Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Með sama áframhaldi verður samdráttarskeið mun lengra en 2,5 ár

Efnahagsbatanum seinkar að mati Seðlabanka Íslands samkvæmt Peningamálum sem bankinn gefur út.

Þetta kemur mér ekki á óvart, Seðlabankinn á þar stóran þátt í að tefja fyrir efnahagsbata.  Með því að halda stýrivöxtum himinháum hefur Seðlabankinn haldið verðbólgu hárri þvert á það sem SÍ vill telja mönnum í trú um.  Með hárri vaxtastefnu hefur SÍ drepið niður framkvæmdavilja og -getu margra fyrirtækja sem annars væru komin á fullt í framkvæmdum og ráðningu vinnuafls og þar með koma atvinnulífinu í gang á ný.

Með sama áframhaldi verður samdráttarskeiðið ekki 2,5 ár, heldur mun lengra.

 


mbl.is Samdráttur í 2,5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Samfylkingarinnar við sama heiðgarðshornið

Lækkun stýrivaxta enn á hraða snigilsins.  Þrátt fyrir að verðbólga, sem mældist milli mars og apríl framreiknuð til 12 mánaða, sé ekki nema 3% þá eru stýrivextir í okurvaxtarformi, eða 8,5%.

Hvergi á byggðu bóli, annarsstaðar en á Íslandi, eru slíkir okurvextir viðhafðir í boði stjórnvalda.

Samfylkingin er löngu búin að gleyma áróðursræðum Jóhönnu forsætisráðherra er hún hélt hér áður fyrr um það hvað þeir sem minna mega sín hafa það skítt og ríkið verði að sjá til þess að hagur þeirra sé réttur við.  Nú er allt slíkt tal grafið og gleymt á meðan ríkisstjórn þessarar sömu Jóhönnu grefur undan öryrkjum, ellilífeyrisþegum og öðrum þeim sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.

Hluti af þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gert til að koma efnahag þjóðarinnar í gang er að lækka vexti verulega eða niður í um 3%, það yrði til þess að fyrirtæki sæju sér hag í því að taka lán til framkvæmda og þar með auka atvinnustigið sem síðan hefði áhrif út frá sér og þannig koll af kolli.  Það kæmi öllum vel, ekki síður framangreindum hópum í þjóðfélaginu.

En Samfylkingar Seðlabankastjórinn er ekki sáttur við að launamál hans komust í hámæli og vill nú ekkert kannast við að hafa viljað halda fast í þá samninga sem hann gerði við Jóhönnu um fimm- til sexföld laun venjulegs verkamanns. 

Á maður svo að taka mark á þessu fólki, þ.e. Samfylkingarfólkinu ???  Ja, mér er spurn  !!!!

 


mbl.is Vextir lækka um 0,5 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan er 3% en ekki 8,3% ef gamlar reiknisaðferðir eru notaðar

Þegar notaðar eru þær aðferðir að framreikna verðbólguna, eins og gert var þegar verðbólgan var á uppleið, þá er verðbólgan nú 3%, en ekki 8,3%.

Við framreiknum verðbólgumælinguna milli mánaðanna mars til apríl yfir á tólfmánuði kemur þessi niðurstaða þ.e. 3% verðbólga.  En nú notast Hagstofan við mælingu er horfir aftur um tólf mánuði, þá er niðurstaðan 8,3% verðbólga.

Af hverju menn geta ekki notast við sömu reiknisaðferðir við mælingu á verðbólgu þegar hún er á niðurleið og þegar hún er á uppleið er ekki gott að segja, ekki nema til að hafa afsökun fyrir því að halda vöxtum í hæstu hæðum.

 


mbl.is Verðbólgan nú 8,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir margumrædda endurskoðun AGS, hefur krónan ekkert styrkst.

Í kjölfar "endurskoðunar" AGS á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands sagði Steingrímur fjármálaráðherra vonast til þess að nú tæki krónan að styrkjast.  Hið gagnstæði hefur átt sér stað.

Krónan hefur verið látin fylgja Evrunni eins og skugginn og þar af leiðandi hefur krónan veikst, því að Evran, sem átti að vera töfrum líkust, hefur verið að veikjast og allar líkur benda til þess að hún eigi eftir að veikjast enn meir.

Ástæða þess að við höfum komið betur út úr "endurskoðun" AGS en ráð var fyrir gert er sú staðreynd að við höfum ekki tekið á okkur Icesave-skuldbindingar né verið að fá marglofuð lán frá AGS.  Þar af leiðandi eru skuldir okkar mun lægri en gert var ráð fyrir og við höfum sparað okkur marga tugi milljarða í vaxtakostnað.  En um leið og ríkisstjórn Íslands gengur frá Icesave-skuldbindingum og tekur við lánum frá AGS og norðurlöndunum, lánum sem við þurfum ekki á að halda, þá mun skuldastaða okkar og kostnaður rjúka upp úr öllu valdi.

Af hverju þurfum við ekki á þessum lánum að halda ???  Jú, vegna þess að það er til fullt af peningum í bankakerfinu og lífeyrissjóðunum, peningar sem þurfa að komast í umferð, peningar sem bíða eftir að fara að vinna fyrir þjóðfélagið og eigendur sína.  Vandamálið eru háu vextirnir sem eru á þessum peningum, vextir sem stjórnast af ákvörðunum Seðlabankans þ.e. stýrivaxtaákvörðun SÍ.

AGS krefst þess að stýrivextirnir séu hafðir háir til þess að láta líta svo út fyrir að við séum í þörf fyrir "hjálp" þeirra og lánum frá þeim, þá yrði allt svo gott, en "hjálp" AGS eru sjónhverfingar einar.

Það er kominn tími til að ríkisstjórnin láti af blekkingum.  Stjórnarflokkarnir sem töluðu fjálglega um gagnsæi og hafa allt uppi á borðum þurfa að leggja af allt leynimakk, pukur, svik við þjóðina og undirlægju. 

Ef ríkisstjórnin heldur að með því að taka á sig Icesave-skuldbindingar, lán frá AGS og láta heimilin í landinu lönd og leið, að þá sé verið að bjarga einhverju, þá skal það upplýst hér og nú að það er hinn mesti misskilningur.

Við verðum að komast undan kúgun AGS og Icesave-ruglinu.  Ennfremur verðum við að draga ESB-umsóknina til baka.  ESB bíður eftir að geta innlimað Ísland undir sitt áhrifasvæði og farið með okkur eins og hverja aðra nýlendu, eins og Bretar, hollendingar og aðrar Evrópuþjóðir gerðu áður fyrr.

Það verður að fara að bjarga heimilunum, sem mörg hver eru komin á vonar völ og fyrirtækjum, sem því miður eru mörg hver komin á hliðina vegna aðgerðarleysis stjórnvalda.

Á Íslandi búa íslendingar og ráða sínum ráðum.  Þannig á það að vera um ókomna tíð.  Við eigum ekki að láta kúga okkur til eins eða neins.

Við þurfum heiðarlega og auðmjúka stjórnmálamenn, fólk sem er laust við allan hroka og stærilæti en talar við almenning eins og það sé að tala við fullorðið fólk.  Talar við fólk en ekki niður til fólks.

Guð blessi Ísland.

 


Auðmýkt er undanfari virðingar

Nú þegar margumrædd skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt kemur í ljós að enginn vill kannast við að hafa gert nokkuð rangt.  Þetta kemur mér ekki á óvart þar sem þeir sömu og ættu að sjá eigin sök hafa fram að þessu ekki viljað kannast við eitt eða neitt.  Þetta er mjög sorglegt þar sem ásakanir og ávirðingar munu ganga manna á milli út í hið óendanlega ef enginn tekur af skarið og játar sekt sína.  Stjórnmálaöfl munu benda á andstæðinga sína um leið og þau afsaka sig sjálf, víkingarnir munu benda á stjórnvöld sem uppi voru á tíma hrunsins og kenna þeim um, almenningur mun horfa til víkinganna og stjórnvalda og kenna þeim um.

Það sem þarf að gerast til að sefa reiði og ólgu er að allir líti í eigin barm og skoði sinn eigin þátt í því hvernig fór.  Almenningur, ég þar með talinn, naut að vissu leiti góðs af því hvernig umhorfs var í efnahagsmálum þjóðarinnar, þó svo það hafi snúist upp í andhverfu sína síðan þá, síðan eru það þeir sem voru persónur og leikendur í hinu stóra samhengi, allir verða að líta í eigin barm.  Þeir sem voru að höndla með stjarnfræðilegar tölur í krónum talið verða, sjálfs síns vegna og þjóðarinnar vegna að viðurkenna þátt sinn í hinu óeðlilegu og brjálæðislegu athöfnum sem þeir ýmist tóku þátt í eða höfðu beinlínis með að gera, iðrast gerða sinna og biðja þjóðina afsökunar. 

Þeir embættismenn og stjórnvöld sem áttu að fylgjast með því sem fram fór og uggðu ekki að sér, eða stjórnmálamenn er sáu ekki til þess að regluverk væru nægilega traust og skýr þurfa að viðurkenna vanmátt sinn og aðgerðarleysi gagnvart bönkunum.

Embættismenn, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem þáðu gjafir af ýmsu tagi úr hendi víkinganna þurfa að koma fram og gera grein fyrir þeim molum sem féllu af borðum víkinganna og féllu þeim í skaut.

Þeir sem sjá sök sína, iðrast gjörða sinna, játa misgjörðir sínar og biðjast fyrirgefningar, eiga sér uppreisnar von.  En þeir sem neita að líta í eigin barm og herða hjarta sitt munu ekki eiga sjö dagana sæla, því að harðúð hjartans mun naga þá innan frá.

Þeir sem iðrast og játa misgjörðir sínar og yfirsjónir munu hljóta náð í augum Guðs og manna, en þeir sem með harðúð hjartans neita að viðurkenna sekt sína munu einangrast og eiga erfitt uppdrátta.

Iðrun og játning synda krefst auðmýktar.  

Auðmýkt er undanfari virðingar.

Þurfum við ekki öll að auðmýkja okkur ? ? ?


Hreinir snillingar

Ríkisstjórnin er nýbúin að ákveða að þeir sem lent hafa í verulegum vandræðu og geta ekki borgað skuldir sínar skuli fá niðurfellingu lána að einhverju leiti, en þó ekki meira en svo að það rétt svo geti haldið áfram að borga af umræddum lánum. 

En viti menn, Steingrímur og co. sjá þar möguleika á að auka tekjur ríkisins, með því að skattleggja þetta sama fólk vegna þeirrar eftirgjafar skulda sem það getur ekki borgað af. Sem sagt það á að grafa djúpt ofan í tóma vasa "aumingjanna" til þess að koma örugglega í veg fyrir að þetta fólk geti rétt úr kútnum og lifað mannsæmandi lífi.

Hverjum öðrum en "Norrænu velferðarstjórninni" getur dottið slíkt snjallræði í hug ???? Crying

 


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði

Það verður seint sagt að Steingrímur J. Sigfússon núverandi fjármálaráðherra hafi ekki stundað kjaftæði allan sinn pólitíska feril.  Að brigsla öðrum um kjaftæði er því komið úr hörðustu átt, ég held að stjórnmálamaðurinn Steingrímur ætti að líta í eigin barm og fara að snúa sér að því sem við köllum alvöru stjórnmál, þ.e. að stjórna í þeim tilgangi að koma hlutum í verk.

Þjóðfélagið er búið að bíða og bíða, og bíður enn eftir því að stjórnvöld komi með aðgerðir er gætu komið heimilum og fyrirtækjum að gagni.

Hvorki Steingrímur og flokkur hans Vinstri grænir né Jóhanna of flokkur hennar Samfylkingin geta varpað ábyrgðinni lengur á aðra, ábyrgðin á aðgerðarleysi þeirra er þeirra.  Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa sýnt það og sannað að þeir geta ekki stjórnað landinu.  Þau hafa engin úrræði og engar lausnir hvorki fyrir fólk né fyrirtæki.

Það eina sem þessir flokkar berjast fyrir er Icesave og innganga í ESB.  Já Vinstri grænir, þar með talinn Ásmundur Daði, bera fulla ábyrgð á aðildarumsókn að ESB og allan þann kostnað sem því fylgir.

Já, ég er orðinn þreyttur á öllu þessu kjaftæði, ég vil fara að sjá alvöru stjórnmálamenn sem taka málefni þjóðarinnar allrar alvarlega.

 


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nefnilega það ! ! !

Skjaldborg Jóhönnu Sigurðardóttur er fundin.  

Eftir mikla leit og eftirgrennslan er skjaldborgin loks fundin. 

Talið var að hún hafi orðið úti, en svo var ekki, hún hafði komið sér vel fyrir í bönkunum. 

Skjaldborgin tók sig til við að bjarga bönkunum á kostnað heimila og fyrirtækja (þ.e. annarra en útrásarfyrirtækja), lifir hún (Skjaldborgin) góðu lífi í bönkunum þar sem ríkisstjórnin hefur séð um að fóðra hana á kostnað okkar hinna.


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin virðist ætla að viðhalda stjórnarkreppunni sem hófst haustið 2008 og varir enn

Útkoman í þjóðaratkvæðagreiðslunni segir, okkur svo ekki verði um villst, að þjóðin hefur hafnað þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Forustumönnum ríkisstjórnarinnar hefur ekki tekist að ná viðunandi samkomulagi við Breta og Hollendinga og þrátt fyrir allar þær yfirlýsingar og hótanir í garð þjóðarinnar þess efnis að ef ekki yrði farið eftir þeirra ráðleggingum þá færi allt í bál og brand og við yrðum ekki lengur hluti af alþjóða samfélaginu, þá hefur þjóðin nú lýst því yfir að hún treystir ráðamönnunum ekki lengur og því síður að þau Steingrímur og Jóhanna haldi áfram með þetta mjög svo viðkvæma mál. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki komið neinu í verk og má því með sanni segja að hér hafi verið viðloðandi stjórnarkreppa allan þann tíma sem þau hafa verið við völd.  Það má einnig segja að stjórnarkreppan hafi byrjað haustið 2008, þegar Samfylkingin hljópst undan merkjum. 

Hvað ætli Samfylkingin geri nú ?  Ábyrgð þeirra er mikil, en við vitum líka að Fylkingin sú arna er þekkt fyrir það að varpa ábyrgðinni á alla aðra, en fría sjálfa sig og nú þegar harðnar á dalnum hjá ríkisstjórninni munum við sjá í enn ríkara mæli vonbrigði Fylkingarinnar með VG og einkum Steingrím J. þar sem honum hefur ekki tekist að hafa taumhald á sínu fólki, mun Fylkingin því varpa allri ábyrgðinni á VG þegar ríkisstjórnin getur ekki lengur kennt fyrri stjórnvöldum um hvernig núverandi ríkisstjórn hefur klúðrað hverju málinu á fætur öðru. 

 


mbl.is Björn Valur: Gæti leitt til stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á morgun kjósum við um hagsmuni afkomenda okkar

Á morgun kjósum við um hagsmuni afkomenda okkar en ekki til að þóknast einhverjum flokkspólitískum duttlungum. 

Hagsmunir afkomenda minna eru mér meira virði en pólitík. 

Ég ætla að mæta á kjörstað afkomenda minna vegna.

Kosningarnar á morgun snúast ekki um að vera með einum stjórnmálaflokki og á móti öðrum, þær snúast um það hvort lífvænlegt verður á þessu landi eða ekki, hvort afkomendur okkar verða í fjötrum skuldaklafa um langa framtíð eður ei.

Það hlýtur að vera skilda hvers Íslendings að taka þátt í að móta þá afstöðu sem eru þjóðinni fyrir bestu.  Að sitja heima og gera ekki neitt er ekki kostur, heldur er það að gefa skít í þá sem eiga efir að byggja Ísland eftir okkar daga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 167799

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband