Þökk sé þér Ann Pettifor

Mikið getum við Íslendingar verið þakklát fyrir fólk eins og Evu Joly og Ann Pettifor.  Þær stöllur hafa sýnt það og sannað að við eigum vini erlendis sem er umhugað um hag okkar og eru tilbúnir að tala máli okkar, nokkuð sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru ekki tilbúnir að gera.

Í viðtengdri frétt kemur fram að Icesave-skuldin yrði fimm sinnum hærri fyrir hvern Íslending en skuldir Þjóðverja í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar, skuldir sem þeir eru enn, yfir níutíu árum síðar, að greiða af.  Þetta þýðir það að það tæki okkur fimm aldir að greiða Icesave-skuldina.

Okkar glæpur er það að hafa fæðst og alist upp á þessari eyju sem kallast Ísland.  Glæpur Þjóðverja var hinsvegar sá að þeir hófu stríð þar sem fimm milljónir manna létu lífið og stór hluti Belgíu og Frakklands var lagður í rúst.

Þannig að spurning mín í dag er þessi:  Hverjir eru glæpamenn ? við Íslendingar fyrir það eitt að hafa fæðst sem Íslendingar ? eða ríkisstjórnir Bretlands og Hollands sem beita okkur fjárkúgun ?

Önnur spurning er þessi:  Hverjir standa sig betur í vörn fyrir íslensku þjóðina, ríkisstjórn Íslands, forseti Íslands og/eða útlendingar sem tala máli okkar ?  Svar mitt er þetta:  Ríkisstjórn Íslands fær falleinkunn, henni ber að segja af sér og það án tafar.

 


mbl.is 2,2 milljónir á hvern Íslending en 9 þúsund á Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi Icesave klemma er allsvakaleg. Dapurlegt að hvorki Davíð Oddsson né Halldór Ásgrímsson hafi séð afleiðingar af glannaskapnum við einkavæðingu bankanna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.1.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 162077

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband