Sparisjóðurinn í Keflavík í vanda

Ég hef fylgst með afkomu Sparisjóðsins í Keflavík nú í allmörg ár og verið umhugað um stöðu hans sem míns fyrrverandi vinnustaðar og helstu lánastofnunar í minni gömlu heimabyggð.  Það sem hefur valdið mér áhyggjum og reyndar vonbrigðum er að þrátt fyrir umtalsverðan bókfærðan hagnað hafa ársreikningarnir sýnt að sá hagnaður var eingöngu tilkominn vegna svokallaðs gengishagnaðar, regluleg bankastarfsemi stóð í járnum og oft á tíðum var sá hluti starfseminnar neikvæður.

Ef Sparisjóðurinn á að geta haldið áfram starfsemi sinni sem sjálfstæð stofnun er aðeins eitt úrræði sem getur bjargað honum, það er sársaukafull hagræðing.  Sparisjóðurinn verður að hagræða í starfsmannahaldi og á allan þann hátt sem mögulegt er til að snúa starfseminni til betri vegar.  Ljóst er að sú hagræðing sem til þarf er sársaukafull, ég þekki það af eigin reynslu, en ég var rekstrarstjóri Íslandsbanka í Keflavík þegar tvö útibú voru sameinuð [Útvegsbankinn og Verslunarbankinn] og var okkur gert að fara í slíkar aðgerðir.

Ég óska mínum gamla vinnustað, Sparisjóðnum í Keflavík, sem ég starfaði hjá í sjö ár og mínum gömlu samstarfsfélögum og öðrum þeim sem enn vinna þar, alls hins besta og velfarnaðar á komandi tímum.

 


mbl.is Grindavík vill fé sitt úr SpKef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 161266

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband