Er krónan óvinur okkar launamanna??????

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir íslensku krónuna óvin launafólks.  Væri ekki rétt af verkalýðsleiðtoganum að kæra krónuna og fá lögbann á hana eða láta loka hana inni eins og hvern annan glæpamann?

Sigurður, eins og fleiri verkalýðsleiðtogar, vill sennilega taka upp Evruna, sem er í dauðateygjunum.

Mér er spurn, hvað hefur krónan gert okkur????? hvaða afstöðu hefur krónan tekið til Íslensku þjóðarinnar??? eða hvaða afstöðu hefur krónan til annarra gjaldmiðla????  hver er afstaða krónunnar til launafólks á Íslandi??????

Það mætti halda á tali ýmissa "spekinga" í gjaldeyrismálum að þeir haldi að krónan hafi sjálfstæðan vilja og sjálfstæða skoðun, að aðgerðir hennar hafi komið þjóðinni inn í kreppuna sem við höfum verið að upplifa.

Hvernig væri að Sigurður Bessason ásamt Gylfa Arnbjörnssyni tækju sig saman og færu t.d. til Grikklands og Spánar, ræddu við þarlenda verkalýðsleiðtoga og spyrðu þá hvernig Evran hafi farið að því að bjarga þeim og hvernig Evran hefur hjálpað þeim út úr gjaldmiðilskrísunni og frá vonlausum stjórnmála- og bankamönnum.  Það yrði fróðlegt að vita hvað kæmi út úr slíkum leiðangri.  Ég er viss um að það yrði mikil hjálp fyrir almennt launafólk á Íslandi að sjá hvernig Evran hefur bjargað atvinnulífinu í þessum löngum.

 


mbl.is Krónan óvinur launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allavega alveg ljóst að húsnæðislán hjá almenningi á Spáni og grikklandi hafa ekki stökkbreyst eins og hér og gjaldmiðilinn þeirra hefur haldið verðgildi sínu.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það má vel vera Helgi, en hversu mikið hafa ráðstöfunartekjur þeirra minkað??  Hér vill almenningur að vísitalan verði tekin út, en verkalýðsforustan ásamt stjórnmálamönnum og fjármálageiranum má ekki heyra á það minnst.  Þarna liggur hluti af vandanum, en ekki í krónunni sem slíkri.

Ef það væri ekki fyrir Evru væri atvinnuleysi á Spáni ekki yfir 20% eins og það er í dag, það væri sennilega vel undir 10% markinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Góð og þörf grein hjá þér Tómas. Það ætti að senda þessa ASÍ Elítu alla saman til þessara hrjáðu landa ESB og kynna sér þar kjör almennings og hvað EVRAN og ESB hafa gert fyrir þau.

Meira að segja helstu Verkalýðsforkólfar Evrópska verkalýðsfélaga ganga nú hart fram í því að mótmæla stefnu ESB sem sé einungis í því fólginn að skerða kjör almennings en standa vörð um banka og brasksjóðina. Þeir hafa ekkert tekið eftir þeir ASÍ jólasveinarnir og ESB/EVRU aftaníossarnir eins og Gylfi Arnbjörns, Guðmundur í Rafmagninu og þessi Sigurður Bessa.

@ Helgi Rúnar Jónsson. Þá get ég alveg sagt þér frá því hvernig þetta er hér í ESB/EVRU ríkinu Spáni. Hér er atvinnulífið helfrosið og allt í kalda koli. Atvinnuleysi er búið að vera lengi viðvarandi yfir 20% en hefur sífellt verið að smá hækka og er nú að nálgast 25% á landsvísu. Það er hátt í 50% hjá ungu fólki.

Húsnæðisverð almenns launafólks herfur hrunið um helming og á sumum svæðum meira. Þannig að margir hafa misst húsnæði sitt þar sem það er yfirveðsett um allt að helming og erfitt að greiða laun af atvinnuleysisbbótum og lækkandi launum og kaupmætti þeirra sem þó enn hafa vinnu.

Skattar og opinber gjöld hafa verið stórhækkuð.

Almenn laun á hinum frjálsa vinnumarkaði hafa stórlækkað.

Laun hjá hinu opinbera hafa tvívegis verið lækkuð stórt á undanförnu einu ári.

Allar bætur atvinnuleysis- og örorkubætur og eftirlaun hafa verið skornar niður og tíminn sem hægt er að vera á bótum breytt og hann styttur, allt til þess að minnka útgjöld hinns opinbera.

Almenn fátækt og vesöld er nú vel sjáanleg með berum augum hér á götum víðs vegar á Spáni. Betl og vændi og rán og gripdeildir hefur stórfjölgað.

Auk þessara miklu kjara- og kaupmáttarskerðinga þyrfti sjálfssagt að koma til ca 40% gengisfelling til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang og til að slá á þetta hroðalega mikla og langvarandi atvinnuleysi.

En það geta ráðalaus stjórnvöld Spánar ekki gert ekki einu sinni í áföngum, vegna þess að þeir og efnahagur þeirra eru fangar ónýts gjasldmiðils sem stjórnað er af ECB bankanum og fjarlægri Valdaklíku frá Brussel og Berlín.

Ég er hræddur um að þeir Yfirjólasveinar ASÍ Elítunnar á Íslandi myndu alls ekki vilja skipta á þessu ástandi og ástandinu heima þar sem er meira að segja búinn að vera 3,7% kaupmáttaraukning undanfarna 9 mánuði, sem er víst met í Evrópu.

Gunnlaugur I., 12.12.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta innlegg Gunnlaugur, það er þarft að fá upplýsingar sem þessar upp á yfirborðið fyrir þá sem ekki vita og/eða loka augum fyrir sannleikanum um EVRUna. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2011 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 350
  • Frá upphafi: 162092

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband