Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.9.2009 | 15:28
Eiga Guernsey búar sem áttu sparifé í Landsbankanum ekki sama rétt og aðrir innistæðueigendur ?
Það hljóta að vera sjálfsögð réttindi sparisjáreigenda Landsbankans á Guernsey að fá bætur eins og Bretar og Hollendingar. Vill Steingrímur ekki bara senda Svavar Gests. í hvelli til Guernsey til að skrifa undir samning við þá ? Hvað munar okkur um nokkur hundruð milljarða í viðbót ? Breytir það orðið nokkuð hvort það taki okkur 100 eða 150 ár að komast út úr þessu klúðri. Ég er viss um að ríkisstjórnin hefur fullan skilning á málinu.
ps. eru ekki fleiri sem við getur borgað fyrir ?
![]() |
Hóta að höfða mál gegn íslenska ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 14:55
Ef aðgerðir til bjargar heimilunum mega ekki kosta neitt, þá er aðeins tvennt til ráða.
Ef ekki má kosta neinu til til að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar og ríkisstjórninni alvara með að koma þeim til hjálpar, þá er aðeins tvennt til ráða svo að fólk fái horft á framtíðina með von í brjósti um betri tíð og blóm í haga.
Í fyrsta lagi, að frysta verðtrygginguna, eða öllu heldur afnema verðtryggingu lána og færa gjaldeyrislán á byrjunarreit og afnema gengistryggingu þeirra.
Í öðru lagi að lækka stýri- og útlánsvexti verulega. Stýrivextir færðir niður í 2% og útlánsvextir niður í 4,5%.
Hvað afskriftum á lánum á yfirveðsettum fasteignum varðar, þá þarf að sjá til þess að áhvílandi lán eftir afskriftir séu ekki hærri en sem nemur 80 til 90% af virði eignarinnar, ekki, alls ekki 105 eða 110%, það kemur ekki til greina, vilji menn með sanni koma fólki til bjargar.
Ef stjórnvöldum er alvara með því sem þau segja, verða þau að gera eitthvað þessu líkt og það strax.
Dýrmætur tími hefur farið í súginn og miklum tíma eytt í mál sem koma þjóðinni illa. Nú duga engin vettlingatök, hendur verða að standa fram úr ermum og ákvarðanatökur sem koma landi og þjóð að gagni verða að koma strax, vilji þeir sem verma ráðherrastólana komast skammlaust frá stjórnarsetunni.
Ofangreindar tillögur mínar mega stjórnarliðar taka og gera að sínum þeim að kostnaðarlausu.
Á sama tíma verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með getu- og úrræðaleysi stjórnar-andstöðunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 14:27
Ætli Jóhanna og Össur viti af þessu ?
Er hugsanlegt að því hafi verið haldið leyndu fyrir Jóhönnu að þjóðin vill ekki í ESB ? Ætlar Jóhanna að þröngva ESB ofan í kok þjóðarinnar ? Gerir hún sér grein fyrir því hver eftirmæli hún fengi ef það gerðist ?
Ég er hræddur um að hún yrði stimplaður sem versti forsætisráðherra sem þjóðin hefur átt. Skildi hún verða sátt við slík eftirmæli ?
Össuri er hinsvegar alveg sama, það er búið að lofa honum bitlingum í Brussel, stórri skrifstofu, stóru skrifborði úr eðalviði. Það sem Össur hefur hinsvegar ekki áttað sig á enn er það að hann verður ekki í sviðsljósinu, hann verður bara óbreyttur starfsmaður á skrifstofu einhvers úr elítu Barrosos.
![]() |
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 15:37
Framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna
Það er með hreinum ólíkindum að fólk skuli vilja eiga sína eigin íbúð, ég tala nú ekki um bíl líka, geta klætt börn sín í almennileg föt og sjálft ekki sætta sig við að ganga í druslum.
Veit almenningur ekki að það er bara fyrir "elítuna", gæðavini stjórnmálamannanna að geta leyft sér slíkt.
Hinn venjulegi Jón á bara að sætta sig við að búa í húsnæði sem ríkið skaffar honum, svona eins og það var í Sovét á dögum kalda stríðsins, þar sem fimm manna fjölskylda getur látið fara vel um sig í 70fm íbúð, sem samanstendur af einu herbergi og eldhúsi með WC frami á gangi og tíu aðrar fjölskyldur hafa aðgang að. Fyrir þessi lúxus ætti Jón að greiða 80% af tekjum sínum. Krakkarnir geta gengið í skólann, annars yrðu þau of feit hvort eð er, það tæki þau ekki nema 30 til 45 mínútur að ganga aðra leiðina í góðu veðri. Jón, sem nú býr í Mosfellsbæ en vinnur í Straumsvík, getur verið í verbúð sem samanstendur af 20feta gámi og deild plássi með 25 starfsfélögum sínum. Jón getur gengið heim einu sinni í viku, á sunnudögum (sem er frídagur hans), en þarf að passa uppá að vera kominn til vinnu á réttum tíma kl. 05:00 á mánudagsmorgni. 20% sem eftir standa af mánaðarlaunum Jóns ætti að duga honum til að framfleyta fjölskyldu sinni, svona næstum því út mánuðinn, ef ekkert kemur uppá s.s. veikindi eða annað ófyrirséð.
Gunna, eiginkona Jóns, getur gengið út í búð, tekur ca. 30mín. aðra leiðina, hún getur komið matvörunum fyrir í litlum bakpoka. Það sem Gunna kaupir í matvörubúðinni og kemur fyrir í bakpokanum sínum ætti að duga vikuna. Þar má finna einn lítra af innfluttri mjólk sem má þinna út með vatni, eitt brauð, ýsu eða ufsa í soðið, smjörklípu (innflutt), kjúkling (innfluttan) og nokkrar baunir. Kartöflur getur hún sótt út í kálgarðinn sinn þ.e. ef hún hefur verið svo forsjál að setja niður í vor og ef hún hefur átt útsæði til að setja niður. Þar sem litli Jón, sonur þeirra fékk flensu og Gunna þurfti að kalla til lækni, verður hún að sleppa því að fara út í búð síðustu vikuna í mánuðinum, því að peningarnir voru búnir.
Mega Íslendingar bara ekki vara ánægðir með lífið sem Jón og fjölskylda hans búa við, er þetta ekki framtíðardraumurinn ?
Þetta virðist vera sú framtíðarsýn sem stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir íslensku þjóðina og ganga stjórnarflokkarnir þar fremstir í fararbroddi.
11.9.2009 | 16:08
Ríkisvaldið er í þann veg að afhenda erlendum aðilum bankana
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að afhenda erlendum aðilum bankana án þess að leiðrétta lánin sem hvíla á hinum almenna borgara fyrst ? Er meiningin virkilega sú að ekki aðeins á hinn almenni borgari að greiða Icesave-lánin og ekki aðeins að taka á sig gífurlegar skattahækkanir á sama tíma og laun verða lækkuð verulega, heldur verður hinn almenni borgari einnig að greiða að fullu fyrir sukkið sem viðgekst í bönkunum og varð þess valdandi að lán hans hækkuðu upp úr öllu valdi.
Hinn almenni borgari gat engu um það ráðið að lánin hans hækkuðu eins og raun bar vitni, en hann skal samt þurfa að axla þá ábyrgð að óprúttnir menn léku sér að fjöreggi þjóðarinnar, misstu það og brutu svo að allt glutraðist niður og varð að klessu, en subbuskapurinn lendir á hinum almenna borgara, hann skal þrífa upp eftir sukk óreiðumannanna.
![]() |
Heldur 5% hlut í Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 15:06
Vandræðagangur stjórnarsinna
Nú er allt gert til að beina sjónum manna frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar. Stjórnarsinnar telja að með því að beina sjónum manna að Ingólfstorgi og fyrirhuguðum framkvæmdum við torgið, megi beina sjónum manna frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar þegar kemur að almenningi í landinu.
Hvort ætli vegi þyngra hjá stjórnarliðum, Ingólfstorg eða heill hins almenna borgara ? breytt Ingólfstorg eða uppbygging atvinnulífsins ?
Ég er hér ekki að taka afstöðu til framkvæmda við Ingólfstorg, en mér þykir undarlegt að fólk sem hefur haldið sig til hlés og látið lítið fyrir sér fara í umræðunni um velferð heimilanna og fyrirtækjanna skuli nú allt í einu þegar fjallað er um breytinga á Ingólfstorgi, hafa skoðanir á dauðum hlutum meðan almenningur í landinu blæðir og þá þegir þetta sama fólk þunnu hljóði.
Þvílíkur tvískinnungur. Svona er vinstristefnan í hnotskurn.
![]() |
Uppákoma til að vernda Ingólfstorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 14:18
Svik AGS við ríkisstjórn Íslands
Til stóð að AGS myndi greiða annan hluta láns til íslenska ríkisins í febrúar eða mars s.l., en enn bólar ekkert á efndum. Nú stóð til að fjalla um málefni Íslands á fundi AGS 14.september, en úr því verður ekki s.k.v. upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Segja menn þar á bæ að um "misskilnings" hafi verið að ræða að taka ætti málefni Íslands fyrir þann dag.
Ljóst er að Ísland er ekki á dagskrá hjá AGS, nú er búið að þvinga íslendinga til að taka á sig skuldbindingar gagnvart Breskum og Hollenskum nýlendusinnum og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af Íslandi meir. Plott AGS, Breta og Hollendinga virkaði og nú erum við föst í skuldaklafa sem Bretar og Hollendingar komu okkur í með aðstoð AGS, ESB og Norðurlandaþjóðanna.
Hverir þarfnast óvina þegar þeir eiga vini sem þessa ?
![]() |
Ekki á dagskrá 14. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 12:26
Hverjar hafa afskriftir bankanna verið ?
Það er lögmæt krafa almennings í landinu að fá að vita hversu mikið bankarnir hafa afskrifað og hvaða "stóru" aðilar var afskrifað hjá og hversu mikið var afskrifað hjá einstökum viðskiptamönnum með lán umfram 100milljónir, svo dæmi sé tekið.
Á sama tíma hefur ríkisstjórnin ekki tekið í mál að leiðrétta lán hjá almenningi, viðskipta- og félagsmálaráðherrar hafa báðir lýst því yfir að slíkt kæmi ekki til greina. Stjórnmálamenn ríkisstjórnarflokkanna, þó ekki allir, spyrja hvaðan eigi að taka peningana. Ég spyr á móti, hvernig er endalaust hægt að hækka lán almennings í formi verðtryggingar ? og hvaðan komu þeir peningar ?
Á sama hátt og verðbætur eru lagðar á höfuðstól lána er hægt að snúa dæminu við og reikna verðtrygginguna til baka og lækka lánin þar með. Þetta er mjög einföld aðgerð, vilji er allt sem þarf, eins og einhver sagði.
Eins og hækkun verðtryggingar hefur verið færð til tekna í rekstrarreikningi bankanna, yrði leiðrétting verðtryggingarinnar færð til gjalda. Auðvitað tapa lánastofnanirnar á slíkri aðgerð, en þær hafa á sama hátt stórgrætt á óeðli verðtryggingarinnar mörg undanfarin ár.
Hér er um réttlætismál að ræða. Heimilin hafa tekið á sig ómældar byrgðar af hálfu lánastofnana til að halda þeim uppi og eigendum þeirra. Nú bendir allt til þess að bankarnir hafi afskrifað stórar upphæðir af lánum þeirra sem fóru geyst, lifðu hátt og komu þjóðfélaginu á hliðina. Það hlýtur því að vera krafa almennings að stjórnmálamenn taki til sinna ráða og krefji bankana svara og ef með þarf að skipta þeim út sem tekið hafa slíkar ákvarðanir og lögsækja ef ástæða þykir til.
Mikið hefur verið talað um nauðsyn gegnsæis og fóru stjórnmálamenn stjórnarflokkanna mikinn í þeirri umræðu, áður en núverandi ríkisstjórn komust til valda. Nú hafa þessir sömu aðilar tekið þá ákvörðun að láta sem minnst fyrir sér fara í von um að almenningur gleymi orðagjálfri þeirra.
Gegnsæi er það sem þarf og aldrei meira en í nú. Almenningur er orðinn langþreyttur á þeirri spillingu sem viðgengst og krefst breytinga og það ekki seinna en strax.
![]() |
Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 11:40
Ný útflutningsgrein ?
Getum við ekki flutt út verðtrygginguna, gengissigið, sykurskattinn, svo eitthvað sé nefnt ?
![]() |
Kreppan flutt út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 13:32
Lánshæfiseinkunnir enn neikvæðar þrátt fyrir . . .
Fyrir kosningar í vor sagði forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ítrekað, að við það að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu, myndi krónan styrkjast, traust á Íslandi og íslensku efnahagskerfi aukast meðal erlendra aðila. Með því að samþykkja Icesave-samningana átti lánshæfismat að hækka og við eiga greiðari aðgang að erlendu lánsfé. En hvað gerist nú ? Við erum búin að sækja um aðild að ESB, við erum búin að samþykkja Icesave, en af hverju hækkar lánshæfismat íslenska ríkisins ekki ? Af hverju hefur traust erlendra aðila á Íslandi ekki aukist ? Er ekki einhver hugsunarvilla hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkum hennar ?
Þegar ég vann í banka þá voru vaxtakjör lánþega hærri eftir því sem viðkomandi skuldaði meira, það hlýtur að gilda það sama um ríkisvaldið og eftir því sem lánþegar voru skuldsettari þeim mun erfiðara áttu þeir með að fá ný lán. Gilda aðrar reglur þegar málið snýr að íslenska ríkinu ? Ég held ekki. Þess vegna segi ég enn og ítreka: Það hlýtur að vera einhver hugsunarvilla í gangi hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkum hennar.
![]() |
Óbreytt lánshæfiseinkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 169275
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar