Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skynsamleg niðurstaða

Ég tel það rétta ákvörðun hjá Gunnari Birgissyni að víki úr stóli bæjarstjóra í Kópavogi.  Ég hef ekki forsendur til að mynda mér skoðun um hvort Gunnar hafi gerst brotlegur eða ekki, en trúverðugleiki hans hefur skaðast vegna viðskipta fyrirtækis dóttur hans við bæjarfélagið og eru nokkrar líkur á að um óeðlileg viðskipti hafi verið um að ræða. 

Þegar vafi leikur á hvort viðskipti séu lögleg eða innan siðsamlegra marka verður, eins og í þessu tilfelli, að eyða slíkum vafa og þeirri tortryggni sem því fylgir.  Er það best gert á þann hátt sem Gunnar virðist ætla að gera nú þ.e. að axla ábyrgð og segja af sér.

Ef fólk hinsvegar með klækjum er að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn þarf að leiða slíkt í ljós og sanna að um rangar sakagiftir sé að ræða, slíkt má heldur ekki láta kyrrt liggja.

 


mbl.is Gunnar hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að ræða málið við íslensku þjóðina

Jóhanna Sigurðardóttir hélt fund með forsætisráðherrum hinna norðurlandanna á Egilsstöðum um helgina.  Þar ræddi Jóhanna um umsókn Íslands að Evrópusambandinu.  Væri ekki nær að ræða þau mál við íslensku þjóðina og sjá hver vilji hennar er, hin norðurlöndin hafa ekkert með það að segja hvort við sækjum um aðild að ESB eða ekki og þeim kemur það hreint ekkert við.  Þorir Jóhanna ekki að ræða málin við þjóðina ?  veit hún kannski að þjóðin vill ekki í ESB ?  er hún að safna sér stuðnings meðal stjórnmálamanna erlendis ?  veit hún ekki að hún þarf að sækja stuðning sinn til íslenskra kjósenda ?

Lágkúra Jóhönnu og lítilsvirðing við þjóð sína virðast engin takmörk hafa.  Það er algerlega óþolandi að forsætisráðherra skuli ganga fram með þeim hætti sem Jóhanna gerir, hún er óhæfur stjórnandi, óhæfur forsætisráðherra.  Veit hún ekki að við erum ekki lengur undir valdi hinna norðurlandanna ?

 


mbl.is Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar bauðst til að víkja

Þetta er það eina rétta í stöðunni.  Gunnar hefði bara átt að taka af skarið fyrr, sjálfs síns vegna og bæjarfélagsins vegna.  Vonandi kemst á vinnufriður eftir þetta og menn/konur fari að snúa sér að málefnalegri hlutum, það er varðar heill Kópavogsbæjar.

 


mbl.is Gunnar bauðst til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdamikið embættismannakerfi

Samkvæmt frétt á Pressunni.is er haft eftir forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, að henni finnist embættismannakerfið og valdamikið.  Þessi afstaða forsætisráðherra skítur nokkuð skökku við með tilliti til afstöðu hennar til Evrópusambandsaðildar íslensku þjóðarinnar.  Gerir Jóhanna sér ekki grein fyrir því hversu valdamikið embættismannakerfið er í Brussel, höfuðstöðvum ESB ?  Ég ætla ekki að gera lítið úr afstöðu hennar til íslenska embættismannakerfisins, þvert á móti þá get ég verið henni sammála þar, en embættismannakerfið í Brussel er enn valdameira og eru það embættismenn sem ráða þar ferðinni frekar en stjórnmálamenn.

Í Evrópusambandinu ráða stjórnmálamenn mjög litlu.  Það eru helst æðstu stjórnmálamenn stærstu ríkjanna sem hafa eitthvað að segja s.s. kanslari Þýskalands, forseti Frakklands, forsætisráðherra Ítalíu og ef til vill forsætisráðherra Bretlands, þá er það nánast upp talið.  Íslenskir stjórnmálamenn munu ekki hafa neitt að segja í ESB og ætti það að vera næg ástæða fyrir því að leggja af draumóra um ESB-aðild.

 


Tillögur í efnahagsmálum

Það veit á gott ef stjórn og stjórnarandstaða geta komið sér saman um mikilvæg mál í efnahagsmálum. 

Sjálfstæðismenn hafa lagt fram tillögur í efnahagsmálum, nokkuð sem stjórnarflokkarnir hafa sýnt litla tilburði til og hafa nokkrir úr Sandfylkingunni, þar á meðal Össur Skarphéðinsson, tekið undir með Sjálfstæðismönnum.

Það væri góðs viti ef stjórn og stjórnarandstaða gætu í sameiningu komist að niðurstöðu í þeim málum.  Vonandi er það upphafið að enn nánara samstarfi og hver veit, kannski myndunar þjóðstjórnar ?

 


mbl.is Tekur undir tillögu um skattlagningu lífeyrissjóðstekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar á að hafa vit á að segja af sér !

Gunnar Birgisson mun skaða meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs gríðarlega og ég tala ekki um Sjálfstæðisflokkinn ætli hann að þráast við og neita að segja af sér.  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður að taka Gunnar á teppið og leggja honum línurnar, láti Gunnar ekki segjast verður Bjarni að tala skírt og það opinberlega að öðrum kosti mun ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi skaðast, heldur mun flokkurinn á landsvísu skaðast.

Trúverðugleiki Gunnars hefur beðið hnekki og það verður ekki svo auðvelt að ávinna trúverðugleika og traust að nýju, sérstaklega ef maðurinn ætlar að þráast við.

 


mbl.is Leggur til að skipuð verði viðræðunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstaða þjóðarinnar er skýr

Afstaða þjóðarinnar til þess hvort bera eigi undir þjóðaratkvæði umsókn um aðild að Evrópusambandinu er skýr.  Þjóðin vill hafa eitthvað um málið að segja og er það vel skiljanlegt.  Því miður eru ekki allir sama sinnis og jafnvel alþingismenn og ráðherrar sem eru fulltrúar fullveldis þjóðarinnar og lýðræðislega kjörnir hafa ekki þann grunn skilning á lýðræðinu.

Sá flokkur á þingi sem hefur barist hvað hatramlegast gegn sjálfsögðum rétti þjóðarinnar flaggar lýðræðishjali sínu við hátíðleg tækifæri en þess fyrir utan sýnir fullveldissinnum lítilsvirðingu er þeir krefjast lýðræðislegs réttar síns.

Sandfylkingin talar um að útkoma síðustu kosninga sýni að þjóðin vilji að sótt sé um aðild að ESB.  Fylkingin, einn flokka á Alþingi hafði ESB-aðild á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, fylkingin fékk innan við 30% greiddra atkvæða.  Ný gerð skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir svo ekki verði um villst að aðeins 17,8% töldu það skipta litlu máli eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB meðan 76,3% töldu það skipta mjög miklu eða frekar miklu máli.

Talandi um skýrann vilja þjóðarinnar þá sýnir þessi útkoma að Sandfylkingin er í miklum minnihluta.  Nú ætti Sandfylkingin að sjá sóma sinn í því að hætta þessari þráhyggju sinni og sleppa ESB-draumum sínum.

 


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly að hætta ?

Er Eva Joly að hætta ?  hætta hverju ?  hvað hefur hún gert og hvað hefur hún fengið að gera ?  Var þetta bara eitt stórt plat hjá Jóhönnu að "ráða" Evu sérstökum saksóknara til ráðgjafar.  Það var ekkert farið eftir hennar ráðum, hún fékk ekki einu sinni skrifstofu, hvað þá heldur meira.  Vildi sérstakur saksóknari ekki notast við ráð hennar ?  eða voru þetta einhverjir klækir hjá ríkisstjórninni að segjast hafa ráðið hana ?

Maður er bara svo gáttaður á öllu þessu rugli, maður á ekki til orð og maður fyllist reiði yfir aumingjaskapnum Angry

 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og Brown

Nú þegar Alþingi fellir samninginn við Breta um Icesave og komið verður að samningaborðinu á ný, er tilvalið að tilkynna Bretum að ekki verði samið um Icesave fyrr en Gordon Brown lætur af embætti og annar taki hans stöðu.  Við eigum ekki að leyfa honum að gorta af því að hafa svínbeygt Íslendinga, látum hann brotna fyrst Smile

 


„Þjóðstjórn" í Borgarbyggð

Ég tek ofan fyrir þessum höfðingjum, það mætti fleiri taka þá sér til fyrirmyndar.  Hefði ekki verið tilvalið að allir flokkar á Alþingi kæmu að þjóðstjórn eins og málum er nú háttað ?

 


mbl.is „Þjóðstjórn" í Borgarbyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 167818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband