Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er verið að hvetja fólk til greiðsluverkfalls ?

Steingrímur J. virðist halda að verið sé að hvetja fólk til greiðsluverkfalls, en staðreyndin er sú að fólk sem getur ekki borgað borgar ekki og enn aðrir sem upplifa að brotið hafi verið á þeim, fyrst og fremst af hálfu bankanna, er að gefast upp á að borga.  Fasteignasalar og bílasalar otuðu erlendum lánum að fólki ásamt bönkunum.  Fasteignasalar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja, beint og óbeint með því að tala fasteignaverð upp úr öllu valdi og þar með eiga þeir mikinn þátt í því að hafa komið fasteignamarkaðnum í þær ömurlegu hæðir sem hann komst í.

Fólk missti sig í neyslunni, það er staðreynd.  Það tóku flestir ef ekki allir þátt í því að einhverju leiti, hvort sem menn viðurkenna það eða ekki, við vildum öll vera með.  En það rýrir ekki þá staðreynd að heimilin eru kominn í þvílíkan vanda að ekki verður framhjá því litið lengur.  Samt sem áður, þó að Steingrímur segist skilja stöðu fólks, þá er ekki hægt að sjá það á verkum hans eða samstarfsmanna hans í ríkisstjórn.  Ríkisstjórnin vill bara að almenningur haldi áfram að láta valta yfir sig og láta það gott heita.

Hvað varð um jafnaðarmennskuna, samkenndina, félagshyggjuna ?  eru þessar upphrópanir vinstrimanna foknar út í veður og vind ???  Hvar er samhjálpin ???  Hún finnst ekki hjá Vinstri grænum, hún finnst ekki hjá Sandfylkingunni, flokkunum sem notað hafa þessi hugtök mest og stært sig af hugtökunum.  Það er ekki nóg að nota fögur orð ef athafnirnar fylgja ekki með.

Sagt er að kínverskt spakmæli hljóði svo:  "Verk þín tala svo hátt að ég heyri ekki hvað þú segir".  Það má snúa þessu upp á ríkisstjórnina og segja:  "Athafnaleysi ykkar talar svo hátt að við heyrum ekki hvað þið segið".

Í þrjá mánuði hefur ríkisstjórnin verið við völd, hún var mynduð til að slá "skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum".  Hverjar hafa efndirnar verið ?  Í dag hrópar landslýður eftir aðgerðum, fólkið kallar á hjálp, en ráðherrarnir í sínum fílabeinsturni heyra ekki, sjá ekki og er alveg sama.  Ríkisstjórnin er ráðalaus, hún hefur engin úrræði og allar raunhæfar tillögur sem koma á þeirra borð eru afgreiddar sem arfavitlausar.  Þessi ríkisstjórn á eftir að verða dæmd og kölluð Hin arfavitlausa ríkisstjórn !!!

 


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 misstu vinnu á Suðurnesjum

Með aðgerðarleysi sínu er ríkisstjórnin hægt og bítandi að kæfa allt atvinnulíf í landinu og hneppa þegnana í ánauð vonleysis og uppgjafar.

Ekki var það uppörvandi að hlusta á Gylfa ráðherra í Kastljósinu í kvöld, óbeint eru stjórnvöld að ögra þeim sem eru í vonlausri stöðu.  Ef Gylfi hefur ekki upp á annað að bjóða en að segja fólki bara að halda áfram að borga og borga og borga og bæta 30 til 40 árum við lánin sem það ætlaði að borga upp á 25 til 40 árum.  Með aðferð Gylfa að leiðarljósi kemst fólk aldrei, aldrei undan skuldum sínum, það mun bara eyða ævinni í að borga til að halda fjármagnseigendum uppi, því að þeir mega ekki missa krónu af sínum auð.  Þetta var boðskapurinn í hnotskurn.  Vel á minnst, Gylfi getur sofið rólegur á nóttunni, hann fær sín laun greidd um hver mánaðarmót og það enga smáaura, engar atvinnuleysisbætur 160 þúsund krónur og eiga síðan efir að greiða allar skuldir og halda heimili.

Gylfi og Jóhanna var fólkið sem þjóðin hafði trú á þegar minnihlutastjórnin var mynduð.  Nú hefur fólkið misst trúna á þeim !!!

Það væri fróðlegt að sjá nýja skoðunarkönnun er sýndi fylgi við ríkisstjórnina.

 


mbl.is 100 misstu vinnu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna vill hafa fast land undir fótum...

...á meðan svífur almenningur um í tómarúmi óvissunnar og öryggisleysis.

Slagorð Sandfylkingarinnar fyrir kosningar var "vinna og velferð".  Var einhver meining á bak við þetta slagorð ?  var það ekki bara enn ein tilraun fylkingarinnar til að slá ryki í augu fólks ?  tilraun sem því miður tókst, og nú blæða heimilin Angry

 


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Magnússon er ekki með á nótunum

Í frétt á mbl.is segir: "Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir varla hægt að hugsa sér hvað því fólki gangi til, sem hvetji annað fólk til að hætta að borga af lánunum sínum. Slíkt geti í langflestum tilfellum ekki þjónað hagsmunum annarra en innheimtulögfræðinga."

Fyrirsögn fréttarinnar segir svo: "Flestir geta staðið í skilum".  Það má vel vera að flestir geti staðið í skilum, en það eru mjög margir og þeim fer fjölgandi sem geta ekki greitt af lánum sínum.  Aðrir eru þeir sem sjá ekki lengur ástæðu til að greiða af lánum sínum, þar sem þeim er misboðið af lánastofnunum og ekki síður af ríkisstjórn Íslands.  Ráðherrarnir koma fram við þjóðina af þvílíkum hroka að fólki er nóg boðið.

Það er kominn tími til að ráðherrar og þingmenn fari að vakna og sinna þjóðinni, fólkinu í landinu og þeim vandamálum sem heimili og atvinnuvegir landsins eru að glíma við, hætta að stinga hausnum í sandinn, lokandi augum og eyrum fyrir ákalli þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin og Alþingi Íslendinga verður að fara að vinna og það strax.  Aðgerðir hingað til eru ekki að skila neinum árangri, ríkisstjórnin verður að fara að opna augun.

Ef við fáum yfir okkur annað hrun eins og ýmsir eru að spá fyrir um, þá verður það hrun á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar, þá dugar ekki að benda á þá sem voru við völdin fyrir tíð minnihlutastjórnarinnar.


 


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkert liggur á það er nægur tími"...

...sagði Jóhanna Sigurðardóttir um daginn, "það er starfandi stjórn í landinu".

Jóhanna Sigurðardóttir gefur lánþegum í vanda, þjóðinni allri og lýðræðinu langt nef.  Nú hefur hún völdin og lætur vita af sér.  Henni er skítsama um allt og alla, því nú er það hún sem ræður.

Í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna í kvöld birtist hið rétt eðli Jóhönnu, hrokinn og lítilsvirðingin sem allir héldu hana ekki hafa opinberaðist í öllu tali hennar og látbragði.  Hótanir í garð þeirra sem eru að gefast upp á að borga skuldir sínar, sýna hversu veruleikafirrt hún er og hversu litla samúð hún hefur með fólki í vanda.

Á sama tíma og Jóhanna segir að tíminn sé nægur, leggur hún ofurkapp á að sótt verði um aðild að ESB og það helst strax.  Hún sagði um daginn í því sambandi að það gæti hugsast að þingið kæmi að því máli.  Það var nefnilega það, kannski þingið fái eitthvað um málið að segja Enn birtist hrokinn sem Jóhanna hefur bælt niðri í öll þessi ár, nú er hið rétta eðli Jóhönnu að koma upp á yfirborðið.

Í nýliðnum kosningum var fólk ekki að kjósa um aðild að ESB.  Hefði svo verið hefði Sandfylkingin einangrast algerlega, en nú ætlar Jóhanna að sæta lagi og troða okkur inn í bandalagið sem þjóðin vill ekki kenna sig við.  Það sem verra er er að Jóhanna ætlar að sniðganga þjóðina og með landráði fara sínu fram án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja.

Jóhanna skal gæta sín á því að þjóðin mun ekki sætta sig við slíkan yfirgang !!!!

 


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnarflokkarnir sýna værukærð

Á meðan heimilin eru að gefast upp á greiðslubyrðinni taka ríkisstjórnar flokkarnir sér góðan tíma til að funda yfir kaffi og kökum.  Hvað skildu þau vera að fjalla um ?  voru þau ekki búin að leggja línurnar fyrir kosningarnar, nema ESB ?  Fundarefnið virðist allavega ekki lúta að því að bjarga einu eða neinu hér á landi.  Sennilega fer öll umræðan í það hvernig Sandfylkingin ætlar að bjarga ESB út úr þeim vandræðum sem þeir (ESB-ríkin) hafa komið sér í.

Hvað ætli Jóhanna og co. geri ef fólkið og fyrirtækin í landinu hætta að borga skuldir sínar ?  Ekki bara bankalánin heldur orkureikninga, krítarkortin, fjölmiðla, tryggingar, fasteignagjöldin og allt annað en brýnustu nauðsynjar.

Er þetta virkilega eitthvað sem þarf að gerast til þess að stjórnvöld vakni til lífsins ?

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Arnbjörnsson og ESB

Er Gylfi Arnbjörnsson virkilega tilbúinn að fórna öllu því sem áunnist hefur í baráttu verkalýðs-félaga í gegnum tíðina með því að ganga í ESB.

Það er ótrúlegt að hann skuli leyfa sér í nafni ASÍ að tala á þeim nótum að ESB muni bjarga öllu hér á landi.  Hann þykist hér tala fyrir meirihluta aðila að sambandinu, en staðreyndin er sú að meirihluti ASÍ meðlima er andvígur inngöngu í ESB. 

Talandi um lægri vexti, þá skal á það minnt að flokksformaður Gylfa í Sandfylkingunni kom því til leiðar að norskur Sandfylkingarmaður var ráðinn Seðlabankastjóri og er það í hans hendi að lækka vextina svo um munar, það þarf ekki að ganga í ESB til þess.

 


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna í Frakklandi

Frakkar verða seint sakaðir um að láta bjóða sér hvað sem er.  Franskir bændur og sjómenn eru ötulir mótmælendur þegar að því kemur að verja rétt sinn.  Ef þeim finnast bændur og eða sjómenn annarra ESB ríkja fá betri aðkomu að mörkuðum en þeir sjálfir eða þeir verða undir í einhverjum tilteknum málum, þá koma bændur á traktorum sínum með vagna í eftirdragi fulla af tómötum eða skít og setja allt á annan endann í miðri París.  Sama má segja um sjómennina þeirra, þeir loka höfnunum svo enginn geti farið þar um, hvorki skip eða ferjur og hætta ekki fyrr en hlustað er á þeirra sjónarmið.

Hvað gerum við íslendingar ?  jú, við viðhöfðum svokallaða búsáhaldabyltingu til að koma ríkisstjórn og Seðlabankastjórum frá völdum.  Ný ríkisstjórn var myndið, en með sama fólki að hluta til, nýr Seðlabankastjóri ráðinn jafnvel þó brotið væri á stjórnarskránni.  Ríkisstjórnin hefur ekkert gert af því sem krafist var í byltingunni nema að reka Seðlabankastjórana og nýi Seðlabankastjórinn er engu betri en þeir sem fyrir voru.  Er þetta boðlegt ?  er þetta það sem fólk er sátt við ?  ja, það kaus þessa höfðingja yfir sig aftur og enn er þetta fólk sem nú stjórnar landinu í tómum vandamálum.

Jóhönnu forsætisráðherra finnst eðlilegt að brotið sé á sjálfsögðum lýðræðislegur rétti þegna landsins að kjósa um það hvort sækja skuli um aðild að ESB.  Þeirri afdrifaríku ákvörðun vill hún ekki treysta þjóðinni fyrir, því hún veit væntanlega sem er að þjóðin mundi hafna henni.  Jóhanna vill taka þessa ákvörðun upp á eigin spýtur og þar með framkvæma landráð sem þjóðin mun ekki sætta sig við.

Sandfylkingin getur ekki og má ekki brjóta á stjórnarskrárlegum rétti íslensku þjóðarinnar, það verður ekki liðið.

Við, eins og frakkar látuð það ekki líðast að valtað sé yfir okkur.

 


mbl.is Spenna í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þurfa þau langan tíma ?

Í aðdraganda kosninga mátti skilja á Sandfylkingu og Vinstri grænum að þau gengju bundin til kosninga.  Ég hefði haldið að eftir áttatíu daga stjórnarsetu ættu þau Jóhanna og Steingrímur að vita nokkurn vegin hvert stefndi og hvert sameiginlegt markmið þeirra væri og "skjaldborgin" o.fl. sem þau voru að vinna að væru þau sameinuð um.  Ég hélt satt best að segja að þau vissu fyrir kosningar hvert þau stefndu, nema kannski í ESB-málinu. 

Nú segir Jóhanna að það sjái ekki enn í land og það gæti enn tekið nokkra daga að koma nýrri stjórn saman.  Þetta segir mér bara eitt, það er ágreiningur á milli stjórnarflokkanna og sá ágreiningur er ekki bara um ESB.  Það virðist vera einhver pirringur á milli þeirra skötuhjúa, en þau reyna að láta sem minnst á því bera. 

Jóhanna á hinsvegar erfitt með að leyna því, hún er of augljós.

 


Enn ósætti um ESB-málið ?

Hvaða flokkar, aðrir en Sandfylkingin, treysta sér til að bera ábyrgð á því að troða íslenskri þjóð inn í Evrópusambandið, með öllum þeim göllum sem því fylgir ?  Eru stjórnmálamenn þessara flokka tilbúnir að standa frammi fyrir þjóðinni, þegar í ljós kemur að innganga í ESB var mesta feigðar spor fyrir okkur, játa yfirsjónir sínar og biðjast afsökunar ?  Hvernig gætu þessir sömu aðilar endurgoldið þjóðinni lýðræðishallann, ósjálfstæðið, atvinnuleysið og óafturkræfan og varanlegan efnahagsvanda ?

Sandfylkingin og aðrir ESB sinnar annaðhvort sjá ekki kostnaðinn við að ganga inn í ESB og er ég þá ekki að tala um sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða orkumálin, heldur bara það sem snýr beint að fólkinu í landinu, eða hafa einhverjar aðrar hvatir sem standa gegn hagsmunum almennings.  Ég velti því gjarnan fyrir mér hvort þessir aðilar hafi einhverja sérhagsmuni í ESB löndum sem þeir telja vega þyngra en hagsmunir íslenskrar þjóðar.

Lýðræðishallinn er nú þegar farinn að birtast í tali Jóhönnu Sigurðardóttur. Þó hún tali um lýðræði í einni setningunni telur hún það arfa vitlaust að viðhafa tvennar kosningar.  Hún verður að átta sig á því að um fjöregg þjóðarinnar er að ræða og þjóðin vill hafa um það að segja hvort yfir höfuð verði sótt um aðild að ESB og við leggjum lýðræði okkar og sjálfstæði í hendur annarra þjóða.  Sandfylkingin virðist hinsvegar telja Sovétlýðræði vera nógu gott fyrir okkur Íslendinga.

Vona ég svo sannarlega að Steingrímur og VG flokkurinn hans standi í lappirnar gegn Sandfylkingunni og láti ekki knésetja sig og íslenska þjóð um leið.  Það sama á við um aðra flokka á þingi, þjóðarhagur er það sem þeir hafa skuldbundið sig að bera fyrir brjósti, en ég á ekki von á slíkri ábyrgð af hendi Sandfylkingarinnar.

Það eru ekki nema rúm 90 ár síðan íslenska þjóðin varð fullvalda ríki og rétt tæp 65 ár síðan við hlutum lýðræði.  Að kasta því fyrir róða fyrir skammvina hagsmuni fárra er hið mesta böl.  Hafi þeir skömm fyrir sem að slíku standa.

 


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband