Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.3.2009 | 16:55
Augu Ögmundar opnast
Það er stutt á milli hagræðingar og niðurskurðar" sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, á málþingi.
Var maðurinn að átta sig á því fyrst núna????
![]() |
Stutt á milli hagræðingar og niðurskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 16:40
Framsókn í vinstri stjórn eftir kosningar?
![]() |
Vill vera í vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 13:45
Umboð til ESB viðræðna
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mikilvægt að Evrópumálin verði á dagskrá í kosningabaráttunni.
Nú eru háværar raddir innan Sandfylkingarinnar og Vinstri grænna að þessir tveir flokkar gangi bundnir til kosninga, þeir vilja starfa saman í ríkisstjórn á nýju kjörtímabili. Gylfi er mikill Sandfylkingarmaður og ESB sinni ásamt samflokksmönnum. Vinstri grænir eru hinsvegar upp til hópa andvígir ESB aðild.
Ég geri ráð fyrir því að Sandfylkingin og VG verði að semja um stefnu í ESB málum ætli þeir að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar. Ekki kæmi mér á óvart að samið verði um að geyma umræðuna um ESB aðild á nýju kjörtímabili, til þess að þeir geti yljað ráðherrastóla í sameiningu. Síðan þegar Sandfylkingin verður orðin leið á stjórnarsamstarfinu tekur hún málið upp og segir að ekki sé hægt að vinna með VG þar sem þeir hafa enga stefnu í ESB málum. Má því búast við nýjum darraðardans í kringum þann flokk [Sandfylkinguna] og mikla dramatík. En þannig er Sandfylkingin.
![]() |
ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 16:04
Lúðvík Geirsson á þing?
Guð hjálpi okkur! Maðurinn sem hefur lagt heilt bæjarfélag í rúst, skuldsett Hafnarfjarðarbæ svo leitun er að öðru eins, sækist nú eftir því að komast á þing. Er ekki ástandið í þjóðfélaginu nógu slæmt fyrir?
Ég bara spyr.
3.3.2009 | 16:00
Óttast ríkisstjórnin Framsóknarflokkinn?
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 21:30
Þar hafið þið það Evru sinnar
Það eru engar líkur á að evran verði boðleg fyrir okkur íslendinga næstu áratugina. Það er ekki einu sinni líklegt að evran lifi af næstu áratugina.
Krónan hefur dugað okkur vel og það er eins gott að við erum ekki með evru núna. Með krónuna, svo sveigjanlega sem hún er, getum við unnið okkur út úr erfiðleikunum sjálf, á okkar forsendum. Krónan hefur alltaf staðið fyrir sínu, en það erum við sem höfum farið illa með hana. Það sem þarf að breytast er hugarfar okkar gagnvart myntinni sem við höfum og gildir einu hvað sú mynt heitir.
Við eigum öll þátt í efnahagshruninu, sum okkar minna en aðrir. Við nutum þess öll á einn eða annan hátt meðan krónan var sterk. Við tókum ekki öll lán, eða keyptum okkur ný rándýr hús og/eða bíla, en á einn eða annan hátt nutum við þess öll að allt virtist leika í lindi. Ég fyrir mitt leita tek á mig það sem mér ber í þeim efnum, samt keypti ég ekki nýtt hús. Ég keypti bíl, notaðan bíl, ég tók ekki lán fyrir honum, það þótti sölumanninum undarlegt, en ég sé ekki eftir því. Við hjónin leyfðum okkur eina utanlandsferð, án þess að taka lán. Þá er það upptalið, en ég tel samt að við höfum notið "efnahagsundursins".
En aftur að evru eða krónu, þá er evran enginn töfra mynt. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með fréttum af því sem er að gerast í ESB-landi þar sem evran er við líði, hún er ekki að bjarga neinum. Svo einfalt er það.
![]() |
Ekki dregið úr evrukröfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2009 | 16:30
Steingrímur J. tekur Sigurð Líndal í kennslustund
Í hádegisfréttum RUV í dag kom fram að Sigurður Líndal lagaprófessor teldi það brot á stjórnarskránni að setja útlending í embætti á vegur ríkisins og vitnar Sigurður til greinar í stjórnarskránni máli sínu til stuðnings. Síðan var talað við Steingrím J. Sigfússon, taldi hann að það ákvæði stjórnarskrárinnar ætti ekki við í þessu tilfelli.
Hvor ætli sé betur til þess fallinn að túlka stjórnarskrána, lagaprófessorinn eða jarðfræðingurinn?
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon virðast telja sig og ríkisstjórnina yfir lög og stjórnarskrá hafin. Þau virðast halda að lög og stjórnarskrá eigi ekki við þau.
Það virðist vera í lagi að brjóta stjórnarskrána núna því þau ætla hvort sem er að breyta henni þeim í hag.
25.2.2009 | 16:19
Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn.....
Hvernig er það, hefur "Rödd fólksins" misst röddina??? Fékk Hörður kvef? ofkældist hann í öllum hamaganginum? Hvar er potta- og pönnufólkið og hvar er allur skríllinn sem var með ofbeldi gagnvart lögreglu og stjórnmálamönnum? Lagðist það allt í pest, eða hvað?
Skildi þetta fólk ekki vita að núverandi ríkisstjórn er vanhæf.
24.2.2009 | 23:38
Það sem þeir vilja, vilja þeir ekki.
Það kemur alltaf betur og betur í ljós að Sandfylkingin veit ekki hvað hún vill.
Sandfylkingin vill að við göngum í ESB, en eru mótfallin þeim lögum og reglugerðum frá ESB sem þó hafa verið þröngvuð upp á okkur í gegnum EES samninginn.
Ríkisstjórn Sandfylkingar og VG vill ekki hlusta á það sem ESB hefur um regluverk Seðlabanka að segja. Reglur um bindiskyldu bankanna eru skírar í ESB, en Sandfylkingin vill ekki að það eigi við hér.
Skildi vera að ef Sandfylkingafólkið færi nú að skoða "kosti" ESB í stað þess að vilja bara ganga þar inn hugsunarlaust, að þá kæmist það að raun um að það eru ekki svo miklir kostir við að ganga í þann klúbb.
Ég fyrir mitt leiti er alltaf að verða sannfærðari um það, eftir því sem ég fylgist meira með fréttum af því sem er að gerast innan ESB, að ég vil alls ekki að við göngumst þeirri ófreskju á vald.
Það yrði þvílík sóun á fjármunum að fara í eitthvað samningsferli vitandi að þjóðin er mótfallin inngöngu og eiða í þá vinnu hundruðum milljóna ef ekki milljörðum.
Flokkur sem talar mikið um lýðræði, ber sér á brjóst og þykjast vera talsmenn lýðræðis, vill ekki lýðræðislegar kosningar um það hvort við eigum yfir höfuð að sækja um aðild eða ekki. Sandfylkingin er ekki lýðræðislegur flokkur og er ekkert annt um lýðræði, nema bara á yfirborðinu.
Sandfylkingin er flokkur skrumskælingar og blekkingar. Lýðræði, réttlæti og jöfnuður á ekki við um þann flokk.
23.2.2009 | 11:23
Hvar er björgunarleiðangurinn?
Þingmenn með ríkisstjórn í broddi fylkingar hafa barið sér á brjóst og látið í sér heyra "Nú þarf að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum. Hlúa þarf að sprotafyrirtækjum".
Þvílíkt froðusnakk!!! Hvar er öll hjálpin? Hvar eru björgunaraðgerðirnar? Halda menn virkilega að með því að fresta því að gerða menn gjaldþrota að þá sé öllu borgið? Af hverju hefur vægi verðtryggingar ekki verið minnkað? Hvar eru hjálpin við fyrirtækin? Hvar er aðstoðin við sprotafyrirtækin?
Það er ekki nóg að hafa hátt og segja falleg orð, það þarf að framkvæma.
Ég veit um sprotafyrirtæki sem er að skila inn miklum gjaldeyri og hefur möguleika á að skila inn miklu meiri gjaldeyri, fyrirtæki sem er ekki stórt en er með rúm tuttugu manns í vinnu. Þetta fyrirtæki fær enga fyrirgreiðslu. Bankaþjónustan sem fyrirtækið fær rétt nægir til að halda hjólunum gangandi. Aðra fyrirgreiðslu er hvergi að fá.
Það virðist vera miklu mikilvægara að leggja 13milljarða í Tónlistarhús. Sú bygging og sú starfsemi sem þar kemur til með að fara fram á bara eftir að skila auknum útgjöldum úr ríkissjóði. Tónlistarhús kemur ekki til með að skila neinum gjaldeyri í þjóðarbúið. Það hefði verið nær að setja 200 til 300 milljónir í að loka húsinu og geyma það síðan þar til að hægt verði að ljúka við það á betri forsendum en við höfum í dag.
Nær hefði verið að leggja 13milljarða í að hjálpa fyrirtækjum í neyð, aðstoða sprotafyrirtæki og vinna að öðrum verkefnum sem eru brýn í þjóðfélaginu s.s. umferðaröryggi og margt fleira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar