Slökkviliðsmenn skreppa heim í kaffi meðan húsið brennur

Sú fyrirlitning sem byrtist í andsvörum ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna tillagna Framsóknarmanna og Tryggva Þórs Herbertssonar eru svívirðilegar.  Tillögurnar eru kannski ekki fullkomnar, en eru þó umræðugrundvöllur, þær eru einu tillögurnar sem setter eru fram til að koma til móts við heimilin í landinu.  Ekki hefur ríkisstjórnin komið með neitt haldbært, nema ef til vill heimildin til að taka út úr séreignasparnaði, en sú heimild er mjög svo léleg og nær allt of skammt.

Ég hneigist að þeirri skoðun að vegna þess að tillögur þessar komu ekki frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar eða samflokksmanna þeirra, þá eigi að hunsa þær.  Stoltið og hrokinn í stjórnarliðum er slíkur að enginn má fá heiðurinn nema þeir.  Á meðan brenna heimilin og fyrirtækin.

Það er eins og það eigi bara að bíða og sjá til hversu illa fólk fer út úr vandræðum sínum áður en hugað verði að því hvort og eftilvill hvernig verði komið til móts við það.  Hvað varð um slagorðið sem Jóhanna hélt svo mikið á lofti í upphafi þessarar ríkisstjórnar að "slá skjaldborg um heimilin og koma fyrirtækjum til bjargar".  Þessi slagorð eru hljóðnuð, eftilvill gleymd, úr minni Jóhönnu, en fólkið í landinu man og það bíður og bíður og bíður.... 

Þolinmæði fólks er á þrotum, á meðan þjarkar ríkisstjórnin á Alþingi um mál sem ríkisstjórnin var ekki mynduð um, mál sem koma ekki til með að hafa neitt að segja hvað varðar heimili og fyrirtæki.  Það er eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu í einhverjum allt öðrum heimi.  Í öllu þessu virðist sem "Rödd fólksins" sé hljóðnuð, veit ekki hvort hún fékk svona slæmt kvef, allavega verður maður ekkert var við Hörð Torfa og co, ekki kemur hann fram í sjónvarpi ber sér á brjóst og lýsir yfir ást sinni á réttlæti og vanvirðingu sinni á ráðaleysi og spillingu ráðamanna.


mbl.is Tryggvi Þór svarar grein Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Rödd fólksins er alls ekki þögnuð og mótmælafundir halda áfram á Austurvelli hvern laugardag eins og áður. Það er hins vegar skiljanlegt að það sé komin þreyta í suma eftir langan tíma af áföllum og ruglingslegum upplýsingum þar sem fólk velkist í vafa um hvað er hvað og hvað eigi raunverulega að gera.  

Ráðherra sem þú nefnir telur samkvæmt því sem hann sagði á Borgarafundi um daginn að þrátt fyrir efnahagslegt hrun þyrftum við engar áhyggjur að hafa af félagslegu hruni í kjölfarið. Tveimur dögum síðar segir hann í viðtali við Bubba Morthens að fólk verði ekki borið út af heimilum sínum þrátt fyrir að það berist fregnir af fleiri og fleiri gjaldþrotum heimilanna hvern dag.

Kíktu á www.borgarahreyfingin.is og skoðaðu hvað þar er að gerast.

Við megum ekki gefast upp núna það er allt of mikið í húfi og krafan um breytingar mjög skýr.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Katrín. 

Ég verð að játa að ég hef voða lítið orðið var við "Rödd fólksins".  Í vetur var varla sá fréttatími í sjónvarpi að ekki væri talað við Hörð Torfason, í dag veit maður varla hvort sá ágæti maður sé yfir höfuð til !!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.3.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 778
  • Frá upphafi: 162071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband