Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gera meira gagn en ríkisstjórnin

Það verður seint sagt að ég sé eða hafi verið stuðningsmaður forsetans, en framganga hans síðustu daga hefur verið þjóðinni meira gagn en þeirra ríkisstjórna sem verið hafa við völd frá haustinu 2008.  Ég er Ólafi Ragnari þakklátur fyrir framgöngu hans í Icesave-málinu og hvernig hann í gærkvöldi talaði máli þjóðarinnar á erlendri grund, það sama verður ekki sagt um ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Það sama má segja um Evu Joly og Ólaf Ragnar, þar eigum við hauk í horni, hún hefur gert meira gagn fyrir okkur en stjórnvöld frá hruni haustið 2008 til dagsins í dag.

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland stendur við skuldbindingar sínar, eins og ávalt

Íslenska ríkið stendur hér eftir sem hingað til við skuldbindingar sínar.  Spurningin hinsvegar er: Hverjar eru skuldbindingar íslenska ríkisins ?  eru það skuldir óreiðumanna ?  get ég krafist þess að ríkið borgi mínar skuldir ?  eða eru það bara útvaldir einkavinir stjórnvalda sem stjórnvöld eru tilbúin að borga fyrir og það með peningum okkar, skattgreiðenda ?

Ríkisstjórn Íslenska lýðveldisins hefur haldið uppi vörnum fyrir alla aðra en þjóðina sem kom henni til valda.  Ráðherrarnir haga sér eins og aldrei verði kosið aftur á Íslandi.  Ráðherrarnir verða að átta sig á því að þeir eru ráðnir til tímabundinna starfa til að gæta hagsmuna þjóðarinnar sem fól þeim störf þeirra.

Það er ekki nóg að erlendir blaðamenn, dálkahöfundar, einstaka erlendur hagfræðingur eða jafnvel Eva Joly taki upp hanskann fyrir Ísland, ríkisstjórn Íslands og þeir stjórnmálaflokkar sem standa að henni verða að gera það líka. 

Ríkisstjórn sem stendur ekki með þjóð sinni verður ekki langlíf, nú þegar eru farnir að opinberast dauðakippir í núverandi stjórnarsamstarfi.  Sumir þingmenn Vinstri grænna eru farnir að átta sig á því að samstarf þeirra við Samfylkinguna er að ganga að flokki þeirra dauðum.  Maður finnur og heyrir það sem ekki er sagt af hálfu VG að þeir eru að leita útgönguleiða.

 


mbl.is Áhersla lögð á að Ísland standi við skuldbindingar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málsvarar íslensku þjóðarinnar ! ! !

Málsvarar íslensku þjóðarinnar reyndust vera Bresku blöðin Financial Times og Independent, en ekki ríkisstjórn Íslands.  Sorgleg staðreynd.

 


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þingmönnum treystandi til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar ?

Ég hef miklar efasemdir um að stjórnmálamönnum og þá einkum þingmönnum verði falið að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.  Eiga þingmennirnir að ákveða hvað kemur fyrir augu almennings í þeim efnum ? eiga þingmennirnir að ákveða hverjum á að hlífa og hverjum ekki ? eða munu þingmennirnir taka þá ákvörðun að stinga skýrslunni undir stól, eða setja hana í tætarann á skrifstofu þingsins ?

Ég verð að segja fyrir mitt leiti að ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu.  Mér hefði fundist að Rannsóknarnefndin ætti að kynna niðurstöður sínar fyrir þjóðinni sjálf og ég vona svo sannanlega að þau muni gera það.

 


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur flottur

Ég virði það við Ögmund Jónasson að hann einn Vinstri grænna hefur ekki látið kúga sig og beygja í duftið af samstarfsflokknum í ríkisstjórn, né flokksformanni sínum.  Ögmundur hefur staðið á sinni sannfæringu og á hrós skilið. 

Ögmundur er maður að meiri að hafa staðið á sínu þrátt fyrir sterkan mót byr í eigin flokki, en hann er einn fárra í VG sem hefur haldið fast í þær skoðanir sem hann barðist fyrir fyrir síðustu kosningar.

Þökk sé þér Ögmundur Jónasson.

 


mbl.is Ögmundur: Tafir á Alþingi þjóna engum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi er hægt að skera niður ?

Gerðar eru, og gerðar hafa verið, kröfur um niðurskurð í heilbrigðisgeiranum sem og víða annarsstaðar hjá ríkisstofnunum.  Landspítalinn er búinn að vera að hagræða, skera niður og spara á öllum vígstöðum svo lengi sem ég hef fylgst með fréttum.  Einhvernvegin sýnist mér spítalinn iðulega fara meira fram úr heimildum fjárlaga en sem nemur þeirri upphæð sem þeim er ætlað að spara hverju sinni.  Á næsta ári þarf LSH að spara sem nemur 6 milljörðum til að brúa þann yfirdrátt af fjárlögum þessa árs og því sem þeim er ætlað að skera niður um á næsta ári miðað við fjárlög þessa árs.

Spurningin er: hversu mörgum deildum þarf að loka ? hversu mörgu starfsfólki þ.e. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, ræstingarfólki og öðrum þarf að segja upp til þess að ná fram þeim sparnaði sem til er ætlast ?

Fjárveitingavaldinu virðist vera lagið að setja stofnunum ríkisins þröngar skorður í fjárlögum, krefjast aðhalds og sparnaðar, án þess að koma með neinar beinar tillögur um hvar spara megi eða hvar hægt væri að hagræða enn frekar en þegar hefur verið gert. 

Þetta sama fjárveitingarvald virðist á hinn bóginn ekki geta sett framkvæmdarvaldinu skorður um fjárútlát ráðherra þegar kemur að dekurverkefnum þeirra eða fjárframlaga einstaka ráðherra til að afla sér vinsælda. 

Einstaka gæluverkefni virðast ekki mega missa sín s.s. "listamannalaun" og annar óþarfi.  Ég veit ekki til þess að verkamenn eða aðrir launþegar sem greitt hafa sína skatta og skyldur til ríkisins hafi getað fengið úthlutað úr ríkissjóði fyrir vel unnin störf, en svo koma einhverjir "listamenn" sem ekki geta lifað af iðju sinni og þeim er hampað fram og til baka.  Verkamaðurinn sem var búinn að borga sína skatta og skyldur í mörg ár, missir síðan vinnu sína og verður að fara á atvinnuleysisbætur, á hann er litið sem einhvern þurfaling.  Það er skömm af þessu.  Sá sem  alla tíð hefur greitt sínar skyldur til ríkisins er sá sem ætti að fá hærri greiðslur og honum hampað frekar en "listamönnum" sem fáir hafa dálæti á.  Svo ætla menn að skerða tekjur sjómanna með því að taka af þeim sjómannaafsláttinn, en án þeirra værum við sem þjóð mun verr á vegi stödd en við erum í dag.

 


mbl.is Hagræðing gengur hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær hefði verið að kalla það Hrun . . .

. . . þar sem bygging þess og glannaskapurinn hófst fyrir hrun og vegna þess að haldið var áfram með byggingu þess eftir hrun og tugum milljarða sóað í óskapnaðinn.

 


mbl.is Harpa skal tónlistarhúsið heita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði og Jóhanna Sigurðardóttir

Neðanritað er tekið af vef amx.is en þar er vitnað í grein Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 25.maí 2004.  Ætli orð Jóhönnu þá eigi við í dag  ?
 "Jóhanna Sigurðar­dóttir: Krafan um þjóðar­atkvæði brýnni þegar stjórnar­hættir minna á einræðisherra„Það hlýtur að vera krafa fólksins að Alþingi samþykki hið fyrsta að færa fólkinu þau mannréttindi að það geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi krafa verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orðið meira á tilskipanir einræðisherra en lýðræði.“- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í grein í Morgunblaðinu 25. maí 2004 þá var hún þingmaður og hvatti til þjóðaratkvæðagreiðslu m.a. um fjölmiðlalögin"
 Hvað skildi þessi sama Jóhanna Sigurðardóttir segja í dag, eða er réttlæti hennar æðra réttlæti þjóðarinnar eða virðingu við hana (þjóðina). 

 


Látum þá borga fyrir ESB-umsóknina

Talið er að kostnaður við umsókn Íslands að ESB muni kosta 1 milljarð (1.000milljónir) hið minnsta, án þess að þjóðin fái nokkuð um það að segja hvort fara eigi út í þann kostnaðar mikla feril.

Á sama tíma er skorið niður í velferðarþjónustu og það af "Norrænu velferðarstjórninni".

Ég teldi rétt að framlög ríkisins til Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fari í að greiða þennan kostnað að viðbættum 11,0% ársvöxtum, eða sömu vexti og stýrivextir SÍ hljóða uppá, þar til allur sá kostnaður hefur verið greiddur að fullu.  Þessum flokkum ætti ekki að þykja það óréttlátt né erfitt fyrir þá, þetta er svipað því sem þeir ætla Íslensku þjóðinni að gera næstu 100 árin eða svo.  Vaxtakostnaður af 1 milljarði á ári eru 110 milljónir.  Ef þessir flokkar yrðu lagðir niður á greiðslutímabilinu, tækju arftakar þeirra við keflinu og héldu áfram að borga þar til kostnaðurinn er allur frá.

Er þetta ekki sanngjarnt ?  

Ég skora á þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna að sameinast í þingsályktunartillögu þess efnis.


mbl.is Samningahópar vegna ESB skipaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstaða mín er skír

Hefði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, staðið í fæturna og sagt NEI hingað og ekki lengra, þá hefði ég staðið á bak við hann sem formann Heimssýnar.  Nú verð ég því miður að segja skilið við þau samtök, þar sem ég get ekki treyst formanninum.  Hann hefur brugðist mér og fjölda annarra.

Hann ásamt öðrum þingmönnum VG hafa viðurkennt að Icesave og ESB umsóknin tengjast.  Með því að leggja sitt ekki af mörkum til að koma í veg fyrir Icesave, er hann að stuðla enn frekar að ESB-umsókn Samfylkingarinnar.

Ég veit ekki hvort ÁED hafi verið hótað af Jóhönnu í þetta skiptið, ekki ósennilegt að svo hafi verið, eða jafnvel Steingrímur hafi tekið hlutverkið að sér.

En er það þess virði Ásmundur Einar að styðja ríkisstjórn sem Samfylkingin er aðili að í nokkra mánuði í viðbót og hafa það á samviskunni um ókomna tíð að hafa lagt þær birgðar á íslensku þjóðina sem Icesave er og vera búinn að festa okkur á klafa Evrópusambandsins þannig að ekki verði aftur snúið ?

 


mbl.is Ásmundur Einar sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 169270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband