Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mister Brown

Ég held að Mr. Brown (Hr. Brúnn) beri nafn með rentu þessa dagana, hann er búinn að gera langt upp á bak og er í djúpum skít.  Hr. Brúnum finnst við hæfi að sparka í íslenska þjóð þar sem hún liggur flöt eftir áföllin sem á henni hafa dunið, slíkt hefur ekki þótt karlmannlegt hingað til.  Vandræðagangur Hr. Brúns er ekki hvað síst honum sjálfum að kenna, hann er búinn að klúðra efnahag bresku þjóðarinnar og svo eru líkur á að hann hafi með vafasömum hætti fengið fé frá breska ríkinu fyrir sjálfan sig og/eða bróður sinn.

Hins vegar held ég að Hr. Brúnn sé ekki alveg að fara með rangt mál þegar hann segist vera að ræða við AGS um endurgreiðslur íslensku þjóðarinnar til Breta vegna IceSave, þó hann hafi ruglast á Landsbankanum sem er á ábyrgð íslenskra aðila og Kaupþingsbankanum sem er á ábyrgð breska ríkisins.

Hvort Össuri takist að beina athyglinni að klúðri Hr. Brúns og frá þumalskrúfu AGS á íslensku þjóðina, verður að koma í ljós, en krafa íslensku þjóðarinnar er að ríkisstjórnin með Jóhönnu, Össur og Steingrím J. segi þjóðinni allan sannleikan um AGS, kröfu hans á íslendinga og stöðu okkar gagnvart IceSave málinu.  Þau verða einnig að gera sér grein fyrir því að íslenska þjóðin mun ekki líða það að hún verði látin borga skuldir óreiðumanna.

 


mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spor í rétta átt hjá VG

Vinstri grænir eru farnir að átta sig á því að það er lífsnauðsyn að lækka höfuðstól lána.  Hugmyndir þeirra ganga þó of skammt í þeim efnum, þeir vilja halda íbúðarlánum í toppi, eða í sömu upphæð og verðgildi fasteigna eru, hverjar svo sem þær upphæðir eru.

Það verður erfitt að átta sig á hvert raunvirði fasteigna er og mun ekki koma í ljós fyrr en fasteignamarkaðurinn lifnar við.  Fasteignamarkaðurinn mun ekki lifna við fyrr en hjól efnahagslífsins fara að snúast á ný.  Fasteignamarkaðurinn mun heldur ekki lifna við ef fasteignir eru veðsettar í topp.  Fólk sem þarf að skipta um húsnæði, vegna stækkandi fjölskyldu eða til að minnka við sig og er með fasteign sem er toppveðsett getur ekki hreyft sig, það er fjötrað í "sinni" íbúð.

Þetta eru spor í rétta átt Vinstri grænir, en meira þarf ef duga skal.

 


mbl.is Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown uppljóstraði leyndarmáli

Gordon Brown talaði af sér í dag, kemur reyndar ekki á óvart, álagið á blessuðum manninum er þvílíkt.  Á breska þinginu sagðist hann vera að krefja AGS svara um hversu hratt íslenska þjóðin geti endurgreittIceSave.  Það var nefnilega það. 

Er ríkisstjórnin, sú sem nú er við völd og sú sem var við völd í haust, að leyna þjóðinni einhverju ?  Flestir hafa gert sér grein fyrir því að slíkt er í gangi, en með yfirlýsingum Browns í dag er það staðfest að AGS er hér fyrir bresku ríkisstjórnina en ekki fyrir íslenska þjóð.

Þessi staðreynd gefur fullt tilefni til að reka AGS úr landi og afþakka alla þeirra aðkomu að endurreisn efnahagslífs okkar, við getum gert það sjálf án þeirra hjálpar.  AGS hefur gert illt verra hvar sem þeir hafa komið að málum og hví skildi það verða öðruvísi hér ?

Takk fyrir hreinskilnina Mr. Brown.

Þessu til viðbótar væri rétt að reka norska Seðlabankastjórann, hugur hans stendur ekki til þess að hjálpa þjóðinni, það er ljóst, allavega ekki fólkinu í landinu eða atvinnulífinu.  Að hafa raunstýrivexti yfir 5% er mjög svo óeðlilegt.  Stýrivextir ættu í hæsta lagi að vera á bilinu 5 - 5,5%, annars hallast ég að því sem Vilhjálmur Egilsson sagði í dag, en hann sagði: "...í stað þess að lækka stýrivexti um 2,5% ætti að lækka stýrivexti niður í 2,5%".  Ég held að Vilhjálmur hafi nokkuð til síns máls, hví ekki að fá hann í stól Seðlabankastjóra ?  hann yrði ekki verri en norðmaðurinn og ráðning hans bryti ekki í bága við stjórnarskránna.

 


Hneyksli - hneyksli - hneyksli

Enn og aftur veldur norski Sandfylkingar Seðlabankastjórinn vonbrigðum og hneykslan.  Eftir vaxtahækkun Seðlabankans eru raunstýrivextir 4,5% þ.e. vextir umfram verðbólgu, á sama tíma er verðbólga á hraðri niðurleið.

Á bloggi mínu 17.apríl undir fyrirsögninni "Stýrivextir verða áfram háir" vitna ég í ræðu Seðlabankastjórans norska sem lofaði okkur áframhaldandi háum vöxtum.  Greinilegt er að norski Sandfylkingarmaðurinn ætlar að standa við þau loforð.  Jóhanna Sigurðardóttir sagði um daginn að hún teldi að stýrivextir verði komnir niður í 3% um áramótin.  Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að bíða til áramóta eftir að vextir komist í 3%.  Strax nú síðsumars eða snemma hausts þurfa vextir að verða komnir í sömu tölu og hjá nágrannaþjóðum okkar.  Við getum ekki beðið lengur, vextirnir verða að lækka mun hraðar, um líf og dauða er að tefla, heimili og atvinnuvegir geta ekki beðið lengur.

Stýrivextir ættu núna að vera 5,5% að hámarki og vera komnir niður í 1,5% í september byrjun.

Nú þarf Jóhanna Sigurðardóttir að losa okkur við þennan Seðlabankastjóra og setja inn mann sem hefur bein í nefinu og lætur af að kúga þjóðina.

 


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þumalskrúfa AGS til góðs ?

Er það til góðs að AGS setji þumalskrúfu á okkur íslendinga ?  er sú aðgerð til þess að hjálpa okkur eða einhverjum öðrum ?  er með þeirri aðferð verið að hjálpa íslenskri þjóð út úr þeim erfiðleikum sem hún er komin í ?  eða er verið að vernda hagsmuni annarra ?

Íslenska þjóðin hefur ekki fengið að vita hverjir skilmálar AGS eru, en hún á að taka fullan þátt í þeim aðgerðum sem lagðar eru á hana.  Við skulum ekki gleyma því að AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur komið að málum, verður það nokkuð öðruvísi hér ???

Um allan heim eru lánadrottnar að taka á sig miklar afskriftir vegna vanhugsaðra útlána þeirra.  Er nokkuð óeðlilegt að þeir taki á sig helming eða að fullu þau vanhugsuðu útlán sem þeir veittu íslenskum útrásarvíkingum.  Það er ósanngjarnt að láta íslenskan almenning taka á sig skuldbindingar víkinganna.

Þegar ég tek lán ætlast ég ekki til að nágranni minn, sem hvergi kom nærri, borgi fyrir mig.  Ég er hræddur um að það yrði talið óréttlátt ef nágranni minn yrði krafinn greiðslu vegna þeirra skuld sem ég hef stofnað til og ég hef ekki getað borgað.  En nú er íslenska þjóðin krafin um greiðslur vegna skulda sem hún stofnaði aldrei til og hverjir eru það sem ætla að þvinga þjóðina til að borga ?  AGS og ESB.

Þurfum við ekki að fara að skoða þessi mál upp á nýtt og segja: hingað og ekki lengra.

 


mbl.is Þumalskrúfur og vinarklær AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem gera þarf til að koma hjólunum í gang á ný

Ef hjól efnahagslífsins eiga að fara í gang á ný þarf að taka djarfar ákvarðanir.  Þessar ákvarðanir þurfa að lúta að því að þær komi sem flestum að notum.  Þó má gera ráð fyrir því að einhverjir verði ekki sáttir og ekki víst að öllum líki, en heildar hagsmunir og hagsmunir heimilanna hljóta að hafa forgang.

Enginn gerir ráð fyrir því að allar aðgerðir verði gallalausar, eða að allt verði gott á augabragði, en krafa fólks er sú að gripið verði til raunhæfra aðgerða, en skortur hefur verið á slíku af hendi ríkisstjórnarinnar.

En hvað þarf að gera ? Hér á eftir er beinagrind að tillögu um það sem gera þarf.

  1. Lækka stýrivexti strax niður fyrir 5% og síðan áframhaldandi lækkun þar til við verðum komin á sömu slóðir í þeim efnum og nágrannaþjóðir okkar.
  2. Færa öll lán niður um 25% og eftir því hversu illa fólk og fyrirtæki eru sett allt að 80%.   Það væri á ábyrgð lánþega að leita eftir niðurfellingu umfram 25%.  Settur yrði á stofn starfshópur er sæi um að yfirfara slíkar beiðnir og koma með bindandi tillögur um frekari niðurfellingu eða höfnun, eftir því sem við á.
  3. Gjaldeyrislán verði lögð af, þeim breytt í krónulán miðað við lántökudag og beri breytilega vexti.  Sama niðurfelling og getið er í lið 2 eigi við um gjaldeyrislánin.
  4. Verðtrygging verði lögð af miðað við s.l. áramót.  Staða lána um s.l. áramót að frádreginni niðurfærslu verði látin ráða nýjum eftirstöðvum.
  5. Bankarnir fari að virka og veita eðlileg bankaviðskipti fyrirtækjum og heimilum.
  6. Gjaldeyrishöft afnumin.
  7. Lífeyrissjóðir verði sameinaðir í einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
  8. Nýr lífeyrissjóður landsmanna taki yfir tvo af ríkisbönkunum og sameini í einn.
  9. Gera þeim aðilum kleift að hefjast handa sem huga að byggingu álvera í Helguvík og á Bakka.  Eins þarf að liðka til fyrir þeim sem hafa áhuga á annarri starfsemi, s.s. netþjónabú og hvaða önnur starfsemi sem er er kallar á mannafla til starfa. 

Útfæra þarf suma þessara liða frekar eins og t.d. hvað lífeyrissjóðina varðar og aðkomu þeirra að bankakerfinu.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju og má eflaust bæta ýmsu við þennan lista.

Ef farið yrði strax í að framkvæma fyrstu þrjá til fjóra liðina, myndi skapast svigrúm hjá mörgum sem myndi nýtast í að koma hjólunum í gang.  Það tæki síðan nokkrar vikur eða mánuði að sjá jákvæðar afleiðingar þessa og nokkur ár þangað til við sjáum verulegan ávöxt af aðgerðunum.

Eitt er það sem þarf að huga vel að í upphafi næstu uppsveiflu og það er það að komið verði í veg fyrir óeðlilega hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.  Það má ekki gerast að allt fari upp úr öllu valdi á nýjan leik, það verður að hafa taum á verði húsnæðis og jafnvel verður að setja lög eða reglur er hamla óeðlilegri hækkun eins og átti sér stað á s.l. árum.

 


Fjármálaráðherrar ESB-ríkja segja botninum sé náð

Á sama tíma og fjármálaráðherrar ESB-ríkja segja að botninum sé náð eru spár uppi um að niðursveiflan í ár verði helmingi meiri en áður hefði verið áætlað og atvinnuleysi mun meira.  Á næsta ári mun niðursveiflan halda áfram og fjölgun þeirra sem verða atvinnulausir.  Björgulegt það, eða hitt þó heldur. 

Neyðarsjóður sem settur var á stofn s.l. haust til að bjarga ESB-ríkjum í neyð hefur nú verið tvöfaldaður, fór úr 25 milljörðum evra í 50 milljarða.  Hverjir eru það sem leggja til fé í þennan sjóð ?  jú, það eru ESB-ríkin sem flest eru komin að fótum fram og hafa ekki efni á að borga.

ESB-ríkin eru iðin við að segja þegnum sínum að allt sé í himna lagi, en á sama tíma eru blikur á lofti sem segja annað.  Útlitið í ESB-löndunum er síður en svo gott.  Allt bendir til þess að kreppan í Evrópu eigi eftir að dýpka enn frekar.  Þegar það gerist og fólk hefur ekki lengur til hnífs og skeiðar þá er voðinn vís.  Þá er hætta á því að það sem ESB var upphaflega stofnað til, þ.e. að koma í veg fyrir stríð í Evrópu, muni einmitt gerast.  Þá er ég ekki endilega að tala um stríð milli ríkja innan ESB, heldur stríðsástand í ríkjunum sjálfum.

Það yrði hræðilegt og vona ég svo sannanlega að það komi ekki til slíks.

 


mbl.is ESB tvöfaldar björgunarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar í vanda

Sandfylkingin í Bretlandi er búinn að koma þjóðinni í þvílíkan vanda að líkur eru á að gamalmenni verði að halda þjóðfélaginu gangandi og sjá um að greiða niður skuldirnar sem Brown og Sandfylkingin hans eru búin að koma þjóðinni í.

Mesti efnahagsvandi Breta er Brown og breska Sandfylkingin.  Þess má geta að nokkrir meðlimir í íslensku Sandfylkingunni eru einnig meðlimir í bresku Sandfylkingunni og hafa stært sig af því.

 


mbl.is Þyrftu að vinna til sjötugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi ASÍ formaður vill bráðaaðgerðir á morgun

Hvenær vaknaði Gylfi Arnbjörnsson af værum blundi kosningavímunnar ?  var það þegar martröð þeirrar sömu vímu fór að síga á og það laukst upp fyrir honum að flokkurinn hans og hann sjálfur voru að missa tiltrú fólksins í landinu ?  Laukst það upp fyrir honum er hann hélt 1.maí ræðu sína og hópur fólks púaði á hann og hélt uppi spjöldum með slagorðum gegn honum ? 

Er Gylfi Arnbjörns. eini Sandfylkingarmaðurinn sem er að vakna til lífsins og sjá að fylkingin hans, flokkurinn sem hann dáir og hann hefur hampað í formannsstóli sínum í ASÍ, er á villigötum ?  Flokkur fólksins sem vinnur gegn landsmönnum og gerir lítið úr fólki í vanda.

Það er gott til þess að vita að augu Gylfa eru að opnast eftir að hafa sofið á verðinum, vonandi vaknar fleira Sandfylkingarfólk.

 


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás víkinganna

Á meðan útrásarvíkingarnir eru ýmist að sóla sig á hvítum ströndum Tortilla-eyja, eða sötrandi dýr vín á svítum rándýrra hótela stórborganna, keyrandi um á eðalvögnum sem meðaljóninn lætur sig ekki einu sinni dreyma um að aka, eða lætur sér líða vel í penthouse íbúðinni sinni í dýrasta hverfi stórborgar, nú eða siglir um hin víðu höf í glæstum snekkjum, þá eru það hinir atvinnulausu og þeir sem hafa tekið á sig launaskerðingu, þeir sem dirfðust að kaupa þak yfir höfuðið eða keyptu sér ökutæki til að komast leiðar sinnar sem þurfa nú að halda víkingunum uppi. 

Ekki má hrófla við víkingunum, þeir eru friðhelgir, á meðan er það almenningur á Íslandi, sem blæðir.  Almenningur má ekki hætta að greiða af lánum sínum því þá gæti farið svo að víkingarnir hafi ekki nóg fyrir sig, það yrði skelfilegt.  Aumingjans mennirnir yrðu að taka upp á því að kaupa sér ódýr vín í staðin fyrir hin dýru, vinir stjórnmálamanna, lögfræðinga og dómara.  Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda, hvar myndu blessaðir mennirnir lenda ef allt færi á versta veg bara vegna þess að íslenskur almenningur er svo ósvífinn að heimta af þeim nokkra milljarða.

Aumingja Jón Ásgeir sem hefur losað nokkra sparisjóði við óæskilegt fé sitt með því að flytja það úr landi svo það væri nú ekki að þvælast fyrir neinum.  Það yrði nú svakalegt ef hann þyrfti að fara að lifa af eigin fé, bara vegna þess að íslenska þjóðin tæki upp á því að arðræna hann af því sem hann var búinn að losa þjóðina undan.

Það er með eindæmum hvað almenningur á Íslandi er heimtufrekur, að hann skuli ekki bara sætta sig við það að vera tuskan undir fótum víkinganna, stjórnmálamannanna og vina þeirra, það er bara eins og fólk haldi að það geti lifað sjálfstæðu lífi án tillits til Elítunnar.

Enn sú ósvífni !!!  Blush

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband