Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er "Samfylkingarmaðurinn" Árni Þór ekki í vitleysum flokki?

Aðlögunarferlið sem Íslandi er ætlað að fara í gegnum áður en ESB samþykkir aðgang okkar að sambandinu er ekkert annað en innlimun, hægt og bítandi.

Ætlar ríkisstjórnin og flokkar þeirra virkilega að ganga í gegnum þessa aðlögun áður en kosið verður um hvort við viljum þetta ferli eða ekki?

Hvað gerist svo þegar þjóð og þing fellir "samninginn" um inngöngu í ESB? verður aðlögunin látin ganga til baka?

Hvað með alla þá fjármuni sem ESB ætlar að láta í þetta ferli? verðum við ekki látin endurgreiða þessa fjóra milljarða sem þeir ætla að láta í aðlögunarferlið, auk þess sem við verðum búin að setja sjálf í þetta einn milljarð í það minnsta?  Ég hef ekki trú á því að þessir fjórir milljarðar verði bara gjöf til okkar, við verðum látin endurgreiða þá hvort sem við höfnum ESB-aðild eða ekki.

Þegar við höfum hafnað ESB-aðildinni og kastað á glæ 5 milljörðum og við síðan förum í það ferli að vinda ofan af þeirri vitleysu sem felst í aðlögunarferlinu, hvað mun það síðan kosta okkur?  Ekki geri ég ráð fyrir því að ESB muni setja svo mikið sem eina Evru í að koma hlutunum aftur í samt lag.

 


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlimunarferlið hafið í boði Vinstri grænna

Það ætti ekki að koma Ásmundi Einari, þingmanni VG, á óvart að innlimunarferlið í ESB skuli hafið.  Hann tók þátt í að koma því á með því að samþykkja landráðstillögu Samfylkingarinnar, þar sem þeir héldu að þeir gætu kíkt í pakkann áður en hann yrði afhentur.  Flestir aðrir vissu fyrir hvað í pakkanum var þar sem margar aðrar þjóðir hafa fengið nákvæmlega sama pakkann.  Það var ekki við því að búast að Samfylkingin hefði skilið það og fylkingin sú arna skilur það ekki enn, nema það sé tilætlaður ásetningur þeirra að fara með landráð geng íslensku þjóðinni.

 


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn er ekki öllum mjalla

Össur Skarphéðinsson veldur þjóð sinni meiri skaða en gagni.  Það er orðin brýn þörf á að hann hætti í "stjórnmálum", ef kalla má það stjórnmál það sem hann hefur verið að sinna undanfarið.  Mér sýnist hann öllu heldur hafa verið að sinna sínum eigin duttlungum s.s. að ferðast um heiminn og það á kostnað skattgreiðenda.

Ferðir hans um heiminn hafa verið mest til að blása sjálfan sig út fremur en að sinna erindum íslensku þjóðarinnar.

Össur eins og aðrir í ríkisstjórninni virðast ekki hafa borið hag almennings fyrir brjósti, fjármagnið hefur verið þeirra baráttu mál, þ.e. bankarnir og fjármagnseigendur.  Almenningur hefur verið settur skör lægra, peningar eru þeim meira virði.

Þannig er Norræna velferðarstjórnin í dag.

 


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðræður um aðildarumsókn Íslands að ESB þriðjudaginn 27.júlí ???

Hvernig er það, var Samfylkingin búin að skilgreina samningsmarkmiðin sem til stóð að gera fyrir ca. sjö árum síðan??? 

Hver eru samningsmarkmiðin??? Hvernig væri að leyfa almenningi á Íslandi vita hver þessi samningsmarkmið eru???

Eða var þetta bara enn eitt stóra platið hjá Samfylkingunni???  Þeirra samningsmarkmið virðist vera:  "EU allt" skítt með íslendinga.

 


mbl.is Ríkjaráðstefna Íslands og ESB á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn...

...leggur það til við Steingrím og Jóhönnu að þau pissi í skóinn sinn til að halda á sér hita, nú þegar andar köldu í þeirra garð af hálfu þjóðarinnar.

 


mbl.is Útilokar ekki skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónhverfingarnar halda áfram

Sjónarspil ríkisstjórnarinnar virðist engan enda ætla að taka.  Nú á blankur almenningurinn að taka upp tóma budduna og ráða til sín hóp iðnaðarmanna og fara út í framkvæmdir til þess að friðþægja fyrir aðgerðarleysi ríkisvaldsins.

Þessi blekkingarleikur verður að fara að taka enda.  Ef þeir sem í ríkisstjórn sitja eru ráðalaus, eins og þau augljóslega eru, á þetta fólk að segja af sér og hleypa öðrum að, ef ekki þjóðarinnar vegna þá sjálf sín vegna, því að skömm ráðherra og annarra stjórnarliða verður sífellt meiri eftir því sem á líður.

Ríkisstjórnin auðsjáanlega sér ekkert, veit ekkert og getur ekkert.  Það hlýtur að vera hægt að finna fólk til að taka við, einstaklingar sem geta gert betur.  Það er allavega ekki hægt að gera verr en þessi ríkisstjórn hefur gert.

 


mbl.is Hvatt til framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokknum bjargað frá því að verða örflokkur

Hefðu ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins náð sínu fram á landsfundi er ljóst að flokkurinn hefði stefnt í að verða örflokkur í kjölfarið. 

En nú hefur landsfundarmönnum tekist að forða flokknum frá því að verða örflokkur og vonandi þjóðinni allri frá því að verða Samfylkingunni og ESB-skrímslinu að bráð.

 


mbl.is Vilja draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að leita nýrra leiða ?

Með samstarfi sínu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur ríkisstjórn Íslands tekið að sér að gera almenning á Íslandi að þurfalingum.  Allsstaðar þar sem AGS kemur að með sínar "ráðleggingar" lendir almenningur í gildru fátæktar og eymdar.  Allar birgðar eru lagðar á almenning og þá einkanlega þá sem minna mega sín, svo þeir séu nú örugglega upp á náð stjórnvalda komnir.

Það sem heimurinn þarf að sjá, í stað aðkomu AGS, er "Jubilee" eða eins og það heitir á íslensku "náðarár". 

Hvað er það ???  Jú, það þýðir það að allar skuldir eru látnar niður falla, felldar niður, afskrifaðar.  Það á við skuldir þjóðríkja, fyrirtækja og ekki hvað síst einstaklinga.  Þannig hafa allir hreint borð, geta endurskipulagt sig og hafið eðlilegt líf.

Er sanngjarnt að allir fái slíka niðurfellingu ???  Nei, það er ekki sanngjarnt, en það getur reynst nauðsynlegt til þess að bjarga því sem bjargað verður.  Ef ekkert verður gert og öll birgði lögð á almenning, eins og nú er gert, mun það leiða til skelfilegra afleiðinga innan fárra ára sem við erum ekki enn farin að sjá hvað muni kosta heimsbyggðina.

Á sama tíma og "náðarárið" tæki gildi þurfa að vera til taks lög og reglur sem setja þjóðríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum skorður um hvernig þeir geti starfað, skuldsett sig og aðra. 

Heiðarleiki og sanngirni verður að vera leiðarljós okkar, en ekki græðgi, öfund eða hatur eins og viðgengist hefur um heimsbyggðina og ekki hvað síst í landi okkar.

Er ekki kominn tími til fyrir okkur sem þjóð að huga að gildismati okkar.  Það gildismat sem við höfum haft undanfarna áratugi hafa leitt okkur í öngstræti. 

Í Heilagri ritningu stendur skrifað, í Jeremía 6. kafla versi 16 "Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. ...".

Er það ekki einmitt það sem við þurfum í dag, að finna sálum okkar hvíld ???  Ekki gefur AGS okkur hvíld og ekki heldur stjórnmálamenn.  Það er aðeins einn sem getur veitt sálum okkar hvíld og þann frið sem við þurfum hið innra með okkur, það er sá sem skapaði okkur og þráir samfélag við okkur.  Við finnum friðinn í samfélagi okkar við Hann.

 


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggur spillingin í Samfylkingunni Lára V. Júlíusdóttir ?

Merkilegt er að fylgjast með vandræðagangi Samfylkingarinnar þessa dagana, eins og ávalt reyndar.  Með ólíkindum er að eftir háværar kröfur um að fyrrum bankastjórar Seðlabanka Íslands skildu reknir og einn maður ráðinn í þeirra stað að þá skuli Samfylkingin standa andspænis þjóðinni og kjósendum sínum og bera af sér sakir vegna launamála fyrrum meðlims í Fylkingunni sálugu, sem voru róttæk vinstri samtök er þóttust berjast fyrir réttlæti fyrir alla.  Nú hefur einn meðlimur Samfylkingarinnar, sem jafnframt er formaður bankaráðs SÍ, ákveðið að berjast fyrir "rétti" öreigans og róttæklingsins "fyrrverandi" svo hann geti haft margföld laun verkamanna á mánuði hverjum, en slíkt var eitur í beinum meðlima Fylkingarinnar áður fyrr.

Undarlegt var viðtal Kastljóssins við þennan mann nú í vikunni.  Var það viðtal hvorki bankastjóranum eða RUV til sóma, bæði viðbælandi og spyrjandi voru vandræðalegir, svo vægt sé til orða tekið.

Nú er svo komið að titringur er kominn í Samfylkinguna og keppast menn við að bera sakir af formanninum sem þó virðist vera líklegust til að hafa lofað öreiganum margföld mánaðarlaun venjulegs verkamanns.  Jafnvel þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir krefur nú flokkssystur sína Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs SÍ skýringa, en lætur þess jafnframt getið að hún skuli passa sig á því að benda ekki á Jóhönnu, því allir eigi að vera góðir við hana.

 


mbl.is Formaður bankaráðs krafinn svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glærurnar upp á myndvarpann og varpa upp á vegg svo allir megi sjá

Nú þarf Jóhanna forsætisráðherra að opna skúffuna á skrifborði sínu þar sem hún geymir glærurnar sínar, leggja þær á myndvarpann, kveikja á honum og stilla þannig að myndin birtist uppi á vegg svo allir geti séð.

Er það ekki gegnsæið sem hún talaði svo fjálglega um þegar hún var að afla sér atkvæða fyrir síðustu kosningar, nú er komið að efnum þeirra loforða.

Ef Jóhanna hefur ekki lofað Má, flokksbróður sínum og fyrrum meðlim í Fylkingunni sálugu, hærri launum en kjararáð vill láta hann hafa, þá þarf að upplýsa hver það var sem gaf slíkt loforð.  Ef Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands er bara að taka þetta upp hjá sjálfri sér, þá þarf hún að greina frá því og upplýsa þar með vanhæfi sitt til að sitja í því téða ráði og víkja.  Erlendis víkja menn fyrir minni sakir en þessar.

Ætli Jóhanna Sigurðardóttir að vera trúverðug í orðum og gjörðum þá verður hún að fara að standa við stóru orðin um gegnsæi og að allt skuli haft uppi á borðum.  En það má svo sem segja að það sé óþarfi, því trúverðugleiki hennar og stjórnar hennar er hvort sem er fokinn út í veður og vind.

 


mbl.is Segist engin loforð hafa gefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 167798

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband