Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.9.2009 | 11:08
Að leita raunhæfra leiða til að koma til móts við heimilin í landinu
Furðulegt er að fylgjast með hámenntuðum sérfræðingum bögglast við að koma saman hugmyndum er lúta að því að bjarga heimilunum í landinu. Þær hugmyndir sem Þórólfur Matthíasson er að rembast við að koma á framfæri, ganga of skammt, taka allt of langan tíma í framkvæmd og kæmu of seint fyrir heimilin.
Nú, loksins, eru nokkrir ráðherrar farnir að sjá og viðurkenna að líklega þurfi að koma til þess að færa niður lán, má þar nefna hinn hámenntaða Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra og lögfræðinginn, Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, sem báðir höfðu lýst því yfir að ekki kæmi til greina að fara út í slíkar aðgerðir. Kýs ég að kalla slíka niðurfærslu leiðréttingu lána. Ekki dugir að framkvæma þá leiðréttingu eingöngu hjá þeim sem eru þegar komnir í þá stöðu að geta ekki greitt af lánum sínum, heldur þarf að framkvæma þessa leiðréttingu hjá öllum þeim sem eru með verðtryggð- og gengistryggð lán, því allir hafa þurft að taka á sig auknar byrgðar af lánum vegna aðgerða bankanna í aðdraganda hrunsins. Þeir sem eru í þeirri stöðu að geta ekki greitt lengur af lánum sínum þurfa síðan enn frekari niðurfellingu, þannig að þeim sé gert kleift að borga og lifa mannsæmandi lífi.
Nú stendur upp á ríkisvaldið að grípa inn í og framkvæma þessar leiðréttingar og það strax, þetta mál þolir enga bið. Nú þegar hefur dregist fram úr hömlu að slá skjaldborg um heimilin, en það er einmitt það fyrsta sem lá á að gera þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, en sökum þess að ekkert hefur verið gert fram að þessu eru mörg heimili komin í mjög alvarlega stöðu og er þar sinnuleysi stjórnvalda um að kenna.
Leiðrétting lána, aðgerðir STRAX.
![]() |
Grunnur að lausn á vanda heimila? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 09:37
Brúarsmiðurinn mikli
Þegar menn taka að sér að byggja brú yfir gjá þarf að gæta að því að brúin nái yfir gjána beggja vegna, að öðrum kosti kemur brúin ekki að neinu gagni.
Forseti vor tók að sér að reyna að byggja brú milli þings og þjóðar, en honum fórst það ekki vel úr hendi. Brúársmíðina hóf hann hjá Alþingi/ríkisstjórn, en brúin nær ekki til þjóðarinnar. Nú er gap milli þings og þjóðar annarsvegar og forseta og þjóðar hinsvegar.
Slæmt er það þegar Alþingi bregst þjóðinni og ekki er það síður slæmt þegar forsetinn bregst þjóðinni, eins og gerst hefur ítrekað í tilfelli núverandi forseta.
Hið rétta í stöðunni væri að ekki aðeins forsetinn segði af sér, heldur einnig þeir 48 þingmenn sem ekki sögðu NEI við Icesave-nauðarasamningana.
![]() |
Yfirlýsingin hefur ekkert lagalegt gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 12:42
Hið rökrétta í kjölfar Icesave-nauðasamningsins
Þar sem Alþingismenn, allir nema 14 þingmenn, hafa tekið þá ákvörðun að leggja óbærilegan skuldaklafa á íslensku þjóðina er hið rökrétta í kjölfar þess að afskrifa allar aðrar skuldir sem hvíla á heimilum landsmanna, þ.e. íbúðarlán, bílalán, námslán, neyslulán, yfirdráttarlán og önnur þau lán sem hvíla á heimilum landsmanna.
Ef við eigum að geta risið undir þeirri byrgði sem ríkisstjórnin, með fulltingi Alþingis, hefur lakt á herðar landsmanna, verða þeir hinir sömu að sjá til þess að landsmenn geti greitt umræddan nauðasamning. Fyrsta skrefið í þá átt að gera okkur kleyft að greiða Icesave-nauðasamninginn hlýtur þá að vera að fella niður allar aðrar skuldir sem hvíla á heimilum landsmanna.
Nú kalla ég eftir slíkum aðgerðum og það strax.
28.8.2009 | 12:05
Sjálfstæðisflokkurinn brást þjóðinni
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn í Icesave- málinu, en á sama tíma hrósa ég Framsóknarmönnum fyrir þeirra framgöngu.
Það má mikið breytast í Sjálfstæðisflokknum og Icesave-málinu öllu til þess að koma í veg fyrir varanlegan viðskilnað minn við Sjálfstæðisflokkinn.
Það er ekki nóg af formanni Sjálfstæðisflokksins að varpa ábyrgðinni af Icesave yfir á ríkisstjórnina í ræðustóli og sitja síðan hjá við atkvæðagreiðsluna.
Hjásetan var ekkert annað en stuðningur við tillögu ríkisstjórnarinnar og er því ábyrgðin að fullu hjá þeim Sjálfstæðismönnum sem ekki sögðu nei.
Ég hrósa þeim Árna Johnsen og Birgi Ármannssyni fyrir að standa í fæturna ásamt Framsóknarmönnum og hluta af Borgarahreyfingunni á sama tíma og ég lýsi vonbrigðum mínum með aðra þingmenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2009 | 11:21
Icesave-nauðasamningur samþykktur á Alþingi
Alþingi Íslands hefur brugðist þjóðinni. Icesave-nauðasamningurinn var samþykktur. Í stað þess að stjórnarandstaðan stæði saman einhuga gegn áætlun ríkisstjórnarinnar, var hún sundruð og stór hluti sat hjá í stað þess að segja NEI.
Ábyrgð á því sem framundan er í íslensku þjóðfélagi hvílir á stjórnarflokkunum og þeim þingmönnum sem ekki sögðu NEI.
27.8.2009 | 16:59
Örlagaríkur dagur á morgun
Umræðum um Icesave-samningana er lokið á Alþingi, þingmenn fá að sofa á því í nótt og láta sig dreyma um hvaða takka ýta skuli á við atkvæðagreiðsluna á morgun.
Ég óska þess að allir draumar þingmannanna verði til þess að leiða þá í sannleikann um Icesave og í framhaldi af því taki þeir ábyrga afstöðu til þessa erfiða og mjög svo umdeilda máls.
Þegar þingmenn taka endanlega afstöðu til samninganna verða þeir að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi, menn verða að leggja flokkshag til hliðar eða hag ESB, Breta eða Hollendinga, þeir verða að hafa hag íslensku þjóðarinnar, fólksins í landinu að leiðarljósi og minnast þess að þeir eru í umboði okkar á Alþingi.
Íslenska þjóðin er ekki í stakk búin til að taka á sig þessar skuldir, það er víst. Ef stjórnmálamenn vilja sjá bjartari framtíð fyrir íslenska þjóð þá segja þeir NEI við Icesave og Já við framtíð þjóðarinnar án Icesave-nauðasamninga.
Guð forði okkur frá því að Alþingi klúðri málum og leggi fjötra á íslensku þjóðina.
26.8.2009 | 09:27
Norræn velferðarstjórn ?
Úrræði norrænu velferðarstjórnarinnar hefur ekki komið neinum að gagni. Það sem átti að vera fólki í nauð til hjálpar hefur fremur gert illt verra.
Ótrúlegt er, eins og stjórnarflokkarnir lögðu mikla áherslu á að hjálpa heimilunum og þeim sem voru í vanda stödd, fyrir kosningar, hafa gjörsamlega lítilsvirt þetta sama fólk og skilið það eftir úti í kuldanum á sama tíma og öll áhersla er lögð á að bjarga þeim sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er í.
Við þetta má ekki búa lengur, breytingar þurfa að eiga sér stað og það ekki seinna en strax. Ef stjórnvöld halda áfram að draga lappirnar gagnvart heimilum og fyrirtækjum landsins þá munu erfiðleikarnir margfaldast á allra næstu vikum. Ef stjórnvöld ætla íslensku þjóðinni að bera ábyrgð á Icesave-nauðasamningunum, þá er úti um þessa þjóð. Ef stjórnvöld ætla að troða íslensku þjóðinni inn í Evrópusambandið, þá er úti um þessa þjóð. Ef ekki verða breytingar hjá stjórnvöldum nú þegar, þá er úti um þessa þjóð.
Það sem þarf að gera strax er eftirfarandi:
- Hafna Icesave-nauðasamningunum
- Lækka vexti
- Færa niður höfuðstól húsnæðislána
- Afnema verðtryggingu og gengistryggingu
- Láta þá, sem farið hafa í greiðsluaðlögun, fá yfirráð yfir fjármunum sínum
- Senda fulltrúa AGS heim
- Draga til baka aðildarumsókn að ESB
25.8.2009 | 21:19
Nýja stjórn, nýja þingmenn
Sitjandi ríkisstjórn hefur sýnt landslýð mikla lítilsvirðingu. Stjórnvöld ætlast til þess að gjaldþrota, eignalaus almúginn sjái um að greiða skuldir óreiðumanna og halda uppi bankakerfinu í formi ofurvaxta, verðtryggingar og gengisbundinna lána, einnig þurfa þeir sem hafa einhverjar tekjur, tekjur sem þegar hafa verið skertar, haldi uppi síauknum fjölda atvinnulausra auk þess sem halda þarf uppi ónýtum þjóðarbúskap, borga af erlendum lánum og borga fyrir gæluverkefni stjórnmálamannanna.
Ekki má koma til móts við landslýð, hann hefur ekki gott af því, hann gæti farið að eyða um efni fram. Afskriftir eða niðurfærsla lána, eins og það er stundum kallað, yrði bara til þess að fólk hefði of mikla fjármuni milli handa og líklegt að það færi að sólunda þeim í Kringlunni eða einhversstaðar annarsstaðar. Ekki má hugsa sér það að fólk færi að borga til ríkisins í formi neysluskatta, það væri glapræði, ríkið hefði ekki gott af slíkum tekjum.
Nei, það er komið nóg ! ! !
Nú þarf að taka til hendinni. Lækka þarf greiðslubirgði heimilanna með því að lækka skuldirnar handvirkt. Nú dugar ekki að afskrifa lán fólks um 20%, nú þarf að afskrifa um 25 til 30% yfir línuna og síðan meira hjá þeim sem eru í miklum vanda, eða allt að 60 til 75%.
Droll ríkisstjórnarinnar í þessum efnum veldur því að þær tillögur sem uppi voru í vetur duga ekki til.
Stoppa verður frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave-nauðasamningana.
Draga verður til baka umsókn að Evrópusambandinu.
Setja verður þessa ríkisstjórn af og nýjar kosningar þurfa að fara fram. Alþingi hefur eytt allt of miklum tíma í ekki neitt og nú þurfum við nýtt fólk til að taka við keflinu, fólk með ábyrgðatilfinningu og lætur hjartað ráða, ekki flokkspólitík.
25.8.2009 | 16:43
Er hausta tekur
Nú líður að hausti, skólarnir að taka til starfa á ný, sumarið að baki, veður fer kólnandi og haustvindar blása. Margir hafa kviðið haustinu, sumir hafa lokað á allar hugsanir um komandi haust og ákveðið að njóta augnabliksins meðan sumarið hefur leikið við okkur.
Nú tekur alvaran við. Margir foreldrar hafa kviðið skólagöngu barna sinna, því að þeir hafa séð í hendi sér að þeir geta ekki veitt þeim það sama og áður, eða það sem aðrir foreldrar hafa efni á að veita börnum sínum.
Það sem skortir á þessa dagana er að stjórnmálamenn, þá fyrst og síðast þeir sem sitja í ríkisstjórn, sjái hversu alvarleg staða heimilanna er. Þeim fer fjölgandi sem sjá fram á harðan og erfiðan vetur. Margir eiga enn eftir að átta sig á stöðu sinni og munu margir verða fyrir áföllum þegar fyrirtæki sem þeir vinna hjá geta ekki haldið starfsemi sinni úti.
Í stað þess að koma til móts við heimilin og fyrirtækin í landinu hafa stjórnvöld lagt alla áherslu á að bjarga bönkunum, en ekki gert sér grein fyrir því að það verður engin bankastarfsemi í landinu ef fyrirtæki og heimili fara áhliðina í enn ríkara mæli en hefur verið fram að þessu.
Félagsmálaráðherra er loksins farinn að átta sig á að ekki verði komist hjá því að afskrifa eitthvað af skuldum heimilanna, en hugmyndir hans ganga allt of skammt. Hugmyndir félagsmálaráðherra ganga út á það að afskrifa eingöngu það sem þegar er tapað fé, í stað þess að ganga enn lengra og gera fólki kleyft að eiga eitthvað í húsnæði því sem það hefur verið að reyna að festa kaup á. Með tillögu félagsmálaráðherra er aðeins verið að fresta vandanum því innan skamms mun þurfa að afskrifa enn meira.
Það er óásættanlegt að fólk geti rétt svo skrimt. Stjórnvöld verða að sína dug og takast á við vandann, ekki með "almennilegum vettlingatökum" eins og einn góður þingmaður orðaði það, heldur af alvöru og koma með aðgerðir sem duga og gefur fólki von um bjartari framtíð.
Eitt af því sem gera þarf til að gefa fólki von um betri tíma er að fella Icesave-nauðasamningana, skora ég á alla þingmenn í öllum flokkum að standa í fæturna og hafna þessum samningum sem eru ekkert annað en ávísun á fátækt og landflótta úr okkar annars góða landi.
24.8.2009 | 16:52
Virðing stjórnvalda. Virðing þjóðarinnar.
Þegar stjórnvöld bera litla eða enga virðingu fyrir þjóð sinni, fólkinu í landinu, þá er ekki við því að búast að þjóðin beri virðingu fyrir stjórnvöldum.
Það er kominn tími til að stjórnvöld, þ.e. ríkisstjórn og Alþingi, taki af skarið og standi vörð um velferð þjóðarinnar, felli Icesave-nauðasamningana og fari að snúa sér að því að rétta við hag heimilanna og fyrirtækjanna.
Sá skrípaleikur sem hefur nú viðgengist í allt sumar er stjórnvöldum til skammar og hefur eingöngu verið til þess fallinn að íþyngja almenningi.
Ef ekki verður breyting á þá þarf að skipta um fólk í húsinu sem stendur við Kirkjustræti, gengt Austurvelli. Það sama gildir um þær stöður sem þetta sama fólk hefur staðir vörð um, þ.e. ráðherrum og fylgdarliði þeirra.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 169275
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar