Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.7.2009 | 12:26
Sandfylkingin er ógnun við lýðræðið
Alltaf kemur það betur og betur í ljós að Sandfylkingunni er engin alvara er þeir skreyta sig með lýðræðistali, gagnsæi eða heiðarleika. Sandfylkingin veigrar sér ekki við að kúga samstarfsflokk sinn og þingmenn þeirra. Nú hótar Sandfylkingin stjórnarslitum fari Vinstri grænir ekki eftir vilja þeirra, þeim er sem sagt ekki meira umhugað um að bjarga þjóðinni út úr þeim erfiðleikum sem hún hefur ratað í.
Það eina sem skiptir Sandfylkinguna máli er inngangan í Evrópusambandið. Yfirgangur og frekja Sandfylkingarinnar er forkastanleg og á sér enga hliðstæðu.
Sandfylkingin er ekki í samstarfi við Vinstri græna, þeir eru með VG í gíslingu.
![]() |
Hefði þýtt stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 11:33
Ísland og ESB
Það er hreint með ólíkindum að hlusta á og/eða lesa greinar eftir Evrópusambandssinna er þeir flytja sínar "röksemdir" um að "við vitum ekki hvað við fáum nema við sækjum um aðild að Evrópusambandinu". Það mætti halda að þetta fólk komi frá öðrum hnöttum. Vita þau ekki að það eru nú þegar 27 ríki í ESB ? Við inngöngu þessara ríkja í ESB fengust ekki nema í besta falli tímabundnar undanþágur, undanþágur sem munu renna sitt skeið. Varanlegar undanþágur innan ESB eru ekki til og jafnvel þó þær væru til er ekki hægt að treysta á að þær haldi til lengdar.
Egill Helgason, "álitsgjafi" og sérlegur talsmaður ESB, segir á bloggsíðu sinni:
Leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu við inngöngu í Evrópusambandið hefur aldrei verið farin áður. Ekki hjá neinni þjóð. Ekki einu sinni Norðmönnum sem tvívegis hafa fellt aðildarsamning.
Hún hefur þann ókost að í fyrri umferðinni þegar kosið er um hvort eigi að fara í aðildarviðræður vita menn í raun sáralítið hvað þeir eru að kjósa um.
Þess vegna er hætt við að umræðan verði í mjög í anda grýlu og tröllasagna, þar sem er endalaust hægt að slengja fram staðhæfingum sem kann að vera ekki neinn fótur fyrir.
Þessi aðferð hentar hins vegar huglausum og lafhræddum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem þora ekki fyrir sitt litla líf að taka afstöðu til málsins.
Ótrúlegt er að lesa svona endemis vitleysu. Við Íslendingar höfum það fram yfir margar þjóðir í ESB að við getur fylgst með úr fjarska og séð hvernig ESB-kerfið virkar og nægir það til að sannfæra okkur um að þetta kerfi, þessi óskapnaður á ekki við okkur. Að meina þjóðinni að taka um það ákvörðun hvort sækja beri um aðild eru ólíðræðislegir tilburðir og fer Sandfylkingin þar fremst í fararbroddi.
Ljóst er að aðildarsambandssinnar óttast dóm þjóðarinnar. Þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að þjóðin vill ekki í ESB, því ef þeir væru sannfærðir um ágæti aðildarinnar og vilja þjóðarinnar til að ganga þar inn, þá ætti það að vera þeim í hag að fá þann stuðning frá þjóðinni sem í því fælist.
Þó svo að aðrar þjóðir hafi ekki viðhaft tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslur þá má benda á það að við erum ekki aðrar þjóðir, við viljum notast við okkar aðferðir en ekki apa allt upp eftir öðrum, slíkt hefur ekki alltaf reynst vel.
Ef ríkisstjórnin ætlar að hundsa þjóðina í þessu máli mun það ekki góðri lukku stýra, þjóðin lætur ekki fara með sig eins og óþægan rakka, við munum sækja okkar rétt með góðu eða illu.
Það er kominn tími til að Evrópusambandssinnar geri sér grein fyrir því að þeir geta ekki ráðskast með Íslensku þjóðina, það verður ekki liðið.
9.7.2009 | 12:59
Feluleikurinn mikli
Ríkisstjórn heiðarleika og gagnsæis hefur ítrekað og er enn að halda upplýsingum frá þingi og þjóð. Þau hefðu átt að tala meira um heiðarleika og gagnsæi, Jóhanna og Steingrímur. Í stjórnarandstöðu héldu þau ekki vatni ef þeim fannst ráðherrar ekki fara 100% rétt með mál, eða ef þau teldu að verið væri að leyna þeim einhverju.
Það hefur mörgum fundist létt að vera heiðarlegur í stjórnarandstöðu, en mikið ósköp á fólk erfitt með það þegar það er komið í stjórnarstólana.
![]() |
Fór fram á afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 11:58
Vinstri grænir svínbeygðir
Ljóst er að Sandfylkingin ætlar með góðu eða illu að þvinga VG til að fara eftir vilja þeirra í Evrópusambandsmálinu eins og þeir hafa þvingað þá í Icesave-málinu.
Eru völdin Vinstri grænum svo mikilvæg að þeir fara í öllu eftir vilja Sandfylkingarinnar jafnvel allt það sem þeim er þvert um geð, bara að halda í völdin, jafnvel þótt það kosti þjóðina fullveldið. Hvað ætli Steingrímur J. hafi þurft til til að beygja Guðfríði Lilju ? skildi það hafa verið hótun ? eða var henni lofuð völd bara ef hún léti eftir vilja Sandfylkingarinnar ? Það væri fróðlegt að vita hvernig þeim tókst að beygja Guðfríði.
Skildi hún ljá Sandfylkingunni atkvæði sitt þegar Alþingi tekur ESB málið til afgreiðslu ? eða þegar I-slave málið verður afgreitt á þinginu.
![]() |
Skrifar undir með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 13:23
Össur reynir að klóra yfir skítinn
Loksins, eftir langa hríð, eftir óvenju langa hríð opnar Össur munninn þegar spjótin beinast að honum. Össur, sem hefur tekið sér langt hlé frá fjölmiðlaathyglinni, stóðst ekki mátið þegar spjótin bárust að honum en ekki Steingrími og reynir að klóra yfir skítinn sem hann ásamt allri Sandfylkingunni og Vinstri grænum (stærstum hluta VG) eru að reyna að koma þjóðinni í.
Össur er mjög svo ótrúverðugur í þessu viðtali. Allir sem vita vilja gera sér grein fyrir því að Sandfylkingin er tilbúin að fórna þjóðinni í þeim eina tilgangi að koma okkur í ESB.
Trúlega er búið að bjóða einhverjum útvöldum í fylkingunni bitlinga innan ESB-kerfisins.
Ríkisstjórninni er hollast að gera sér grein fyrir því að við viljum enga Iceslave-samninga ! ! !
![]() |
Lögfræðiálitið breytir engu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 09:49
Hagsmuna hverra er Össur og Sandfylkingin að gæta ?
Ég get ekki betur séð en að hagsmunir íslendinga séu fyrir borð bornir af hálfu Sandfylkingarinnar, hagsmunir Evrópusambandsins vigta greinilega þyngra að þeirra mati. Össur hefur legið á lögfræðiáliti lögmannsstofunnar Mischon de Reya, en sú stofa er staðsett í London. Í áliti lögmannsstofunnar kemur fram að óvíst sé um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave og er sú niðurstaða fundin eftir að þeir hafa ígrundað regluverk ESB. En Össuri og öðrum úr Sandfylkingunni með hjálp Steingríms J. er svo mikið í mun að fjötra íslenskan almenning og nota Icesave-klúðrið til að koma okkur inn í ESB og styggja ekki Evrópusambandið sem Sandfylkingin sleikir upp eins og ungt par í ástaratlotum.
Umrætt álit hefur verið haldið frá þingmönnum. Mér er spurn, er ekki hér um landráðstilburði að ræða ? Viljandi er verið að halda upplýsingum frá þingmönnum og nota blekkingar til að fá þingmenn til að kjósa "rétt" eins og er svo vel þekkt í Evrópusambandinu.
Aldrei hef ég orðið vitni að né nokkurn tíman heyrt af jafn miklu virðingarleysi gagnvart íslenskri þjóð af nokkrum íslenskum stjórnmálaflokki eins og Sandfylkingin hefur sýnt íslensku þjóðinni undanfarna mánuði. Að hugsa sér að þessi flokkur hafi verið kosinn til að fara með það viðkvæma vald sem felst í því að stjórna þjóðarbúskapnum. Það er ekki skrítið að fylgi við Sandfylkinguna fari þverrandi samkvæmt skoðunarkönnunum og með sama framhaldi mun fylkingin þurrkast út á endanum.
Það væri óskandi að þingmenn stjórnarflokkanna ásamt stjórnarandstöðunni tækju sig saman og felldu Icesave-samningana [lesist: þrælasöluna], við eigum ekki að taka að okkur að borga skuldir óreiðumanna.
![]() |
Óvíst um ábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 13:04
Íslenskt réttarkerfi
Í hnotskurn er íslenskt réttarkerfi svona: Sá sem brýtur á rétti annars, hvort heldur með því að valda líkamlegu-, tilfinningalegu- eða efnahagslegu tjóni, á meiri rétt en sá sem brotið er á.
Ekki er hægt að skilja dóms- og lögregluvaldið á annan veg.
Síðast liðið haust komst upp um bandarískan fjárglæframann, hann var sóttur heim settur í járn og leiddur út að öllum viðstöddum ásjáandi. Ekki var ákæru- né dómsvaldið að velkjast í vafa um hvað gera skildi, maðurinn var ákærður og nú er búið að dæma hann til 150 ára fangelsisvistar, sjálfsagt verður farið að slá allverulega í hann loksins þegar hann lostnar.
Það má segja margt misjafnt um bandarískt réttarkerfi, en þar er allavega tekið á málum, nokkuð sem menn mættu læra hér á landi.
![]() |
Réttindi spilltra ofar á baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 12:19
Friðrik að hætta hjá Landsvirkjun
Það verður mikil eftirsjá af Friðrik Sophussyni er hann hættir hjá Landsvirkjun eins og er hann hætti í stjórnmálum. Nú er spurningin hvort ekki væri hægt að fá Friðrik inn í stjórnmálin á nýjan leik og koma að uppbyggingu íslenska þjóðarbúsins. Friðrik hefur sýns og sannað að þar fer fær og víðsýnn maður er hefur hæfileika til að takast á við erfið verkefni.
![]() |
Hættir sem forstjóri Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í útskýringu sinni á framangreindri fullyrðingu lýsir Gylfi Magnússon því yfir að útflutningstekjur dugi vel til að greiða Icesave-skuldbindingar. Ef útflutningstekjur ríkisins rynnu allar óskertar til ríkisins stæðist þessi fullyrðing ráðherrans, en hann getur þess ekki að útflutningstekjurnar renna til þeirra sem standa í útflutningi. Í langflestum tilfellum selja útflytjendur gjaldeyrinn sem þeir afla til viðskiptabanka síns og fá greitt í Íslenskum Krónum (ISK).
Til að ríkið geti komist yfir þann gjaldeyri sem verður til við útflutning útflutningsvara þarf ríkið að greiða fyrir með ISK. Til þess að ríkið eigi nægilega margar ISK til að kaupa gjaldeyri í þeim tilgangi að greiða Icesave-skuldir, þarf ríkið að skattleggja fólkið í landinu.
Framangreint er nokkuð sem ráðherrann hefur valið að fjalla ekki um því að þá er komið að svo viðkvæmu efni að hann treystir sér ekki til þess að útskýra mál sitt frekar.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þær skattahækkanir sem nú eru að dynja yfir okkur eru ekki til þess ætlaðar að greiða Icesave heldur til að halda rekstri ríkisins gangandi, burtséð frá þeim skuldbindingum sem ríkisstjórnin vill leggja á íslensku þjóðina með því að samþykkja Icesave. Þannig að við getum verið viss um það að þær skattahækkanir sem nú þegar er búið að ákveða og þær sem væntanlegar eru næstu tvö árin fara ekki í það að greiða Icesave. Þær skattahækkanir sem eiga eftir að dynja á þjóðinni til þess að greiða Icesave verða ekki kynntar til sögunnar fyrr en fyrsti gjalddaginn nálgast og verða það engar smáhækkanir.
Á AMX er vitnað í grein, eftir Helga Áss Grétarsson og Sigurð Hannesson, félaga í InDefence-hópnum, sem birt var í Morgunblaðinu í dag. Fyrirsögnin á AMX er hér fyrir neðan og linkur þar fyrir neðan sem hægt er að fara inná og lesa umfjöllun AMX um umrædda grein. Mæli ég með lestri greinar AMX þar sem vitnað er í grein þeirra félaga og að sjálfsögðu mæli ég með lestri greinar þeirra í Morgunblaðinu.
Rökþrota viðskiptaráðherra þyrlar ryki í augu fólks
http://www.amx.is/vidskipti/8120/
2.7.2009 | 09:59
Ömurleg afskiptasemi AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að vera samur við sig, afskiptasemi þeirra af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og það opinberlega eins og sjá má á viðtengdri frétt sýnir svo ekki verði um villst að sjóðurinn ætlar að ná sýnu fram. Ekki er spurt um hag fólksins í landinu eða stöðu fyrirtækjanna, nei ekki má lækka stýrivexti af því að AGS segir það. Staðreyndin er sú að stefna AGS með háa vexti er að hafa öfug áhrif á gengi krónunnar.
Nú var að koma frétt frá Seðlabankanum sem segir okkur að bankinn hafi farið að vilja AGS og haldið stýrivöxtum óbreyttum.
Nú er ekki hægt að tala um að verið sé að lengja í hengingarólinni þar sem hana er ekki hægt að lengja meir en orðið er, heldur er nú farið að þrengja að hálsi þjóðarinnar. Það á sem sagt að berja okkur til hlýðni eða að öðrum kosti drepa allt lífvænlegt í þessu landi.
Ríkisstjórnin er margbúin að lofa hraðri vaxtalækkun, það loforð eins og mörg önnur loforð hennar hafa verið svikin. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA var duglegur við að kalla eftir vaxtalækkun, en nú er búið að beygja hann. Stýrivextir ættu ekki að vera hærri en 5%. Fimm prósent stýrivextir myndu stuðla að öflugra atvinnulífi og þar með aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, sem myndi skila sér í minnkandi atvinnuleysi. Þar sem stýrivextir eru ekki lækkaðir og það allverulega segi ég að nú sé farið að þrengja að hálsi atvinnulífsins og eins að hálsi heimilanna. Það eru ekki bara stýrivextirnir sem stuðla að því heldur óhófleg skattahækkun ríkisstjórnarinnar, sem ekki mun skila þeim tekjum sem til er ætlast, heldur mun valda frekari erfiðleikum.
Með aðgerðum sínum er Seðlabankinn og ríkisstjórnin að stuðla að landflótta. Á næstu misserum eigum við eftir að sjá á bak margra vel menntaðra og færa einstaklinga, fólk sem sér enga framtíð á Íslandi, en á góða atvinnumöguleika á erlendri grund.
![]() |
AGS vill ekki stýrivaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar