Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.7.2009 | 11:22
Örlagadagar í lífi þjóðar
Örlög íslensku þjóðarinnar gætu ráðist í dag og næstu daga. Í dag mun Alþingi greiða um það atkvæði hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og þar með hvort framselja beri fullveldi þjóðarinnar í hendur útlendinga.
Á næstu dögum mun ráðast á Alþingi hvort leggja eigi ofurbirgðar á þjóðina með því að samþykkja Icesave-samningana.
Mikil er ábyrgð þeirra sem sitja á þingi þessa dagana. Fyrir síðustu kosningar gengu ýmsir stjórnmálamenn fram og lýstu skoðunum sínum á þessum málum. Til að mynda gegnu Vinstri grænir vasklega fram í þeirri afstöðu sinni til ESB að þangað bæri okkur ekki að fara okkur væri betur borgið utan ESB. Þessi afgerandi afstaða VG varð þess valdandi að fjöldi fólks ákvað að ljá þeim atkvæði sitt og í því trausti að Vinstri grænir væru menn orða sinna. Nú hefur komið á daginn að meirihluti VG á þingi hafa snúið við blaðinu og mæla með aðildarumsókn og hefur formaður þeirra farið þar fremstur í fararbroddi. Þetta hefur valdið því að samflokksmenn formannsins í hans eigin kjördæmi hafa látið óánægju sína í ljós og það ótæpilega, en formaðurinn situr við sinn keip og metur stjórnarsetu sína meira virði en hag og vilji þjóðarinnar.
Með hreinum ólíkindum er að einfaldur meirihluti þingmanna getur skuldbundið þjóðina með því að leggja á hana þær ofurbirgðar sem Icesave er og framselt fullveldi hennar í hendur útlendinga með það að sækja um aðild að ESB. Í svona miklum og afdrifaríkum málum ætti það að vera reglan að 2/3 eða 3/4 þyrfti til til að gera svo alvarlegar breytingar á stefnu og hag þjóðarinnar.
Að sjálfsögðu ætti þingið að ákveða að leggja ESB málið í hendur þjóðarinnar á bindandi hátt, það þarf ekki stjórnarskrárbreytingu til, Alþingi getur tekið þá ákvörðun að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram og skuli hún vera bindandi. Ef Alþingi getur tekið ákvörðun um að framselja fullveldið þá getur það á sama hátt ákveðið slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur verið kappsmál Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því hún gerðist forsætisráðherra og samflokksmanna hennar að leggja þann klafa á þjóðina að ganga í ESB án þess að spyrja þjóðina álits. Það væri eins og ef einhver tæki þá ákvörðun að Jóhanna skuli flytja úr húsi sínu og byggja sér nýtt á Kolbeinsey og þar skuli hún búa, án þess að hún hafi nokkuð um það að segja. Ég er hræddur um að þá heyrðist hljóð úr horni.
Nei, yfirgangur ríkisstjórnarinnar í garð almennings er yfirgengilegur, hvort sem um ESB málið er að ræða eða Icesave. Það á bara að valta yfir þjóðina og troða á henni með skítugum skónum.
Ef þetta fólk lætur ekki segjast, þá má bóka það að þau munu ekki sitja lengi við stjórnvölin. Ég spái því að kosningar verði í haust, ekki síðar en í október og verða þau hrakin frá völdum með skömm.
![]() |
Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 15:49
Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði á þingi í dag: Ef gengið styrkist meira en um 30% þá verða nýju bankarnir gjaldþrota. Með öðrum orðum, ef á að bjarga bönkunum þá mega fyrirtækin og heimilin fara veg allrar veraldar. Það er ómögulegt að heimilin og fyrirtækin geti staðið undir svo lágu gengi til lengdar, en það er eins og ríkisvaldinu sé alveg sama, "ESB mun bjarga öllu" hvort sem er.
![]() |
Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 11:53
Taugatitringur formanns utanríkismálanefndar
Lögfræðingar Seðlabankans gáfu viðskipta- og skattanefnd og fjárlaganefnd álit á Icesave-samningnum hans Svavars Gestssonar. Ekki féll það álit Svavari né Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, í geð og þar sem það féll ekki að þeirra hugmyndum þá hlaut álitið að vera af pólitískum rótum runnið og auðvitað er enginn annar en Davíð Oddsson sá sem fær allan heiðurinn af því. Þessi afstaða Árna Þórs sem birtist í viðtengdri frétt af mbl.is, er grátbrosleg. Að hugsa sér að maðurinn skuli vera formaður utanríkismálanefndar, telur sig vera í stjórnmálum til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Maðurinn sem fyrir kosningar var á móti samningum um Icesave og hann var einnig á móti því að ganga í ESB, en nú er allt annað uppi á teningnum hjá honum. Nú eigum við að borga sem mest vegna Icesave og endilega að sækja um aðild að ESB. Er að furða að atkvæðin flýja Vinstri græna eins og heitan eldinn ?
Fyrirfram taldi ég að Árni Þór, Svavar og fleiri úr VG bæru hag þjóðarinnar fyrir brjósti, en það hefur komið mér virkilega á óvart að aðeins tæpur helmingur þingflokksins hefur snefil af manndómi í sér og lætur ekki forsætisráðherra kúga sig, allavega vona ég að sú verði raunin.
Að halda því fram að embættismenn Seðlabankans séu með pólitískar yfirlýsingar vegna þess að álit þeirra, eftir að hafa farið vel yfir Icesave-samningana, fellur ekki að áliti Árna Þórs er einber barnaskapur. Árna væri nær að fara betur ofan í samninginn og sjá hversu grafalvarlegur hann er og stórhættulegur íslensku þjóðinni. Þjóðin gerir þá kröfu til hans og allra þeirra sem kjörnir eru á þing að þeir gæti hagsmuna þjóðarinnar, en fari ekki eftir eigin duttlungum eða duttlungum samstarfsflokksins, bara til að halda í völdin og friðinn.
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 10:39
Norræna velferðarríkið
Er þetta það sem norræna velferðarríkið snýst um, að loka öldrunarheimilum úti á landi ? Er þetta jafnaðarmennskan og samfélagshyggjan í reynd ? Á að úthýsa öldruðum úr hinu "nýja" Íslandi ? er þetta hluti af því að ganga í ESB ?
Er þetta það sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf verið að tala um, hennar baráttumál í gegnum tíðina ?
Mér er bara spurn.
![]() |
Óljóst hvað verður um vistmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 01:19
Viðkvæmur stjórnarsinni
Ég skrifaði athugasemd á bloggfærslu Gísla Baldurssonar í gær undir fyrirsögninni "Bið um málefnalega umræðu". Þar sagði ég eftirfarandi:
14.7.2009 | 00:36
EES-samningurinn í húfi ?
So what ! Samskipti okkar við ESB eru ekki 1.000 milljarða króna virði.
![]() |
EES-samningurinn var í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 15:46
Klækjabrögð Helga Hjörvar
Ótrúlegt er að hlusta á viðtal mbl.is við Helga Hjörvar um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna áforma ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Helgi og aðrir í Sandfylkingunni virðast halda að þjóðin sé heimsk.
Offors Sandfylkingarinnar og hamagangur í að komast í ESB er hreint ótrúlegur. Þeim er alveg sama þó að meirihluti þjóðarinnar vilji fá eitthvað um málið að segja, þeir halda að allt snúist um þá og að aðrir landsmenn séu bara annars flokks, eins og svertingjar voru hér áður fyrr í Bandaríkjunum. Þarf að koma til byltingar til þess að þetta fólk fari að átta sig ?
Sandfylkingin virðist ekki gera sér grein fyrir því að það væri hægt að spara stórfé með því að fara í þjóðaratkvæði um það hvort sækja bæri um aðild að ESB eða ekki. Þegar þjóðin hefur sagt NEI við aðildarumsókn myndi sparast stórfé sem annars færi í umsóknarferlið, en talið er að það muni kosta í að minnsta 1.000 milljónir. Ætli væri ekki hægt að gera eitthvað betra við þann pening ?
Helgi Hjörvar gerir sig breiðan og spyr hvort eigi að fara í þjóðaratkvæði um það hvort fara eigi í þjóðaratkvæði. Helga eins og öðrum í Sandfylkingunni er tamt að snúa út úr einlægri og sjálfsagðri ósk almennings eins og þeirri sem nú er á dagskrá að fá að koma að málum er varðar heill, velferð og fjöregg þjóðarinnar. Ef hann heldur að hann sé þess bær að taka ákvörðun fyrir þjóðina meðan hann veit að hann hefur minnihluta hennar á bakvið sig, þá skjátlast honum. Málið er að Sandfylkingin veit að meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB, en þeir reyna með klækjabrögðum að koma hlutunum þannig fyrir að þeir nái vilja sínum fram.
Það sem Sandfylkingin gerir sér ekki grein fyrir er að þjóðin mun ekki láta þá komast upp með slíkar svívirðingar.
![]() |
Klækjabrögð eða nauðsyn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 13:34
Pukur og leynd
Alþingi átti ekki að fá að sjá samninginn sem Svavar Gestsson gerði við Hollendinga og Breta, hvað þá þjóðin, það mátti skilja sem svo að þjóðinni kæmi málið ekki við. Heiðarleikinn, gagnsæið og allt uppi á borðum var alsráðandi. Heiðarleikinn draup af fölu andliti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrímur J. var eins og steingervingur er hann upplýsti að þingið gæti ekki fengið umbeðnar upplýsingar af því að Hollenska þjóðin og Breska þjóðin gætu ekki leyft íslensku þjóðinni vita hvað hún var að gangast undir.
Eftir langa mæðu varð ríkisstjórnin loks að upplýsa þingið um samningana vegna þess að RÚV var búið að leka upplýsingum í almenning. Ekki vildi betur til en svo að Össur og Steingrímur reyndu sitt besta að halda völdum upplýsingum frá þinginu, en enn á ný voru aðrir fyrri til að upplýsa þjóðina um að tiltekin skjöl væru til sem ekki hefðu litið dagsins ljós.
Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar var alger og það er ekki allt búið enn. Í morgun var sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar. Á fundinn mættu fulltrúar frá Seðlabankanum og var umræðuefnið skuldastaða ríkisins og skuldaþol. Samkvæmt fréttum á RÚV fóru fulltrúar Seðlabankans fram á það við nefndarmenn að þeir upplýstu ekki um stöðu mála. Sögðust þeir eiga eftir að fara betur í gegnum tölurnar og fínpússa útkomuna. Hvenær skyldi þjóðin fá að vita hvað hún á að borga ? hvaða fjötrar verði lagðar á hana ?
Af hverju á í sífellu að halda þjóðinni óupplýstri ? hvað er það sem þjóðin má ekki vita ? hvernig stendur á því að ríkisstjórnin æ ofan í æ reynir að halda upplýsingum frá þinginu og þjóðinni ? Af hverju er þetta fólk enn við völd ?
Það er óþolandi að ráðherrar skuli sýna þinginu og þjóðinni slíka lítilsvirðingu sem þeir hafa gert ítrekað frá því þau tóku við völdum í byrjun febrúar. Jóhanna og Steingrímur hafa svo gersamlega gengið gegn eigin prinsippum og sýnt þvílíkan valdhroka að hið hálfa væri nóg. Það var ekki svo sjaldan að þau gagnrýndu fyrrum ríkisstjórnir fyrir akkúrat það sem þau viðhafa núna.
Það er kominn tími til að þetta fólk víki og í staðin komi fólk sem kann til verka, fólk sem er manneskjulegt og ber hag íslensku þjóðarinnar fram yfir hag Evrópusambandsins.
Guð hjálpi okkur ef þau koma áformum sínum í gegn.
![]() |
Leynd ekki aflétt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2009 | 21:03
Taugatitringur Sandfylkingarinnar vegna afstöðu Vinstri grænna til Evrópusambandsins
Sandfylkingin er farin að gera sér grein fyrir því að verkefnin sem ríkisstjórnin er að takast á við er þeim ofviða. Nú reynir fylkingin að finna sér útgönguleið, en eina leið þeirra til að komast skammlaust frá stjórnarsamstarfinu er að koma höggi á Vinstri græna.
Sandfylkingin vissi áður en til þessa stjórnarsamstarfs kom að Vinstri grænir voru ekki tilbúnir að samþykkja aðildarumsókn að ESB. Nú virðist sem svo að þeim hafi tekist að snúa Steingrími J. og fengið hann á sitt band, en það á ekki við um alla samflokksmenn hans. Þá telja þeir sig geta beygt VG til fylgdar við ESB-stefnu sína með hótunum um stjórnarslit.
Ég er þess fullviss að Sandfylkingin myndi glöð grípa það tækifæri til að komast frá vandræðunum sem þeir hafa ratað í með því að slíta stjórnarsamstarfinu, en á sama tíma getað kennt Vinstri grænum um. Sandfylkingin á um tvennt að velja, slíta stjórnarsamstarfinu og leggja þar með ESB á hilluna, eða halda áfram og nota allar þær þvingunar aðferðir sem þeir kunna til að beygja VG undir vilja sinn í ESB-málinu. Ef Sandfylkingunni tekst ekki að fá ESB-málið í gegnum þingið er tilgangur þeirra með stjórnarsetunni úti og sjálfhætt í ríkisstjórn með VG, en allar aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, allt sem sagt hefur verið eða ósagt, er í þeim tilgangi einum að koma Íslandi inn í ESB.
Skal Sandfylkingin hafa skömm fyrir. Fylkingin hefur hundsað þjóðina og látið hjá líða að koma heimilunum og fyrirtækjunum til bjargar í þeim eina tilgangi að þröngva vilja sinn upp á þjóðina. Jóhanna, Össur, Árni Páll, Björgvin og aðrir Sandfylkingar þingmenn eru vanhæf, þau geta ekki tekist á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Það þarf að koma þeim frá völdum og losna við þau af þingi.
![]() |
Tal um stjórnarslit undarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 14:25
Hvaða þýðingu hefur almennur fyrirvari ?
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna skrifaði í gær undir álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en með fyrirvara þó. Þegar hún var spurð hver sá fyrirvari væri svaraði hún því til að um "almennan fyrirvara" væri að ræða.
Mér er spurn, hvaða þýðingu hefur fyrirvari þegar þingmaður samþykkir álit þingnefndar ? og hvað er almennur fyrirvari ?
Mér sýnist Guðfríður Lilja hafa orðið fyrir þrístingi frá samflokksmönnum sínum og hún þvinguð til að samþykkja álitið sem hún var á móti, síðan til að friðþægja sjálfa sig fyrir þeim sem kusu hana og til að líta betur út í augum kjósenda, segist hún hafa samþykkt álitið með "fyrirvara", en fyrirvarar hafa akkúrat enga þýðingu þegar menn samþykkja álit úr þingnefnd.
Hvernig væri nú ef frumvörp yrðu samþykkt sem lög frá Alþingi með fyrirvörum ? Slíkir fyrirvarar hafa enga þýðingu og eru gagnslausir. Sama má segja um fyrirvara Guðfríðar Lilju, þeir eru gagnslausir. Ef Guðfríður Lilja heldur að kjósendur séu heimskir, þá skjátlast henni hrapalega.
Kannski eigum við að samþykkja Icesave og ESB-aðild með fyrirvara, svo eftir tíu til tuttugu ár ef okkur sýnis sem svo að Icesave sé okkur of þungt í skauti eða að ESB sé okkur ekki hagfellt, þá grípum við til fyrirfaranna sem gerðir voru og bökkum út úr öllu saman.
Ætli það væri nú trúverðugt.
![]() |
Almennur fyrirvari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 169276
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Heill og sæll Gísli,
ekki get ég tekið undir með þér að spennandi vika sé framundan, sérstaklega þegar kemur að umræðunni um ESB. Það er sama hvað andstæðingar aðildar að ESB hafa reynt að fá málefnalegar umræður af hálfu fylkingarinnar, allt kemur fyrir ekki, málefnafæð er alger. Það eina sem við fáum frá fylkingunni er að allt verði svo miklu betra í ESB. Fullyrðingar um að vöruverð lækki og vextir verði lágir í ESB hafa verið hraktar hvað eftir annað. Ríkisstjórnin lætur hjá líða að takast á við vanda heimilanna og fyrirtækjanna vegna þess að ESB-aðild á að redda öllu. Þetta kalla ég ekki málefnalega umræðu af hálfu fylkingarinnar.
Hvernig fylkingin hefur komið fram síðustu mánuði, talandi um að slá skjaldborg um heimilin, bjarga fyrirtækjunum, heiðarleika, gagnsæi og hafa allt uppi á borðum og svikið hvert einasta þessara fyrirheita gerir það að verkum að maður getur ekki annað en kallað flokkinn Sandfylkingu.
Gísli er mjög viðkvæmur fyrir því að ég gef fylkingunni nafn sem á vel við hana þ.e. Sandfylkingin. Fyrir bragðið hefur hann útilokað mig frá bloggi sínu mér að sársaukalausu.
En málið er það málefnafæð ríkisstjórnarflokkanna er alger og þá sérstaklega af hálfu Sandfylkingarinnar. Þegar fylkingin er beðin um að færa rök fyrir því að við eigum að sækja um aðild að ESB þá eru rökin engin, nema að ESB-aðild muni bjarga öllu hér á landi.
Í áðurnefndri athugasemd minni við bloggfærslu Gísla gerir Jón Ingi Cæsarsson athugasemd við skrif mín og þar sem ég get ekki svarað honum á bloggsíðu Gísla þá geri ég það hér.
Þar gerir hann athugasemd við að ég segi: "Ríkisstjórnin lætur hjá líða að takast á við vanda heimilanna og fyrirtækjanna vegna þess að ESB-aðild á að redda öllu. Þetta kalla ég ekki málefnalega umræðu af hálfu fylkingarinnar." Þar heldur hann því fram að þessi fullyrðing mín sé röng og vitnar í orð Össurar Skarphéðinssonar máli sínu til stuðnings. Þá vil ég bara minna Jón Inga á orð Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Sandfylkingarinnar og forsætisráðherra, í vetur í sjónvarpsumræðum og við mörg önnur tilefni s.s. á þingi og víðar þar sem hún heldur því fram að það sé þjóðarnauðsyn að ganga í ESB því þá mun allt lagast hér á landi. Ekki var að skilja orð Jóhönnu öðruvísi en svo að það þýddi ekki að gera neitt í efnahagsmálunum því að ESB myndi snúa öllu í hag fyrir okkur.
Varðandi vaxtastefnuna, þá er vaxtastefnan sem nú er við lýði á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og co. sáu til þess að þeir sem voru að vinna hörðum höndum að koma vöxtunum niður voru flæmdir úr Seðlabankanum og útlendingur fenginn í staðinn. Hvernig skildi honum hafa vegnað ? hvar eru vextirnir núna ? og hver skyldi nú ástæðan vera fyrir svo háum vöxtum ? Ríkisstjórnin á þar stóran hlut að máli. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að halda stýrivöxtum og verðbólgu háum. Engar eru þær aðgerðir sem stjórnin hefur farið út í er til að bæta gengið, lækka verðbólgu eða vexti, þvert á móti.
Já, Jón Ingi, það var ekki ómerkari manneskja en sjálf Jóhanna sem hefur haldið því fram að ESB muni bjarga öllu hér á landi og vegna þess að sækja á um aðild að ESB þá eru björgunaraðgerðir gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum látnar hjá líða.
Í Kastljósinu í gærkveldi mátti heyra Helga Hjörvar lýsa því hversu miklir lýðræðisflokkar Sandfylkingin og Vinstri grænir væru, en ég verð nú að segja að önnur eins öfugmæli hef ég ekki heyrt lengi. Sandfylkingin skreytir sig með lýðræðistali við hátíðleg tækifæri, en að fylkingin stundi lýðræði er svo fjarri lagi, sérstaklega nú þegar fylkingin er í ríkisstjórn og lýðurinn er upp á náð og miskunn fylkingarinnar kominn.
p.s. Mér þykir leitt að valda Gísla Baldurssyni hugarangri með því að uppnefna flokkinn hans, en mér finnst fylkingin ekki eiga neitt betra skilið. Þetta beinist ekki að þér persónulega Gísli og vil ég óska þér alls góðs.