Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingin selur land og þjóð . . .

. . . í hendur Evrópskra nýlenduríkja og Vinstri grænir láta gott heita, þeim virðist alveg sama.  Steingrímur J. hefur lagt sitt á vogaskálarnar til að þóknast Samfylkingunni í von um að fá að sitja nokkrum vikum eða mánuðum lengur í ríkisstjórn.

Er þetta það sem kjósendur VG ætluðust til er þeir settu X-ið sitt við V á kjördag s.l. vor ?  er þetta það sem kjósendur VG ætla að sætt sig við ?  er þetta það sem grasrótin í VG er tilbúin til að kyngja ?  eða var andstaða þeirra við aðildarumsókn að ESB í aðdraganda kosninga bara skrípaleikur ?

Fróðlegt væri að heyra í þeim sem kusu Vinstri græna vegna afstöðu þeirra til Icesave annarsvegar og ESB-umsóknar hinsvegar.

 


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðin á ekki, henni ber ekki og hún vill ekki borga Icesave-klafann

Á sama tíma og þjóðin segir NEI við Icesave, reynir ríkisstjórnin allt hvað hún getur að selja þegna landsins á þrældómsklafa Breta og Hollendinga.  Ætti starfandi forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni og verkstjóranum Jóhönnu Sigurðardóttur ekki að vera orðið það ljóst að þjóðin treystir þeim ekki til að fara með þetta mál lengur.  Þau hafa klúðrað Icesave-málinu alveg frá því þó tóku það að sér fyrir réttu ári síðan.  Ekkert, akkúrat ekki neitt, hefur verið gert til að reyna að verja hagsmuni íslendinga og er þá sama hvert litið er, hvort heldur það heitir Icesave, heimilin í landinu eða almennur fyrirtækjarekstur.  Það eina sem þessi stjórn hefur hugsað um er að verja bankana og útrásarvíkingana, almenningur er látinn blæða á meðan verið er að hygla þeim fyrrnefndu.

Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, það er ekki um annað að ræða.  Hvort stjórnarandstaðan er fær um að taka málið að sér veit ég ekki, en þeir virðast vera á þeim buxunum eins og Steingrímur að semja um að borga, en í því felst vandinn, fólkið í landinu veit að það á ekki að borga, þeim ber ekki að borga og það vill ekki borga.

Þar sem stjórnmálamennirnir eru ekki færir um að standa vörð um hagsmuni almenning í landinu verða þeir að víkja og rýma fyrir þeim sem eru tilbúnir að bjarga því sem bjargað verður, en öllum er það orðið ljóst að kommúnistarnir og kratarnir í ríkisstjórninni geta það ekki.

EKKERT ICESAVE

EKKERT ESB

BURT MEÐ AGS

 


mbl.is 66% gegn Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinsamur náungi Daniel Gros

„Íslendingar ættu ekki að taka meiri lán" segir Daniel Gros.  Hann segir ennfremur „ Ég lít svo á að þetta snúist ekki um fjárhagslega aðstoð. Reyndar skulda Íslendingar mikið, en þeir þurfa kannski helst aðstoð við að endurfjármagna skuldirnar".

Mikið er ég sammála Daniel, við þurfum ekki og ættum ekki að taka lán til að fara á enn eitt eyðslufylliríið, heldur ættum við að einbeita okkur að því að greiða niður skuldir okkar.

Í frétt á mbl.is segir einnig: Hann ítrekaði þá skoðun að Íslendingar ættu ekki að þiggja fleiri lán, hvorki frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né öðrum. Þá ættu Íslendingar að draga enn frekar úr neyslu, ekki halda genginu óeðlilega háu og hefja tafarlaust endurgreiðslur á lánum í stað þess að ýta á undan sér skuldabyrðinni.

Ég held að tími sé kominn fyrir okkur að temja okkur nægjusemi í stað eyðslu og græðgi sem hefur einkennt þjóðfélag okkar allt of lengi.  Minnumst forfeðra okkar sem bjuggu við þröng kjör, en eljusemi þeirra lagði grunninn að þeirri velferð sem við höfum búið við, en við fórum að lokum illa með.

Temjum okkur nýjan hugsunarhátt, þann að: eyða ekki um efni fram, borga skuldir okkar og safna fyrir því sem við viljum leyfa okkur.  Látum græðgi ekki stjórna okkur, því að lokum fer illa ef við gætum ekki að okkur, eins og dæmin sanna.

Snúum vörn í sókn, notum skinsemina í stað uppskrúfaðrar tilfinningarsemi sem dregur okkur á tálar og fær okkur til að gera það sem fellir okkur að lokum.

 


mbl.is Íslendingar ættu ekki að taka meiri lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur stendur með þjóð sinni . . .

. . . það sama verður ekki sagt um það fólk sem hann var með í ríkisstjórn eða flesta samflokksmanna hans.

Ögmundur á hrós skilið, ég er honum þakklátur fyrir að standa í lappirnar í Icesave-málinu. 

Það hefði verið betur hefðu aðrir í VG gert hið sama, fólk sem sagðist ekki vilja láta knésetja þjóðina lét þvinga sig til að taka ranga afstöðu í lokaafgreiðslu málsins á þingi.  Hvernig ætlast þetta fólk til þess að við getum treyst því í framtíðinni ?  Mér er spurn !

Það er rétt sem Ögmundur segir að Svíar og aðrar norðurlandaþjóðir (ég bætti hinum þjóðunum við) hafa gerst handrukkarar Breta og Hollendinga, þær hafa ekki sýnt okkur mikla vináttu, svo mikið er víst.

 


mbl.is Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS hefur blekkt Íslendinga

Fulltrúar AGS hafa sagt að aðkoma AGS að málefnum Íslands væri Icesave óviðkomandi, en nú eru þessi mál tengd, eins og allt síðasta ár.  Er ekki kominn tími til að senda fulltrúa AGS heim til sín og segja skilið við AGS, þar er hvort eð er enga hjálp að fá.  Það er ekkert að marka það sem frá AGS kemur og er vera þeirra hér allt önnur en sú sem er látið í veðri vaka, þ.e. að hjálpa Íslandi út úr erfiðleikunum. 

AGS er innheimtustofnun og ekkert annað.

 


mbl.is Íslendingar fá gusu frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu takk fyrir, enga samninga !

Ríkisstjórnin og Alþingi hafa klúðrað Icesave-málinu svo gersamlega að það kemur ekki til greina að þeim sé treyst fyrir frekari "samningum" við Breta og Hollendinga.

Við viljum kjósa um málið, það er okkar réttur !   Við viljum fá að segja NEI !   Það er komið nóg af klúðri, við eigum ekki og viljum ekki borga.  Það verður að hugsa um hag afkomenda okkar.

Það verður að fara að kenna stjórnarsinnum og álitsgjöfum þeirra að eftir því sem við skuldum meira því mun verr stöndum við og því mun erfiðara verður að standa við skuldbindingar okkar, öfugt við það sem þetta fólk hefur haldið fram.

 


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna skipar nefnd sem á að útþynna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Hvernig á að skilja það öðruvísi (sjá viðtengda frétt).  Það er greinilegt að titrings er farið að gæta hjá stjórnmálamönnum, ekki síst meðal nokkurra ráðherra, annarra í stjórnsýslunni og eflaust víðar.

Margumrædd skýrsla verður að koma fyrir augu almennings án nokkurra undanbragða, það skiptir ekki máli hverjir verða fyrir barðinu á slíkri opinberun.  Þeir sem eiga von á óblíðri meðferð skýrsluhöfunda hefðu betur verið búnir að koma fram og játa afbrot/yfirsjónir sínar, það hefði dregið úr högginu sem skýrslan mun valda.

Auðvitað munu uppljóstranir koma illa, ekki aðeins við þá sem sekir eru, heldur við þá nánustu, en brotamenn verða sjálfir að bera ábyrgð á því hvernig þetta kemur við ástvini þeirra.  Það er ekki betra að bíða og vona og sjá svo til hvort afbrotin verði upplýst eður ei.

 


mbl.is Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekki og á ekki að snúast um líf ríkisstjórnarinnar

Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að fara fram, það er ekki neinn vafi í mínum huga.  Þjóðin verður að fá að koma að þessu máli, allar vangaveltur prófessora, lögspekinga, stjórnmálafræðinga og annarra álitsgjafa um annað er ekki annað en útúrsnúningur og til þess fallið að gera lítið úr vilja þjóðarinnar, einstaklinganna sem byggja þetta land.

Auðvitað snýst þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um líf eða dauða ríkisstjórnarinnar, fólk er fyrst og síðast að taka afstöðu til framtíðar þjóðarinnar og hugsa um sinn eigin hag í lengd og bráð.  Á hinn bóginn ber þó að líta svo á að með því að fella frumvarp stjórnarinnar er almenningur að lýsa vantrausti á vinnubrögð hennar og ber hún þá að segja af sér, sérstaklega ef útkoman verður afgerandi.

ÁFRAM  ÍSLAND  EKKERT  ICESAVE

ÁFRAM  ÍSLAND  EKKERT  ESB

ÁFRAM  ÍSLAND  BURT  MEР AGS


mbl.is Stjórnarliðar buðu til samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum Breta og Hollendinga sækja málið fyrir dómstólum

Það er engin ástæða til að hlaupa til handa og fóta og reyna að fá þessar þjóðir aftur að samningaborðinu, við eigum bara að stefna á þjóðaratkvæðið og huga að öðrum málum á meðan, en þar er af nógu að taka s.s. heimilin og fyrirtækin í landinu sem hafa verið afskipt af stjórnvöldum.  Þegar þjóðin hefur síðan fellt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem forsetinn neitaði að skrifa undir, þá er málið dautt hvað okkur varðar.  Bretar og Hollendingar hafa hafnað fyrirvörunum frá því í sumar og má því með réttu segja að engir samningar séu í gildi. 

Við þurfum ekki að borga þessar meintu skuldir, þetta er eitthvað sem þessar þjóðir tóku sjálfar ákvarðanir um að greiða út án þess að hafa nokkuð fast í hendi af okkar hálfu og eru tilskipanir og lög Evrópusambandsins okkur hliðholl í þessu máli, þar til annað kemur í ljós. 

Látum Bresk og Hollensk stjórnvöld sækja þetta fé með hjálp dómstóla, ég efast um að þeir leggi í þá vegferð.  Þeir hafa orðið sér til skammar meðal þjóða sinna og um allan heim.  Ef Íslenskum stjórnvöldum dytti í hug að fara að tala máli þjóðar sinnar og koma réttum skilaboðum áleiðis á erlendri grundu höfum við ekkert að óttast, en haldi ráðherrar ríkisstjórnarinnar áfram að tala niður til þjóðarinnar og sífellt í neikvæðum dúr um okkar "ömurlegu" stöðu, þá er ekki von á góðu.  Ísland þarf ekki á þannig stjórnmálamönnum að halda, við þurfum fólk með þor og dug, fólk sem er annt um þjóð sína og talar máli hennar.

Því segi ég:

Áfram Ísland ekkert Icesave

Áfram Ísland ekkert ESB

Áfram Ísland ekkert IMF (AGS)


mbl.is Farsælast að fara fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk sé þér Ann Pettifor

Mikið getum við Íslendingar verið þakklát fyrir fólk eins og Evu Joly og Ann Pettifor.  Þær stöllur hafa sýnt það og sannað að við eigum vini erlendis sem er umhugað um hag okkar og eru tilbúnir að tala máli okkar, nokkuð sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru ekki tilbúnir að gera.

Í viðtengdri frétt kemur fram að Icesave-skuldin yrði fimm sinnum hærri fyrir hvern Íslending en skuldir Þjóðverja í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar, skuldir sem þeir eru enn, yfir níutíu árum síðar, að greiða af.  Þetta þýðir það að það tæki okkur fimm aldir að greiða Icesave-skuldina.

Okkar glæpur er það að hafa fæðst og alist upp á þessari eyju sem kallast Ísland.  Glæpur Þjóðverja var hinsvegar sá að þeir hófu stríð þar sem fimm milljónir manna létu lífið og stór hluti Belgíu og Frakklands var lagður í rúst.

Þannig að spurning mín í dag er þessi:  Hverjir eru glæpamenn ? við Íslendingar fyrir það eitt að hafa fæðst sem Íslendingar ? eða ríkisstjórnir Bretlands og Hollands sem beita okkur fjárkúgun ?

Önnur spurning er þessi:  Hverjir standa sig betur í vörn fyrir íslensku þjóðina, ríkisstjórn Íslands, forseti Íslands og/eða útlendingar sem tala máli okkar ?  Svar mitt er þetta:  Ríkisstjórn Íslands fær falleinkunn, henni ber að segja af sér og það án tafar.

 


mbl.is 2,2 milljónir á hvern Íslending en 9 þúsund á Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 169270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband