Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.7.2009 | 11:58
Vinstri grænir svínbeygðir
Ljóst er að Sandfylkingin ætlar með góðu eða illu að þvinga VG til að fara eftir vilja þeirra í Evrópusambandsmálinu eins og þeir hafa þvingað þá í Icesave-málinu.
Eru völdin Vinstri grænum svo mikilvæg að þeir fara í öllu eftir vilja Sandfylkingarinnar jafnvel allt það sem þeim er þvert um geð, bara að halda í völdin, jafnvel þótt það kosti þjóðina fullveldið. Hvað ætli Steingrímur J. hafi þurft til til að beygja Guðfríði Lilju ? skildi það hafa verið hótun ? eða var henni lofuð völd bara ef hún léti eftir vilja Sandfylkingarinnar ? Það væri fróðlegt að vita hvernig þeim tókst að beygja Guðfríði.
Skildi hún ljá Sandfylkingunni atkvæði sitt þegar Alþingi tekur ESB málið til afgreiðslu ? eða þegar I-slave málið verður afgreitt á þinginu.
![]() |
Skrifar undir með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 13:23
Össur reynir að klóra yfir skítinn
Loksins, eftir langa hríð, eftir óvenju langa hríð opnar Össur munninn þegar spjótin beinast að honum. Össur, sem hefur tekið sér langt hlé frá fjölmiðlaathyglinni, stóðst ekki mátið þegar spjótin bárust að honum en ekki Steingrími og reynir að klóra yfir skítinn sem hann ásamt allri Sandfylkingunni og Vinstri grænum (stærstum hluta VG) eru að reyna að koma þjóðinni í.
Össur er mjög svo ótrúverðugur í þessu viðtali. Allir sem vita vilja gera sér grein fyrir því að Sandfylkingin er tilbúin að fórna þjóðinni í þeim eina tilgangi að koma okkur í ESB.
Trúlega er búið að bjóða einhverjum útvöldum í fylkingunni bitlinga innan ESB-kerfisins.
Ríkisstjórninni er hollast að gera sér grein fyrir því að við viljum enga Iceslave-samninga ! ! !
![]() |
Lögfræðiálitið breytir engu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 09:49
Hagsmuna hverra er Össur og Sandfylkingin að gæta ?
Ég get ekki betur séð en að hagsmunir íslendinga séu fyrir borð bornir af hálfu Sandfylkingarinnar, hagsmunir Evrópusambandsins vigta greinilega þyngra að þeirra mati. Össur hefur legið á lögfræðiáliti lögmannsstofunnar Mischon de Reya, en sú stofa er staðsett í London. Í áliti lögmannsstofunnar kemur fram að óvíst sé um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave og er sú niðurstaða fundin eftir að þeir hafa ígrundað regluverk ESB. En Össuri og öðrum úr Sandfylkingunni með hjálp Steingríms J. er svo mikið í mun að fjötra íslenskan almenning og nota Icesave-klúðrið til að koma okkur inn í ESB og styggja ekki Evrópusambandið sem Sandfylkingin sleikir upp eins og ungt par í ástaratlotum.
Umrætt álit hefur verið haldið frá þingmönnum. Mér er spurn, er ekki hér um landráðstilburði að ræða ? Viljandi er verið að halda upplýsingum frá þingmönnum og nota blekkingar til að fá þingmenn til að kjósa "rétt" eins og er svo vel þekkt í Evrópusambandinu.
Aldrei hef ég orðið vitni að né nokkurn tíman heyrt af jafn miklu virðingarleysi gagnvart íslenskri þjóð af nokkrum íslenskum stjórnmálaflokki eins og Sandfylkingin hefur sýnt íslensku þjóðinni undanfarna mánuði. Að hugsa sér að þessi flokkur hafi verið kosinn til að fara með það viðkvæma vald sem felst í því að stjórna þjóðarbúskapnum. Það er ekki skrítið að fylgi við Sandfylkinguna fari þverrandi samkvæmt skoðunarkönnunum og með sama framhaldi mun fylkingin þurrkast út á endanum.
Það væri óskandi að þingmenn stjórnarflokkanna ásamt stjórnarandstöðunni tækju sig saman og felldu Icesave-samningana [lesist: þrælasöluna], við eigum ekki að taka að okkur að borga skuldir óreiðumanna.
![]() |
Óvíst um ábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 13:04
Íslenskt réttarkerfi
Í hnotskurn er íslenskt réttarkerfi svona: Sá sem brýtur á rétti annars, hvort heldur með því að valda líkamlegu-, tilfinningalegu- eða efnahagslegu tjóni, á meiri rétt en sá sem brotið er á.
Ekki er hægt að skilja dóms- og lögregluvaldið á annan veg.
Síðast liðið haust komst upp um bandarískan fjárglæframann, hann var sóttur heim settur í járn og leiddur út að öllum viðstöddum ásjáandi. Ekki var ákæru- né dómsvaldið að velkjast í vafa um hvað gera skildi, maðurinn var ákærður og nú er búið að dæma hann til 150 ára fangelsisvistar, sjálfsagt verður farið að slá allverulega í hann loksins þegar hann lostnar.
Það má segja margt misjafnt um bandarískt réttarkerfi, en þar er allavega tekið á málum, nokkuð sem menn mættu læra hér á landi.
![]() |
Réttindi spilltra ofar á baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 12:19
Friðrik að hætta hjá Landsvirkjun
Það verður mikil eftirsjá af Friðrik Sophussyni er hann hættir hjá Landsvirkjun eins og er hann hætti í stjórnmálum. Nú er spurningin hvort ekki væri hægt að fá Friðrik inn í stjórnmálin á nýjan leik og koma að uppbyggingu íslenska þjóðarbúsins. Friðrik hefur sýns og sannað að þar fer fær og víðsýnn maður er hefur hæfileika til að takast á við erfið verkefni.
![]() |
Hættir sem forstjóri Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í útskýringu sinni á framangreindri fullyrðingu lýsir Gylfi Magnússon því yfir að útflutningstekjur dugi vel til að greiða Icesave-skuldbindingar. Ef útflutningstekjur ríkisins rynnu allar óskertar til ríkisins stæðist þessi fullyrðing ráðherrans, en hann getur þess ekki að útflutningstekjurnar renna til þeirra sem standa í útflutningi. Í langflestum tilfellum selja útflytjendur gjaldeyrinn sem þeir afla til viðskiptabanka síns og fá greitt í Íslenskum Krónum (ISK).
Til að ríkið geti komist yfir þann gjaldeyri sem verður til við útflutning útflutningsvara þarf ríkið að greiða fyrir með ISK. Til þess að ríkið eigi nægilega margar ISK til að kaupa gjaldeyri í þeim tilgangi að greiða Icesave-skuldir, þarf ríkið að skattleggja fólkið í landinu.
Framangreint er nokkuð sem ráðherrann hefur valið að fjalla ekki um því að þá er komið að svo viðkvæmu efni að hann treystir sér ekki til þess að útskýra mál sitt frekar.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þær skattahækkanir sem nú eru að dynja yfir okkur eru ekki til þess ætlaðar að greiða Icesave heldur til að halda rekstri ríkisins gangandi, burtséð frá þeim skuldbindingum sem ríkisstjórnin vill leggja á íslensku þjóðina með því að samþykkja Icesave. Þannig að við getum verið viss um það að þær skattahækkanir sem nú þegar er búið að ákveða og þær sem væntanlegar eru næstu tvö árin fara ekki í það að greiða Icesave. Þær skattahækkanir sem eiga eftir að dynja á þjóðinni til þess að greiða Icesave verða ekki kynntar til sögunnar fyrr en fyrsti gjalddaginn nálgast og verða það engar smáhækkanir.
Á AMX er vitnað í grein, eftir Helga Áss Grétarsson og Sigurð Hannesson, félaga í InDefence-hópnum, sem birt var í Morgunblaðinu í dag. Fyrirsögnin á AMX er hér fyrir neðan og linkur þar fyrir neðan sem hægt er að fara inná og lesa umfjöllun AMX um umrædda grein. Mæli ég með lestri greinar AMX þar sem vitnað er í grein þeirra félaga og að sjálfsögðu mæli ég með lestri greinar þeirra í Morgunblaðinu.
Rökþrota viðskiptaráðherra þyrlar ryki í augu fólks
http://www.amx.is/vidskipti/8120/
2.7.2009 | 09:59
Ömurleg afskiptasemi AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að vera samur við sig, afskiptasemi þeirra af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og það opinberlega eins og sjá má á viðtengdri frétt sýnir svo ekki verði um villst að sjóðurinn ætlar að ná sýnu fram. Ekki er spurt um hag fólksins í landinu eða stöðu fyrirtækjanna, nei ekki má lækka stýrivexti af því að AGS segir það. Staðreyndin er sú að stefna AGS með háa vexti er að hafa öfug áhrif á gengi krónunnar.
Nú var að koma frétt frá Seðlabankanum sem segir okkur að bankinn hafi farið að vilja AGS og haldið stýrivöxtum óbreyttum.
Nú er ekki hægt að tala um að verið sé að lengja í hengingarólinni þar sem hana er ekki hægt að lengja meir en orðið er, heldur er nú farið að þrengja að hálsi þjóðarinnar. Það á sem sagt að berja okkur til hlýðni eða að öðrum kosti drepa allt lífvænlegt í þessu landi.
Ríkisstjórnin er margbúin að lofa hraðri vaxtalækkun, það loforð eins og mörg önnur loforð hennar hafa verið svikin. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA var duglegur við að kalla eftir vaxtalækkun, en nú er búið að beygja hann. Stýrivextir ættu ekki að vera hærri en 5%. Fimm prósent stýrivextir myndu stuðla að öflugra atvinnulífi og þar með aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, sem myndi skila sér í minnkandi atvinnuleysi. Þar sem stýrivextir eru ekki lækkaðir og það allverulega segi ég að nú sé farið að þrengja að hálsi atvinnulífsins og eins að hálsi heimilanna. Það eru ekki bara stýrivextirnir sem stuðla að því heldur óhófleg skattahækkun ríkisstjórnarinnar, sem ekki mun skila þeim tekjum sem til er ætlast, heldur mun valda frekari erfiðleikum.
Með aðgerðum sínum er Seðlabankinn og ríkisstjórnin að stuðla að landflótta. Á næstu misserum eigum við eftir að sjá á bak margra vel menntaðra og færa einstaklinga, fólk sem sér enga framtíð á Íslandi, en á góða atvinnumöguleika á erlendri grund.
![]() |
AGS vill ekki stýrivaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 16:02
Allar aðgerðir miðast við inngöngu í ESB
Þráhyggja Sandfylkingarinnar í Evrópusambandsmálunum ætlar að verða þjóðarbúinu dýrkeypt. Nú miðast allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar við það að við göngum í ESB. Ekki er hægt að ganga frá endurskoðun peningamála, nema að nokkru leiti, þar sem stefnan hefur verið tekin á ESB.
Á mbl.is er haft eftir Helga Hjörvar: "...Tók Helgi það fram að peningamálastefnan myndi væntanlega taka mið af því hverjar lyktir verða í ESB-málinu, þó svo að á leiðinni þangað, eins og hann orðaði það, yrði hægt að vinna að mörgum úrbótum". Samkvæmt framansögðu er ekki hægt að vinna að því af festu og ákveðni að ganga frá peningamálastefnu ríkisins, vegna þrákeldni Sandfylkingarinnar.
Icesave er gott dæmi um þrákeldni Sandfylkingarinnar, en fylkingin óttast að okkur verði hafnað af ESB ef við fellum Iceslave-"samningana" [lesist, þvinganana].
Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og restin af liðinu virðast bera hag Evrópusambandsins í brjósti fram yfir hag íslensku þjóðarinnar. Að halda því fram að við missum "vini" ef við samþykjum ekki Iceslave, þá spyr ég: hvaða vini ? Hverjir eru vinir okkar núna, utan Færeyinga sem hafa sýnt sanna vináttu. Ég held að það sé ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum. Við erum vinalaus, "vinir" okkar eru kúgarar okkar. Með slíka vini, hver þarfnast þá óvina ? Eigum við bara að beigja okkur í duftið og sleikja skó þeirra ? ég held nú ekki. Steingrímur og Gylfi meiga það ef þeir vilja, en ekki ætlast til að öll þjóðin api það eftir þeim.
![]() |
Peningamálin í endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 10:12
Bretar og Hollendingar sýna okkur sömu hörku og þeir sýndu nýlendum sínum áður fyrr
Ljóst er að nýlenduherrarnir, Bretar og Hollendingar hafa ekkert lært af nýlendustefnu þeirri er þeir framfylgdu fyrr á tímum. Nú halda þessar þjóðir að þær geti haldið áfram á sömu braut og knésett "vinaþjóðir" sínar ef þeim dettur svo í hug.
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn hundleiður á ráða- og dugleysi þeirra sem hafa verið við völd frá því s.l. haust, er allt fór fjandans til. Menn eru svo uppteknir af því að brjóta ekki á glæpamönnunum sem komu okkur í þessa stöðu að ekkert virðist vera gert til að koma lögum á þá. Í stað þess að láta þessa aðila bera ábyrgð gerða sinna, þá er þjóðin, ég og þú, látin bera ábyrgðina fyrir þá. Hvernig má þetta vera ? hvað er að þessu liði ? Gylfa Magnússyni finnst ekkert að því að við tökum þetta á okkur, hann getur talað fyrir sjálfan sig, en ég kæri mig ekki um að borga fyrir skuldir óreiðumanna. Davíð Oddsson hafði lög að mæla er hann sagði í Kastljósi í haust að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna, hann var mikið gagnrýndur fyrir þessi orð, en hann hafði rétt fyrir sér, eins og svo oft áður.
Dugleysi stjórnmálamanna var algert í haust og þrátt fyrir nýafstaðnar kosningar og fjölda nýrra þingmanna hefur ekkert breyst. Jafnvel þó að ný ríkisstjórn hafi tekið við af duglausri ríkisstjórn í vetur, þá hefur ekkert breyst, nema hvað hefur hægt á því litla sem gert hefur verið.
Svokallaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að hjálpa neinum, ekki einu sinni ríkisvaldinu, þær herða aðeins á vandanum. Að halda því fram að það sé ekkert mál fyrir okkur að borga Icesave, þá er eins og ráðherrarnir haldi að það sé okkar eini vandi. Hvað á að gera við bankana ? hvað á að setja mörg hundruð milljarða í þá ? hvaðan á sá peningur að koma ? hvernig á að borga fyrirhugaðar skuldir við norðurlandaþjóðirnar ? Hversu lengi halda menn að þessi klafi muni hvíla á þjóðinni ? í hve marga ættliði ? Hvenær verða Bretar og/eða Hollendingar komnir með öll völd hér á landi, völd yfir auðæfum okkar ? hvað verður þá um afkomendur okkar ?
Bretar og Hollendingar sýna hörku, við eigum að sýna hörku á móti. Ríkisvald þessara þjóða er ekki alsaklaust í Icesave málinu. Það er óréttlátt að láta íslendinga bera þessar birgðar, birgðar sem þeir myndu aldrei ætla sínum þjóðfélagsþegnum að bera.
![]() |
Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 13:34
Skelfileg reynsla Skota af fiskveiðistefnu ESB
Ótrúlegt er að hlusta á menn og konur tala um það að við þurfum að láta á reyna og sjá hvað við fáum út úr samningum við Evrópusambandið. Hvað heldur fólk eiginlega að ESB sé ? Það væri eins og ég gerði samning við ríkisstjórn Íslands um eitthvað allt annað en aðrir íslendingar eru bundnir af. Ef ESB semur um eitthvað við okkur íslendinga annað en þeir hafa samið við aðrar þjóðir sem hafa gengið þeim á hönd, þá yrðu það bara tímabundnir samningar, samningar sem myndu renna úr gildi fáum árum eftir að samið er. Mér er sama þótt slíkar undanþágur, eins og menn tala um, giltu í tvo eða þrjá áratugi, slíkt væri gjörsamlega óásættanlegt í mínum huga.
Bretar náðu ekki að semja um fiskveiðar þeir gengu samt inn í ESB og súpa nú seiðið af því. Norðmenn náðu heldur ekki að semja um fiskveiðar, en þeir voru skinsamir og felldu samningana, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Ef til er skinsamt fólk í ríkisstjórnarflokkunum þá mun það koma í veg fyrir að haldið verði í þá vegferð að semja við ESB. Við eigum ekki láta plata okkur inn í apparatið ógurlega, skrímslið sem allt og alla vill gleypa.
Sandfylkingunni er vorkunn, þeir hafa einhverja innanbúðar hagsmuna að gæta, eitthvað sem ég átta mig ekki á nema ef vera kynni einhverjir bitlingar fyrir útvalda í fylkingunni.
Eyðum ekki dýrmætum tíma eða fjármunum í þessa vitleysu, en snúum okkur að því sem skiptir þjóðina máli í dag, að bjarga þjóðinni þ.e. heimilum, fyrirtækjum og sálarheill okkar allra.
![]() |
Skelfileg reynsla Skota af fiskveiðistefnu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar