Lánshæfiseinkunnir enn neikvæðar þrátt fyrir . . .

Fyrir kosningar í vor sagði forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ítrekað, að við það að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu, myndi krónan styrkjast, traust á Íslandi og íslensku efnahagskerfi aukast meðal erlendra aðila.  Með því að samþykkja Icesave-samningana átti lánshæfismat að hækka og við eiga greiðari aðgang að erlendu lánsfé.  En hvað gerist nú ?  Við erum búin að sækja um aðild að ESB, við erum búin að samþykkja Icesave, en af hverju hækkar lánshæfismat íslenska ríkisins ekki ?  Af hverju hefur traust erlendra aðila á Íslandi ekki aukist ?  Er ekki einhver hugsunarvilla hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkum hennar ?

Þegar ég vann í banka þá voru vaxtakjör lánþega hærri eftir því sem viðkomandi skuldaði meira, það hlýtur að gilda það sama um ríkisvaldið og eftir því sem lánþegar voru skuldsettari þeim mun erfiðara áttu þeir með að fá ný lán.  Gilda aðrar reglur þegar málið snýr að íslenska ríkinu ?  Ég held ekki.  Þess vegna segi ég enn og ítreka: Það hlýtur að vera einhver hugsunarvilla í gangi hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkum hennar.

 


mbl.is Óbreytt lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gengið átti líka að styrkjast og það meira að segja hratt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Tómas minn

Þessi ríkisstjórn veldur miklum vonbrigðum, búin að segja margt og lofa mörgu en ekki staðið við neitt. Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast sem þýðir að margir missi vinnuna og þá kemur nú lítið í kassann hjá Steingrími. Meira að segja ég sé að þetta reiknisdæmi gengur ekki upp.

Hlustaði á Lindina á sunnudaginn var. Magnað og Guði séu þakkir.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur og gefa okkur fólk í stjórn sem hefur glóru í kollinum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 162252

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband