Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Olíufélögin of fljót til að hækka eldsneytisverð

Hvað ætli olíufélögin hafi grætt á ótímabærri og óhóflegu hækkunum sínum, er þau hækkuðu öll eldsneytisverð um kr. 12,45 löngu áður en sambærilegur kostnaður féll á þau ? 

Hvað ætli olíufélögin hafi hækkað eldsneytisverð mikið, umfram það sem eðlilegt myndi teljast, í skjóli hækkana á heimsmarkaði og vegna gengisbreytinga ?

 


mbl.is Skeljungur lækkar bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi fyrirtækja í þrot í apríl

Í apríl voru 85 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt frétt á mbl.is.  Í apríl voru 18 virkir dagar, voru því 4,7 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á dag að meðaltali.

Vonandi fer þessu að linna.

 


mbl.is 85 fyrirtæki í þrot í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfuglarnir skýra út bankahrunið

Náði í meðfylgjandi link á amx.is, góð og einföld útskýring á bankahruninu.  Ég hvet þá sem ekki eru þegar búnir að lesa endilega að opna á linkinn og gera það.      http://www.amx.is/fuglahvisl/6893/

 


Greiningardeild Íslandsbanka telur vaxtalækkun myndarlega

Í viðtali mbl.is við Ingólf Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, segir hann vaxtalækkun Seðlabankans myndarlega.  Ingólfur spáir því að stýrivextir verði komnir niður í um 10% um áramót.

Getur verið að stýrivaxtalækkun Seðlabankans á hraða snigilsins sé í þágu bankanna ?  Með þetta háum stýrivöxtum geta bankarnir haldið sínum vöxtum verulega háum og hlutfallslega hærri en ef stýrivextirnir færu verulega niður, eða væru á því bili sem eðlilegt væri, um 5 - 5,5%.

Raunstýrivextir í dag eru því um 4,5 - 5% og raunvextir bankanna enn hærri og vaxtamunurinn verulegur, sennilega vel yfir 4%.  Til samanburðar má geta þess að stýrivextir í löndunum í kring um okkur eru um 1 - 1,5%, í BNA eru stýrivextir 0%.

 


mbl.is Ingólfur Bender: Lækkunin gefur tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi íslensku krónunnar lækkar við vaxtatilkynningu Seðlabankans

Hænuskrefslækkun stýrivaxta veldur því að gengi krónunnar lækkar.  Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um tæpt eitt prósent það sem af er degi, þýðir það að krónan hefur veikst um það sem því nemur.

 


Er þetta eðlilegt ???

Bankarnir leyfa sér að leggja yfir 10% vexti á verðtryggð lán.  Bankarnir fóru offari fyrir hrunið og þeir fara enn offari gegn lántakendum.  Bankarnir í eigu ríkisins ætla að ganga að lántakendum dauðum.

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fer með hlut ríkisins í bönkunum, hann ásamt Jóhönnu, forsætisráðherra, hlýtur að geta sett bönkunum línur um hvað eðlilegt sé í þessum efnum, en ljóst er að stjórnendur bankanna eru úti á þekju.  Best væri að skipta út þessu liði sem gengur fram með offorsi gegn viðskiptavinum sínum og beita fyrir sér okurvöxtum til að knésetja heimilin og fyrirtækin í landinu.  Nema að þetta sé hluti af skjaldborginni um heimilin.

Það fyrsta sem þarf að gera er að reka norska Sandfylkingar Seðlabankastjórann, síðan alla hina bankastjórana og setja inn fólk sem ber ekki aðeins hag bankanna fyrir brjósti heldur og ekki síður hag viðskiptavinanna.

Einhvern tímann voru sett lög um okurvexti, það er kominn tími til að dusta rykið af þeim og beita þeim gegn Seðlabanka og viðskiptabönkunum.

 


mbl.is Ekkert einsdæmi að lán beri yfir 10% vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegar fréttir af Kaupthing Edge

Þetta er með ánægjulegri fréttum í langan tíma.  Skilanefnd Kaupþings hefur tryggt fjármagn til að greiða út innistæður Kaupthing Edge í Þýskalandi að fullu.  Nú skulum við vona að fleiri slíkar fréttir berist er varðar Icesave og aðra þess háttar reikninga.

 


mbl.is Innistæður Edge greiddar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. gjaldþrota

Það er athyglisvert að sjá að Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. hafi fjárfest í Sparisjóðnum í Keflavík.  Í mörg undanfarin ár hefur afkoma SpKef verið með eindæmum léleg.  Það vantar ekki að tilkynnt hafi verið ár hvert um mikinn hagnað, en sá hagnaður hefur eingöngu verið svokallaður gengishagnaður þ.e. reiknaður hagnaður af hlutabréfum í eigu sjóðsins.  Afkoma af reglulegri starfsemi hefur að sama skapi verið neikvæð ár eftir ár í mörg ár.  Ekki veit ég hvort hagrætt hafi verið í rekstri SpKef, en alla vega var það ekki gert um langa hríð þrátt fyrir lélega afkomu af reglulegri starfsemi.  Nú þykist ég vita að annaðhvort verði verulega tekið til hendinni í rekstri sjóðsins eða að hann fari á hliðina með tilheyrandi vandamálum.

Sparisjóðurinn í Keflavík er sú lánastofnun sem hefur notið hvað mestrar virðingar á Suðurnesjum og dapurlegt væri ef hann færi á hausinn, það má ekki gerast.

Nú hafa öflugir aðilar sameinast í fjárfestingum í SpKef, Icebank og Bláa lóninu undir nafninu Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. sem nú er gjaldþrota.  Trúlega hafa þeir aðilar ekki sjálfir lagt miklar upphæðir í þessi ævintýri, en ég held að héðan í frá ættu menn að fara varlega í allar fjárfestingar.  Nú ríður á að menn einbeiti sér að því sem þeir kunna og hafa við hendina, byggja upp fyrirtæki sín og hlúa vel að þeim.

Tími fjárfestingafélaga og eignarhaldsfélaga er liðinn.


mbl.is Suðurnesjamenn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarfjarðarbær vs. OR

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur virðist ganga í gegn lögum um rétt OR til að eiga í HS.  Er dómsvaldið hér á landi virkilega statt á miðöldum ?? 

OR átti fyrir 14,65% í HS en samkvæmt Ákvörðun nr. 23/2008 dagsett 16.apríl 2008 kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að OR má ekki eiga meira en 3% í HS.  Vísar Samkeppniseftirlitið þar til heimildar í 16.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 máli sínu til stuðnings og er OR gert að gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS þar að lútandi.

Er því með ólíkindum að Héraðdómur kemst að allt annari niðurstöðu.  Eru menn ekki í sambandi ? Í hvaða heimi eru þessir menn ? Gilda ekki sömu lög hjá Samkeppniseftirlitinu annars vegar og Héraðsdómi hinsvegar ?


mbl.is Orkuveitan greiðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 162135

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband