Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2010 | 10:21
Er ekki kominn tími til að leita nýrra leiða ?
Með samstarfi sínu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur ríkisstjórn Íslands tekið að sér að gera almenning á Íslandi að þurfalingum. Allsstaðar þar sem AGS kemur að með sínar "ráðleggingar" lendir almenningur í gildru fátæktar og eymdar. Allar birgðar eru lagðar á almenning og þá einkanlega þá sem minna mega sín, svo þeir séu nú örugglega upp á náð stjórnvalda komnir.
Það sem heimurinn þarf að sjá, í stað aðkomu AGS, er "Jubilee" eða eins og það heitir á íslensku "náðarár".
Hvað er það ??? Jú, það þýðir það að allar skuldir eru látnar niður falla, felldar niður, afskrifaðar. Það á við skuldir þjóðríkja, fyrirtækja og ekki hvað síst einstaklinga. Þannig hafa allir hreint borð, geta endurskipulagt sig og hafið eðlilegt líf.
Er sanngjarnt að allir fái slíka niðurfellingu ??? Nei, það er ekki sanngjarnt, en það getur reynst nauðsynlegt til þess að bjarga því sem bjargað verður. Ef ekkert verður gert og öll birgði lögð á almenning, eins og nú er gert, mun það leiða til skelfilegra afleiðinga innan fárra ára sem við erum ekki enn farin að sjá hvað muni kosta heimsbyggðina.
Á sama tíma og "náðarárið" tæki gildi þurfa að vera til taks lög og reglur sem setja þjóðríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum skorður um hvernig þeir geti starfað, skuldsett sig og aðra.
Heiðarleiki og sanngirni verður að vera leiðarljós okkar, en ekki græðgi, öfund eða hatur eins og viðgengist hefur um heimsbyggðina og ekki hvað síst í landi okkar.
Er ekki kominn tími til fyrir okkur sem þjóð að huga að gildismati okkar. Það gildismat sem við höfum haft undanfarna áratugi hafa leitt okkur í öngstræti.
Í Heilagri ritningu stendur skrifað, í Jeremía 6. kafla versi 16 "Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. ...".
Er það ekki einmitt það sem við þurfum í dag, að finna sálum okkar hvíld ??? Ekki gefur AGS okkur hvíld og ekki heldur stjórnmálamenn. Það er aðeins einn sem getur veitt sálum okkar hvíld og þann frið sem við þurfum hið innra með okkur, það er sá sem skapaði okkur og þráir samfélag við okkur. Við finnum friðinn í samfélagi okkar við Hann.
![]() |
Heimili undir hamarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2010 | 13:52
Hvar liggur spillingin í Samfylkingunni Lára V. Júlíusdóttir ?
Merkilegt er að fylgjast með vandræðagangi Samfylkingarinnar þessa dagana, eins og ávalt reyndar. Með ólíkindum er að eftir háværar kröfur um að fyrrum bankastjórar Seðlabanka Íslands skildu reknir og einn maður ráðinn í þeirra stað að þá skuli Samfylkingin standa andspænis þjóðinni og kjósendum sínum og bera af sér sakir vegna launamála fyrrum meðlims í Fylkingunni sálugu, sem voru róttæk vinstri samtök er þóttust berjast fyrir réttlæti fyrir alla. Nú hefur einn meðlimur Samfylkingarinnar, sem jafnframt er formaður bankaráðs SÍ, ákveðið að berjast fyrir "rétti" öreigans og róttæklingsins "fyrrverandi" svo hann geti haft margföld laun verkamanna á mánuði hverjum, en slíkt var eitur í beinum meðlima Fylkingarinnar áður fyrr.
Undarlegt var viðtal Kastljóssins við þennan mann nú í vikunni. Var það viðtal hvorki bankastjóranum eða RUV til sóma, bæði viðbælandi og spyrjandi voru vandræðalegir, svo vægt sé til orða tekið.
Nú er svo komið að titringur er kominn í Samfylkinguna og keppast menn við að bera sakir af formanninum sem þó virðist vera líklegust til að hafa lofað öreiganum margföld mánaðarlaun venjulegs verkamanns. Jafnvel þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir krefur nú flokkssystur sína Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs SÍ skýringa, en lætur þess jafnframt getið að hún skuli passa sig á því að benda ekki á Jóhönnu, því allir eigi að vera góðir við hana.
![]() |
Formaður bankaráðs krafinn svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 11:33
Glærurnar upp á myndvarpann og varpa upp á vegg svo allir megi sjá
Nú þarf Jóhanna forsætisráðherra að opna skúffuna á skrifborði sínu þar sem hún geymir glærurnar sínar, leggja þær á myndvarpann, kveikja á honum og stilla þannig að myndin birtist uppi á vegg svo allir geti séð.
Er það ekki gegnsæið sem hún talaði svo fjálglega um þegar hún var að afla sér atkvæða fyrir síðustu kosningar, nú er komið að efnum þeirra loforða.
Ef Jóhanna hefur ekki lofað Má, flokksbróður sínum og fyrrum meðlim í Fylkingunni sálugu, hærri launum en kjararáð vill láta hann hafa, þá þarf að upplýsa hver það var sem gaf slíkt loforð. Ef Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands er bara að taka þetta upp hjá sjálfri sér, þá þarf hún að greina frá því og upplýsa þar með vanhæfi sitt til að sitja í því téða ráði og víkja. Erlendis víkja menn fyrir minni sakir en þessar.
Ætli Jóhanna Sigurðardóttir að vera trúverðug í orðum og gjörðum þá verður hún að fara að standa við stóru orðin um gegnsæi og að allt skuli haft uppi á borðum. En það má svo sem segja að það sé óþarfi, því trúverðugleiki hennar og stjórnar hennar er hvort sem er fokinn út í veður og vind.
![]() |
Segist engin loforð hafa gefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 11:42
Með sama áframhaldi verður samdráttarskeið mun lengra en 2,5 ár
Efnahagsbatanum seinkar að mati Seðlabanka Íslands samkvæmt Peningamálum sem bankinn gefur út.
Þetta kemur mér ekki á óvart, Seðlabankinn á þar stóran þátt í að tefja fyrir efnahagsbata. Með því að halda stýrivöxtum himinháum hefur Seðlabankinn haldið verðbólgu hárri þvert á það sem SÍ vill telja mönnum í trú um. Með hárri vaxtastefnu hefur SÍ drepið niður framkvæmdavilja og -getu margra fyrirtækja sem annars væru komin á fullt í framkvæmdum og ráðningu vinnuafls og þar með koma atvinnulífinu í gang á ný.
Með sama áframhaldi verður samdráttarskeiðið ekki 2,5 ár, heldur mun lengra.
![]() |
Samdráttur í 2,5 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 09:43
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Samfylkingarinnar við sama heiðgarðshornið
Lækkun stýrivaxta enn á hraða snigilsins. Þrátt fyrir að verðbólga, sem mældist milli mars og apríl framreiknuð til 12 mánaða, sé ekki nema 3% þá eru stýrivextir í okurvaxtarformi, eða 8,5%.
Hvergi á byggðu bóli, annarsstaðar en á Íslandi, eru slíkir okurvextir viðhafðir í boði stjórnvalda.
Samfylkingin er löngu búin að gleyma áróðursræðum Jóhönnu forsætisráðherra er hún hélt hér áður fyrr um það hvað þeir sem minna mega sín hafa það skítt og ríkið verði að sjá til þess að hagur þeirra sé réttur við. Nú er allt slíkt tal grafið og gleymt á meðan ríkisstjórn þessarar sömu Jóhönnu grefur undan öryrkjum, ellilífeyrisþegum og öðrum þeim sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.
Hluti af þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gert til að koma efnahag þjóðarinnar í gang er að lækka vexti verulega eða niður í um 3%, það yrði til þess að fyrirtæki sæju sér hag í því að taka lán til framkvæmda og þar með auka atvinnustigið sem síðan hefði áhrif út frá sér og þannig koll af kolli. Það kæmi öllum vel, ekki síður framangreindum hópum í þjóðfélaginu.
En Samfylkingar Seðlabankastjórinn er ekki sáttur við að launamál hans komust í hámæli og vill nú ekkert kannast við að hafa viljað halda fast í þá samninga sem hann gerði við Jóhönnu um fimm- til sexföld laun venjulegs verkamanns.
Á maður svo að taka mark á þessu fólki, þ.e. Samfylkingarfólkinu ??? Ja, mér er spurn !!!!
![]() |
Vextir lækka um 0,5 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 09:46
Verðbólgan er 3% en ekki 8,3% ef gamlar reiknisaðferðir eru notaðar
Þegar notaðar eru þær aðferðir að framreikna verðbólguna, eins og gert var þegar verðbólgan var á uppleið, þá er verðbólgan nú 3%, en ekki 8,3%.
Við framreiknum verðbólgumælinguna milli mánaðanna mars til apríl yfir á tólfmánuði kemur þessi niðurstaða þ.e. 3% verðbólga. En nú notast Hagstofan við mælingu er horfir aftur um tólf mánuði, þá er niðurstaðan 8,3% verðbólga.
Af hverju menn geta ekki notast við sömu reiknisaðferðir við mælingu á verðbólgu þegar hún er á niðurleið og þegar hún er á uppleið er ekki gott að segja, ekki nema til að hafa afsökun fyrir því að halda vöxtum í hæstu hæðum.
![]() |
Verðbólgan nú 8,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2010 | 10:46
Þrátt fyrir margumrædda endurskoðun AGS, hefur krónan ekkert styrkst.
Í kjölfar "endurskoðunar" AGS á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands sagði Steingrímur fjármálaráðherra vonast til þess að nú tæki krónan að styrkjast. Hið gagnstæði hefur átt sér stað.
Krónan hefur verið látin fylgja Evrunni eins og skugginn og þar af leiðandi hefur krónan veikst, því að Evran, sem átti að vera töfrum líkust, hefur verið að veikjast og allar líkur benda til þess að hún eigi eftir að veikjast enn meir.
Ástæða þess að við höfum komið betur út úr "endurskoðun" AGS en ráð var fyrir gert er sú staðreynd að við höfum ekki tekið á okkur Icesave-skuldbindingar né verið að fá marglofuð lán frá AGS. Þar af leiðandi eru skuldir okkar mun lægri en gert var ráð fyrir og við höfum sparað okkur marga tugi milljarða í vaxtakostnað. En um leið og ríkisstjórn Íslands gengur frá Icesave-skuldbindingum og tekur við lánum frá AGS og norðurlöndunum, lánum sem við þurfum ekki á að halda, þá mun skuldastaða okkar og kostnaður rjúka upp úr öllu valdi.
Af hverju þurfum við ekki á þessum lánum að halda ??? Jú, vegna þess að það er til fullt af peningum í bankakerfinu og lífeyrissjóðunum, peningar sem þurfa að komast í umferð, peningar sem bíða eftir að fara að vinna fyrir þjóðfélagið og eigendur sína. Vandamálið eru háu vextirnir sem eru á þessum peningum, vextir sem stjórnast af ákvörðunum Seðlabankans þ.e. stýrivaxtaákvörðun SÍ.
AGS krefst þess að stýrivextirnir séu hafðir háir til þess að láta líta svo út fyrir að við séum í þörf fyrir "hjálp" þeirra og lánum frá þeim, þá yrði allt svo gott, en "hjálp" AGS eru sjónhverfingar einar.
Það er kominn tími til að ríkisstjórnin láti af blekkingum. Stjórnarflokkarnir sem töluðu fjálglega um gagnsæi og hafa allt uppi á borðum þurfa að leggja af allt leynimakk, pukur, svik við þjóðina og undirlægju.
Ef ríkisstjórnin heldur að með því að taka á sig Icesave-skuldbindingar, lán frá AGS og láta heimilin í landinu lönd og leið, að þá sé verið að bjarga einhverju, þá skal það upplýst hér og nú að það er hinn mesti misskilningur.
Við verðum að komast undan kúgun AGS og Icesave-ruglinu. Ennfremur verðum við að draga ESB-umsóknina til baka. ESB bíður eftir að geta innlimað Ísland undir sitt áhrifasvæði og farið með okkur eins og hverja aðra nýlendu, eins og Bretar, hollendingar og aðrar Evrópuþjóðir gerðu áður fyrr.
Það verður að fara að bjarga heimilunum, sem mörg hver eru komin á vonar völ og fyrirtækjum, sem því miður eru mörg hver komin á hliðina vegna aðgerðarleysis stjórnvalda.
Á Íslandi búa íslendingar og ráða sínum ráðum. Þannig á það að vera um ókomna tíð. Við eigum ekki að láta kúga okkur til eins eða neins.
Við þurfum heiðarlega og auðmjúka stjórnmálamenn, fólk sem er laust við allan hroka og stærilæti en talar við almenning eins og það sé að tala við fullorðið fólk. Talar við fólk en ekki niður til fólks.
Guð blessi Ísland.
13.4.2010 | 11:35
Auðmýkt er undanfari virðingar
Nú þegar margumrædd skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt kemur í ljós að enginn vill kannast við að hafa gert nokkuð rangt. Þetta kemur mér ekki á óvart þar sem þeir sömu og ættu að sjá eigin sök hafa fram að þessu ekki viljað kannast við eitt eða neitt. Þetta er mjög sorglegt þar sem ásakanir og ávirðingar munu ganga manna á milli út í hið óendanlega ef enginn tekur af skarið og játar sekt sína. Stjórnmálaöfl munu benda á andstæðinga sína um leið og þau afsaka sig sjálf, víkingarnir munu benda á stjórnvöld sem uppi voru á tíma hrunsins og kenna þeim um, almenningur mun horfa til víkinganna og stjórnvalda og kenna þeim um.
Það sem þarf að gerast til að sefa reiði og ólgu er að allir líti í eigin barm og skoði sinn eigin þátt í því hvernig fór. Almenningur, ég þar með talinn, naut að vissu leiti góðs af því hvernig umhorfs var í efnahagsmálum þjóðarinnar, þó svo það hafi snúist upp í andhverfu sína síðan þá, síðan eru það þeir sem voru persónur og leikendur í hinu stóra samhengi, allir verða að líta í eigin barm. Þeir sem voru að höndla með stjarnfræðilegar tölur í krónum talið verða, sjálfs síns vegna og þjóðarinnar vegna að viðurkenna þátt sinn í hinu óeðlilegu og brjálæðislegu athöfnum sem þeir ýmist tóku þátt í eða höfðu beinlínis með að gera, iðrast gerða sinna og biðja þjóðina afsökunar.
Þeir embættismenn og stjórnvöld sem áttu að fylgjast með því sem fram fór og uggðu ekki að sér, eða stjórnmálamenn er sáu ekki til þess að regluverk væru nægilega traust og skýr þurfa að viðurkenna vanmátt sinn og aðgerðarleysi gagnvart bönkunum.
Embættismenn, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem þáðu gjafir af ýmsu tagi úr hendi víkinganna þurfa að koma fram og gera grein fyrir þeim molum sem féllu af borðum víkinganna og féllu þeim í skaut.
Þeir sem sjá sök sína, iðrast gjörða sinna, játa misgjörðir sínar og biðjast fyrirgefningar, eiga sér uppreisnar von. En þeir sem neita að líta í eigin barm og herða hjarta sitt munu ekki eiga sjö dagana sæla, því að harðúð hjartans mun naga þá innan frá.
Þeir sem iðrast og játa misgjörðir sínar og yfirsjónir munu hljóta náð í augum Guðs og manna, en þeir sem með harðúð hjartans neita að viðurkenna sekt sína munu einangrast og eiga erfitt uppdrátta.
Iðrun og játning synda krefst auðmýktar.
Auðmýkt er undanfari virðingar.
Þurfum við ekki öll að auðmýkja okkur ? ? ?
19.3.2010 | 10:04
Hreinir snillingar
Ríkisstjórnin er nýbúin að ákveða að þeir sem lent hafa í verulegum vandræðu og geta ekki borgað skuldir sínar skuli fá niðurfellingu lána að einhverju leiti, en þó ekki meira en svo að það rétt svo geti haldið áfram að borga af umræddum lánum.
En viti menn, Steingrímur og co. sjá þar möguleika á að auka tekjur ríkisins, með því að skattleggja þetta sama fólk vegna þeirrar eftirgjafar skulda sem það getur ekki borgað af. Sem sagt það á að grafa djúpt ofan í tóma vasa "aumingjanna" til þess að koma örugglega í veg fyrir að þetta fólk geti rétt úr kútnum og lifað mannsæmandi lífi.
Hverjum öðrum en "Norrænu velferðarstjórninni" getur dottið slíkt snjallræði í hug ????
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2010 | 15:15
Ég er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði
Það verður seint sagt að Steingrímur J. Sigfússon núverandi fjármálaráðherra hafi ekki stundað kjaftæði allan sinn pólitíska feril. Að brigsla öðrum um kjaftæði er því komið úr hörðustu átt, ég held að stjórnmálamaðurinn Steingrímur ætti að líta í eigin barm og fara að snúa sér að því sem við köllum alvöru stjórnmál, þ.e. að stjórna í þeim tilgangi að koma hlutum í verk.
Þjóðfélagið er búið að bíða og bíða, og bíður enn eftir því að stjórnvöld komi með aðgerðir er gætu komið heimilum og fyrirtækjum að gagni.
Hvorki Steingrímur og flokkur hans Vinstri grænir né Jóhanna of flokkur hennar Samfylkingin geta varpað ábyrgðinni lengur á aðra, ábyrgðin á aðgerðarleysi þeirra er þeirra. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa sýnt það og sannað að þeir geta ekki stjórnað landinu. Þau hafa engin úrræði og engar lausnir hvorki fyrir fólk né fyrirtæki.
Það eina sem þessir flokkar berjast fyrir er Icesave og innganga í ESB. Já Vinstri grænir, þar með talinn Ásmundur Daði, bera fulla ábyrgð á aðildarumsókn að ESB og allan þann kostnað sem því fylgir.
Já, ég er orðinn þreyttur á öllu þessu kjaftæði, ég vil fara að sjá alvöru stjórnmálamenn sem taka málefni þjóðarinnar allrar alvarlega.
![]() |
Þreyttur á þessu kjaftæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar