Skinsamur náungi Daniel Gros

„Íslendingar ættu ekki að taka meiri lán" segir Daniel Gros.  Hann segir ennfremur „ Ég lít svo á að þetta snúist ekki um fjárhagslega aðstoð. Reyndar skulda Íslendingar mikið, en þeir þurfa kannski helst aðstoð við að endurfjármagna skuldirnar".

Mikið er ég sammála Daniel, við þurfum ekki og ættum ekki að taka lán til að fara á enn eitt eyðslufylliríið, heldur ættum við að einbeita okkur að því að greiða niður skuldir okkar.

Í frétt á mbl.is segir einnig: Hann ítrekaði þá skoðun að Íslendingar ættu ekki að þiggja fleiri lán, hvorki frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né öðrum. Þá ættu Íslendingar að draga enn frekar úr neyslu, ekki halda genginu óeðlilega háu og hefja tafarlaust endurgreiðslur á lánum í stað þess að ýta á undan sér skuldabyrðinni.

Ég held að tími sé kominn fyrir okkur að temja okkur nægjusemi í stað eyðslu og græðgi sem hefur einkennt þjóðfélag okkar allt of lengi.  Minnumst forfeðra okkar sem bjuggu við þröng kjör, en eljusemi þeirra lagði grunninn að þeirri velferð sem við höfum búið við, en við fórum að lokum illa með.

Temjum okkur nýjan hugsunarhátt, þann að: eyða ekki um efni fram, borga skuldir okkar og safna fyrir því sem við viljum leyfa okkur.  Látum græðgi ekki stjórna okkur, því að lokum fer illa ef við gætum ekki að okkur, eins og dæmin sanna.

Snúum vörn í sókn, notum skinsemina í stað uppskrúfaðrar tilfinningarsemi sem dregur okkur á tálar og fær okkur til að gera það sem fellir okkur að lokum.

 


mbl.is Íslendingar ættu ekki að taka meiri lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er hægt að nota svona karla...nú má, mín vegna, setja einkaþotu undir þennan svo hann komist á bankaráðsfundi hjá Seðlabankanum.

Haraldur Baldursson, 27.1.2010 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband