Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"...að slá skjaldborg um heimilin"?

Við höfum ekki góða reynslu af slíku.  Skjaldborgin er að snúast upp í flóttamannabúðir vegna yfirgangs Samfylkingarinnar, AGS og ESB

 


mbl.is Borgarahreyfingin setur skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig koma vinir ekki fram við vini sína

Forsætisráðherrar "vinaþjóða" okkar, Hollands og Bretlands, sýna forsætisráðherra Íslands mikla óvirðingu.

Auðvitað átti Jóhanna ekki að taka í mál að halda áfram með Icesave-málið fyrr en "vinir" hennar hafi sýnt þá sjálfsögðu kurteisi að ræða málin við hana.  En því miður en gunguhátturinn svo mikill að það á að keyra málið í gegnum þingið, í trássi við vilja meirihluta þjóðarinnar og það áður en "vinirnir" svo mikið sem líta forsætisráðherra Íslands þess verðuga að henni sé svarað.

 


mbl.is Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að koma ríkissjóði Íslands frá greiðsluþroti . . .

. . . þurfa stjórnvöld að semja við erlenda aðila um að reisa 10 álver, eða álíka verksmiðjur og virkja allar ár og sprænur hringinn í kring um landið ásamt öll háhitasvæði, til að afla nægilegra tekna til að greiða skuldbindingar þær sem "Norræna velferðarstjórnin" er að leggja á okkur Angry

 


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan á eftir að stóraukast á næstu misserum, ef fram fer sem horfir

Allt bendir til þess að verðbólga eigi eftir að aukast umtalsvert næstu misseri.  Gengi krónunnar hefur haldist lágt og ekki styrkst þrátt fyrir að sótt hafi verið um aðild að ESB, en Jóhanna Sigurðardóttir sagði að krónan myndi styrkjast um leið og sótt yrði um ESB aðild og trúverðugleiki Íslands erlendis myndi aukast, hvorugt hefur gengið eftir.

Birgjar og smásöluverslanir hafa keppst við að halda vöruverðshækkunum í lágmarki, en sökum slægs gengis krónunnar og þar sem hún hefur haldið áfram að lækka, er ekki von til annars en að verðlag eigi eftir að hækka verulega.

Þá er það þáttur Seðlabankans með háu stýrivextina sem hefur þau áhrif að krónann helst veik þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða.

Ekki eiga yfirvofandi skatthækkanir eftir að draga úr verðbólgu, nema síður sé.  Ég spái því að ef yfirlýstar skatthækkanir eigi eftir að koma til framkvæmda, muni draga verulega úr tekjuöflun ríkissjóðs, þó svo að ríkisstjórnin vonist til þess að tekjurnar aukist um tugi milljarða.

Það eina sem mun gerast er að öll starfsemi, allt líf í landinu mun smám saman leggjast í dvala.  Fyrirtæki munu verða gjaldþrota í auknum mæli, er þó nóg um slíkt fyrir, heimilin munu hætta að geta greitt af skuldum sínum í enn ríkara mæli en nú er, vonleysi og sársauki mun enn aukast gríðarlega.  Ellilífeyrisþegar og öryrkjar, lamaðir og fatlaðir, munu þurfa að fara allra sinna ferða í hjólastólum sínum eða með því að styðja sig við göngugrindur sínar.

Það er ekki glæsileg mynd sem ég dreg upp, en "Norræna velferðarstjórnin" hefur því miður verið fjandsamleg almenningi í landinu og ekki er þess að vænta að breytingar verði þar á.

Ef heldur áfram sem horfir á aðeins eftir að taka tappann úr neglunni og láta fleytið sökkva endanlega.

 


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er meiningin að halda áfram að kreista fé út úr öryrkjum ?

Fjármálaráðherra hefur gefið í skin að settur verði á nýr tekjustofn fyrir ríkissjóð, sá tekjustofn ku eiga að heita "kolefnisskattur".  Skattur þessi á að leggjast ofan á eldsneytisverð þ.e. bensín og dísil. 

Engum dylst að verð á eldsneyti hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri, vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og með nýjum álögum ríkissjóðs.  Í hvert sinn sem eldsneyti er hækkað, vegna hækkunar á heimsmarkaðsverðsverði eða vegna gengislækkunar krónunnar, hækka álögur ríkisins í formi virðisaukaskatts.

Til er sá hópur fólks sem er háð ökutækjum, fólk sem kemst ekki leiðar sinnar nema í ökutækjum.  Þessi hópur eru öryrkjar, lamaðir, fatlaðir og eldri borgarar.

Á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins er grein sem hljóðar þannig:

"Uppbót vegna reksturs bifreiðar

Heimilt er að greiða elli-, örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega uppbót sem nú er 10.828 kr. á mánuði til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar ef bótaþega er nauðsyn að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar."

Framangreind uppbót hefur ekki hækkað í langan tíma þrátt fyrir ótölulegar hækkanir á eldsneytisverði.

Mér er spurn: Er meiningin að elli- og örorkulífeyrisþegar sem háðir eru ökutækjum taki á sig þær boðuðu hækkanir sem fjármálaráðherra hefur nefnt ? eiga ellilífeyrisþegar að fara leiðar sinnar á hækjum eða við göngugrindur ? eiga lamaðir að fara leiðar sinnar á hjólastólum, vegna þess að þeir hafa ekki efni á að reka eigin ökutæki ?  Ef ekki hvernig ætlar ríkisstjórnin að koma til móts við þessa aðila ? það hefur ekkert nefnt í þeim efnum. 

Norræna velferðarstjórnin virðist hafa gleymt þessum þjóðfélagshópum.

 


Vel af sér vikið hjá Ástralska forsætisráðherranum

Í frétt á mbl.is segir: 

"Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í morgun formlega afsökunar fyrir hönd ástralskra stjórnvalda á því að um hálf milljón Ástrala sætti kynferðislegu ofbeldi og vinnuþrælkun á barnaheimilum um áratuga skeið á síðustu öld.

Um þúsund manns voru í sal ástralska þingsins þegar haldin var sérstök athöfn á vegum stjórnvalda. Margir grétu þegar Rudd lýsti þeirri meðferð, sem fólk sætti á munaðarleysingjahælum og öðrum vistheimilum á árunum frá 1930 til 1970. 

Rudd sagði, að fyrir hönd áströlsku þjóðarinnar vildi hann biðjast afsökunar á því að börn hefðu verið tekin frá fjölskyldum sínum og vistuð á stofnunum þar sem þau sættu oft misþyrmingum.  „Ég biðst afsökunar á líkamlegum og andlegum þjáningum sem þið sættuð og hinu kalda og ástlausa viðmóti sem þið mættuð. Og ég biðst afsökunar á þeim harmleik, þeim algera harmleik, að þið voruð svipt barnæskunni," sagði Rudd.

Á síðasta ári baðst Rudd frumbyggja Ástrala afsökunar á þeirri meðferð, sem þeir hefðu sætt frá því hvítir menn settust að í Ástalíu árið 1788"

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, á heiður skilið fyrir að gera það sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. 

Ég get ekki skilið af hverju ráðherrar í gegnum tíðina hafa ekki getað, ekki aðins viðurkennt þá alvarlegu glæpi sem börn hafa orðið fyrir af hálfu hins opinbera, heldur einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisins á því ranglæti sem þau hafi mátt þola.  Það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að honum sé sýnt tilhlýðileg virðing og að viðurkennt sé af hálfu hins opinbera er einstaklingurinn hefur orðið fyrir órétti af þess hálfu. 

Ekki er ég tilbúinn að viðurkenna að ég sé Jóhönnu Sigurðardóttur oft sammála í pólitík, en hitt skal fúslega viðurkennt að ég var stoltur af henni er hún baðst fyrirgefningar, fyrir hönd ríkisins á því misrétti er Breiðavíkurdrengirnir, vistmenn Heyrnleysingjaskólans og aðrir þeir er hafa orðið fyrir ofbeldi og óréttlæti af hálfu hins opinbera.  Það var vel af sér vikið af Jóhönnu hálfu, nokkuð sem Geir Haarde hefði átt að gera um leið og mál Breiðavíkurdrengjanna komst í hámæli. Ég gat aldrei skilið af hverju hann gat ekki gert þennan einfalda hlut, en þó mikilvægan fyrir þá sem fyrir óréttinum urðu.

 


mbl.is Bað „gleymdu Ástralana" afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætt um tímabundinn fjármagnstekjuskatt á lífeyris­sjóði

Fyrirsögnin er bein tilvitnun í frétt á AMX.is, en fréttin hljóðar svona:

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur rætt um þann möguleika að leggja tímabundinn fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóði. Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar segir að málið hafi verið rætt í tvígang en ekki farið lengra. Skatturinn gæti gefið um 25 milljarða króna í ríkiskassann.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur það eftir Tryggva Þór Herbertssyni sem situr í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að hugmyndin sé góð að því að auðvelt sé að hafa skattinn tímabundinn. Gallinn sé hins vegar sá að einungis hluti kynslóðanna er að borga.

Fréttablaðið vitnar til vikuritsins Vísbendingar þar sem fjallað var um lífeyrissjóðina og bent á að sjóðanna nemi nú nálægt 1.700 milljörðum króna, verðbólga sé 10 prósent og að raunávöxtun eigna þeirra hafi verið nokkur flest ár:

„Segjum að ávöxtun lífeyrissjóðanna verði 10 prósent eða 170 milljarðar króna. Nú er fjármagnstekjuskattur 15 prósent. Hann gæfi því um 25 milljarða króna á ári. Tímabundinn fjármagnstekjuskattur í þrjú ár yrði veruleg búbót fyrir ríkissjóð.“

Hverjir eru það sem taka á sig tekjuskerðingu með þessari aðferð ? eru það ekki ellilífeyrisþegar og öryrkjar ?  Þeir hafa nú þegar tekið á sig meiri skerðingu en margur annar og mega þeir síst við slíku.  En er þetta ekki týpískt ? þeir sem minnst mega sín eru látnir bera byrðarnar.  Þar að auki kemur þessi aðferð til með að minnka lífeyrir þeirra sem eiga eftir að bætast í hóp lífeyrisþega. 
Væri ekki nær að hafna Icesave, skila AGS-lánunum og draga umsóknina að ESB til baka, þar myndi sparast mikið fé og snúa okkur að því að stuðla að framleiðslu til útflutnings.  Skapa atvinnutækifæri er færir okkur gjaldeyristekjur og koma fótunum undir atvinnulífið og heimilin í landinu.

Dómsmálum fjölgar

Kemur það dómsmálaráðherra á óvart að dómsmálum hefur fjölgað ?      Var dómsmálaráðuneytið virkilega óviðbúið aukningu dómsmála ?             Af hverju hefur dómsmálaráðherra ekki gert ráðstafanir vegna yfirvofandi aukningu dómsmála ? og hver skyldi nú staðan vera er kemur að stóraukinni þörf fyrir fangelsis pláss ?  Það er eins og máltækið segir: "Einhversstaðar verða vondir að vera"

Það má kannski minna á að stjórnarráðið var eitt sinn fangelsi.  Ætli það gæti ekki verið pláss þar innandyra ? Wink

 


mbl.is Verður að leysa vanda dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúar hverra eru stjórnmálamenn ?

Á minnst fjögurra ára fresti eru viðhafðar kosningar til Alþingis.  Í aðdraganda kosninga stíga þeir fram sem vilja gefa kost á sér til starfa á hinu háa Alþingi.  Menn leggja skoðanir sínar og áherslur á hinum ýmsu málefnum á borðið fyrir kjósendur og telja mönnum trú um að ef þeir verða kosnir muni allt fara á betri veg í þjóðfélaginu.

Menn skipa sér í hópa eftir skoðunum og leggja áherslu á að þeirra flokkur/framboð sé best til þess fallið að stjórna landinu.

Þegar þeir sem ná kjöri mæta síðan til vinnu sinnar á Alþingi hefst allsherjar darraðardans.  Allir vilja vera í stjórn, enginn vill vera í stjórnarandstöðu.  Ekki fá allir það sem þeir vilja, jafnvel þó svo að flokkur þingmanns komist í stjórn er ekki þar með sagt að þingmaðurinn fái ráðherrastól.

Þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð fara menn að huga að þeim loforðum sem gefin voru í kosningabaráttunni og þá rennur upp fyrir mönnum að mörg loforðanna eru óframkvæmanleg eða að menn verða að gefa eftir áherslur sem lögð voru til grundvallar er viðkomandi náði kjöri. Þá standa menn frammi fyrir því að svíkja kjósendur sína og þurfa að finna góða afsökun er skýra gæti svikin við kjósendurna og reynast menn oft tungu liprir er kemur að því að afsaka sig og ljúga að kjósendum sínum.

Eitt er það sem þingmenn virðast oft gleyma, er þeir komast í þá stöðu að þeir eða flokkur þeirra hefur náð tökum á valdataumi þjóðfélagsins, að þeir voru kosnir til að verja hag þjóðarinnar og standa með almenningi þegar á harðbakkann slær.  Þeir þingmenn sem á hinn bóginn eru ekki í stjórnarliðinu, eru lausir undan hrossakaupum stjórnarsinna og hafa því efni á að tala eins og þeir gerðu í aðdraganda kosninga.

En hverjir eru þá fulltrúar almennings á hinu háa Alþingi ? eru það stjórnarþingmenn ? eru það þingmenn stjórnarandstöðunnar ? eru það allir þeir sem kosnir voru á þing ? eða eru engir fulltrúar almennings á Alþingi Íslendinga ?

Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér menn ekki vera að hugsa um hag þjóðarinnar, en að einhver annarleg sjónarmið stjórni athöfnum þingheims, karp um eigið ágæti og að reyna að koma höggi á andstæðinga sína.

Væri ekki nær að allir legðust á eitt með það að markmiði að bjarga heimilunum og atvinnu-vegunum í landinu og stuðla að því að hér verði lífvænlegt næstu árin og til frambúðar.

Ef ráðherrar og þingmenn hafa ekki lausnir eða þekkingu sem gætu komið þjóðinni að notum, þá þurfa þeir að hafa þá auðmýkt að viðurkenna takmörk sín.  Það er engin skömm af því að viðurkenna að maður er takmarkaður.

En eitt ættu kjörnir fulltrúar að gera sér grein fyrir og það er það að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu og að þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, en ekki annarlegra hagsmuna erlendra þjóða eða stofnana.  Þeir sem ekki gera sér grein fyrir því, ættu að fara að huga að öðru starfi.

 


Bretar sviknir

Bretar, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, hafa verið sviknir um sjálfsagðan rétt sinn til að ákvarða framtíð sína, Breska Samfylkingin hefur séð til þess.  Íslenska Samfylkingin stefnir einnig að því að svíkja þjóð sína, eins og Brown gerði gagnvart sinni þjóð.

Nú stefnir í að stjórnarskrá ESB verði komin á koppinn fyrir þingkosningar á Bretlandseyjum og því ekki á valdi Íhaldsmanna að kjósa um hana eins og Cameron hafði stefnt að, það verður orðið of seint og ekki aftur snúið, frekar en fyrir Finna og Íra að hafna ESB, það er orðið of seint fyrir þá.

Við höfum enn von um að geta haldið aftur af þeirri óheilla þróun hér á landi.  Við munum aldrei láta þröngva okkur inn í ESB með ofbeldi, eins og Samfylkingin stefnir að.  Ofbeldi þess flokks verður ekki liðið.

 


mbl.is Bretar ósáttir með „endalok Bretlands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband