Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.6.2009 | 15:28
Íslenska ríkis strandar á Icesave-skerinu
Steingrímur, Jóhanna og þeirra kumpánar eru iðin við að lýsa hörmungunum sem yfir okkur munu dynja ef Icesave verði ekki að Iceslave með samþykki Alþingis. Þau fjalla lítið um hvaða hörmungar þau eru að leggja á þjóðina með þeim gjörningum. Að halda því fram við fullorðið fólk að ef við samþykkjum ekki þessa "samninga" sem þvingaðir voru upp á okkur þá munum við missa alla okkar vini, við verða útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu, við hvergi geta fengið lán og lánshæfimat þjóðarinnar verða verra en það er [það getur ekki versnað mikið frá því sem það er nú þegar]. Þetta er eins og að segja við óþæga krakka: "ef þið hlýðið ekki þá mun ljóti karlinn koma og taka ykkur".
Ef þessir þvinguðu samningar verða samþykktir af Alþingi, þá mun lánshæfimat okkar lækka enn frekar og engin lán fást í mörg ár þar sem við verðum engir borgunarmenn um áratugi. Við verðum bara eins og nýlendur þessara þjóða, útskúfuð og arðrænd. Ef við sleppum því að borga verðum við borgunarmenn, eins og hingað til og íslenska ríkið og landsvirkjun verða eftirsóttir lántakendur eftir örfá ár.
Ef Icesave þvingunin verður samþykkt á Alþingi þá er endanlega búið að sigla þjóðarskútunni í strand og ekki verður hægt að bjarga henni af strandstað í marga áratugi. Það strand mun skrifast á Steingrím J. og Jóhönnu Sig., verkstjóra.
![]() |
Strandi Icesave, strandar allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 17:52
Verðbólga í boði ríkisstjórnar og Seðlabanka
Það er komið á daginn, athafnir ríkisstjórnarinnar í skattamálum og Seðlabankans með háu stýrivextina eru að valda nýju verðbólguskoti. Aðeins hluti skattahækkana ríkisstjórnarinnar eru nú að koma fram í vísitöluútreikningnum. Mesta hækkun vísitölunnar er tilkomin vegna hækkunar á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Eldsneytishækkunin nú er vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og lágs gengis krónunnar, en lágt gengi krónunnar skýrist að nokkru leiti af vaxtastefnu Seðlabankans. Lán heimilanna munu hækka um marga milljarða þegar vísitalan tekur gildi um þarnæstu mánaðarmót vegna þessarar hækkunar vísitölunnar.
Næst þegar vísitalan verður reiknuð, seinnipartinn í júlí, verður nýr skattur ríkisins kominn inn í eldsneytisverðið og boðaðar hækkanir virðisaukaskatts á ýmissar vörutegundir. Munu þessar hækkanir hafa enn frekari áhrif til hækkunar vísitölunnar. Sú hækkun mun koma lánþegum illa um mánaðamótin ágúst/september, einhverjir milljarðar til viðbótar þeim sem að framan er getið munu bætast ofan á lánin.
Ég veit ekki hvort var verra, aðgerðarleysið sem einkenndi ríkisstjórnina fyrstu fjóra mánuðina eða aðgerðir þeirra nú.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga eftir að koma þjóðinni á vonarvöl. Í haust alveg framundir áramót á atvinnuleysi eftir að aukast verulega, þúsundir heimila munu verða komin í verulega greiðsluerfiðleika, fyrirtækjum mun fækka hraðar en s.l. vetur og vor og fjöldi ungs fólks mun flytjast búferlum til útlanda og setjast þar að til frambúðar. Draumur Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um að unga fólkið muni koma aftur síðar meir, er bara draumur. Þegar unga fólkið verður búið að koma sér vel fyrir í útlöndum og afkomendum þeirra líður vel í nýjum heimkynnum, þá sér það ekki ástæðu til að koma aftur til Íslands þaðan sem það var hrakið af ríkisstjórn sem ekkert vildi gera til þess að halda í það.
Nú, þegar lánþegar sjá greiðslubirgði sína aukast hröðum skrefum og skatta hækka, bæði á tekjur og í formi vöruverðs, þá mun fólk hreinlega gefast upp á að borga af lánum sínum, mun sá skellur lenda á bönkunum og íbúðarlánasjóði. Hvernig ætlar ríkisstjórnin þá að afla meiri tekna hjá fólki sem ekki getur greitt ?
Úrræðaleysi og lánleysi ríkisstjórnarinnar er algert. Mér segir svo hugur að verið sé að undirbúa sölu Íslands í hendurnar á ESB-möppudýranna í Brussel. Með aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar sé ég ekki að við komumst út úr vandanum að sjálfsdáðum og allavega ekki með hjálp AGS.
19.6.2009 | 12:18
Þjóðin fær ekki að ráða
Það má reikna Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, það til tekna að hún kemur grímulaust fram í umræðum um Evrópusambandsmálið. Í gær svaraði hún Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, því til að þjóðaratkvæðisgreiðsla, er varðar væntanlegan samning Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild Íslands að ESB, verði ráðgjafandi. Með öðrum orðum er Jóhanna að segja það að ef henni líkar ekki útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni þá tekur hún ekki tillit til hennar. Jóhanna ætlar okkur í ESB hvað sem það kostar.
Ég hefði ekki trúað því að Jóhanna ætti til slíka einræðistilburði sem byrtust í svari hennar til Bjarna Ben. en smám saman hefur þetta verið að koma fram hjá henni síðan hún tók við sem forsætisráðherra í febrúar byrjun.
19.6.2009 | 00:23
Ríkisstjórn fólksins ?
Ríkisstjórnin sem ætlaði að slá skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum er á góðri leið með að leggja heimilin og fyrirtækin í rúst.
En þarf ekki að auka tekjur ríkisins og draga úr kostnaði ?
Jú vissulega, en aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar eru undarlegar. Ríkisstjórnin hefur neitað að hlusta á ráð annarra en einblína á eigin ófæru aðferðir. Í stað þess að færa niður verðtryggð lán annaðhvort um ákveðna prósentu eins og talað hefur verið fyrir um eða með því að færa lánin niður miðað við verðtryggingu á tilteknum degi og leiðrétta myntkörfulánin og láta gömlu bankana og íbúðarlánasjóð taka skellinn, þá er það almenningur, lántakendur sem taka allan skellinn. Lánastofnanirnar eru varðar af ríkinu, en almenningur verður að borga.
Það er ekki nóg með að fólk þurfi að borga uppreiknaðar eigin skuldir, heldur þarf almenningur að taka á sig sukk útrásarvíkinganna meðan þeir ganga um frjálsir menn og eyða þeim verðmætum sem þeir hafa komið undan.
Icesave-skuldbindingin er stórkostlega íþyngjandi fyrir þjóðina, en þær skuldbindingar eru ekki þær einu sem við þurfum að borga. Ríkissjóður er að taka lán hjá hinum norðurlöndunum, Rússum og jafnvel víðar, auk þess sem aðrar skuldir en Icesave-Landsbankans gætu eftir að bætast við.
Ætli þetta sé það sem Jóhanna meinti er hún talaði um að slá skjaldborg um heimilin ? Er það að bjarga fyrirtækjum að láta þau fara yfir um eitt af öðru ? eða að yfirtaka fyrirtæki, fyrirtæki í samkeppni við annað/önnur á sama sviði og þrýsta þeim út af markaðnum ?
Bjargráð og hjálp ríkisstjórnarinnar eru engin, en á sama tíma eru uppi áætlanir stjórnarinnar að selja land og þjóð í hendur möppudýra í útlöndum.
Hvað á að gera við svona fólk ?
18.6.2009 | 21:59
Enginn hefur sýnt fram á...
...að samningurinn um Icesave stofni Íslandi og stöðu Íslendinga ekki í hættu, land og þjóð á að njóta vafans.
![]() |
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 21:18
Svandís Svavarsdóttir varð fyrir höfuðhöggi
Vonandi að það hafi orðið til að rétta kúrsinn hjá henni, að hún hafi loks séð ljósið og taki upp á því að taka skinsamar ákvarðanir héðan í frá
![]() |
Svandís: Heppnari en ég á skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 15:47
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Ef það væri einhver minnsta hætta á að við værum að stefna þjóðinni í gjaldþrot eða veita aðgang að innlendum eigum ríkisins þá myndi ég ekki styðja slíkan samning, það er alveg ljóst," sagði Jóhanna þegar hún svaraði fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún bætti við, að ef eitthvað slíkt kæmi í ljós myndi hún ekki styðja væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð vegna samkomulagsins.
Af framangreindu má draga þá ályktun að Jóhanna viti ekki hvað í samningnum stendur. Draga má þá ályktun að hún hafi ekki lesið samninginn og/eða hún illa upplýst um hvað í honum felst.
Svo vill hún að við treystum henni til að taka ákvarðanir sem væru þjóðinni til heilla ! ! !
Hvers á Íslenska þjóðin að gjalda ? ? ?
Íslenska þjóðin er ekki leiksoppur sem hægt er að fara með hvernig sem mönnum dettur í hug.
![]() |
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 13:13
Icesave-samningarnir verða birtir í dag
Það var ekki fyrr en búið var að króa þau af úti í horni að þau gáfu eftir og sögðust mundu opinbera samningana. Þó reyna þau enn að slá ryki í augu fólks og segja að samningarnir séu góðir og ekkert sé í þeim sem sé óeðlilegt eða komi sér illa fyrir Íslenska þjóð.
Ég geri ráð fyrir að hið sanna komi í ljós, þ.e. ef samningarnir verða þá sýndir og engu leynt.
![]() |
Icesave-samningar birtir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 10:01
"Ný sjálfstæðisbarátta" sagði Jóhanna Sigurðardóttir
Í ræðu sinni á Austurvelli í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir að við þyrftum að heygja nýja sjálfstæðisbaráttu. Það var og. Hver skildi nú vera ástæðan fyrir því að þurfa að heygja sjálfstæðisbaráttu og talandi um það áður en hún gengur endanlega frá sölu sjálfstæðis okkar í hendur erlendra búrókrata.
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á konunni, mér sýnist hún gersamlega úti að aka. Mikið þótti mér undarlegt að horfa á fréttamannafund forsætisráðherra norðurlanda sem haldinn var austur á Héraði. Mér þótti mikill vandræðagangur vera yfir öllu fasi ráðherranna. Það má vel vera að ég sé svona skrítinn, en mér fannst Jóhanna eins og álfur út úr hól með kollegum sínum.
Jóhönnu þótti eðlilegra að ræða Evrópusambandsaðild við erlendu ráðherrana en skeytir engu um að ræða þau mál við þjóðina. Hún talar við þá eins og það sé hennar að ákveða hlutina. Er virkilega farið að slá útí fyrir henni ? gerir hún sér ekki grein fyrir því að hún er starfsmaður þjóðarinnar, en þjóðin ekki þræll hennar ?
Í haust varð ég fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina sem þá var við völd [með Jóhönnu Sigurðardóttur innanborðs], en er Jóhanna varð forsætisráðherra finnst mér við hafa farið úr öskunni í eldinn. Sýnist mér Jóhanna og Steingrímur vera tilbúin að selja okkur í þrældóm til að friða Breta, Hollendinga og AGS, það virðist mega kosta öllu til.
18.6.2009 | 09:37
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave...
...segir í frétt á mbl.is
Hver eru rökin fyrir því að birta samninginn ekki strax ? hvað er ríkisstjórnin að bralla ? hvert er leyndarmálið sem haldið er frá þingi og þjóð ? á þingið ekki að hafa nægilegan tíma til að kynna sér samninginn svo það geti tekið upplýsta afstöðu í málinu ?
Þetta er allt hið undarlegasta mál og er Jóhönnu og Steingrími til háborinnar skammar. Sá leyndarhjúpur í "upplýstu" samfélagi þar sem "allt" er uppi á borðum og "gegnsæið" kemur í veg fyrir alla leyndardóma.
Ég tel að það sé rétt að hafa hugfast hvernig bæði Bretar og Hollendingar hafa komið fram við nýlenduþjóðir sínar fyrr og síðar. Nýlenduþjóðirnar báru ávalt skertan hlut frá borði, þau nutu aldrei vafans í samskiptum sínum við þessar þjóðir. Bretar og Hollendingar gengu yfir nýlenduþjóðirnar með skítugum skónum og tróðu réttundum þeirra um tær.
Eins er vert að minnast þess að þegar "alþjóða samfélagið" hefur ætlað að koma ríkjum þriðja heimsins til hjálpar, hafa þau loforð að stærstum hluta verið svikin. Við getum ekki bara reitt okkur á velvilja "alþjóða samfélagsins" eins og sumir vilja gera.
Við verðum að standa með sjálfum okkur og reiða okkur á okkur sjálf, það gera ekki aðrir fyrir okkur. Við verðum að segja nei við Icesave og standa á okkar rétti sem þjóð. Látum ekki þvinga okkur með ósanngjörnum og ómannúðlegum samningum þar sem allur vafi reiknast okkur í óhag. Við getum samið upp á nýtt og sent menn sem kunna að semja, menn sem eru ekki tilbúnir að selja þjóðina fyrir súpudisk.
![]() |
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 167818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar