Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.3.2009 | 13:18
Slökkviliðsmenn skreppa heim í kaffi meðan húsið brennur
Sú fyrirlitning sem byrtist í andsvörum ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna tillagna Framsóknarmanna og Tryggva Þórs Herbertssonar eru svívirðilegar. Tillögurnar eru kannski ekki fullkomnar, en eru þó umræðugrundvöllur, þær eru einu tillögurnar sem setter eru fram til að koma til móts við heimilin í landinu. Ekki hefur ríkisstjórnin komið með neitt haldbært, nema ef til vill heimildin til að taka út úr séreignasparnaði, en sú heimild er mjög svo léleg og nær allt of skammt.
Ég hneigist að þeirri skoðun að vegna þess að tillögur þessar komu ekki frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar eða samflokksmanna þeirra, þá eigi að hunsa þær. Stoltið og hrokinn í stjórnarliðum er slíkur að enginn má fá heiðurinn nema þeir. Á meðan brenna heimilin og fyrirtækin.
Það er eins og það eigi bara að bíða og sjá til hversu illa fólk fer út úr vandræðum sínum áður en hugað verði að því hvort og eftilvill hvernig verði komið til móts við það. Hvað varð um slagorðið sem Jóhanna hélt svo mikið á lofti í upphafi þessarar ríkisstjórnar að "slá skjaldborg um heimilin og koma fyrirtækjum til bjargar". Þessi slagorð eru hljóðnuð, eftilvill gleymd, úr minni Jóhönnu, en fólkið í landinu man og það bíður og bíður og bíður....
Þolinmæði fólks er á þrotum, á meðan þjarkar ríkisstjórnin á Alþingi um mál sem ríkisstjórnin var ekki mynduð um, mál sem koma ekki til með að hafa neitt að segja hvað varðar heimili og fyrirtæki. Það er eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu í einhverjum allt öðrum heimi. Í öllu þessu virðist sem "Rödd fólksins" sé hljóðnuð, veit ekki hvort hún fékk svona slæmt kvef, allavega verður maður ekkert var við Hörð Torfa og co, ekki kemur hann fram í sjónvarpi ber sér á brjóst og lýsir yfir ást sinni á réttlæti og vanvirðingu sinni á ráðaleysi og spillingu ráðamanna.
![]() |
Tryggvi Þór svarar grein Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 16:22
Ég er að reyna að muna. Getur einhver hjálpað mér ???
19.3.2009 | 14:29
Vaxtalækkunin hin mikla
Vaxtalækkun norska seðlabankastjóra stjórnarskrárbrjótenda veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt. Haldið er áfram á þeirri braut að herða hengingarólina að fjölskyldum og fyrirtækjum landsins. Er ríkisvaldið virkilega að bíða eftir því að geta ráðið öllu í lífi fólks, vegna þess að það eignast allt og alla ?? Seðlabankinn hefði alveg eins getað hækkað vexti um 5 prósentustig, þessi svokallaða lækkun kemur engum að notum.
Það má vel vera að verðbólga síðustu tólf mánaða hafi verið í kring um 17%, en ef hækkun milli mánaða (jan.-feb.) er reiknuð upp til tólf mánaða samsvarar sú hækkun rúmri 6% verðbólgu.
Það veldur mér gríðarlegum vonbrigðum að stýrivextir voru ekki lækkaðir niður í 10% hið minnsta. Sagt er að það megi ekki lækka vexti of hratt, en ég spyr: hversu hratt þolir þjóðin að sjá heimili og fyrirtæki fara á hausinn ??
19.3.2009 | 14:03
Bæjarstjóri á þing ?
Lúðvík Geirsson veit sem er að fimmta sæti Sandfylkingarinnar í Kraganum er og verður ekki baráttusætið fyrir Alþingis kosningarnar. Fyrst Lúðvík fékk ekki fyrsta sætið þá vill hann helst ekki vera með, en hann hefði verið svo ótrúverðugur hefði hann tekið þá ákvörðun að vera ekki á listanum.
Ótrúlegt er að hlusta á hvernig hann hælir sjálfum sér til hægri og vinstri, þó aðallega til vinstri, hvernig hann reynir að telja fólki trú um að hann sé svo vinsæll í Hafnarfirði. Það vill nú svo til að ég bý í Hafnarfirði, ég gæti kannski talið á fingri annarrar handar þann sem er honum sammála, en þögn annarra Sandfylkingarmanna um ágæti hans er ærandi.
Nei, við viljum ekki aðeins að hann komist ekki á þing, heldur viljum við einnig annan og betri bæjarstjóra, mann eða konu sem tekur á málum bæjarins af festu í stað þess að huga í sífellu að eigin gæluverkefnum, aðila sem tekur á fjármálum bæjarins af ábyrgð í stað þess að spreða til hægri og vinstri, aðallega til vinstri.
![]() |
Lúðvík Geirsson í baráttusætið í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 10:45
Hjálpin við heimili og fyrirtæki
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 15:59
Samkeppni um tillögur til að koma heimilunum til hjálpar hafin
Það er af hinu góða að nýjar tillögur til bjargar heimilunum í landinu komi fram í dagsljósið. Fram að þessu hefur verið skortur á slíkum tillögum af hálfu ríkisstjórnarflokkanna, sem þó settu sér það sem forgangsverkefni við myndun ríkisstjórnarinnar. Tillaga Lilju Mósesdóttur er hvorki verri eða betri en þær sem þegar höfðu litið dagsins ljós. Tillaga Lilju segir mér hinsvegar það að stjórnmálamenn og hagfræðingar sjái að þarna er um raunhafa möguleika að ræða.
Nú legg ég til að Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór og Lilja Mósesdóttir eigi með sér fund og fari yfir þessar hugmyndir og útfæri á raunhæfan og eins sanngjarnan hátt og unnt er þannig að það komi sem flestum til góða.
Væri það ekki frábært ef allir stjórnmálaflokkarnir gætu sameinast um slíka aðgerð og legðu saman tillögu á Alþingi þar sem atkvæðagreiðslan færi á þann veg að 63 atkvæði samþykktu tillögu um að bjarga heimilunum í landinu.
![]() |
Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 01:16
Er 20% niðurfærsla skulda raunhæf ?
Ef ég skil hlutina rétt þá er búið að gera ráð fyrir því að verulegur hluti lána hjá Íbúðarlánasjóði og nýju bönkunum muni ekki fást greidd. Þar af leiðandi er búið að færa niður lánasafn þessara stofnana í formi varúðar afskrifta. Með þessari aðferð er ekki gert ráð fyrir því að ríkið leggi krónu í þessar lánastofnanir. Jafnvel þó svo væri þá getum við bókað það að ríkið mun þurfa að koma til móts við lánastofnanirnar og fjölda heimila með beinum og/eða óbeinum hætti, með því að leggja fram milljarða króna.
Ef fólk getur ekki greitt af lánum sínum munu lánastofnanirnar þurfa að leysa til sín fjölda íbúða með ærnum tilkostnaði. Veruleg hætta er á því að fólk lendi á vergangi jafnvel þó svo að fjöldi íbúða sé á lausu. Um leið og fólk upplifir vonleysi og sér ekki neina lausn mála sinna, ef ríkisvaldið heldur áfram að draga lappirnar í því að koma til móts við heimilin í landinu, er hætta á alvarlegri upplausn í landinu.
Það má vel vera að það eigi ekki allir rétt á að fá slíka niðurfærslu, það má skoða það. Við munum ekki finna eina réttláta lausn á málefnum fjölskyldna. Lífið er sjaldnast réttlátt.
Hvað er það sem við viljum sjá í okkar þjáða landi ?? Ég fyrir mitt leyti vil sjá breytingu. Ég vil sjá þjóð sem hefur breytt um hugarfar. Hugarfar gagnvart náunganum, gagnvart verðmætum (peningum og öðrum fjármunum) og breytt hugarfar gagnvart fjölskyldum. Ég vil sjá foreldra annast börnin sín fremur enn að hlaupa eftir gylliboðum um meiri auð með því að vinna meira og hafandi lítinn tíma fyrir börnin. Börnin, fjölskyldan eru hin sönnu verðmæti, þau verða ekki keypt fyrir peninga.
Við verðum að hlúa að fjölskyldum og heimilunum. Ef niðurfelling lána um 20% getur orðið til þess að hjálpa þorra heimila í landinu, þá er mikið til unnið og þó svo að einhverjir sem eiga nóg fyrir ættu ekki að fá neina ívilnun, þá það. Við erum ekki að tala um að þeir sem hafa verið að taka lán upp á hundruð milljóna eða milljarða til að fara í "útrás" eigi að fá afslátt af sínum gjörðum, ég er hér að tala um venjuleg heimili, venjulegar fjölskyldur, fólk sem er að reyna að lifa eðlilegu lífi.
Látum ekki pólitík eyðileggja það fyrir okkur. Þeir sem ætla að nota pólitík til að stöðva þetta mál, vegna þess að það voru ekki réttu aðilarnir sem upphugsuðu þessa lausn, munu fá dóm kjósenda á kjördag.
17.3.2009 | 17:55
Hvernig er hægt að bjarga heimilunum í landinu ?
Í haust tóku menn að hóta því að þeir skildu hætta að borga lánin sín og gefa sig út á guð og gaddinn.
Það er nokkuð ljóst að það er engin ein patent lausn til, ekkert eitt ráð sem myndi duga til að bjarga okkur út úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. En eitt er víst að mjög mörg heimili í landinu eru afar illa stödd.
Stundum þarf að taka ákvarðanir sem geta verið óvinsælar, vafasamar og jafnvel óréttlátar í augum margra. Umræðan um 20% niðurfellingu skulda er nokkuð sem margir vilja sópa út af borðinu og það helst án þess að fjalla um það neitt frekar. Margir vilja meina að sú aðferð væri óréttlát því hún kæmi misvel niður á fólki. Rétt er það, en ég held að við getum ekki fundið fullkomna leið, leið sem væri svo réttlát að allir nytu þeirra til jafns. Það verður aldrei hægt að gera hlutina svo öllum vel líki.
Ég veit ekki hvort þessi leið sé fær, en mér finnst menn vera fljótir til að hafna þessari hugmyndafræði. Hvernig væri að skoða málið, velta því fyrir sér, setja nokkra hagfræðinga og lögfræðinga í nefnd til að kanna hvort þetta sé yfir höfuð gerlegt.
Eitt er víst að ef ekkert gerist og það fyrr en seinna, þá mun illa fara fyrir mörgum heimilum. Ég sé ekki ástæðu til að keyra heimili í þrot eða gera fólki gersamlega ókleyft að borga sínar skuldir, en um það snýst þetta allt saman. Við skulum gæta að því að þegar búið verður að þröngva mönnum út í horn og þeir sjá sér enga undankomu leið, þá er hætt við að menn grípi til örþrifa ráða. Guð forði okkur frá slíku, einstaklingar, fjölskyldur, heimili eru dýrmætari en peningar.
Peningar og fjármunir eiga að vera til okkar vegna, en ekki við þeirra vegna. Peningar eiga að þjóna okkur, en ekki við peningunum. Íslenska þjóðin þarf að fara að temja sér nýja hugsun, er ég þar meðtalinn.
12.3.2009 | 12:16
Gott hjá Jóhönnu
Jóhanna á heiður skilið fyrir að ganga fram fyrir skjöldu er hún bað fyrrum vistmenn Breiðavíkur afsökunar fyrir hönd íslenskara stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar. Þetta er akkúrat það sem Geir H. Haarde átti að gera strax er málið kom upp.
Þakka þér Jóhanna
![]() |
Afsökunarbeiðni vegna Breiðavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 16:31
Þráhyggja Björgvins G.
Björgvin G. Sigurðsson er einn Sandfylkingarmanna sem er haldinn þeirri þráhyggju að íslenska þjóðin verði að ganga í ESB. Það yrði algjört glapræði ef Björgvini og öðrum úr Sandfylkingunni tækist að stofna framtíð íslensku þjóðarinnar í hættu með því að draga okkur inn í þennan óskapnað sem ESB er.
Það vekur furðu mína að Sandfylkingin skuli leyfa sér að tala um lýðræði á sama tíma og þeir vilja ekki leyfa almenningi að kjósa um það hvort við eigum yfir höfuð að fara í aðildarviðræður. Ekki veldur það minni furðu sú staðreynd að fylkingin skuli vilja drösla okkur inn í þessa ófreskju sem er svo fjarri því að vera lýðræðislegt apparat að íbúar ESB eru farnir að efast um tilgang sambandsins.
Lýðræðishjal Sandfylkingarinnar er bara í nösunum á þeim, fylkingin meinar ekkert með því er talað er um lýðræði, það á bara að hljóma vel í eyrum kjósenda. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort búið sé að lofa þeim einhverjum bitlingum í Brüssel.
![]() |
Ný ríkisstjórn um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar