Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fullveldi þjóðarinnar

Í ályktun aukaársfundar ASÍ afsakið landsfundar Sandfylkingarinnar er eftirfarandi orðalag "...að setja skuli ákvæði í stjórnarskrána sem heimili að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum og alþjóðastofnunum." 

Að hugsa sér það að íslenskur stjórnmálaflokkur, flokkur sem fer fyrir ríkisstjórn landsins skuli leyfa sér að orða þvílíkt bull í áliktunum sínum.  Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hefði slíkt verið kallað landráð.

Það er ekki hægt að taka slíkan flokk alvarlega, hann hlýtur að mála sig út í horn og einangra sig þar.  En það skildi þó ekki vera að Steingrímur J. sé farinn að veiklast í trúnni á sjálfstæði þjóðarinnar.  Hann lætur allavega að því liggja að hann geti samið við fylkinguna um Evrópu málin, en fylkingin lýsti því yfir (allavega Dagur varaformaður, nema að það fari fyrir honum eins og Ágústi Ólafi) að fylkingin ætlaði að sjá til þess að sótt verði um aðild strax eftir kosningar.  Ekki er gert ráð fyrir því að við, þjóðin, fáum nokkuð um það að segja, inn skulum við hvað sem tautar og raular.  Fylkingin skeytir engu hvað þjóðin vill, samkvæmt skoðanakönnunum, þeim er sama um allt og alla, yfirgangurinn er algjör, frekjan og tilætlunarsemin er móðgun við almenna þjóðfélagsþegna.  Kommúnista eðlið er farið að segja til sín þar sem segir: "Við (ríkið) ráðum, okkur er alveg sama um fólkið í landinu". 

Að telja okkur í trú um að við fáum að kjósa um niðurstöðu aðildarviðræðna, er ekkert annað en blekking, því að Sandfylkingin mun halda áfram að beita blekkingum og svikum við þjóðina eins og fylkingin er nú að gera.  Sandfylkingin hefur enga aðra stefnu en þá að ganga í ESB.  Með inngöngu í ESB eigi öll vandamál að hverfa og að engu verða.  Sandfylkingin er ekkert að gera fyrir heimilin, atvinnuvegina, efnahagsmál, peningamál, vaxtamál eða verðtryggingu.  Allt er látið reka á reiðanum því að ESB á að bjarga öllu. 

Ríkisstjórnin hefur neitað að skoða alvarlega þær tillögur sem komið hafa fram sem eru til þess fallnar að bjarga heimilum landsins.  "Það gætu nefnilega einhverjir notið góðs af þeim sem ættu það ekki skilið", þess vegna er betra að láta heimilin og atvinnuvegina fara á hausinn svo að örugglega enginn fái hjálp sem ekki alveg bráð vantar aðstoð.  Þannig má túlka aðgerðar- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Við skulum vona að eitthvað betra komi í kjölfar væntanlegra Alþingis kosninga.

 


Endurheimt eðli

Framsóknarflokkurinn hefur að fullu endurheimt eðli sitt:  Haltu mér slepptu mér eðlið, ég vil en vil samt ekki, er með en er samt ekki með !!!

Framsóknarflokkurinn vildi endilega styðja vinstri stjórnina, en ekki taka neina ábyrgð á henni.  Hann vildi að hún kæmi málefnum hans í gegn, en ekki bera neina ábyrgð á þeim.  Hann vill í ríkisstjórn eftir kosningar, en fær að öllum líkindum ekki að vera með og jafnvel ef svo færi að hann hefði kost á að vera með í ríkisstjórn eftir kosningar er ólíklegt að hann vilji vera með.

Þetta minnir óneitanlega á gamla tíma þegar flokkurinn var opinn í báða enda.  Það blæs hressilega í gegn og enginn innanflokks veit hvaðan að sér stendur veðrið.  Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og eru í mestu vandræðum með að taka afstöðu.

Er að furða að fylgið hrinur af flokknum.  Framsóknarflokkurinn á ekki von á góðu ef hann tekur ekki á sig rögg og tekur afstöðu með eða á móti, er fylgjandi eða ekki.  Eitt er víst að Framsóknarflokkurinn verður skilinn útundan eftir kosningar ef Sandfylkingin og Vinstri grænir ná tilætluðum meirihluta.  Ef SF og VG tekst hinsvegar ekki að ná þeim meirihluta sem þeir stefna að þá verður Framsókn í besta falli varahjól (með sprungið dekk) í endurnýjaðri vinstri stjórn.  Það verður nú meiri sælan, eða hitt þó heldur.

 


Sandfylkingin og ESB

Er ekki kominn tími til fyrir Sandfylkinguna að hætta þessum sandkassaleik.  Sú þráhyggja fylkingarinnar mun að lokum koma íslenskri þjóð á kaldan klaka ef fram heldur sem horfir.  Fylkingamenn  segja að með því að leggja inn umsókn að ESB muni það eitt styrkja efnahags kerfi landsins og álit annarra þjóða á okkur.  Hvílík endemis vitleysa.  Það eina sem fylkingin er að hugsa um er að koma nokkrum krötum á ESB spenann suður í Brussel.  Hvaða hjálp var það fyrir Eystrasaltsríkin að sækja um aðild að ESB ?  hvar standa þau nú ?  Erfiðleikar þessara þjóða hafa vaxið gríðarlega.  Hvað um Írland ?  hvaða skjól hafa þeir fundið í ESB ? akkúrat ekki neitt, þar er enga hjálp að fá, hvorki frá Seðlabanka ESB eða embættismönnum ESB í Brussel sem öllu ráða.

Það er hrein blekking að halda því fram að okkur væri betur borgið í ESB.  Sandfylkingin er loks að koma út úr skápnum þegar þeir álykta "...að setja skuli ákvæði í stjórnarskrána sem heimili að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum og alþjóðastofnunum." 

Þar höfum við það, svart á hvítu, Sandfylkingin er tilbúin að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir óskilgreinda hagsmuni einhverra fylkingarmanna.  Hér er ekki verið að huga að þjóðarhag það er víst.

Ef fylkingunni tekst að drösla okkur inn í ESB erum við að tala um þjóðhagslegt stórslys, vandamál sem ekki verður auðvelt að komast út úr á nýjan leik.  Ætli við getur talið það þjóðarhag að hafa viðloðandi 10 - 14% atvinnuleysi í góðæri og enn meira þegar þrengir að eins og nú er.  Sú er staðreyndin í öllum jaðarríkjum ESB.

Víða í Evrópu er fólk nú þegar farið að velta fyrir sér hvernig þjóðir þeirra geti komist út úr ESB skrímslinu og Evru fjötrunum.

Ef fylkingin vill láta taka sig alvarlega ætti hún að hætta ESB draumórum sínum og fara að snúa sér að því sem skiptir máli, þeim sem snúa að heimilum og fyrirtækjum landsins.

 


mbl.is Samfylkingarfólk sammála um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og Evra

Edda Rós Karlsdóttir sagði á landsfundi Sandfylkingarinnar afsakið, aukaársfundi ASÍ, að umsókn að ESB og upptaka Evru væri engin töfralausn.  Ég hvet hana til að segja Árna Páli, Björgvini B. og öðrum úr Sandfylkingunni frá þessari staðreynd !!! Smile
mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs

Ég er mikið sammála Steingrími þar sem hann segir „Ég held að það skipti engu máli hvort menn eyða of miklu í krónum, dollurum eða evrum.“ 

Það er nefnilega málið, nafnið á gjaldmiðlinum sem við notum skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er hvernig við umgöngumst og meðhöndlum þann gjaldmiðil.

Að halda því fram, eins og sumir gera, að upptaka Evru myndi bjarga íslenskum efnahag er ekkert annað en tálsýn og blekkingar. 


mbl.is Of mikil eyðsla endar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrði að starfsmenn ASÍ séu í Sandfylkingunni

Það er með eindæmum að Framsóknarflokkurinn skuli ekki gera sér grein fyrir því að til þess að gerast starfsmaður ASÍ þarf viðkomandi helst af öllu að vera skráður í Sandfylkinguna og enn betra ef viðkomandi væri í forystu Sandfylkingarinnar.  Að láta sér detta í hug að fara í framboð fyrir annan flokk og það Framsóknarflokkinn er hreint hneyksli !! Shocking
mbl.is Fordæma uppsögn Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna hafnar heimilum og fyrirtækjum um hjálp

Í framboðsræðu sinni á aukaársfundi ASÍ, sem haldinn er til að gefa Sandfylkingarfólki tækifæri á að láta ljós sitt skína, lýsir heilög Jóhanna því yfir að hún hafni heimilum og fyrirtækjum landsins um hjálp.  Er það skjaldborgin sem hún talaði svo fjálglega um í byrjun febrúar ?

 


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitalan lækkar

Það er ekki oft sem það hefur gerst, en nú hefur vísitalan lækkað um rúm 0,59% milli mánaða sem svarar til um ca. 7,2% lækkun vísitölu á ársgrundvelli.  Þetta segir okkur það að um verðhjöðnun hefur verið að ræða frá fyrra mánuði.  Á sama tíma eru stýrivextir 17%. 

Hvar annarsstaðar í heiminum eru vextir 17% á sama tíma og verðhjöðnun á sér stað ?  svarið er einfalt: hvergi.  Ríkisstjórnin sem ætlaði að bjarga öllu fékk útlending til að vera Seðlabankastjóri og stofnaði nýtt peningamálaráð sem átti að vinna faglega að málum og koma öllu í rétt horf, hefur misst niðrum sig buxurnar og hafa opinberað blygðun sína.

Skjaldborgin sem átti að slá um heimilin er að verða að áþján heimilanna.  Kommúnisminn er farinn að segja til sín í ríkisvaldinu.  Verið er að gera heimilin og fyrirtækin svo háð ríkinu að hjúin Jóhanna og Skallagrímur geta brátt fundið sig í hlutverki þeirra sem hafa alræðisvald.  Er það ekki einmitt það sem við öll viljum ? 

Það er ekki nóg með það að vextir eru í hæstu hæðum, heldur er það deginum ljósara að ef sömu flokkar verða saman í ríkisstjórn eftir kosningar munu skattar einnig verða í hæstu hæðum og það sama gildir með atvinnuleysið.

Hvílík dásemd !!!


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drífum okkur að taka upp Evru áður en hún hrinur

Nú keppast margir stjórnmálamenn og aðrir hagsmunaaðilar um að lýsa því yfir að við eigum að taka upp Evru. 

Evran er sá gjaldmiðill sem er allt of hátt skráður, ekki bara gagnvart ISK heldur öllum öðrum gjaldmiðlum.  Það er ekkert á bak bið háa skráningu þess gjaldmiðils.  Evran á aðeins eftir að hrynja og það til grunna.

Allt útlit er fyrir að ýmis Evru lönd eigi eftir að gefa gjaldmiðilinn upp á bátinn, hann er ekki þeim það skjól sem menn vildu vera láta, hann hefur ekki komið þeim að gagni.  Hvaða lönd skyldu þetta vera ?? jú þar má nefna Ítalíu, Írland, Spán, Grikkland, Portúgal og nú eru til að mynda Frakkar mjög óánægðir með Evruna.

Það er ekki nóg að stjórnmálamenn ESB landa reyna að tala lífi í Evruna, eins og íslenskir stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar gerðu gagnvart ISK, fólkið í mörgum Evru löndum hefur misst trú á gjaldmiðlinu.  Evran á eftir að fara sömu leið og ISK, ef hún á þá ekki eftir að fara enn verr út úr því en ISK.  Það er ekkert að gerast í ESB sem gefur tilefni til bjartsýni, akkúrat ekki neitt !!!

Væri það ekki eftir öllu að við tækjum upp Evru og fylgdum henni í fallinu í þann dýpsta pytt sem íslenskt efnahagslíf hefur nokkurn tímann komist í.

Það er kominn tími til að íslenskir kjósendur hafi vit fyrir stjórnmálamönnum þessa lands og láti þá ekki segja sér hvað við viljum.  Ætlum við virkilega að láta þá teyma okkur til slátrunar í ESB ??  Ég segi nei takk !!!

Ég mun fylgjast grannt með stjórnmálamönnum, hverju þeir lofa og hvað þeir eru tilbúnir að standa við. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp þá stefnu að leiða okkur inn í ESB og taka upp Evru, þá mun fylgi hans hrynja.  En við verðum að fá skýr svör frá þeim flokki og eins öðrum flokkum.  Framsóknarflokkurinn er búinn að bindast ástfóstri við ESB eins og Sandfylkingin og Vinstri grænir eru ekki tilbúnir að tala skýrt.

Kjósendur eiga heimtingu á að vita hvað í boði er, ekki eingöngu varðandi ESB aðild heldur hvað varðar efnahagsmál, fjölskyldumál, atvinnumál, skattamál ofl. o.fl.

Það gæti orðið önnur búsáhalda bylting ef stjórnmálaflokkarnir gæta ekki að sér, fólk er mun meira á varðbergi nú en áður.


SF + VG = ríkisstjórn, eftir kosningar ??

Það lítur út fyrir að Sandfylkingin og Vinstri grænir ætli sér í kosningabandalag, eða alla vega að standa saman að myndun stjórnar eftir kosningar.

Kjósendur eiga heimtingu á að vita fyrirfram hvað þessir flokkar eru tilbúnið að gefa eftir hvor um sig til að samstarf þeirra mætti verða að raunveruleika.

  • Er SF tilbúin að gefa eftir aðild að ESB ?? 
  • Eru VG tilbúnir að ganga að kröfum um inngöngu í ESB ?? 
  • Hvað með landbúnaðarmál ?? 
  • Hvað með orkumál ??
  • Hvað með stóriðjumál ??
  • Hvað með sjávarútvegsmál ??
  • Hvað með atvinnumál yfirleitt ??
  • Hvað með heilbrigðismál ??
  • Hvað með menntamál ??
  • Hvað með fjármál ríkisins ??
  • Hvað með skattamál ?? 
  • Síðast en ekki síst, hvað með fjölskyldumál ??

Er ríkisstjórnin sameinuð í því að leyfa vorinu að koma, leyfa sólinni hækka á lofti, leyfa landanum að njóta sumarsins, eða eigum við von á áframhaldandi svartnætti vegna aðgerðar- og hugmyndaleysis ríkisstjórnarinnar þegar kemur að heimilum og fyrirtækjum landsins ??

Það vantar ekki að stjórnarflokkarnir eru með allskonar hugmyndir, út og suður, norður og niður, hugmyndir sem hafa enga þýðingu þegar kemur að raunverulegum vandamálum líðandi stundar.

Ef stjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir að leyfa kjósendum að heyra hvernig þeir ætla í sameiningu að takast á við ofangreindar spurningar, hafa þeir ekkert á þing að gera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband