Færsluflokkur: Trúmál
5.5.2017 | 10:23
Er eitthvað til eftir þetta líf? er himnaríki til? hvað bíður okkar eftir að þessu lífi líkur?
Colton Burpo var fjögurra ára er hann næstum lést eftir að botnlangi hans sprakk. Colton upplifði að yfirgefa líkama sinn og sitja í fanginu á Jesú. Það sem vekur hvað mesta furðu við sögu hans er sú staðreynd að hann gat sagt frá hlutum sem hann hafði aldrei heyrt um áður og séð hluti sem hann ætti ekki getað hafa séð.
Colton sá systur sína á himnum, en móðir hans hafði misst fóstur áður en hann fæddist. Foreldrar hans höfðu aldrei sagt honum frá því að móðir hans hafi misst fóstur og reyndar vissu þau ekki hvort kynið það var þar sem það gerðist svo snemma á meðgöngunni.
Himininn er raunverulegur staður, "Heven if for real" er bók sem fjallar um þennan atburð, bók sem ég á og hef lesið. Fyrsti hluti myndbandsins hér fyrir neðan er brot úr samtali við Burpo fjölskylduna þar sem komið er inná þessa atburði.
Það sem ég vildi leggja áherslu á er systirin á himnum. Margir, jafnvel læknar, segja að fóstur snemma á meðgöngu sé ekkert nema einhverjar frumur, en saga Coltons segir okkur að um einstakling, persónu, er að ræða.
Hvað varðar líf eftir dauðann, þá sagði Jesús: "Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja". Jóhannes 11;25-26.
Ég hvet þig til að horfa á myndbandið og hlusta á það sem þar kemur fram.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.10.2012 | 01:06
Mesti og besti tenór sem ég hef nokkru sinni heyrt, John Starnes
Í bréfi Páls postula til Títusar 3.kaflanum 1.-7. vers stendur eftirfarandi:
1Minn þá á að vera undirgefnir höfðingjum og yfirvöldum, hlýðnir og reiðubúnir til sérhvers góðs verks, 2lastmæla engum, vera ódeilugjarnir, sanngjarnir og sýna hvers konar hógværð við alla menn. 3Því að þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Vér ólum aldur vorn í illsku og öfund, vorum andstyggilegir, hötuðum hver annan. 4En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, 5þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja. 6Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, 7til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.
Á okkar dögum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að Kristnir menn og konur geri köllun sína og útvalningu vissa. Að þekkja Guð okkar og stunda persónulegt samfélag við Hann.
Margir hafa gert það að köllun sinni að gera lítið úr kristindóminum og okkur sem játum trú okkar á Jesú Krist.
Eitt af því sem uppörfar trú mína, fyrir utan það að lesa Guðs Orð, Biblíuna, er lofgjörð. Að lofa Drottinn okkar og frelsara, að upphefja Hann og vegsama lyftir mér upp, uppörfar mig og hvetur í göngu minni með Drottni.
Hér fyrir neðan hef ég sett nokkrar upptökur þar sem Guð er lofaður. Söngvarinn í öllum tilfellum er John Starnes. John er mesti og besti tenór sem ég hef nokkru sinni heyrt, hann er einstakur og flutningur hans frábær.
Að sjálfsögðu eru margir fleiri góðir söngvarar sem upphefja nafn Drottins og gott er að lofa Guð með þeim í söng, en mig langaði að kynna John Starnes fyrir ykkur og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á góðri tónlist og elska það að lofa Drottinn að hlusta og syngja með.
Fyrsta lagið með John er: The Lighthouse
Annað lagið:
Love Grew Where The Blood Fell
HE CAME TO ME
Alleluia To The Lamb
Rise And Be Healed
Jesus, There's Something About That Name
WHISPER JESUS
"Win the lost"
The Holy City
Holy, Holy, Holy
Prayer Medley
I Ask The Lord
Það er bæn mín að þessi myndbönd hafi blessað, uppörfað og styrkt þá sem trúa og orðið til þess að þeir sem ekki hafa trúað megi hafa fundið blessun og nálgast Drottinn í gegnum söng og texta John Starnes.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 22:05
Ef þjóðin hefur týnt kirkjunni, hverju hefur þá kirkjan týnt???
Það mætti umorða spurningu Vígslubiskups Sr.Kristjáns Vals Ingólfssonar og spyrja, hefur kirkjan týnt grunni sínum og boðskap???
Hvar er boðskapur iðrunar og afturhvarfs í kirkjunni??? hvar er boðskapurinn um að játa syndir sínar og snúa frá þeim, í stað þess að samþykkja alla hegðun í nafni umburðarlindis??? hvar er boðskapur Jesú, Hans sem fagnaðarerindið snýst um, um að lifa í Honum er Hann segir "verið í mér þá verð ég í yður"???
Jú, Jesús boðaði umburðarlyndi, Hann sjálfur var umburðarlyndur, Hann sagði í Jóhannes 3:16-17 "16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. 18Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. 21En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð."
Hann sagði jafnframt í Jóhannes 8:11 "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."
Fagnaðarerindið er ekki kirkjan, en fagnaðarerindið á að vera boðskapur kirkjunnar. Hvað er þá fagnaðarerindið??? Það er að boða Jesú Krist krossfestan og upprisinn frelsara syndugra manna. Róm 3:23-24 "23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, 24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú".
Við þurfum öll á Frelsaranum að halda, við réttlætumst ekki af verkum okkar eða kirkjunni sem við tilheyrum, heldur fyrir trú okkar á Jesú Krist og samfélag okkar við Hann, en kirkjan á að vera sá staður þar sem Guðs fólk kemur saman til að tilbiðja Hann. Auk þess getum við tilbeðið Hann heima hjá okkur og raunar hvar sem er.
Ég vil hvetja kirkjunnar þjóna til að íhuga vel hverjum kirkjan á að þjóna, á hún að þjóna sjálfri sér??? eða á hún að þjóna skaparanum, frelsaranum og Orði Hans???
Vígslubiskup spyr hvort þjóðin sé að týna kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kamal Saleem, fyrrum íslamskur hryðjuverkamaður, opinberar myrkraverk hryðjuverkasamtaka Allah og þar á meðal Yasser Arafat. Kamal fór til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að undirbúa hryðjuverk, en þar mætti hann Jesú Kristi og líf hans umbreyttist algjörlega.
Kamal segir hér sögu sína í stuttu máli og saga hans kennir okkur margt um íslam, en ekki síst um kærleika Hins Almáttuga Guðs skapara himins og jarðar og hjálpræðisverks Jesú Krists, hvernig Hann getur umbreytt fólki.
Ef Drottinn Guð getur umbreytt hryðjuverkamanni, morðingja, glæpamanni af verstu gerð, þá getur Hann mætt þér og umbreytt þínu lífi.
Í seinna myndbandinu segir Kamal stuttlega frá því þegar Jesús birtist honum.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2012 | 23:03
Alla brást á ögurstundu, en þá kom Jesús inn í líf hans og breytti öllu
Kamal fæddist í Líbanon og ólst þar upp sem múslími.
Móðir hans sagði honum þegar hann var enn lítill drengur að hann myndi deyja píslavættisdauða fyrir Alla.
Kamal var sendur, meðan hann enn var lítill, í þjálfunarbúðir, til að undirbúa hann fyrir verkefnið sem Alla ætlaði honum.
Hlutirnir fóru á annan veg en hann og móðir hans ætluðu.
Veljið vefslóðina hér fyrir neðan og hlustið á hans eigin vitnisburð.
http://www.youtube.com/watch?v=Eq4v98bAez4&feature=related
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 22:26
Þorskur, makríll og lax, mokveiði hvert sem litið er
Ég veit um kristið fólk sem hefur verið að biðja til Drottins Guðs, þess Guðs sem við syngjum um í þjóðsöngnum okkar, um blessun yfir landbúnað, alla ræktun, fiskinn í sjónum og fiskinn í ám og vötnum landsins. Nú sjáum við hvernig askan sem kom úr Eyjafjallajökli hefur verið eins og áburður fyrir jarðveginn víða, mikil fiskgengd í hafinu s.s. mikið um þorsk og makríl og eins eru árnar fullar af stórum og góðum laxi. Við þurfum ekki að líta nema ár aftur í tímann og jafnvel í vor að menn voru að tala um að sleppa yrði öllum stórum laxi því það væri orðið svo lítið um stóran lax, nú heyrir maður af mikilli fiskgengd í ánum og mikið af stórum laxi.
Í Orðskviðum Salómons 10.kafla og versi 22 stendur ritað: "Blessun Drottins, hún auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana."
Það er heila málið, við þurfum að líta til blessana Drottins og það gerum við með því að biðja til Hans og knýja á um að Hann blessi land okkar og þjóð, ekki veitir af.
Jesús segir í Matteusarguðspjalli 11.kafla vers 28-30 "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."
Auðmýkjum okkur undir Guðs voldugu hönd, þá mun Hann blessa okkur og mæta. Biðjum fyrir þjóð okkar, stjórnvöldum, alþingismönnum, embættismönnum, dómskerfinu, fjármálakerfinu og atvinnuvegunum. Knýjum á dyr himnanna og Drottinn um heyra og Hann mun svara beiðni okkar er við komum fram fyrir Hann í einlægni með auðmjúk hjörtu laus við stolt og hroka.
Þorskur mokveiddur við bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 22:18
Frábær samkoma í Fíladelfíu
Ég mætti á tvær af þrem samkomum í Fíladelfíu í dag. Sú fyrri var kl. 11:00 í morgun, var þar um fjölskyldu og barnasamkomu að ræða, þetta var mjög góð samkoma, þar sem börnin fengu að taka þátt. Kl. 13:00 var útlendingasamkoma, undir stjórn útlendingakirkjunnar í Fíladelfíu, en þessar samkomur fara fram á ensku og eru þær sérstakleg hafðar í huga fyrir útlendinga, þó einkum þá sem tala eða skilja ensku.
Seinni samkoman sem ég fór á í dag var almenn lofgjörðarsamkoma þar sem Guðs orð var predikað. Hópur samkynhneigðra hafði boðað komu sína á þessa samkomu og verð ég að segja að ég ásamt fleirrum söknuðum þeirra, alla vega varð ég ekki mikið var við þá. Þetta var alveg frábær samkoma, mikill söngur þar sem allir/flestir sungu með af krafti og í lokin var Guðs orð haft um hönd og fórst predikaranum það mjög vel úr hendi, hann lagði út frá því sem stendur í Jóhannesarguðspjalli 4.kafla frá 1.versi til og með 30.versi. Aðal inntakið í ræðunni fjallaði um það að Jesús hefur áhuga á sérhverri persónu og vill mæta hverjum og einum persónulega á því sviði og þar sem hver og einn er staddur á sinni persónulegu lífsgöngu. Að Guð elskar alla menn jafnt og fer ekki í manngreinarálit. Hann elskar þig eins og þú ert, þú þarft ekki að breyta þér til að komast til Drottins, því Hann elskar þig og hefur áhuga á þér.
Vil ég hvetja samkynhneigða sem og alla aðra að koma á samkomur, hvort heldur hjá Fíladelfíu eða öðrum kirkjum og samfélögum, því að Guð elskar þig. Ég veit fyrir víst að allir eru velkomnir í Fíladelfíu og aðra Hvítasunnusöfnuði.
Þannig er boðskapur fagnaðarerindisins og megin inntak þess, Jesús elskar þig.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.7.2009 | 13:23
Í minningu Halldórs S. Gröndal
Þar fór mikill trúmaður og mannvinur, maður sem átti einlæga trú á Drottinn Jesú Krist og var sannur lærisveinn Hans.
Halldór S. Gröndal var í mínum huga einhver sá einlægasti trúmaður og prestur innan Þjóðkirkjunnar sem ég hef nokkru sinni kynnst.
Halldór var trúr boðskap Heilagrar ritningar, Biblíunnar og boðaði Orð Guðs af einlægni og af miklum sannfæringarkrafti. Halldór hafði sjálfur upplifað afturhvarf til Drottins og átti lifandi trú sem birtist í allri hans veru, í orði og í verki. Halldór lagði allt sitt í þær athafnir sem hann tók að sér. Er mér sérstaklega minnistætt, er hann gaf okkur hjónin saman 8.september 1979, hvernig hann af allri sinni einlægni gaf allt í athöfnina svo hún mætti vera okkur sem heilögust og minnisstæðust.
Eftirlifandi eiginkonu Halldórs, Ingveldi Lúðvígsdóttur Gröndal og börnum þeirra votta ég samúð mína.
Drottinn Blessi minningu Halldórs S. Gröndal.
Andlát: Halldór S. Gröndal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 00:25
Dalai Lama í Hallgrímskirkju
Hefur Dalai Lama tekið Kristna trú ? eða hefur Þjóðkirkjan snúist og tekið upp Búdda trú ?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 165626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar