Enn ósætti um ESB-málið ?

Hvaða flokkar, aðrir en Sandfylkingin, treysta sér til að bera ábyrgð á því að troða íslenskri þjóð inn í Evrópusambandið, með öllum þeim göllum sem því fylgir ?  Eru stjórnmálamenn þessara flokka tilbúnir að standa frammi fyrir þjóðinni, þegar í ljós kemur að innganga í ESB var mesta feigðar spor fyrir okkur, játa yfirsjónir sínar og biðjast afsökunar ?  Hvernig gætu þessir sömu aðilar endurgoldið þjóðinni lýðræðishallann, ósjálfstæðið, atvinnuleysið og óafturkræfan og varanlegan efnahagsvanda ?

Sandfylkingin og aðrir ESB sinnar annaðhvort sjá ekki kostnaðinn við að ganga inn í ESB og er ég þá ekki að tala um sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða orkumálin, heldur bara það sem snýr beint að fólkinu í landinu, eða hafa einhverjar aðrar hvatir sem standa gegn hagsmunum almennings.  Ég velti því gjarnan fyrir mér hvort þessir aðilar hafi einhverja sérhagsmuni í ESB löndum sem þeir telja vega þyngra en hagsmunir íslenskrar þjóðar.

Lýðræðishallinn er nú þegar farinn að birtast í tali Jóhönnu Sigurðardóttur. Þó hún tali um lýðræði í einni setningunni telur hún það arfa vitlaust að viðhafa tvennar kosningar.  Hún verður að átta sig á því að um fjöregg þjóðarinnar er að ræða og þjóðin vill hafa um það að segja hvort yfir höfuð verði sótt um aðild að ESB og við leggjum lýðræði okkar og sjálfstæði í hendur annarra þjóða.  Sandfylkingin virðist hinsvegar telja Sovétlýðræði vera nógu gott fyrir okkur Íslendinga.

Vona ég svo sannarlega að Steingrímur og VG flokkurinn hans standi í lappirnar gegn Sandfylkingunni og láti ekki knésetja sig og íslenska þjóð um leið.  Það sama á við um aðra flokka á þingi, þjóðarhagur er það sem þeir hafa skuldbundið sig að bera fyrir brjósti, en ég á ekki von á slíkri ábyrgð af hendi Sandfylkingarinnar.

Það eru ekki nema rúm 90 ár síðan íslenska þjóðin varð fullvalda ríki og rétt tæp 65 ár síðan við hlutum lýðræði.  Að kasta því fyrir róða fyrir skammvina hagsmuni fárra er hið mesta böl.  Hafi þeir skömm fyrir sem að slíku standa.

 


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

heill og sæll Tómas

ég legg til 4 þrepa leið:

1 Drífum okkur í að fara í aðildarviðræður, enda eru Svíar að fara að taka við leiðtogahlutverkinu í ESB og undir þeim aðstæðum er líklegra að ná góðum samningi.

2 Á sama tíma verður sett á stofn fræðsluskrifstofa evrópumála sem má auðveldlega manna nýútskrifuðu háskóla fólki sem er í vanda með að fá vinnu við hæfi. Hún yrði staðsett í miðborg Reykjavíkur og á vefnum og veitti öllum sem þess óska ýtarlegar upplýsingar um sambandið, stofnanir þess, reglur, stefnu, sögu og stöðu samskipta Íslands við það, svo eitthvað sé nefnt. Það yrðu málstofur og vinnuhópar, bæði ESB sinna og andstæðinga og samræður þeirra á milli.

3 Samningurinn verður kynntur vel og vandlega fyrir þjóðinni. Ríkisútvarpið mun standa fyrir umfangsmikilli kynningu á samningnum og öðru sem að því lítur. Fræðsluskrifstofa evrópumála mun einnig sjá um að kynna samninginn í skólum og vinnustöðum um allt land.

4 ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA. Þjóðin samþykkir eða hafnar aðild.

SVO EINFALLT ER ÞETTA!

Ef þetta yrði fellt í Þjóðaratkvæðagreiðslu þá yrðum við ekki fyrsta þjónin til að gera það og allt í þessu fína með það

Sævar Finnbogason, 28.4.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Tommi, það er góð umræða um þetta hjá honum Jóni Val og einnig hjá Hans Haraldssyni sem vísar í grein Financial times, það er gaman að sjá hvernig aðrir horfa á þetta utan frá.

Kristinn Ásgrímsson, 28.4.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já, hell og sæll Sævar, langt síðan ég hef séð og heyrt í þér.

Þrepin þín eru góðra gjalda verð taki þjóðin þá ákvörðun að sækja um ESB aðild, hafni þjóðin umsóknaraðild þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því frekar.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Kiddi, já Hans er góður og kemur með margar góðar ábendingar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 773
  • Frá upphafi: 162088

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband