýðræðið þingmenn ? haldið þið að þið séuð einir þess umkomnir að taka svo stóra ákvörðun fyrir Íslands hönd án þess að hafa fengið beint umboð til þess frá þjóðinni ?
Munið og hafið hugfast í hverra umboði þið eru á hinu háa Alþingi. Ef þið standið ekki vörð um fullveldi Íslensku þjóðarinnar, þá mun Íslenska þjóðin ekki standa vörð um ykkur og tími ykkar á Alþingi mun senn líða undir lok.
![]() |
Vill sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 13:16
Hvað er stjórnarandstaðan að leggja til ?
Forystu Sjálfstæðisflokksins er hollast að minnast þess að samkvæmt ályktun landsfundar flokksins, fyrir aðeins nokkrum vikum síðan, var áhersla lögð á að ekki yrði farið í viðræður við Evrópusambandið um aðild nema að fengnu samþykki þjóðarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vildi að tvennar kosningar þyrfti til áður en gengið yrði í ESB, þ.e. fyrst yrði kosið um það hvort sækja eigi um aðild eða ekki.
Krafa okkar fullveldissinna er sú að ekki verði rætt við ESB um aðild að þjóðinni forspurðri. Aðra kröfu vil ég setja fram, en hún er sú að enginn úr Sandfylkingunni komi nálagt viðræðum við Evrópusambandið, ég trúi því að aðrir fullveldissinnar séu mér sammála í þeim efnum. Ég lít svo á að Sandfylkingunni sé ekki treystandi til að fara með umboð þjóðarinnar í aðildarviðræðum, þeir hafa sýnt af sér tilburði, í ESB-umræðunni, sem sönnum Íslendingum er ekki sæmandi.
![]() |
Verða að sýna lipurleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 11:38
Hverju er verið að leyna fyrir þingi og þjóð ?
Það er með ólíkindum að embættismenn, sem eru í vinnu hjá þjóðinni, skuli geta sagt þingmönnum, sem eiga sæti í þingnefnd sem fjallar um þau mál er embættismennirnir eru að sinna, að þeir megi ekki fá nema mjög svo takmarkaðar upplýsingar um það sem þeir hafa verið að vinna við. Hverju er verið að leyna fyrir þingmönnum og ég tala nú ekki um þjóðinni ?
Eftir alla þá umræðu og kröfu þjóðarinnar um að fá upplýsingar, að fá að vita um stöðu mála og hvað er að gerast og tal Jóhönnu, Steingríms og flokka þeirra um "gagnsæi" er ótrúlegt að sjá þöggunina sem á sér stað. Nú heldur Jóhanna sér saman sem mest hún má og opnar helst ekki munninn, nema til að stinga einhverju upp í hann og gefur þjóðinni svo langt nef.
Stjórnarhættir Jóhönnu eru verri en þeir stjórnarhættir sem hún hefur gagnrýnt hvað mest í gegnum tíðina. Hún hagar sér eins og einræðisherra og notar jafnvel embættismenn í þeim tilburðum sínum.
Með þessu áframhaldi getur ríkisstjórnin ekki átt von á góðu. Þjóðin lætur ekki bjóða sér svona lítilsvirðingu. Það er með þetta eins og ESB-málið, lýðræðið er fótum troðið og það af þeim sem helst ættu að standa vörð um það.
Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn.
![]() |
Ekkert upplýst um Wyman-skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 09:40
Þeim einum er það lagið
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur á sig mynd kommúnisma austantjalds landa. Hverjum öðrum dettur í hug að draga úr tekjum landsmanna, en á sama tíma að auka skattbyrðina á þá. Ríkisstjórnin ætlar að skera niður kostnað ríkisins, sem flestir eru sammála um að gera þurfi. Einnig ætlar stjórnin að auka tekjurnar og það á að gera með því að hækka vörugjöld og veltuskatta. Með því að hækka gjöld á vörur er verið að leggja enn frekari grunn að hárri verðbólgu, hækkun verðtryggingar sem þýðir enn frekari hækkun lána þeirra sem skulda og þar með háa vexti einnig.
Hvar gat þjóðin grafið upp slíka snillinga nema í Sandfylkingunni og hjá Vinstri grænum ? ?
![]() |
Auka tekjur og skera niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 167820
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar