Er ekki kominn tími til að leita nýrra leiða ?

Með samstarfi sínu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur ríkisstjórn Íslands tekið að sér að gera almenning á Íslandi að þurfalingum.  Allsstaðar þar sem AGS kemur að með sínar "ráðleggingar" lendir almenningur í gildru fátæktar og eymdar.  Allar birgðar eru lagðar á almenning og þá einkanlega þá sem minna mega sín, svo þeir séu nú örugglega upp á náð stjórnvalda komnir.

Það sem heimurinn þarf að sjá, í stað aðkomu AGS, er "Jubilee" eða eins og það heitir á íslensku "náðarár". 

Hvað er það ???  Jú, það þýðir það að allar skuldir eru látnar niður falla, felldar niður, afskrifaðar.  Það á við skuldir þjóðríkja, fyrirtækja og ekki hvað síst einstaklinga.  Þannig hafa allir hreint borð, geta endurskipulagt sig og hafið eðlilegt líf.

Er sanngjarnt að allir fái slíka niðurfellingu ???  Nei, það er ekki sanngjarnt, en það getur reynst nauðsynlegt til þess að bjarga því sem bjargað verður.  Ef ekkert verður gert og öll birgði lögð á almenning, eins og nú er gert, mun það leiða til skelfilegra afleiðinga innan fárra ára sem við erum ekki enn farin að sjá hvað muni kosta heimsbyggðina.

Á sama tíma og "náðarárið" tæki gildi þurfa að vera til taks lög og reglur sem setja þjóðríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum skorður um hvernig þeir geti starfað, skuldsett sig og aðra. 

Heiðarleiki og sanngirni verður að vera leiðarljós okkar, en ekki græðgi, öfund eða hatur eins og viðgengist hefur um heimsbyggðina og ekki hvað síst í landi okkar.

Er ekki kominn tími til fyrir okkur sem þjóð að huga að gildismati okkar.  Það gildismat sem við höfum haft undanfarna áratugi hafa leitt okkur í öngstræti. 

Í Heilagri ritningu stendur skrifað, í Jeremía 6. kafla versi 16 "Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. ...".

Er það ekki einmitt það sem við þurfum í dag, að finna sálum okkar hvíld ???  Ekki gefur AGS okkur hvíld og ekki heldur stjórnmálamenn.  Það er aðeins einn sem getur veitt sálum okkar hvíld og þann frið sem við þurfum hið innra með okkur, það er sá sem skapaði okkur og þráir samfélag við okkur.  Við finnum friðinn í samfélagi okkar við Hann.

 


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Amen bróðir. 

þegar hjörtu okkar fjarlægast einlægu sambandi okkar við Drottinn, læðast inn gildi sem í nafni framfara, "betri skilnings" og "upplýstra einstaklinga", eiga að færa okkur meiri hamingju og þroska í þennan heim... en auðvitað gerist það ekki ef hjörtu okkar eru fráhverf Drottni.

Nemum staðar og spyrjum ekki samfélagið um hvert skal halda, heldur spyrjum Drottinn.  Hann veit best.

Brosveitan - Pétur Reynisson, 28.5.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ertu að gagnrýna stjórnvöld vanþakkláti maður -

Þú ert ekki góður maður - Það getur bara ekki verið.

Sko - stjórnin ha -? húner að hérna gera allt mögulegt ha? Laga alla hluti sko -

það á bara eftir að finna hlutina sem hún er búin að laga - svo hættu að stríða fólkinu - skammastu þvín og nagaðu neglurnar - það er frítt - ennþá. Er það ekki annars? Veit þetta einhver? Hjálp.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 162077

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband