Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dómsmálum fjölgar

Kemur það dómsmálaráðherra á óvart að dómsmálum hefur fjölgað ?      Var dómsmálaráðuneytið virkilega óviðbúið aukningu dómsmála ?             Af hverju hefur dómsmálaráðherra ekki gert ráðstafanir vegna yfirvofandi aukningu dómsmála ? og hver skyldi nú staðan vera er kemur að stóraukinni þörf fyrir fangelsis pláss ?  Það er eins og máltækið segir: "Einhversstaðar verða vondir að vera"

Það má kannski minna á að stjórnarráðið var eitt sinn fangelsi.  Ætli það gæti ekki verið pláss þar innandyra ? Wink

 


mbl.is Verður að leysa vanda dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúar hverra eru stjórnmálamenn ?

Á minnst fjögurra ára fresti eru viðhafðar kosningar til Alþingis.  Í aðdraganda kosninga stíga þeir fram sem vilja gefa kost á sér til starfa á hinu háa Alþingi.  Menn leggja skoðanir sínar og áherslur á hinum ýmsu málefnum á borðið fyrir kjósendur og telja mönnum trú um að ef þeir verða kosnir muni allt fara á betri veg í þjóðfélaginu.

Menn skipa sér í hópa eftir skoðunum og leggja áherslu á að þeirra flokkur/framboð sé best til þess fallið að stjórna landinu.

Þegar þeir sem ná kjöri mæta síðan til vinnu sinnar á Alþingi hefst allsherjar darraðardans.  Allir vilja vera í stjórn, enginn vill vera í stjórnarandstöðu.  Ekki fá allir það sem þeir vilja, jafnvel þó svo að flokkur þingmanns komist í stjórn er ekki þar með sagt að þingmaðurinn fái ráðherrastól.

Þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð fara menn að huga að þeim loforðum sem gefin voru í kosningabaráttunni og þá rennur upp fyrir mönnum að mörg loforðanna eru óframkvæmanleg eða að menn verða að gefa eftir áherslur sem lögð voru til grundvallar er viðkomandi náði kjöri. Þá standa menn frammi fyrir því að svíkja kjósendur sína og þurfa að finna góða afsökun er skýra gæti svikin við kjósendurna og reynast menn oft tungu liprir er kemur að því að afsaka sig og ljúga að kjósendum sínum.

Eitt er það sem þingmenn virðast oft gleyma, er þeir komast í þá stöðu að þeir eða flokkur þeirra hefur náð tökum á valdataumi þjóðfélagsins, að þeir voru kosnir til að verja hag þjóðarinnar og standa með almenningi þegar á harðbakkann slær.  Þeir þingmenn sem á hinn bóginn eru ekki í stjórnarliðinu, eru lausir undan hrossakaupum stjórnarsinna og hafa því efni á að tala eins og þeir gerðu í aðdraganda kosninga.

En hverjir eru þá fulltrúar almennings á hinu háa Alþingi ? eru það stjórnarþingmenn ? eru það þingmenn stjórnarandstöðunnar ? eru það allir þeir sem kosnir voru á þing ? eða eru engir fulltrúar almennings á Alþingi Íslendinga ?

Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér menn ekki vera að hugsa um hag þjóðarinnar, en að einhver annarleg sjónarmið stjórni athöfnum þingheims, karp um eigið ágæti og að reyna að koma höggi á andstæðinga sína.

Væri ekki nær að allir legðust á eitt með það að markmiði að bjarga heimilunum og atvinnu-vegunum í landinu og stuðla að því að hér verði lífvænlegt næstu árin og til frambúðar.

Ef ráðherrar og þingmenn hafa ekki lausnir eða þekkingu sem gætu komið þjóðinni að notum, þá þurfa þeir að hafa þá auðmýkt að viðurkenna takmörk sín.  Það er engin skömm af því að viðurkenna að maður er takmarkaður.

En eitt ættu kjörnir fulltrúar að gera sér grein fyrir og það er það að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu og að þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, en ekki annarlegra hagsmuna erlendra þjóða eða stofnana.  Þeir sem ekki gera sér grein fyrir því, ættu að fara að huga að öðru starfi.

 


Bretar sviknir

Bretar, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, hafa verið sviknir um sjálfsagðan rétt sinn til að ákvarða framtíð sína, Breska Samfylkingin hefur séð til þess.  Íslenska Samfylkingin stefnir einnig að því að svíkja þjóð sína, eins og Brown gerði gagnvart sinni þjóð.

Nú stefnir í að stjórnarskrá ESB verði komin á koppinn fyrir þingkosningar á Bretlandseyjum og því ekki á valdi Íhaldsmanna að kjósa um hana eins og Cameron hafði stefnt að, það verður orðið of seint og ekki aftur snúið, frekar en fyrir Finna og Íra að hafna ESB, það er orðið of seint fyrir þá.

Við höfum enn von um að geta haldið aftur af þeirri óheilla þróun hér á landi.  Við munum aldrei láta þröngva okkur inn í ESB með ofbeldi, eins og Samfylkingin stefnir að.  Ofbeldi þess flokks verður ekki liðið.

 


mbl.is Bretar ósáttir með „endalok Bretlands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já menn Össurar skipaðir...

...í samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, það er sem sagt ekki von til þess að efasemdarmenn fái að koma að málum. 

Kemur svo sem ekki á óvart.

Það verður allt lagt í sölurnar til að halda efasemdamönnum og reyndar þjóðinni allri fjarri samningaferlinu.

 


mbl.is Samninganefnd vegna ESB skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason og ESB

Hafa þeir það ekki í hendi sér, Jón Bjarna og aðrir VG-ingar, að stöðva ESB-umsóknarferlið ? eða er honum og öðrum VG-ingum stólarnir svona kærir að þeir telji betra að halda í þá um stund og láta ESB-skrímslið yfir sig ganga ?

Enn ein birtingarmynd þess hversu ríkisstjórn Íslands er mynduð af fólki sem við getum ekki lagt traust okkar á.  Allt fyrir völdin.

 


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er ætlast til að við treystum þessu fólki í blindni

Flan Flanagans er ótrúverðugt, honum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er greinilega ekkert umhugað um stöðu Íslensku þjóðarinnar.  Svona snakk gerir hann berskjaldaðan og sýnir svo ekki verði um villst að hann er ekki hæfur til að fara með málendi okkar. 

AGS ætlar bara að kúga Íslensku þjóðina og ríkisstjórnin kyssir vöndinn.

Er von að vonleysi ríki meðal þjóðarinnar með svona fólk í brúnni ?

 


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnuglegar yfirlýsingar

Þær hljóma kunnuglega yfirlýsingar Murilo Portugal, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins, "batinn kemur eftir svo og svo langan tíma, endurskoða á efnahagsáætlun eftir svo og svo langan tíma", en ekkert gerist fyrr en eftir dúk og disk.

Það sem ég rek augun í í yfirlýsingu Murilo er það sem kemur fram í lokin, en þar segir: "Tryggja verði jafnræði milli kröfuhafa en jafnframt sé mikilvægt, að íslenska ríkið yfirtaki ekki meiri skuldir frá einkaaðilum".

Með öðrum orðum sýnist mér hann vera að segja þetta (mín eigin túlkun): "Nú hefur okkur tekist að þvinga Íslendinga til að taka á sig skuldbindingar gagnvart Bretum og Hollendingum, skuldbindingar sem eru tilkomnar vegna gjörða einstaklinga og passa verður uppá að þeir borgi þær skuldbindingar, aðrir mega eiga sig, ekki síst Íslendingar sjálfir, þó þeir hafi ekkert til saka unnið".

Í annarri frétt í morgun kom fram að lánin sem íslenska ríkið er að fá þessa dagana og átti að liggja á bók óhreift í þeim tilgangi að vera bakstuðningur við gjaldeyrisforðann og þar með styrkja krónuna, eigi að nota og eyða þeim peningum þvert á fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Er það í takt við allar yfirlýsingar og gjörðir ríkisstjórnarinnar fram að þessu, þ.e. orð og efndir fara ekki saman.  Þegar farið verður að nota þessa fjármuni eru þeir ekki lengur til staðar til að styðja við krónuna, á þá að taka ný lán í þeim tilgangi ?

Þetta er orðið þvílíkt rugl að ég efast um að þeir sem eru að höndla með þessi mál skilji hvað þeir eru að gera.  Ég stór efast um að Jóhanna eða Steingrímur skilji hvað þau eru að gera, þau taka bara við fyrirmælum frá AGS, ESB, Bretum og Hollendingum og segja: "Já og Amen" við öllu sem að þeim er rétt, burtséð frá hagsmunum þjóðarinnar. 

Málið er að þau virðast orðin svo föst í neti blekkinganna að þau þora ekki að losa sig, en það myndu þau gera með því að játa yfirsjónir sínar og þá blekkingu sem þau hafa verið beitt og þá blekkingu sem þau hafa beitt gagnvart þjóðinni.  Ég er hræddur um að þau verði ekki ánægð með þau eftirmæli sem þau munu hljóta fari þau ekki að snú við blaðinu.

 


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla Vinstri grænir að fara með Samfylkingunni á methraða inn í ESB ?

Ætlar ríkisstjórnin með Samfylkinguna í broddi fylkingar að hundsa og lítilsvirða Íslensku þjóðina í Evrópumálunum eins og þau hafa gert í öllum öðrum málum er snerta þjóðarheill ? 

Eru VG virkilega búnir að kokgleypa ESB-áróður Jóhönnu og Össurar ? eða er bara búið að heilaþvo VG-liðið ?  Er þetta fólk virkilega að bíða eftir blóðugri byltingu. 

Ríkisstjórnin gengur svo gjörsamlega fram af fólki að leitun er að öðru eins.  Ekki skrítið að okkur er líkt við Zimbabwe Angry

 


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tólf mánaða verðbólga tæð 10% ? ? ?

Það má vel vera að verðbólga síðustu tólf mánaða reiknist tæp 10%, en ef verðbólgan milli september og október er framreiknuð í tólf mánuði er hún nær 14%.  Hvaða viðmið ætli Seðlabankinn noti svo við vaxtaákvörðun þann 5.nóvember næstkomandi ?  Ætli þeir komi til með að notast við afturreiknaða útreikninga, eins og gert hefur verið nú þegar verðbólgan var á niðurleið, eða verður nú litið til þeirra áhrifa sem síðustu útreikningar Hagstofunnar gefa til kynna þar sem hækkun milli mánaða er 1,144%, framreiknað tæp 14% ?  Mun "Peningastefnu-nefnd" bankans sjá ástæðu til að hækka stýrivexti vegna hærri verðbólgu milli síðustu tveggja mánaða ? eða mun nefndin horfa til þróunarinnar síðustu tólf mánuði og lækka stýrivextina niður fyrir 10% markið ?

Í heilt ár hefur þjóðfélagið allt, jafnt atvinnuvegir sem heimili landsins, hrópað eftir vaxtalækkun, en Seðlabankinn hefur daufheyrst við því neyðarópi.  Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert allt of bjartsýnn á vaxtalækkun, alla vega meðan AGS er með puttana í málefnum okkar.

Það er orðið löngu tímabært að segja skilið við AGS, ekki bara að afþakka "aðstoð" þeirra, heldur segja skilið við þá alfarið.  AGS hefur ekki verið til gagns hér á landi frekar en annarsstaðar þar sem þeir hafa komið að málum.  Það er enginn akkur fyrir okkur að vera viðriðin slíka stofnun sem notar þvinganir og hótanir gegn ríkjum sem eiga í erfiðleikum og kemur fram eins og nýlenduherrar gagnvart þeim. 

Nú er mál að menn standi í lappirnar, lækki vexti verulega, niður í 4,5%, leggi af allar hindranir er halda aftur af atvinnusköpun og framförum í landinu og ryðja þeim stjórnmálamönnum úr vegi sem eru til trafala.

 


mbl.is Tólf mánaða verðbólga tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband