Færsluflokkur: Trúmál

Þorskur, makríll og lax, mokveiði hvert sem litið er

Ég veit um kristið fólk sem hefur verið að biðja til Drottins Guðs, þess Guðs sem við syngjum um í þjóðsöngnum okkar, um blessun yfir landbúnað, alla ræktun, fiskinn í sjónum og fiskinn í ám og vötnum landsins.  Nú sjáum við hvernig askan sem kom úr Eyjafjallajökli hefur verið eins og áburður fyrir jarðveginn víða, mikil fiskgengd í hafinu s.s. mikið um þorsk og makríl og eins eru árnar fullar af stórum og góðum laxi.  Við þurfum ekki að líta nema ár aftur í tímann og jafnvel í vor að menn voru að tala um að sleppa yrði öllum stórum laxi því það væri orðið svo lítið um stóran lax, nú heyrir maður af mikilli fiskgengd í ánum og mikið af stórum laxi.

Í Orðskviðum Salómons 10.kafla og versi 22 stendur ritað: "Blessun Drottins, hún auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana."

Það er heila málið, við þurfum að líta til blessana Drottins og það gerum við með því að biðja til Hans og knýja á um að Hann blessi land okkar og þjóð, ekki veitir af.

Jesús segir í Matteusarguðspjalli 11.kafla vers 28-30  "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."

Auðmýkjum okkur undir Guðs voldugu hönd, þá mun Hann blessa okkur og mæta.  Biðjum fyrir þjóð okkar, stjórnvöldum, alþingismönnum, embættismönnum, dómskerfinu, fjármálakerfinu og atvinnuvegunum.  Knýjum á dyr himnanna og Drottinn um heyra og Hann mun svara beiðni okkar er við komum fram fyrir Hann í einlægni með auðmjúk hjörtu laus við stolt og hroka.

 


mbl.is Þorskur mokveiddur við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær samkoma í Fíladelfíu

Ég mætti á tvær af þrem samkomum í Fíladelfíu í dag.  Sú fyrri var kl. 11:00 í morgun, var þar um fjölskyldu og barnasamkomu að ræða, þetta var mjög góð samkoma, þar sem börnin fengu að taka þátt.  Kl. 13:00 var útlendingasamkoma, undir stjórn útlendingakirkjunnar í Fíladelfíu, en þessar samkomur fara fram á ensku og eru þær sérstakleg hafðar í huga fyrir útlendinga, þó einkum þá sem tala eða skilja ensku. 

Seinni samkoman sem ég fór á í dag var almenn lofgjörðarsamkoma þar sem Guðs orð var predikað.  Hópur samkynhneigðra hafði boðað komu sína á þessa samkomu og verð ég að segja að ég ásamt fleirrum söknuðum þeirra, alla vega varð ég ekki mikið var við þá.  Þetta var alveg frábær samkoma, mikill söngur þar sem allir/flestir sungu með af krafti og í lokin var Guðs orð haft um hönd og fórst predikaranum það mjög vel úr hendi, hann lagði út frá því sem stendur í Jóhannesarguðspjalli 4.kafla frá 1.versi til og með 30.versi.  Aðal inntakið í ræðunni fjallaði um það að Jesús hefur áhuga á sérhverri persónu og vill mæta hverjum og einum persónulega á því sviði og þar sem hver og einn er staddur á sinni persónulegu lífsgöngu.  Að Guð elskar alla menn jafnt og fer ekki í manngreinarálit.  Hann elskar þig eins og þú ert, þú þarft ekki að breyta þér til að komast til Drottins, því Hann elskar þig og hefur áhuga á þér. 

Vil ég hvetja samkynhneigða sem og alla aðra að koma á samkomur, hvort heldur hjá Fíladelfíu eða öðrum kirkjum og samfélögum, því að Guð elskar þig.  Ég veit fyrir víst að allir eru velkomnir í Fíladelfíu og aðra Hvítasunnusöfnuði.

Þannig er boðskapur fagnaðarerindisins og megin inntak þess, Jesús elskar þig.

 


Í minningu Halldórs S. Gröndal

Þar fór mikill trúmaður og mannvinur, maður sem átti einlæga trú á Drottinn Jesú Krist og var sannur lærisveinn Hans.

Halldór S. Gröndal var í mínum huga einhver sá einlægasti trúmaður og prestur innan Þjóðkirkjunnar sem ég hef nokkru sinni kynnst.

Halldór var trúr boðskap Heilagrar ritningar, Biblíunnar og boðaði Orð Guðs af einlægni og af miklum sannfæringarkrafti.  Halldór hafði sjálfur upplifað afturhvarf til Drottins og átti lifandi trú sem birtist í allri hans veru, í orði og í verki.  Halldór lagði allt sitt í þær athafnir sem hann tók að sér.  Er mér sérstaklega minnistætt, er hann gaf okkur hjónin saman 8.september 1979, hvernig hann af allri sinni einlægni gaf allt í athöfnina svo hún mætti vera okkur sem heilögust og minnisstæðust.

Eftirlifandi eiginkonu Halldórs, Ingveldi Lúðvígsdóttur Gröndal og börnum þeirra votta ég samúð mína.

Drottinn Blessi minningu Halldórs S. Gröndal.

 


mbl.is Andlát: Halldór S. Gröndal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalai Lama í Hallgrímskirkju

Hefur Dalai Lama tekið Kristna trú ?  eða hefur Þjóðkirkjan snúist og tekið upp Búdda trú ?  Blush

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 168928

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband