Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hefur stjórn LV verið að bruðla með eftirlaunin mín ?

Í kvöldfréttum sjónvarps í gærkvöldi var fjallað um væntanlega kæru stjórnar VR (Virðingar og réttlætis) á hendur stjórnar LV (Lífeyrissjóðs verslunarmanna) og þess krafist að rannsakað verði hvort óeðlilega hafi verið staðið að hlutabréfa kaupum í Kaupþing, Exista og Bakkavör og hvort vensl stjórnarmanna í LV við stjórnendur í þessum félögum hafi haft áhrif á ákvörðunartökur um kaup á hlutabréfum og skuldabréfum þeirra.

Það er sjálfsagður hlutur og reyndar hið besta mál að það verði rannsakað og mál upplýst, leyndin sem ríkisstjórnin, bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrir viðhafa til að hylja eigin skít er óþolandi.  Menn verða að fara að játa misgjörðir sínar og yfirsjónir, tala hreint út um hlutina og upplýsa þjóðina, jafnvel þó það komi þeim hinum sömu illa. 

Menn verða frekar metnir að verðleikum komi þeir hreint fram, en með sífeldu yfirklóri og leyndarhjúp verður mönnum erfiðara að fá uppreisn æru, hvort heldur um stjórnmálamenn, fólk í opinberum stöðum eða í viðskiptalífinu sé um að ræða, skíturinn mun alltaf að lokum koma upp á yfirborðið.  

Það sem hvíslað er í leyni, í skúmaskotum og sérhverjum afkima veður hrópað í gjallarhornin af þökum uppi og sérhvert leynimakk verður afhjúpað og gert opinbert.

 


Villandi verðbólgumæling Hagstofunnar

Samkvæmt frétt mbl.is frá í morgun segir að verðbólga síðustu tólf mánaða sé 10,9%.  Ef aðferðin sem notuð var þegar verðbólga var á uppleið er notuð nú þá kemur í ljós að verðbólgan er nú um 6,5%.

Af hverju eru aðrar forsendur notaðar nú, en ekki þær sömu og notaðar voru fyrir rúmu ári síðan ?  Er það tilfellið að þessi aðferð er notuð til að réttlæta háa stýrivexti ?  Er hugsanlegt að Seðlabankinn leyfi sér að halda stýrivöxtum óbreyttum við næsta vaxtaákvörðunardag eða kannski lækka um 0,5 til 1,0 prósentustig ?  Stýrivextir ættu í raun ekki að vera hærri en 7% og jafnvel ekki hærri en 5%.

Aðgerðir Seðlabankans í vaxtamálum eru að valda þjóðinni miklum skaða.  Háu vextirnir eru ekki að virka sem skildi, í stað þess að hamla verðbólgu eru stýrivextirnir að þrýsta verðbólgunni uppá við, hefðu stýrivextir strax í vor verið lækkaðir niður í fimm prósent stæði þjóðin öll mun betur að vígi, en aðgerðir Seðlabankans koma mjög svo illa við fjölskyldur og fyrirtæki landsins, svo ekki sé meira sagt.

Nú vonast ég til þess að gamla aðferðin verði tekin upp á ný hjá Seðlabankanum og stýrivextir færðir niður í 7%.  Yrði það fyrsta skref til framfara fyrir land og þjóð.

 


mbl.is Verulegt áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir taka ómakið af ríkisstjórninni

Íslandsbanki á heiður skilið fyrir það frumkvæði sem þeir sýna með því að ætla að leiðrétta húsnæðislánin, bæði þau gengistryggðu og verðtryggðu.  Þetta er það sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefði átt að hafa forystu um að framkvæma.  Hætt er við því að nú verði lántakendum mismunað eftir því hvar þeirra viðskipti liggja.  Hefði ríkisstjórnin gengið í málið og séð til þess að það sama gilti fyrir alla, yrði allri tortryggni eytt, en nú er hætt við því að aðgerðir bankanna muni leiða til ójöfnuðar.

Nú aftur á móti stendur upp á ríkisstjórnina að koma því til leiðar að fólk þurfi ekki að borga skatt af þeim upphæðum sem lán þeirra verða leiðrétt um, það yrði nú til að kóróna allt ef ríkið færi að ganga eftir slíkum skattgreiðslum.

Að lokum vil ég þakka Íslandsbanka fyrir frumkvæði þeirra (þó svo ég sé ekki með neitt lán hjá þeim) og vil hvetja bankann til að framkvæma þessar niðurfærslur almennilega þannig að það komi að verulegu gagni, ganga alla leið en ekki taka einhver hænuskref sem engu skilar.

 


mbl.is Höfuðstóll lána verði lækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot greiðsluaðlögunar

Það sáu það flestir fyrir, aðrir en stjórnarsinnar, að greiðsluaðlögunarúrræði ríkisstjórnarinnar væri andvana fædd.  Greiðsluaðlögun er ekki hugsuð fyrir skuldara, hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir lánastofnanirnar.  Ef greiðsluaðlögunin er að hjálpa einhverjum, þá má víst telja þá á fingrum annarrar handar.  Maður sem ég hef unnið fyrir sótti um greiðsluaðlögun, hann þurfti að bíða eftir svari í tvo mánuði, niðurstaðan fyrir hann er sú að greiðsluaðlögunarúrræðin koma verr út fyrir hann en að hafa hlutina óbreytta.

 


mbl.is Á vanskilaskrá í greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóðurinn í Keflavík í vanda

Ég hef fylgst með afkomu Sparisjóðsins í Keflavík nú í allmörg ár og verið umhugað um stöðu hans sem míns fyrrverandi vinnustaðar og helstu lánastofnunar í minni gömlu heimabyggð.  Það sem hefur valdið mér áhyggjum og reyndar vonbrigðum er að þrátt fyrir umtalsverðan bókfærðan hagnað hafa ársreikningarnir sýnt að sá hagnaður var eingöngu tilkominn vegna svokallaðs gengishagnaðar, regluleg bankastarfsemi stóð í járnum og oft á tíðum var sá hluti starfseminnar neikvæður.

Ef Sparisjóðurinn á að geta haldið áfram starfsemi sinni sem sjálfstæð stofnun er aðeins eitt úrræði sem getur bjargað honum, það er sársaukafull hagræðing.  Sparisjóðurinn verður að hagræða í starfsmannahaldi og á allan þann hátt sem mögulegt er til að snúa starfseminni til betri vegar.  Ljóst er að sú hagræðing sem til þarf er sársaukafull, ég þekki það af eigin reynslu, en ég var rekstrarstjóri Íslandsbanka í Keflavík þegar tvö útibú voru sameinuð [Útvegsbankinn og Verslunarbankinn] og var okkur gert að fara í slíkar aðgerðir.

Ég óska mínum gamla vinnustað, Sparisjóðnum í Keflavík, sem ég starfaði hjá í sjö ár og mínum gömlu samstarfsfélögum og öðrum þeim sem enn vinna þar, alls hins besta og velfarnaðar á komandi tímum.

 


mbl.is Grindavík vill fé sitt úr SpKef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþings snillingarnir

Mennirnir sem klöppuðu sjálfum sér á öxlina, hældu sér á hvert reipi og mikluðust af eigin ágæti, töldu sig vera á allt of lágum launum, eru einhverjir mestu svikarar sem uppi hafa verið á Íslandi fyrr og síðar.  Nú hefur komið í ljós að þessir sömu menn tóku himinhá lán hjá bankanum sem þeir báru ábyrgð á.  Veittu þeir sjálfum sér þessi lán og útvöldum vinum sínum einnig.  Snilli þeirra var ekki meiri en sú að þeir skitu á sig svo um munar og settu allt á annan endann, ekki bara í bankanum heldur í þjóðfélaginu.  Þó Icesave hafi ekki verið á þeirra könnu er ljóst að athafnir þeirra leggjast ofaná þann skandal.

 


mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madoff í 150 ára fangelsi

Væri ekki hægt að koma því við að íslensku útrásarvíkingarnir deildu klefa með Madoff í þessi 150 ár, þeir gætu deilt hver með öðrum hversu flottir karlar þeir hafi verið og hversu auðvelt hafi verið að hafa heilu þjóðirnar að fíflum.   Grin

 


mbl.is Madoff í 150 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamynda framkvæmdastjóri einkahlutafélags

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli skattstjóra gegn einkahlutafélagi vegna skattalagabrota.  Skráður framkvæmdastjóri félagsins var það aðeins til málamynda, væntanlega vegna þess að sá sem sinnti því hlutverki hafði trúlega brotið af sér áður og ekki talist geta sinnt því starfi.

Dómur féll á þann veg að skráður framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og fjármálastjóri fyrirtækisins fengu allir dóm, tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og 4,2 milljóna króna sekt hver um sig.

Dómurinn gefur skírt til kynna að slíkir málamynda gjörningar eru metnir sem alvöru gjörningar, þ.e. sá sem ætlar að gerast leppur fyrir annan er að taka á sig mikla ábyrgð, ábyrgð sem er látin standa fyrir dómi.  Þess vegna á fólk aldrei, aldrei að skrifa uppá fyrir annan/aðra á hlutafélagaskrá nema að hafa tök á að fylgjast með og grípa inní rekstur fyrirtækisins eða vera tilbúinn að taka afleiðingunum.

 


mbl.is Dæmdur þrátt fyrir að koma ekki nálægt bókhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað hafa lánin ekki verið afskrifuð

Lánin sem starfsmenn Kaupþings lánuðu sjálfum sér og stjórn bankans tók síðan ákvörðun um að lántakendur bæru ekki ábyrgð á þeim lánum, á ekki að afskrifa.  Innheimta á þessi lán að fullu og lántakendur skulu greiða þau í topp.  Ef Nýja Kaupþing, sem er í eigu ríkisins, ætlar að leysa þessa lántakendur undan greiðsluábyrgði þá krefst ég þess að þurfa ekki að greiða þau lán sem ég er með hjá bönkum/sjóðum í eigu ríkisins.

Það væri fullkomlega ósanngjarnt ef þeir, sem tóku stór lán til að uppfylla græðgi sína á hlutabréfamarkaði, þyrftu ekki að greiða fyrir lánin sem þeir tóku.

Rétt er að minna á að margir þessara sömu aðila seldu hlutabréf fyrir bankana og veittu kaupendum lán fyrir kaupunum, ýmist með yfirdrætti á tékkareikningi með himinháum vöxtum, eða með skuldabréfi veðsettu í fasteignum eða með sjálfskuldaábyrgð.  Lántakendur þurftu að greiða fyrir sín hlutabréfakaup fullu verði jafnvel þó að hlutabréfin féllu í verði og mörg þeirra urðu verðlaus við fall bankanna.  Ættu þessir aðilar þá ekki sömu kröfu á að lánin þeirra verði afskrifuð ef lán starfsmannanna verði afskrifuð ?  Eru þessir lántakendur ekki enn að borga af þeim lánum sem þeir tóku til að kaupa hlutabréf í bönkunum, hlutabréf sem í dag eru verðlaus ? ættu þeir þá ekki jafnframt endurkröfurétt vegna þeirra greiðslna sem þeir hafa innt af hendi en þeir hefðu ekki þurft að greiða ?

Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi þessara mála.

 


mbl.is Lánin ekki afskrifuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háir vextir hafa áhrif til lækkunar krónunnar

Nú má sjá áhrif hárra vaxta á gengi krónunnar.  Í stað þess að styrkja gengi krónunnar hefur krónan veikst um 4% það sem af er júní.  Ástæðan er sú að krónubréf útlendinga bera háa vexti og eru vextir lausir til útborgunar af og til allt árið um kring.  Erlendir fjármagnseigendur leysa til sín vextina og fá þá greidda í erlendri mynt, það aftur á móti hefur áhrif á krónuna til veikingar.

Hér hefur hagspeki peningamálanefndar Seðlabankans klikkað heldur betur.  Með því að lækka vexti eru færri krónur sem fara út í formi vaxta og ætti því að hafa minni áhrif á gengi krónunnar, þar að auki erum við með gjaldeyrishöft sem á að hjálpa krónunni, henni til styrkingar.

 


mbl.is Krónan fellur í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband