Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Samfylkingarinnar við sama heiðgarðshornið

Lækkun stýrivaxta enn á hraða snigilsins.  Þrátt fyrir að verðbólga, sem mældist milli mars og apríl framreiknuð til 12 mánaða, sé ekki nema 3% þá eru stýrivextir í okurvaxtarformi, eða 8,5%.

Hvergi á byggðu bóli, annarsstaðar en á Íslandi, eru slíkir okurvextir viðhafðir í boði stjórnvalda.

Samfylkingin er löngu búin að gleyma áróðursræðum Jóhönnu forsætisráðherra er hún hélt hér áður fyrr um það hvað þeir sem minna mega sín hafa það skítt og ríkið verði að sjá til þess að hagur þeirra sé réttur við.  Nú er allt slíkt tal grafið og gleymt á meðan ríkisstjórn þessarar sömu Jóhönnu grefur undan öryrkjum, ellilífeyrisþegum og öðrum þeim sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.

Hluti af þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gert til að koma efnahag þjóðarinnar í gang er að lækka vexti verulega eða niður í um 3%, það yrði til þess að fyrirtæki sæju sér hag í því að taka lán til framkvæmda og þar með auka atvinnustigið sem síðan hefði áhrif út frá sér og þannig koll af kolli.  Það kæmi öllum vel, ekki síður framangreindum hópum í þjóðfélaginu.

En Samfylkingar Seðlabankastjórinn er ekki sáttur við að launamál hans komust í hámæli og vill nú ekkert kannast við að hafa viljað halda fast í þá samninga sem hann gerði við Jóhönnu um fimm- til sexföld laun venjulegs verkamanns. 

Á maður svo að taka mark á þessu fólki, þ.e. Samfylkingarfólkinu ???  Ja, mér er spurn  !!!!

 


mbl.is Vextir lækka um 0,5 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 162181

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband