Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Icesave = I-slave eða verður það I-save ?

Hvað ætli Alþingi "íslendinga" geri núna ?  Ætla þeir að samþykkja Icesave samningana þannig að sérhver íslendingur getur með sanni sagt I slave, eða munu þingmenn segja I save og þar með fella umrædda samninga ?

 


mbl.is Ekki hægt að afgreiða málið í núverandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi er hægt að pína gjaldþrota, eignalaust fólk

Frá því að efnahagshrunið átti sér stað hafa verðmæti fasteigna farið lækkandi og eiga sjálfsagt enn eftir að lækka.  Á sama tíma hafa verðtryggð- og gengistryggð lán hækkað umtalsvert, gengi krónunnar hrunið, verðlag rokið upp og á enn eftir að hækka svo um munar, álögur ríkisins á ýmsa vöruflokka hækkað, tekjuskattur hækkaði um s.l. áramót og mun hækka um næstu áramót og fjármagnstekjuskattur hækkaði 1.júlí á fjármagnstekjur umfram kr. 250.000 í 15%.

Við efnahagshrunið fór eignastaða margra heimila úr því að vera jákvæð yfir í neikvæða eignastöðu.

Margt fólk á orðið erfitt að sjá út úr sínum málum.  Maður nokkur sem ég hef verið að vinna fyrir sótti um aðstoð Ráðgjafastofu heimilanna.  Hann þurfti að bíða í um tvo mánuði áður en mál hans voru tekin fyrir og útkoman úr ráðgjöfinni var ekki betri en svo að það er verra fyrir hann að fara að þeirra ráðum en að halda hlutunum óbreyttum.

Á sama tíma og erfiðleikar hrannast upp yfir heimilum landsins eru stjórnvöld að lofa erlendum ríkjum himinháum greiðslum úr vösum þessa sama fólks sem nú þegar er í vandræðum.  Viðskiptaráðherra segir ítrekað að þetta sé ekkert mál, við ráðum vel við Icesave-skuldbindingarnar.  Félagsmálaráðherra segir að ekki komi til greina almennar niðurfærslur skulda og aðrir stjórnarliðar segja að það sé svo dýrt og spyrja hverjir eigi að borga.

Því miður mætti halda að þetta fólk búi ekki í raunverulegum heimi.  Ef farið væri í niðurfærslu skulda (afskriftir) tækju lánastofnanirnar á sig skellinn, ef ekki verður farið út í þessar niðurfærslur mun skellurinn koma síðar og mun sá skellur ekki eingöngu lenda á lánastofnunum heldur á heimilunum, atvinnuvegunum og síðast en ekki síst á sjálfu ríkinu.  Áhyggjur sumra stjórnmálamanna þess eðlis að einhverjir, sem ekki þurfa á niðurfellingu að halda, væri næg ástæða til að fara ekki út í slíkar aðgerðir, þetta eu þess valdandi að þeir sem virkilega þurfa á slíkum almennum niðurfærslum að halda fá þær ekki.  Sem sagt það er betra að berja hinn saklausa frekar en að láta hinn seka sleppa.

Nú er mál að stjórnmálamenn standi með þjóðinni, en ekki erlendum nýlenduþjóðum sem farið hafa illa með nýlendur sýnar í gegnum aldirnar.

Uppákomur síðustu misserin minna um margt á það sem gerðist í Skotlandi fyrr á öldum, þegar sumir Skotar voru tilbúnir að gera allt fyrir Englendinga jafnvel svíkja sína eigin bræður, vini, sína eigin þjóð til þess að hljóta sjálfir náð í augum Englendinga og einhverja bitlinga.  Þeir svifust einskis, hröktu bændur af lendum sínum, brenndu hús þeirra og myrtu að fjölskyldum þeirra ásjáandi.  Þeim var ekkert heilagt. 

Því miður er ekki annað að sjá en slíkt eigi sér stað í dag hér á landi þ.e.a.s. ríkisstjórn og stjórnmálamönnum er ekkert heilagt þegar kemur að íslenskum almenningi, það má troða á þeim og pína þrátt fyrir gjaldþrot og eignaleysi, þeir (almenningur) skulu hraktir úr landi.

 


Nýjar sparnaðar tillögur

Það er ótækt að láta Rögnu Árnadóttur eina um taka ákvörðun um að skera niður, við verðum að hjálpa henni.  Hér kem ég með tillögu sem Ragna má gera að sinni, ef hún vill.

Best væri að leggja lögregluembættin niður, þau eru hvort sem er nærri óstarfhæf, það myndi spara okkur stórfé sem gæti nýst til að greiða Icesave nokkrum sinnum á næstu fimmtíu árum. 

Sama má segja um dómsvaldið.  Ef við legðum niður Héraðsdóm, Hæstarétt og saksóknaraembættin öll, þ.m.t. Evu Joly, myndi sparast stórfé sem gæti nýst til að halda uppi spillingunni í Brussel, sem við bara verðum að taka þátt í.  Íslenska dómsvaldið er hvort eð er handónýtt og kemur ekki að neinu gagni, nema til að til að láta okkur vita hvað útrásarvíkingarnir eru frábærir menn og fara allir að lögum er þeir arðræna íslenskan almenning.

Ragna, þú mátt gera þessar tillögur að þínum, gratís.  Mikið held ég að Jóhanna yrði ánægð með þig.

 


mbl.is „Róttækar breytingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöturleg staða Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir skundaði á Austurvöll 10.janúar s.l. og steig í pontu Harðar Torfasonar og lét í ljósi skoðanir sínar.  Þar talaði hún um einelti á fólki með öðruvísi skoðanir og að völd spilla og að þeir sem halda um völdin hafi gengið fram með hörku við að útiloka þá sem haldið hafa uppi gagnrýni á aðgerðarleysi og vanhæfi valdhafa til að takast á við fjármálakreppuna. 

Lilja hafði öðruvísi skoðanir en þær sem viðgengust á meðal meirihluta þeirra sem á Alþingi Íslendinga sátu, svo að þegar tækifæri gafst til að komast á hið háa Alþingi til að láta skoðanir sínar í ljósi brást henni ekki bogalistin, hún fékk gott brautargengi og flaug inn, eins og sagt er.  Nú var komið gullið tækifæri til að láta í sér heyra og láta skoðanir sínar í ljósi og þar með hafa áhrif á framgang mála um lausn vanda þess er steðjaði að þjóðinni.

Ekki hafði Lilja verið lengi á þingi þegar farið var að setja ofan í við hana og skamma hana fyrir að láta skoðanir sínar í ljósi.  Hver skildi það hafa verið sem dirfðist að skamma nýja þingmanninn fyrir það að standa með eigin skoðunum og það sem hún taldi skoðanir flokks síns Vinstri grænum.  Var hún skömmuð af andstæðingum sínum í stjórnmálum ? af aðila úr samstarfsflokki Vinstri grænna ?  Nei, hún var skömmuð af sínum eigin formanni, þeim sem hefur haldið því á lofti að hver ætti að fara eftir eigin sannfæringu. 

Lilja hefur ekki haft manndóm í sér til að standa á því sem hún trúir á og gefur nú eftir æ ofan í æ og óttast greinilega skammaryrði Steingríms formanns.  Í afstöðu sinni til ESB hefur hún gefið eftir, í afstöðu sinni til Icesave er hún að gefa eftir og ætlar jafnvel að víkja fyrir varamanni sínum svo að hún verði ekki til þess að taka vitlausa afstöðu og hljóta skammir fyrir.

Ég held að Lilja ætti að halda sig fjarri mótmælafundum hér eftir, hún ætti líka að halda sig fjarri Alþingi, hún er greinilega ekki sá bógur að geta tekist á við erfið verkefni og standa á eigin sannfæringu.  Hún hefur verið barin til hlýðni, eins og fleiri þingmenn Vinstri grænna.

Hið kaldhæðnilega er að orð Lilju á Austurvelli í janúar eiga vel við í dag og einkum er lítur að forystuliði ríkisstjórnarinnar sem hún hefur stutt svo dyggilega við.

 


ESB í fyrsta sæti, heimilin í hundraðasta sæti, eða aftar.

Á innan við sólarhring frá því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB er búið að senda umsóknarbeiðnina inn.  Á meðan bíða heimilin eftir aðgerðum þeim til bjargar og eru þau búin að bíða síðan í vetur og mega bíða enn í marga mánuði eða ár, nema núverandi ríkisstjórn hrökklist frá völdum og ný verði skipuð sem hefur málefni þjóðarinnar allrar í forgang.

 


Búið að sækja um ESB-aðild

Það er aldeilis æðibunu gangurinn í stjórnarliðinu það á greinilega ekki að missa af tækifærinu á að sækja um aðild að ESB.

Nú hljóta vextir að lækka strax við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans, gengið að styrkjast um 10 til 20%, vöruverð að lækka, atvinnuleysi að minnka, heimilin og fyrirtækin komast á græna grein og allt að verða svo gott á Íslandi.  Jóhanna Sigurðardóttir gaf það alla vega til kynna að bara við það að leggja inn umsókn til ESB myndi strax hafa áhrif á gengi krónunnar, stýrivexti og allt snúast til betri vegar. 

Við erum sem sagt komin með annan fótinn inn í Himnaríki, þökk sé heilagri Jóhönnu.

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Alþingis hefur í dag svikið þjóðina

Í dag er sorgar dagur.  Ríkisstjórnin með sinn meirihluta þingmanna á bak við sig hefur meinað þjóðinni þann sjálfsagða rétt að koma að málum um hvort eigi að sækja um aðild að ESB.  Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur svívirt kjósendur sína og svikið.  Ekki var við öðru að búast af hálfu Samfylkingarinnar því að sá flokkur er andlýðræðislegur í eðli sínu og notar öll þau klækjabrögð sem hugsast getur til að koma vilja sínum fram.

Í dag hefur ríkisstjórn Íslands tryggt það að upplausn, óánægja, lítilsvirðing við Alþingi og óróleiki muni leggjast eins og þrumuský yfir þjóðina.

Þegar Össur hefur farið í sitt ferðalag til Brussel og náð þar einhverskonar "aðildarsamningi" með loforði til ESB um að framselja fullveldi okkar, mun hann, ásamt öðrum úr Samfylkingunni sjá til þess að þjóðin í fyrsta lagi fái ekki að vita hvað samningurinn hljóðar uppá, í öðru lagi ljúga að þjóðinni um innihald samningsins og í þriðja lagi svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Össur Skarphéðinsson er ótrúverðugur fulltrúi okkar sem utanríkisráðherra.  Ætlar hann að fá menn á borð við Svavar Gestsson til að "semja" við ESB ?

Í dag er dökkur dagur í sögu lýðveldisins Ísland og má færa að því rök að í dag sé upphafið að endalokum þess.

Ábyrgð þeirra sem greiddu atkvæði með því að sótt verði um aðgang að ESB er mikil og þó einkum þingmanna Vinstri grænna, með örfáum undantekningum.

 


mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti óvinur landbúnaðar og sjávarútvegs

Samfylkingin er mesti óvinur landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi.  Samfylkingunni er í mun að leggja þessar greinar í rúst og þar með að rústa matarkistu íslensku þjóðarinnar.

Össur Skarphéðinsson viðurkenndi á Alþingi  í morgun að við fáum ekki varanlega undanþágu fyrir sjávarútveginn.  Hann segir jafnframt að það sé ljóst að leysa yrði vandamál sjávarútvegsins með sérstökum hætti.  Hvernig í ósköpunum eigum við að treysta því að svo verði gert eða að landbúnaðurinn fái sérstaka lausn sinna mála ?  Ef Össur heldur að þjóðin treysti honum til að fara með samninga fyrir okkar hönd þá skjátlast honum hrapalega.  Hann hefur sýnt fram á það að honum er ekki treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar. 

Hvernig halda menn að það verði fyrir íslenska þjóð að taka upplýsta afstöðu til samninga Össurar við Evrópusambandið, vitandi að Össur stingur óþægilegum skýrslum undir stól og leynir þingi og þjóð mikilvægum upplýsingum ?

NEI takk það má ekki gerast að þessum fýr verði falið að sækja um aðild að ESB fyrir Íslands hönd.

Ríkisstjórnin hefur lítilsvirt þjóðina, skömm sé þeim.  Ég óttast útkomu atkvæðagreiðslunnar á Alþingi sem fer væntanlega fram á eftir.  Það yrði einn mesti sorgar dagur verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt.

 


Draga ætti tillöguna til baka

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, veigrar sér ekki við að ljúga að þingi og þjóð, ég man ekki eftir ómerkilegri stjórnmálamanni.  Nú er logið upp á Bændasamtökin að þau hafi krafist trúnaðar á skýrslu sem Össur lét gera, en þvert á móti hafa Bændasamtökin krafist þess að fá að sjá umrædda skýrslu en ekki fengið.  Össur sagði þingi og þjóð um daginn að hann hafi ekki séð lögfræðiálit sem stílað var á hann og hann hafði beðið um.  Umrætt lögfræðiálit var honum ekki að skapi. 

Hvernig er hægt að trúa svona manni ? hvernig er hægt að fela svona manni slík völd sem hann hefur ?  Hann er ómerkingur og lætur sér í léttu rúmi liggja að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.

Það er orðið deginum ljósara að þessi ríkisstjórn ræður ekki við vandann, hefur misst stuðning þjóðarinnar og ætti að hverfa frá völdum hið allra, allra fyrsta.  Þessi ríkisstjórn hefur komið okkur í enn meiri vanda en við vorum í er hún tók við völdum og finnst það léttvægt að leggja þvílíkt ok á þjóðina að hún fær ekki risið undir því.

Af völdum allra þeirra svika, lyga og pretta sem ríkisstjórnin hefur sýnt þjóðinni, er það eina rétta í stöðunni að draga tillögu Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og hætta við þau áform.

Hver sá þingmaður sem greiðir atkvæði með aðildarumsókn að ESB er óvinur íslensku þjóðarinnar.

 


mbl.is Óvíst um atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin að fara á taugum

Í öllum sínum athöfnum og undirbúningi að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hefur Samfylkingin sýnt mikið dómgreindarleysi.  Samfylkingin kemur gögnum undan, gögn sem eru þeim óþægileg og hafa neikvæð áhrif á fyrirætlun þeirra, fylkingin sniðgengur vilja þjóðarinnar og þegar þeim verður ekki ágengt gera þeir eins og ESB, þeir þjösnast áfram og veigra sér ekki við að troða fólki um tær.

Nýjasta dæmið um dómgreindarleysi Samfylkingarinnar er landbúnaðarskýrslan sem ekki einu sinni landbúnaðarráðherrann fær að sjá, en Össu liggur á eins og ormur á gulli.  Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins upplýsti á þingi rétt áðan að skýrslan hafi verið gerð að trúnaðarmáli og þingmenn fengju ekki að sjá hana.  Allt er þetta hið ótrúlegasta mál og Össuri og Samfylkingunni allri til háðungar.

Borgarahreyfingin fær aldeilis að kenna á því í dag, af því að Borgarahreyfingin leyfir sér að fara sínar eigin leiðir þá ætlar allt að verða vitlaust í Samfylkingunni.  Ætli Samfylkingin hafi ekki viðhaft meiri og alvarlegri klækjabrögð en Borgarahreyfingin viðhefur í dag.  Samfylkingin, sem veigrar sér ekki við að ljúga, svíkja og pretta til að koma sínum vilja fram, nær ekki upp í nefið á sér af bræði yfir því að Borgarahreyfingin vill nota þau vopn sem þau hafa í hendi til að koma sínum sjónarmiðum að.

Ég held að Samfylkingin ætti öll upp til hópa að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir hversu óforskömmuð þau eru, hversu óheiðarleg þau eru í öllum sínum vinnubrögðum.  Flokkur sem er tilbúinn að fórna þjóð sinni á ekki skilið að eiga mann á þingi.  Maður hélt að Hitlerstíminn væri liðinn, en svo virðist ekki vera, hvað Samfylkinguna varðar.

p.s. Eins og sjá má hef ég ekki uppnefnt Samfylkinguna í þessari færslu.  Ástæðan er sú að ég hef tekið þá vel ígrunduðu ákvörðun af fullu tillitssemi og við Gísla Baldvinsson og eingöngu af tillitssemi við hann.  Hér eftir mun ég tala um Samfylkinguna og/eða fylkinguna, en ég tel mig ekki vera að uppnefna Samfylkinguna þó ég noti stittingar einnig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 169275

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband