Hversu lengi er hægt að skera niður ?

Gerðar eru, og gerðar hafa verið, kröfur um niðurskurð í heilbrigðisgeiranum sem og víða annarsstaðar hjá ríkisstofnunum.  Landspítalinn er búinn að vera að hagræða, skera niður og spara á öllum vígstöðum svo lengi sem ég hef fylgst með fréttum.  Einhvernvegin sýnist mér spítalinn iðulega fara meira fram úr heimildum fjárlaga en sem nemur þeirri upphæð sem þeim er ætlað að spara hverju sinni.  Á næsta ári þarf LSH að spara sem nemur 6 milljörðum til að brúa þann yfirdrátt af fjárlögum þessa árs og því sem þeim er ætlað að skera niður um á næsta ári miðað við fjárlög þessa árs.

Spurningin er: hversu mörgum deildum þarf að loka ? hversu mörgu starfsfólki þ.e. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, ræstingarfólki og öðrum þarf að segja upp til þess að ná fram þeim sparnaði sem til er ætlast ?

Fjárveitingavaldinu virðist vera lagið að setja stofnunum ríkisins þröngar skorður í fjárlögum, krefjast aðhalds og sparnaðar, án þess að koma með neinar beinar tillögur um hvar spara megi eða hvar hægt væri að hagræða enn frekar en þegar hefur verið gert. 

Þetta sama fjárveitingarvald virðist á hinn bóginn ekki geta sett framkvæmdarvaldinu skorður um fjárútlát ráðherra þegar kemur að dekurverkefnum þeirra eða fjárframlaga einstaka ráðherra til að afla sér vinsælda. 

Einstaka gæluverkefni virðast ekki mega missa sín s.s. "listamannalaun" og annar óþarfi.  Ég veit ekki til þess að verkamenn eða aðrir launþegar sem greitt hafa sína skatta og skyldur til ríkisins hafi getað fengið úthlutað úr ríkissjóði fyrir vel unnin störf, en svo koma einhverjir "listamenn" sem ekki geta lifað af iðju sinni og þeim er hampað fram og til baka.  Verkamaðurinn sem var búinn að borga sína skatta og skyldur í mörg ár, missir síðan vinnu sína og verður að fara á atvinnuleysisbætur, á hann er litið sem einhvern þurfaling.  Það er skömm af þessu.  Sá sem  alla tíð hefur greitt sínar skyldur til ríkisins er sá sem ætti að fá hærri greiðslur og honum hampað frekar en "listamönnum" sem fáir hafa dálæti á.  Svo ætla menn að skerða tekjur sjómanna með því að taka af þeim sjómannaafsláttinn, en án þeirra værum við sem þjóð mun verr á vegi stödd en við erum í dag.

 


mbl.is Hagræðing gengur hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

6 ma kr niðurskurður þýðir að 580 ársverk hverfa!

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.12.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er nefnilega það.       Hvað ætli margir vinni á Landspítalanum ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

um 5000 manns í um 3900 ársverkum

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.12.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

gengur hægar EN REIKNAÐ VAR MEÐ -

er ekki rétt að reikna aftur og reikna þá rétt

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.12.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.12.2009 kl. 18:15

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Andri Geir.

Sóldís, takk sömuleiðis.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Flatur niðurskurður, er mjög slæm aðferð.

Þ.s. þarf að gera, er að fara í hreinar lokanir á stofnunum, og síðan - að skilgreina hvaða þjónustu, ríkið ætlar hið minnsta tímabundið ekki lengur að inna af hend.

Þarf, sennilega í heildina að spara e-h í kringum 70-80 milljarða.

------------------------

En, mér sýnist að við séum hreinlega nauðbeygð, til að skilgreina þröngt hvað það er, sem við viljum halda eftir.

Allt, þ.s. við getum komist af án, eigi að leggja niður. Þá, á ég ekki við, að leggja niður ónauðsynlega hluti, heldur hluti sem hægt er að lifa án.

---------------------------

Fólk þarf að skilja, að gjaldþrot ríkisins er fullkomlega óumflýjanlegt, miðað við núverandi skuldastöðu.

Einungis spurning um tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.12.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband