Fulltrúar hverra eru stjórnmálamenn ?

Á minnst fjögurra ára fresti eru viðhafðar kosningar til Alþingis.  Í aðdraganda kosninga stíga þeir fram sem vilja gefa kost á sér til starfa á hinu háa Alþingi.  Menn leggja skoðanir sínar og áherslur á hinum ýmsu málefnum á borðið fyrir kjósendur og telja mönnum trú um að ef þeir verða kosnir muni allt fara á betri veg í þjóðfélaginu.

Menn skipa sér í hópa eftir skoðunum og leggja áherslu á að þeirra flokkur/framboð sé best til þess fallið að stjórna landinu.

Þegar þeir sem ná kjöri mæta síðan til vinnu sinnar á Alþingi hefst allsherjar darraðardans.  Allir vilja vera í stjórn, enginn vill vera í stjórnarandstöðu.  Ekki fá allir það sem þeir vilja, jafnvel þó svo að flokkur þingmanns komist í stjórn er ekki þar með sagt að þingmaðurinn fái ráðherrastól.

Þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð fara menn að huga að þeim loforðum sem gefin voru í kosningabaráttunni og þá rennur upp fyrir mönnum að mörg loforðanna eru óframkvæmanleg eða að menn verða að gefa eftir áherslur sem lögð voru til grundvallar er viðkomandi náði kjöri. Þá standa menn frammi fyrir því að svíkja kjósendur sína og þurfa að finna góða afsökun er skýra gæti svikin við kjósendurna og reynast menn oft tungu liprir er kemur að því að afsaka sig og ljúga að kjósendum sínum.

Eitt er það sem þingmenn virðast oft gleyma, er þeir komast í þá stöðu að þeir eða flokkur þeirra hefur náð tökum á valdataumi þjóðfélagsins, að þeir voru kosnir til að verja hag þjóðarinnar og standa með almenningi þegar á harðbakkann slær.  Þeir þingmenn sem á hinn bóginn eru ekki í stjórnarliðinu, eru lausir undan hrossakaupum stjórnarsinna og hafa því efni á að tala eins og þeir gerðu í aðdraganda kosninga.

En hverjir eru þá fulltrúar almennings á hinu háa Alþingi ? eru það stjórnarþingmenn ? eru það þingmenn stjórnarandstöðunnar ? eru það allir þeir sem kosnir voru á þing ? eða eru engir fulltrúar almennings á Alþingi Íslendinga ?

Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér menn ekki vera að hugsa um hag þjóðarinnar, en að einhver annarleg sjónarmið stjórni athöfnum þingheims, karp um eigið ágæti og að reyna að koma höggi á andstæðinga sína.

Væri ekki nær að allir legðust á eitt með það að markmiði að bjarga heimilunum og atvinnu-vegunum í landinu og stuðla að því að hér verði lífvænlegt næstu árin og til frambúðar.

Ef ráðherrar og þingmenn hafa ekki lausnir eða þekkingu sem gætu komið þjóðinni að notum, þá þurfa þeir að hafa þá auðmýkt að viðurkenna takmörk sín.  Það er engin skömm af því að viðurkenna að maður er takmarkaður.

En eitt ættu kjörnir fulltrúar að gera sér grein fyrir og það er það að þeir eru fulltrúar fólksins í landinu og að þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar, en ekki annarlegra hagsmuna erlendra þjóða eða stofnana.  Þeir sem ekki gera sér grein fyrir því, ættu að fara að huga að öðru starfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 161283

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband