Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.3.2009 | 13:06
Blysför til Jóhönnu
Hópur Sandfylkingarmanna ætlar að blása til blysfarar til Jóhönnu og hvetja hana til að taka að sér formennsku í fylkingunni. Málið er að þeir vita fyrir víst að ef Jóhanna fer ekki fram þá fer allt í bál og brand í fylkingunni. Það kæmi sér illa svona rétt fyrir kosningar. En svo strax eftir kosningar má Jóhanna segja af sér sem formaður og leyfa hinum að fara í blóðuga baráttu því að þá þarf ekki að hafa áhyggjur af kjósendum, allavega ekki í bili.
Rétt er að vara blysfara við því að hafa kveikt á blysunum, því ef Jóhanna neitar málaleitan þeirra fer allt í bál og brand og það hreinlega gæti kviknað í Sandfylkingunni.
Jóhanna virðist vera límið í fylkingunni í dag, sennilega UHU. Áður var Ingibjörg límið, virtist vera tonnatak, en þegar upp var staðið reyndist svo ekki vera.
![]() |
Blysför til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 15:15
Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Það er mjög gott mál að ríkisstjórnin hafi samþykkt að Eva Joly verði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum tengdum hruni fjármálakerfisins. Trúi ég ekki öðru en að það eigi eftir að koma sér vel fyrir íslensku þjóðina, sem er farin að bíða eftir að fast verði tekið á málum.
Ragna dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin öll fær prik frá mér fyrir þessa ákvörðun.
![]() |
Eva Joly sérstakur ráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 14:16
Útborgun úr séreignasjóði
Fyrst menn á annað borð eru ákveðnir í að heimila fólki að taka út úr séreignasjóði vegna efnahagsástandsins, er furðulegt að leyfa aðeins úttekt á einni milljón. Áður en þessi milljón er greidd út er tekjuskattur dreginn frá, sem gerir kr. 372.000, eftir standa kr. 628.000 sem eigendurnir fá greitt á tíu mánuðum, eða kr. 62.800 á mánuði. Nú skildist mér að úttektin væri heimiluð til að fólk gæti greitt niður skuldir, ýmist skuldir sem hafa safnast upp eða til lækkunar á lánum. Það hefði verið best fyrir eigendur að fá upphæðina greidda út í einu lagi. Viðkomandi sjóðir hefðu fengið heimild eigenda til að greiða beint inn á viðkomandi skuldir/lán.
Ef lífeyrissjóðirnir eiga í einhverjum vandræðum með lausafé í þessu sambandi, þá hefði verið hægðarleikur að færa greiðslurnar sem skuld lífeyrissjóðanna hjá viðkomandi lánastofnunum sem lífeyrissjóðirnir hefðu getað greitt til baka mánaðarlega með nýjum framlögum sjóðsfélaga.
Hvað heimilaða úttektarupphæð varðar, þá finnst mér upphæðin fáránlega lág. Ef þessi aðgerð á að koma að einhverjum notum fyrir fólk, þá þarf heimildin að vera a.m.k. tvær milljónir fyrir einstaklinga og fjórar milljónir fyrir hjón. Eins og þetta liggur fyrir í dag af hálfu stjórnarflokkanna þá er þetta algjört húmbúkk.
10.3.2009 | 13:18
Ha ! ?? Málþóf
Stjórnarflokkarnir með liðsinni Framsóknarmeðvirkni og Frjálslindrautangátta, býsnast yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ræða mikilvægt mál í þaula og kalla það málþóf. Öðruvísi mér áður brá !!!
Það er víst ekki sama hverfir taka sér tíma til að ræða málin á Alþingi.
9.3.2009 | 16:35
Eigum við von á kerfishruni ?
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í dag um stöðu efnahagsmála, að raunveruleg hætta væri á kerfishruni og jafnvel upplausn í samfélaginu ef ekki næðist samstaða um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir.
Vonandi man þessi sami Birkir Jón að ríkisstjórnin sem nú er við völd og gerir lítið annað en að reka Seðlabankastjóra, brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar, byggja Tónlistahús fyrir +13 milljarða, búa til 4000 störf [ekkert þeirra skapar þjóðinni tekjur í formi gjaldeyris], koma fleiri "listamönnum" á spena ríkisins, lætur sig dreyma um stórkostlegar hækkanir á sköttum og ætlar í breytingu á stjórnarskrá, er við völd á hans ábyrgð !!!
![]() |
Segir hættu á kerfishruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 14:47
Lækkun bensínverðs
Fyrir helgi tóku stóru olíufélögin á sig rögg og lækkuðu lítersverð á bensíni um heila krónu. Þvílíkt örlæti af hálfu olíufélagana.
Ég get ekki betur séð en að það sé óhætt fyrir þessi blessuðu félög að lækka eldsneytisverð enn frekar, að minnsta kosti um 20 krónur.
Við þurfum að láta heyra frá okkur á bloggheimum og krefjast enn meiri lækkunar en um þessar skitnu einu krónu á lítrann.
9.3.2009 | 13:11
Nýr formaður SF
8.3.2009 | 17:56
Skynsamleg ákvörðun Ingibjargar
![]() |
Ingibjörg Sólrún hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 01:29
Fléttulistar ?
Hvernig ætla VG að viðhafa fléttulista í Reykjavík með þessa útkomu????
Ef til vill þarf ekki kynjakvóta þar sem kvenfólkið er í miklum meirihluta, þá má örugglega setja karlana til hliðar, sennilega ekkert gagn í þeim hvort eð er.
![]() |
Katrín og Svandís efstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 01:18
Framboðslistar stjórnmálaflokka
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sagst ætla að breyta kosningarlögum á þann veg að í staðin fyrir að viðhafa prófkjör eða forval, þá sé kjósendum gert að raða fólki á listann sem það kýs í kjörklefanum á kjördag.
Í fyrsta lagi, þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að Sandfylkingarformaðurinn og verkstjórinn eru búnar að ákveða hvernig fyrstu sætin á listum Sandfylkingarinnar í Reykjavík skulu vera skipaðir.
Í öðru lagi vekur að furðu mína að Sandfylkingin skuli yfir höfuð vera að halda prófkjör, ef listaröðunin á að ákveðast í kjörklefanum þann 25.apríl. Sama má segja um VG, en þeir hafa verið að viðhafa forval í sínum röðum.
Það er eins og margoft hefur sannast, þessir flokkar segja eitt en meina og framkvæma allt annað.
Frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa orð og athafnir verkstjórans, fjármálaráðherra og annarra ráðherra verið í hrópandi andstöðu við málflutning þeirra hér áður fyrr. Það er eins og siðferði í stjórnmálum eigi við alla aðra en þetta fólk. Því líðst að brjóta lög og stjórnarskrá, en öðrum ekki, eftir þeirra eigin skilgreiningum.
Vill fólk virkilega að þetta fólk taki að sér að stjórna landinu næsta kjörtímabil? Ég bara spyr.
![]() |
Góð kjörsókn í prófkjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar