Bretar og Hollendingar sýna okkur sömu hörku og þeir sýndu nýlendum sínum áður fyrr

Ljóst er að nýlenduherrarnir, Bretar og Hollendingar hafa ekkert lært af nýlendustefnu þeirri er þeir framfylgdu fyrr á tímum.  Nú halda þessar þjóðir að þær geti haldið áfram á sömu braut og knésett "vinaþjóðir" sínar ef þeim dettur svo í hug.

Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn hundleiður á ráða- og dugleysi þeirra sem hafa verið við völd frá því s.l. haust, er allt fór fjandans til.  Menn eru svo uppteknir af því að brjóta ekki á glæpamönnunum sem komu okkur í þessa stöðu að ekkert virðist vera gert til að koma lögum á þá.  Í stað þess að láta þessa aðila bera ábyrgð gerða sinna, þá er þjóðin, ég og þú, látin bera ábyrgðina fyrir þá.  Hvernig má þetta vera ?  hvað er að þessu liði ?  Gylfa Magnússyni finnst ekkert að því að við tökum þetta á okkur, hann getur talað fyrir sjálfan sig, en ég kæri mig ekki um að borga fyrir skuldir óreiðumanna.  Davíð Oddsson hafði lög að mæla er hann sagði í Kastljósi í haust að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna, hann var mikið gagnrýndur fyrir þessi orð, en hann hafði rétt fyrir sér, eins og svo oft áður.

Dugleysi stjórnmálamanna var algert í haust og þrátt fyrir nýafstaðnar kosningar og fjölda nýrra þingmanna hefur ekkert breyst.  Jafnvel þó að ný ríkisstjórn hafi tekið við af duglausri ríkisstjórn í vetur, þá hefur ekkert breyst, nema hvað hefur hægt á því litla sem gert hefur verið. 

Svokallaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að hjálpa neinum, ekki einu sinni ríkisvaldinu, þær herða aðeins á vandanum.  Að halda því fram að það sé ekkert mál fyrir okkur að borga Icesave, þá er eins og ráðherrarnir haldi að það sé okkar eini vandi.  Hvað á að gera við bankana ? hvað á að setja mörg hundruð milljarða í þá ? hvaðan á sá peningur að koma ? hvernig á að borga fyrirhugaðar skuldir við norðurlandaþjóðirnar ?  Hversu lengi halda menn að þessi klafi muni hvíla á þjóðinni ? í hve marga ættliði ?  Hvenær verða Bretar og/eða Hollendingar komnir með öll völd hér á landi, völd yfir auðæfum okkar ? hvað verður þá um afkomendur okkar ?

Bretar og Hollendingar sýna hörku, við eigum að sýna hörku á móti.  Ríkisvald þessara þjóða er ekki alsaklaust í Icesave málinu.  Það er óréttlátt að láta íslendinga bera þessar birgðar, birgðar sem þeir myndu aldrei ætla sínum þjóðfélagsþegnum að bera.

 


mbl.is Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 161288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband