Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.6.2009 | 15:30
Eva Joly að hætta ?
Er Eva Joly að hætta ? hætta hverju ? hvað hefur hún gert og hvað hefur hún fengið að gera ? Var þetta bara eitt stórt plat hjá Jóhönnu að "ráða" Evu sérstökum saksóknara til ráðgjafar. Það var ekkert farið eftir hennar ráðum, hún fékk ekki einu sinni skrifstofu, hvað þá heldur meira. Vildi sérstakur saksóknari ekki notast við ráð hennar ? eða voru þetta einhverjir klækir hjá ríkisstjórninni að segjast hafa ráðið hana ?
Maður er bara svo gáttaður á öllu þessu rugli, maður á ekki til orð og maður fyllist reiði yfir aumingjaskapnum
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 12:59
Icesave og Brown
Nú þegar Alþingi fellir samninginn við Breta um Icesave og komið verður að samningaborðinu á ný, er tilvalið að tilkynna Bretum að ekki verði samið um Icesave fyrr en Gordon Brown lætur af embætti og annar taki hans stöðu. Við eigum ekki að leyfa honum að gorta af því að hafa svínbeygt Íslendinga, látum hann brotna fyrst
9.6.2009 | 23:23
„Þjóðstjórn" í Borgarbyggð
Ég tek ofan fyrir þessum höfðingjum, það mætti fleiri taka þá sér til fyrirmyndar. Hefði ekki verið tilvalið að allir flokkar á Alþingi kæmu að þjóðstjórn eins og málum er nú háttað ?
![]() |
Þjóðstjórn" í Borgarbyggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 16:29
Bæjarstjórinn í Kópavogi
Mér sýnist Sjálfstæðismenn verði að bregðast fljótt við og setja Gunnari stólinn fyrir dyrnar og gera honum ljóst að hann verði að víkja. Hvort sem hann hefur gerst brotlegur í starfi eða ekki þá er trúverðugleiki hans dreginn í efa og með þrásetu í stól bæjarstjóra mun hann draga Sjálfstæðisflokkinn með sér í svaðið.
Nú er Gunnar í sömu stöðu og Gordon Brown. Með þrásetu gerir hann illt verra bæði fyrir sig og flokkinn, en það mun einnig skaða Kópavogsbæ.
![]() |
Mér er bara brugðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 15:49
Gagnsæi og allt uppi á borðum
Hér höfum við það, frasar Jóhönnu og Steingríms um gagnsæi og allt uppi á borðum, engu haldið leyndu og þjóðin upplýst.
Svo mörg voru þau orð !
Meira að segja þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að kvarta.
![]() |
Tveimur þingnefndum meinað um upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 15:03
Þjóðin hefur ekkert vit á málinu, er bara ofdekruð og heimtufrek
Þess vegna fær hún ekkert um málið að segja frekar en í ESB-málinu. Við eigum bara að treysta Jóhönnu og Steingrími, þau hafa vitið og viljann til að selja íslenska þjóð í þrældóm.
Þetta minnir mig á leikritið um Oliver Twist, þegar litli drengurinn (Oliver) fékk það hlutverk að fara og biðja um meiri mat og elítan varð ekki lítið hneyksluð á tilætlunarsemi litla drengsins og þeirri ósvífni að dirfast að biðja um meira, á sama tíma og elítan úðaði í sig dýrindis kræsingum, en drengirnir sem unnu þrælastörf fengu aðeins eina skál af hafragraut.
![]() |
Valtur meirihluti í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 22:00
Ríkisstjórn hinna ýmissa frasa
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir myndaði ríkisstjórn sína hina fyrri talaði hún um að "slá skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum" einnig var talað um "gagnsæi" og "að hafa allt uppi á borðum". þegar Jóhanna myndaði núverandi ríkisstjórn var talað um "velferðarbrú" og "velferðarstjórn". Í fréttum nú um helgina talaði Svavar Gestsson, sérlegur sáttasemjari ríkisstjórnarinnar, sá sem samdi okkur út í kuldann, hann talaði um að samningurinn, sem hann var nýbúinn að gera við Breta, veitti okkur "skjól". Ekki veit ég hvað SG var að tala um, hvað veitir okkur skjól ? hverju er verið að skýla okkur gegn ? er það skjól fyrir vondu veðri, roki og rigningu ? og hvernig getur slíkur samningur skýlt okkur ? Steingrímur J. tók upp orðatiltæki SG í Kastljósinu í kvöld og talaði um þetta "skjól".
Ríkisstjórnin hefur notað ýmsa frasa sem eiga að bræða fólk svo það sjái hversu mikið og merkilegt fólk skipar ríkisstjórnina. Gallinn er bara sá að fólk er farið að hlægja í hvert skipti sem þessir frasar bera á góma og hristir höfuðið yfir heimsku þessa ómerkilega fólks sem skipar ríkisstjórnina, því að almenningur gerir sér fulla grein fyrir því að það er ekkert á bak við þessa frasa. Fólk er farið að sjá í gegnum ríkisstjórnina og allt meiningarleysið í frösunum.
Skjaldborgin hefur aldrei sést, ekki heldur björgun fyrirtækjanna, gagnsæið er forkið út í veður og vind og að hafa allt uppi á borðum er nokkuð sem aldrei hefur sést. Velferðarbrú og velferðarstjórn urðu aldrei nema orðin tóm og voru gleymd ráðherrunum daginn eftir að þau voru sögð og að lokum skjólið er eitthvað sem enginn veit hvað merkingu hefur.
8.6.2009 | 13:44
Stuðpúðinn Ísland
Ég veit ekki hvernig Gordon Brúni hefði farið að hefði hann ekki haft blóraböggul til að níðast á. Í vandræðagangi sínum hefur Brúna þótt gott að geta snúið sér að Íslensku þjóðinni og sparkað í hana í geðvonsku sinni. Heima fyrir hefur hann reynt að sýn á sér mjög svo óvenjulega hlið, hann hefur reynt að vekja upp gamalt bros sem átti til að bregða fyrir á vörum hans er hann var í tilhugalífinu á unga aldri, en það er svo langt síðan að hann man ekki svo gerla hvernig hann á að fara að. Brosið gamla verður að vandræða svip á andliti hans og hefur skelft Breta og orðið til þess að fólk hefur flúið Sandfylkinguna Bresku frekar en að auka fylgi við þá fylkingu. Svo þegar Brúni sér að "brosið" virkar ekki hefur honum þótt gott að snúa sér að Íslendingum og sparka í þá í geðvonsku sinni.
Það versta er að ríkisstjórn Íslands, sú sem var við völd s.l. haust og sú sem er nú við völd, finnst það bara allt í lagi og hjálpar þeim Brúna í stað þess að taka málstað landans.
![]() |
Pólitísk staða ekki nýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 23:53
Lítil kjörsókn, lítill áhugi, lítið álit.
Kjörsókn í aðildarríkjum Evrópusambandsins til Evrópuþingsins var ekki nema 43%, sem er vægast sagt dræm kjörsókn. Í Bretlandi er útlit fyrir að kjörsóknin sé vel innan við fjörutíu prósentin.
Kjörsóknin sýnir lítinn áhuga fólks í Evrópusambandinu á Evrópuþinginu og þeim störfum sem þar eiga sér stað. Spurningin er kannski þessi, hvað veit almenningur í ESB um Evrópuþingið og störf þess ? sér það kannski að það kemur ekkert af viti þaðan ?
Kjósendur hafa augljóslega ekki mikið álit á þingmönnum Evrópuþingsins, því ef þeir hefðu eitthvað álit á þeim myndi fólk sýna þeim meiri áhuga og vilja hafa áhrif á niðurstöður kosninganna með atkvæði sínu.
Er það ekki merkilegt að Sandfylkingin vill endilega koma okkur inn í þennan klúbb þar sem öll íslenska þjóðin kysi í mesta lagi þrjá þingmenn af yfir sjöhundruð á umrætt þing. Það sem er þó enn merkilegra er að það eru ekki þessir þingmenn sem leggja línurnar í ESB, heldur embættismennirnir í Brussel, fólk sem enginn kýs heldur er ráðið til starfa af einhverjum sem hafa komist á spena ESB og getur ráðið til sín vini og kunningja án þess að nokkur geri athugasemd þar um.
Er þetta það sem Íslenska þjóðin vill ? það held ég ekki. En Sandfylkingin vill endilega og þess vegna fær þjóðin ekkert um það að segja, þannig er lýðræðið í Sandfylkingunni. Sandfylkingin hefur á einhvern óskiljanlegan hátt náð tangarhaldi á Vinstri grænum og eru þeir eins og viljalaust verkfæri í höndum fylkingarinnar.
Þjóðin vill fá að segja til um það hvort við eigum að sækja um aðild að ESB, en Sandfylkingin, með innan við 30% greiddra atkvæða til þings, segir nei og ætlar að þvinga sínum vilja í gegn. Ætli þjóðin muni sætta sig við þvílíkan yfirgang ? ? ?
![]() |
Eva Joly náði kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 13:23
Góð niðurstaða hvað ?
Hvernig gat nokkrum heilvita manni dottið í huga að fela Svari Gestssyni að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-reikningana ? Hvenær hefur SG nokkurn tímann tekið að sér samninga af nokkru tagi, nema þegar hann koma að hrossakaupum í þeim ríkisstjórnum sem sat í.
Að halda því fram að niðurstaða samninganna sé ótrúlega góð er móðgun við heilbrigða skinsemi. Jú, við þurfum ekki að borga í heil sjö ár, meðan við erum að ganga í gegnum kreppuna. En hvað svo ? eftir sjö ár, eigum við þá að fá yfir okkur aðra holskeflu kreppu og erfiðleika til að borga þennan óskapnað ?
Mér er sama hvað ríkisstjórnin og fylgifiskar þeirra hrósa sér af þessum "samningum", þeir eru að semja dauðadóm yfir íslensku þjóðina. Ríkisstjórnin hefur látið plata sig og er alls ófær um að takast á við vandann. Jóhanna og Steingrímur skilja ekki dýpt vandans og eru því ginkeypt fyrir hvaða vitleysu sem kemur frá ESB-sinnum innan Sandfylkingarinnar, Jóhanna til að selja okkur í gin ESB og Steingrímur til að halda í völd.
![]() |
Í raun ótrúlega góð niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar