Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.9.2010 | 13:44
Aðlögun eða aðildarviðræður ?
Þegar menn fara í samningaviðræður, um eitt eða annað, þá mæta menn í slíkar viðræður með það að leiðarljósi að þeir gætu þurft að gefa eitthvað eftir af óskum sínum eða kröfum. Jú, það er eðli samningaviðræðna að menn komist að sameiginlegri niðurstöðu, niðurstöðu sem er báðum eða öllum aðilum samningaviðræðna að skapi.
Nú ber svo við að ríkisstjórn Íslands sendi flokk manna á fund Evrópusambandsins suður í Brussel til að semja um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB.
Það vill nú þannig til að þarna eru ekki um hefðbundnar samningaviðræður að ræða heldur snúast viðræðurnar um það hversu hratt eða hægt Ísland gangi inn í sambandið.
Málið er einfaldlega þannig að ESB gefur ekkert eftir af sínum kröfum, en íslendingar þurfa að gefa allt eftir í hendur ESB, spurningin er bara sú hversu hratt það muni gerast. Gerist það á einu ári, fimm árum eða tíu árum að við þurfum að láta ESB allt í té ???
Hið sorglega er að ESB-sinnar loka augunum fyrir þeirri staðreynd að við verðum að fórna öllu, ESB fórnar ekki neinu. Í ESB þá er það sambandið sem ræður öllu því sem það vill ráða yfir, án tillits til vilja annarra. Það er eins og einhverri blindu hefur verið slegið á augu ESB-sinna, þeir virðast ekki sjá sannleikann í málinu. Bæn mín og ósk er sú að augu þeirra megi opnast.
Eiginlegar samningaviðræður ríkisstjórnar Íslands við ESB eru ekki í gangi, þetta snýst bara um aðlögun. Ef um samningaviðræður væri að ræða þá hefði ESB eitthvað að gefa eftir með, láta af hendi, en við vitum það öll að svo er ekki.
Þess vegna segi ég:
ÁFRAM ÍSLAND EKKERT ESB og
ÁFRAM ÍSLAND EKKERT ICESAVE
26.8.2010 | 22:11
Ögmundur mun telja það einn stórann misskilning þegar Samfylkingin verður búin að troða okkur inn í ESB
Ögmundur telur að allir séu að segja satt jafnvel þó svo að talað sé í sitt hvora áttina. Jón Bjarnason segir eitt en Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon segja annað.
Orð Jóns Bjarnasonar um að við séum komin í aðlögunarferli stemmir við það sem fram kom fyrir nokkrum vikum síðan, þegar talað var um það að nú ætti slíkt ferli að hefjast. Til hvers ætti ESB annars að vera að setja 4 milljarða króna til að fjármagna slíkt ferli ef það er ekki hafið eða sé í þann mund að hefjast?
Ég er hræddur um að Ögmundur muni líta á það sem einn stórann misskilning þegar Samfylkingin verður búin að teyma okkur inn í ESB og það áður en þjóðin fær nokkuð um það að segja. Það er deginum ljósara að það er ásetningur Fylkingarinnar.
![]() |
Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2010 | 13:54
Ég er hræddur um að Steingrímur misskilji þetta vitlaust
Nei Steingrímur, við erum ekki að misskilja neitt, þjóðin sér í gegnum blekkingarvefinn. Þú ættir að rifja upp kosningaloforðin sem þú og þitt fólk gaf fyrir síðustu kosningar, því að nú styttist óðum í nýjar kosningar. Þá verða fyrri loforð rifjuð upp og menn munu vega og meta ný loforð út frá þeim gömlu og efndir þeirra.
![]() |
Telur að um misskilning sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2010 | 09:45
Er "Samfylkingarmaðurinn" Árni Þór ekki í vitleysum flokki?
Aðlögunarferlið sem Íslandi er ætlað að fara í gegnum áður en ESB samþykkir aðgang okkar að sambandinu er ekkert annað en innlimun, hægt og bítandi.
Ætlar ríkisstjórnin og flokkar þeirra virkilega að ganga í gegnum þessa aðlögun áður en kosið verður um hvort við viljum þetta ferli eða ekki?
Hvað gerist svo þegar þjóð og þing fellir "samninginn" um inngöngu í ESB? verður aðlögunin látin ganga til baka?
Hvað með alla þá fjármuni sem ESB ætlar að láta í þetta ferli? verðum við ekki látin endurgreiða þessa fjóra milljarða sem þeir ætla að láta í aðlögunarferlið, auk þess sem við verðum búin að setja sjálf í þetta einn milljarð í það minnsta? Ég hef ekki trú á því að þessir fjórir milljarðar verði bara gjöf til okkar, við verðum látin endurgreiða þá hvort sem við höfnum ESB-aðild eða ekki.
Þegar við höfum hafnað ESB-aðildinni og kastað á glæ 5 milljörðum og við síðan förum í það ferli að vinda ofan af þeirri vitleysu sem felst í aðlögunarferlinu, hvað mun það síðan kosta okkur? Ekki geri ég ráð fyrir því að ESB muni setja svo mikið sem eina Evru í að koma hlutunum aftur í samt lag.
![]() |
Verri kostur að hætta núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2010 | 09:44
Innlimunarferlið hafið í boði Vinstri grænna
Það ætti ekki að koma Ásmundi Einari, þingmanni VG, á óvart að innlimunarferlið í ESB skuli hafið. Hann tók þátt í að koma því á með því að samþykkja landráðstillögu Samfylkingarinnar, þar sem þeir héldu að þeir gætu kíkt í pakkann áður en hann yrði afhentur. Flestir aðrir vissu fyrir hvað í pakkanum var þar sem margar aðrar þjóðir hafa fengið nákvæmlega sama pakkann. Það var ekki við því að búast að Samfylkingin hefði skilið það og fylkingin sú arna skilur það ekki enn, nema það sé tilætlaður ásetningur þeirra að fara með landráð geng íslensku þjóðinni.
![]() |
Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2010 | 14:26
Maðurinn er ekki öllum mjalla
Össur Skarphéðinsson veldur þjóð sinni meiri skaða en gagni. Það er orðin brýn þörf á að hann hætti í "stjórnmálum", ef kalla má það stjórnmál það sem hann hefur verið að sinna undanfarið. Mér sýnist hann öllu heldur hafa verið að sinna sínum eigin duttlungum s.s. að ferðast um heiminn og það á kostnað skattgreiðenda.
Ferðir hans um heiminn hafa verið mest til að blása sjálfan sig út fremur en að sinna erindum íslensku þjóðarinnar.
Össur eins og aðrir í ríkisstjórninni virðast ekki hafa borið hag almennings fyrir brjósti, fjármagnið hefur verið þeirra baráttu mál, þ.e. bankarnir og fjármagnseigendur. Almenningur hefur verið settur skör lægra, peningar eru þeim meira virði.
Þannig er Norræna velferðarstjórnin í dag.
![]() |
Aukinn stuðningur við aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2010 | 15:27
Viðræður um aðildarumsókn Íslands að ESB þriðjudaginn 27.júlí ???
Hvernig er það, var Samfylkingin búin að skilgreina samningsmarkmiðin sem til stóð að gera fyrir ca. sjö árum síðan???
Hver eru samningsmarkmiðin??? Hvernig væri að leyfa almenningi á Íslandi vita hver þessi samningsmarkmið eru???
Eða var þetta bara enn eitt stóra platið hjá Samfylkingunni??? Þeirra samningsmarkmið virðist vera: "EU allt" skítt með íslendinga.
![]() |
Ríkjaráðstefna Íslands og ESB á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 12:17
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn...
...leggur það til við Steingrím og Jóhönnu að þau pissi í skóinn sinn til að halda á sér hita, nú þegar andar köldu í þeirra garð af hálfu þjóðarinnar.
![]() |
Útilokar ekki skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2010 | 10:36
Sjónhverfingarnar halda áfram
Sjónarspil ríkisstjórnarinnar virðist engan enda ætla að taka. Nú á blankur almenningurinn að taka upp tóma budduna og ráða til sín hóp iðnaðarmanna og fara út í framkvæmdir til þess að friðþægja fyrir aðgerðarleysi ríkisvaldsins.
Þessi blekkingarleikur verður að fara að taka enda. Ef þeir sem í ríkisstjórn sitja eru ráðalaus, eins og þau augljóslega eru, á þetta fólk að segja af sér og hleypa öðrum að, ef ekki þjóðarinnar vegna þá sjálf sín vegna, því að skömm ráðherra og annarra stjórnarliða verður sífellt meiri eftir því sem á líður.
Ríkisstjórnin auðsjáanlega sér ekkert, veit ekkert og getur ekkert. Það hlýtur að vera hægt að finna fólk til að taka við, einstaklingar sem geta gert betur. Það er allavega ekki hægt að gera verr en þessi ríkisstjórn hefur gert.
![]() |
Hvatt til framkvæmda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 23:52
Sjálfstæðisflokknum bjargað frá því að verða örflokkur
Hefðu ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins náð sínu fram á landsfundi er ljóst að flokkurinn hefði stefnt í að verða örflokkur í kjölfarið.
En nú hefur landsfundarmönnum tekist að forða flokknum frá því að verða örflokkur og vonandi þjóðinni allri frá því að verða Samfylkingunni og ESB-skrímslinu að bráð.
![]() |
Vilja draga umsókn til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar