Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.2.2009 | 10:54
Er ekki í lagi með þetta lið??????????????
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur farið offari í að eyða fjármagni framtíðar borgara bæjarfélagsins. Reyndar er maður farinn að velta því fyrir sér hvort nokkur komi til með að vilja búa í Hafnarfirði þegar greiðslubyrði lánanna sem Sandfylkingin hefur séð um að taka fyrir bæjarfélagið, skuldbindingar sem komandi kynslóðir koma til með að þurfa að borga.
Lúðvík Geirsson kemur aldrei til með að borga krónu af þeim skuldbindingum, það verða börnin hans, barnabörn og barnabarnabörn sem koma til með að gera það, löngu eftir að hann er kominn undir græna torfu.
Hvar liggur ábyrgð þessara manna??? Er það virkilega nóg að sæta ábyrgð í kosningum???
Vegna lántöku Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar skuldar hver einasti íbúi Hafnarfjarðar rúma miljón krónur. Hver fjögurra manna fjölskylda skuldar um 5 milljónir og eru þá ótaldar skuldir ríkisins pr. mann og persónulegar skuldir manna.
Það sem liggur fyrir að næstu bæjarstjórnir þurfa að gera og er ég þá ekki bara að tala um þá bæjarstjórn sem tekur við á næsta kjörtímabili sem hefst eftir rúmt ár heldur til margra ókominna ára, það er að draga verulega úr kostnaði. Bæjarsjóður verður að fella niður allar nýjar framkvæmdir, draga verulega úr kostnaði vegna viðhaldsmála, draga verulega úr allri þjónustu við bæjarbúa og hækka öll gjöld svo um munar og leggja kapp á að greiða niður skuldir.
Þau minnismerki sem Sandfylkingin hefur verið að keppast við að reisa sér í Hafnarfirði munu fölna samanborið við þau minnismerki sem mun lifa í hugum fólks þegar horft verður yfir sviðna jörð og þá óráðsíu sem hefur átt sér stað undanfarin ár.
![]() |
Laugin kostar 1,8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 15:59
Nokkrir áratugir
Yrði það nokkuð slæmt fyrir okkur þó við færum nokkra áratugi aftur í tímann hvað efnahag og velsæld áhrærir??? Við höfðum það ekki slæmt fyrir tuttugu til fjörutíu árum síðan. Við hefðum bara gott af því að hafa aðeins minna milli handanna og læra að vera þakklát fyrir það sem við höfum, frekar en að vera í sífellu að slægjast eftir meiru full af græðgi.
Auðvitað þurfum við að hlúa að þeim sem minna mega sín, fjölskyldufólki og þeim sem eru skuldsettir. Það er nokkuð sem breytist ekki og aldrei má það gerast að þeir sem þannig er fyrir komið verði vanræktir.
En það að þjóðfélagið hafi minna umleikis, drepur engan. Við komum bara til með að meta þá hluti sem skipta máli, fjölskyldan, ættingjar og vinir, líf og heilsa. Við verðum bara sterkari á eftir.
Við höfum alla burði til að vinna okkur upp að nýju, minnug erfiðleikanna sem við göngum nú í gegnum og vonandi lært af mistökunum. Þó svo að sú uppbygging taki einhverja áratugi, so what! Við þurfum bara að standa saman sem þjóð, halda í vonina og horfa fram á veginn með von í brjósti fyrir afkomendur okkar.
Ef við ætlum að sökkva okkur niður í vonleysi og depurð, þá getum við alveg eins grafið okkar eigin grafir.
20.2.2009 | 13:51
Nýtt Ísland ! ?
Þessa dagana kallar fólk eftir Nýju Íslandi. Ég er því algjörlega ósammála. Nýja Ísland varð til upp úr s.l. aldamótum og lést skyndilega ungt að aldri. Dauðdaginn varð sviplegur og fékk á alla landsmenn. Við erum enn í sorg og söknuði eftir fráfall Nýja Íslands.
Það sem ég vildi miklu frekar sjá er Ísland þar sem gömlu góðu gildin væru tekin upp að nýju. Gildi sem byggjast á kærleika, friði, virðingu, skilningi, hjálpsemi, gildi þar sem fólk tekur upp á því að nýju að heimsækja hvert annað og vinatengsl byggð upp. Gildi þar sem fólk stendur saman og stendur með þeim sem lenda í hremmingum hverskonar. Gildi þar sem fólk, í stað þess að hafa af náunganum með góðu eða illu, hjálpi öðrum og blessi þess í stað. Gildi þar sem nægjusemi er í fyrirrúmi frekar en heimtufrekja og vilji til að vera bestur og flottastur, þar sem samanburður víkur fyrir því að gleðjast með þeim sem vel gengur.
Ég vil fá þetta gamla góða Ísland aftur, það var til og það þrái ég að sjá endurreist.
20.2.2009 | 13:25
Tónlistarhúsið
Nú í kreppunni, þegar fjárlagavaldið keppist við að draga úr óþarfa útgjöldum, spara og hagræða, ætlar ríkið, ásamt Reykjavíkurborg, að setja 13milljarða í nýja tónlistarhúsið.
Ég get tekið undir það að það þarf að skapa fólki vinnu, en við þurfum einnig að afla þjóðinni tekna. Það þarf greinilega meiri víðsýni.
Væri ekki nær að setja fjármuni t.d. í að fullvinna sjávarafla, eins og vinur minn Birkir Kristjánsson er að gera suður í Grindavík. Biddi [Birkir] er að gufusjóða og léttreykja lifur, setja í neytendaumbúðir [dósir] og selja til meginlands Evrópu við góðan orðstír. Hann er með tuttugu manns í vinnu. Fyrirgreiðslan sem hann fær, frá bönkum eða hinu opinbera, er kr. 0. Biddi og tengdafaðir hans hafa verið að byggja þetta fyrirtæki upp s.l. tvö ár og öll uppbygging og breytingar eru teknar beint út úr fyrirtækinu, eftir að þeir voru búnir með það fé sem þeir settu sjálfir í fyrirtækið.
Það eru mun fleiri möguleikar til atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar. En tónlistarhús mun bara verða kostnaðarbaggi á ríkinu til frambúðar.
Að sjálfsögðu væri hægt að veita mönnum vinnu við tónlistarhúsið, við það að loka því á þann veg að það verði ekki fyrir skemmdum. Það mætti alveg fara í það allt að 300 til 500 milljónir. Síðan þegar við erum orðin rík á nýjan leik, mætti klára óskapnaðinn.
Það er margt annað sem hægt væri að gera og framkvæma til að bæta og hagræða til að auka gæði og hagkvæmni til lengri tíma litið.
Ég hefði ekki trúað því að Vinstri grænir væru til í að sólunda 13milljörðum á tímum sem þessum. Þeir hefðu örugglega látið í sér heyra í stjórnarandstöðu jafnvel þó um góðæri væri að ræða, en nú þegar að þrengir ætla þeir, með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar, að láta almenning blæða.
Það var þeim líkt.
20.2.2009 | 09:15
Gunnar Svavarsson...
![]() |
Gunnar ekki „í klíkunni“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 15:44
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Mér líst vel á að fá Tryggva á þing. Hefði hann ákveðið að bjóða sig fram í mínu kjördæmi væri ekki spurning að ég styddi hann.
![]() |
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 12:12
Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri
Gunnar Svavarsson hefur verið tvö ár á þingi þegar kosningar fara fram í vor og lætur þá af störfum þar sem hann hyggst ekki gefa kost á sér á nýjan leik.
Gunnar hefur verið formaður fjárlaganefndar og eftir því sem ég best get séð hefur hann staðið sig með ágætum.
Tvö ár á þingi er ekki langur tími, því segir það mér að annaðhvort á þingmennskan ekki við hann eða þá hitt að andrúmsloftið í Sandfylkingunni er honum ekki að skapi og hann eigi ekki samleið með því fólki sem þar er fyrir.
Aðrir úr röðum Sandfylkingarinnar mættu missa sín frekar en Gunnar. Vonandi munu þeir taka hann sér til fyrirmyndar.
Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Sandfylkingarinnar hefur sagt sig úr bankaráði Seðlabankans. Það er gott mál.
En hvað Gunnar varðar þá vona ég að hann komi Hafnfirðingum til hjálpar og taki þátt í því að bjarga þeim frá þeim hrunadansi sem við blasir í því annars ágæta bæjarfélagi. Skuldir Hafnarfjarðar eru svo gígantígskar að það er engu lagi líkt. Mér reiknast til að hvert mannsbarn í Hafnarfirði skuldi á aðra milljón króna. Hver fjögurra manna fjölskylda skuldar 5 milljónir, plús/mínus. Bæjarstjórinn, Lúðvík Geirsson, gerir ekki annað en að hreykja sér að skuldasöfnuninni sem hann hefur staðið fyrir á þeim sjö árum sem hann hefur verið við völd. Hann er einn af þeim Sandfylkingarmönnum sem ætti að segja af sér, því hann mun ekki koma til með að bjarga Hafnarfirði úr skítnum.
Ef þeir Gunnar og Lúðvík hyggjast skipta um sæti, þ.e. að Gunnar gerist bæjarstjóri í Hafnarfirði og Lúðvík fari á þing þá segi ég nú bara "Guð hjálpi okkur". Lúðvík hefur ekkert að gera á þing frekar en að vera bæjarstjóri, en ég er líka viss um að Gunnar yrði mun betri bæjarstjóri.
![]() |
Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 15:55
Enn um verðtrygginguna
Steingrímur J. vill afnema verðtryggð lán. Ég get verið sammála honum með það þar sem lán þeirra sem eru verðtryggð hafa rokið upp úr öllu valdi, svona í átt við það sem gerðist á níunda áratugnum. Það væri hinsvegar hrópandi óréttlæti að fara að gera það í þann mund sem verðhjöðnun mun eiga sér stað. Eins og lántakendur hafa tekið á sig vísitöluhækkanir þá eiga þeir heimtingu á að njóta þess þegar vísitalan kemur til með að lækka.
Eftir að lán höfðu verið vísitölutryggð um nokkurra ára skeið gerðist það einn góðan veðurdag að vísitalan lækkaði, það hafði ekki gerst fyrr. Reiknistofa bankanna var ekki undir það búin og enginn hafði séð það fyrir að slíkt gæti gerst. Kannast einhver við slíkt?? Það tók RB nokkra daga að aðlaga forritin hjá sér þannig að hægt væri að gera ráð fyrir vísitölu lækkun, þ.e. verð hjöðnun.
Fyrst ekki var farið í það strax í haust að lækka áhrif verðlagsbreytinga á vísitölu t.d. með því að helminga mánaðarlegar breytingar, þá eiga lántakendur heimtingu á að sjá lánin sín lækka við verðhjöðnun á sama hátt og þeir hafa horft upp á stöðuga hækkun lána sinna vegna verðbólgu.
Síðan þegar jafnvægi kemst á, hvenær svo sem það kann að verða, þá má og hreinlega á að afnema verðtryggingu.
Ef og þegar verðbólga fer af stað á ný og vextir fara hækkandi, má taka upp verðbótaþátt vaxta eins og notast var við í aðdraganda þess að verðtrygging var tekin upp. Það væri hreinna og beinna heldur en verðtryggingin sem kemur alltaf í hausinn á fólki eftirá.
Það er ótækt og svo óréttlátt að lánþegar þurfi að greiða meira fyrir lánin sín vegna þess að þetta sama fólk þarf að borga hærri verð fyrir fæði og klæði. Eins finnst mér alveg með ólíkindum að þau atriði sem ekki falla undir nauðsynjar til lífsviðurværis skuli vera inni í vísitölugrunninum s.s. tóbak og áfengi.
Ég vona svo sannarlega að það blessaða fólk sem kemur til með að verða valið til þingmennsku taki á sig rögg og vinni fyrir almenning, þ.e. allan almenning, ekki bara suma.
Það hlýtur að vera allra hagur að jafnvægi ríki á þessum sviðum.
17.2.2009 | 21:32
Stjórnlagaþing
Ég get verið sammála þeim sem segja að við þurfum að endurskoða stjórnarskrána. Þar er örugglega margt sem má betur fara og hægt að laga, nú eða gera nýja alveg frá grunni.
En er þetta akkúrat tíminn til þess?? Er ekki búið að vera of mikið rót í þjóðfélaginu??
Ég tel að við þurfum að koma okkur öll niður á jörðina og fara síðan í þetta þarfa verkefni af yfirvegun og ekki með neinum asa.
Ég óttast það helst að æðibunugangurinn, sem virðist hrjá svo marga þessa dagana, verði til þess að búið verði til eitthvert óargar dýr. Stjórnarskráin þarf að vera þannig úr garði gerð að stór meirihluti þjóðarinnar geti samþykkt hana, svona 2/3 eða 3/4.
Í upphafi næsta árs ætti Alingi að koma sér saman um stjórnlagaþing sem kosið yrði til vorið 2010. Vonandi verðum við þá komin yfir erfiðasta hjallann [er þó ekki viss] í þeim málum sem við erum að eiga við í dag. Stjórnlagaþingið fái síðan 12 til 18 mánuði til að ljúka verkinu. Ef síðan Alþingi samþykkir útkomuna þá verði þjóðinni leyft að segja sitt álit í atkvæðagreiðslu. Ef 2/3 eða 3/4, eftir því hvað ákveðið verður. Boðið yrði til kosninga 2012 hvort heldur stjórnarskráin verður samþykkt eða felld í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Ef þjóðin samþykkir stjórnarskránna kæmi í hlut nýs þings að virkja hana formlega, ef þjóðin hafnar henni yrði nýtt stjórnlagaþing kosið samhliða Alþingiskosningum.
Það þarf að vanda vel til verka, vinna hlutina í friði og sátt svo að allir gætu við unað. Með óðagoti, flýti óvönduðum vinnubrögðum er hætt við enn frekari sundrungu meðal þjóðarinnar. Við megum ekki við því.
14.2.2009 | 14:46
Össur Skarphéðinsson...
...þeir sem eru á móti aðild að ESB hafa skýra stefni í Evrópusambandsmálum. Allt annað blaður í ykkur Sandfylkingarfólki er hreinn útúrsnúningur. Þið hafið aldrei getað sett fram "skilgreind samningsmarkmið" eins og þið töngluðust á fyrir nokkrum árum. Ykkur hefur ekki tekist að sýna fram á nauðsyn þess að við göngum í ESB. Við veljum ekki ESB bara af því að Sandfylkingin er blinduð af einhverri óskilgreindri áráttu um að ganga þar inn. Skildi bíða ykkar einhverjir bitlingar þar inni. Er búið að lofa ykkur hlutdeild í sukkinu sem viðgengst í embættismannakerfi ESB???
Sú árlega greiðsla sem við yrðum krafin um við inngöngu í ESB myndi ekki duga til að borga fyrir spillingu embættismanna ESB. Endurskoðendur ESB hafa ekki treyst sér til að skrifa uppá reikninga sambandsins vegna þeirra óskilgreindu fjárhæða sem embættismannakerfið tekur út úr sjóðum þess. Vill Sandfylkingin virkilega vera þáttakandi í slíku???
Össur og co. þið getið hætt að hugsa um ESB. Aðild að ESB verður ekki á dagskrá í kosningunum í vor. Þið þurfið að gera ykkur grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll að þjóðin vill ekki þangað inn.
![]() |
Ekki verið samið um framhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar